Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 54
SKOÐUN
54 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EITT brýnasta verkefni samtím-
ans í íslenskum þjóðmálum er að
hefja stórsókn í menntamálum. Í
mörgum atriðum vantar mikið á að
við séum með sambærilega stöðu
og aðrar þjóðir. Setja á sem viðmið
í menntamálum það sem best gerist
erlendis. Gera á þjóðarsátt um að
efla menntakerfið og gera það sam-
keppnishæft við nágrannalöndin.
Í menntun felst uppspretta fram-
fara í efnahags-, atvinnu- og vel-
ferðarmálum á nýrri öld. Uppbygg-
ing þekkingarumhverfis er for-
senda þess að Ísland skapi ungu
fólki vænleg lífsskilyrði. Það þarf
að stórauka fjárfestingu í menntun
til að auka samkeppnishæfni þjóð-
arinnar á alþjóðamarkaði, bæta lífs-
kjör og mannlíf og hindra að stétta-
skipting verði milli þeirra sem fá
tækifæri til að afla sér menntunar
og hinna sem ekki fá slík tækifæri.
Það verður að tryggja aðgang allra
að þeirri þekkingu sem nú byltir
fyrri atvinnuháttum og bæta
menntakerfið þannig að byggt sé á
því sem fyrir er og innviðir styrktir
verulega frá því sem nú er.
Það eru sameiginlegir hagsmunir
hins opinbera, samtaka launafólks
og atvinnufyrirtækja að veita fólki
möguleika á símenntun og starfs-
menntun. Efling starfsmenntunar í
atvinnulífinu stuðlar að bættum
hag starfsfólks og fyrirtækja og er
ein meginleið þeirra sem ekki finna
að öðru leyti úrlausn í almennu
skólakerfi. Fólk í atvinnulífinu
verður að eiga kost á símenntun,
ekki hvað síst ófaglært starfsfólk,
enda verður menntakerfið að ná til
allra.
Menntun kennara er lykill að
breyttu menntakerfi, ekki hvað síst
á sviði fjarkennslu, og treysta þarf
flutningsnetin sem eru burðarstoðir
upplýsingasamfélagsins og tryggja
að þau þjóni almannahagsmunum;
einstaklingum, menntastofnunum
og atvinnulífinu til frambúðar.
Við höfum dregist aftur úr
Alþjóðlegur samanburður verður
sífellt betri og mikið er lagt upp úr
honum í þjóðmálaumræðu erlendis.
Það er reyndar einkennilegt hvað
héðan er skilað litlu af upplýsingum
til alþjóðlegra stofnana eins og
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD) og þarf að bæta úr
því. Helsti mælikvarði í alþjóðleg-
um samanburði á stöðu mennta-
mála er hve miklum fjármunum er
varið til þeirra sem hlutfall af
landsframleiðslu, þ.e. hve mikið af
verðmætasköpuninni er varið til
menntamála.
Mynd 1 sýnir opinber útgjöld
ríkja OECD til menntamála sem
hlutfall af landsframleiðslu fyrir ár-
ið 1997 en þær tölur eru þær nýj-
ustu í alþjóðlegum samanburði.
Eins og sést á mynd 1 vörðum
við 5,1% af landsframleiðslunni til
menntamála á viðmiðunarárinu. Við
erum í 13. sæti af 28 ríkjum. Með-
altalið er 5,1% en aðrar Norður-
landaþjóðir eru langt fyrir ofan og
þau raða sér í efstu sætin. Svíþjóð
ver 6,8% af landsframleiðslunni til
menntamála, Noregur 6,6%, Dan-
mörk 6,5% og Finnland 6,3%.
Hvert prósentustig er um 7 millj-
arðar þannig að umtalsverðar fjár-
hæðir þarf hérlendis ef við viljum
bæta okkur í þessum málum. Þótt
peningar séu ekki allt eru þeir afl
þeirra hluta sem gera skal.
Háskólastigið er hornreka
Framlög til háskólastigsins eru
mjög lág hérlendis miðað við aðrar
þjóðir. Við erum í 23. sæti af 28
þjóðum á viðmiðunarárinu 1997 og
verjum við þá til háskólastigsins
0,7% af landsframleiðslunni en
meðaltalið er 1%. Aðrar Norður-
landaþjóðir eru langt fyrir
ofan okkur.
Í hinu nýja hagkerfi
ræður menntun mestu um
hvernig lífskjör verða í
framtíðinni. Þar verðum
við að standa öðrum þjóð-
um vel á sporði ef ekki á
að fara illa en slíkt gæti
leitt til þess að ungt fólk
kysi frekar að setjast að
erlendis en á Íslandi. Það
er því mjög brýnt að
fylgja eftir auknum áhuga
á háskólanámi með því að
gera þeim skólum sem
bjóða slíkt nám hér vel
kleift að mæta slíkri þörf
auk þess að efla rannsóknarþáttinn,
einkum innan Háskóla Íslands.
Mikilvægi háskólastigsins kemur
m.a. fram í því að án öflugra rann-
sókna og þróunarvinnu mætum við
ekki breyttum atvinnuháttum. Við
erum mjög slök í rannsóknum og
þróunarvinnu sem eiga að standa
undir lífskjörum framtíðarinnar.
Það vantar tæpan þriðjung að Ís-
land nái meðaltali OECD-ríkja í
þeim málaflokki. Þótt rannsóknir
og þróunarvinna hafi aukist síðustu
árin stöndum við enn langt að baki
öðrum þjóðum.
Þetta endurspeglast í öðrum
könnunum. Í nýlegri svissneskri
samkeppnisskýrslu féll Ísland úr
18. í 24. sæti milli ára, m.a. vegna
þess hversu slök við erum í rann-
sóknum og þróun. Hér vantar fyrst
og fremst starfsemi fyrirtækjanna
sjálfra en rannsóknir og þróun eru
langtímaverkefni og lykillinn að ár-
angri þar er gott skólakerfi.
Fáir ljúka
framhaldsskólaprófi
Eitt helsta vandamálið í íslensku
menntakerfi er hve fáir hafa lokið
framhaldsskólaprófi í samanburði
við önnur lönd. Framhaldsskóla-
stigið hefur lengi verið hornreka í
íslensku skólakerfi.
Í meira en áratug hefur það legið
ljóst fyrir að allt að þriðjungur
þeirra sem hefja nám í framhalds-
skóla hverfur frá því án formlegra
námsloka. Aðgerð-
ir til að bæta úr
þessu hafa verið
fálmkenndar og
borið afar lítinn
árangur. Samteng-
ing starfsmennt-
unar í atvinnulífi
og skólakerfis er
án efa mikilvæg-
asta leiðin til að
gera þessum hópi
kleift að ljúka
prófi. Hún getur
enn fremur náð til
fullorðinna Íslend-
inga því reynslan
sýnir að þá skortir
ekki vilja til að afla sér menntunar.
Mynd 2 sýnir hlutfall af íbúum
þjóða innan OECD á aldrinum 25
til 64 ára sem hafa lokið framhalds-
skólaprófi.
Eins og sést á mynd 2 hafa ein-
ungis 55% landsmanna lokið fram-
haldsskólaprófi og erum við í 21.
sæti af 29 þjóðum OECD. Meðaltal
allra þjóðanna er 61% og erum við
langt fyrir neðan það. Meðaltalið
fyrir aðrar Norðurlandaþjóðir er
76%. Þarna höfum við dregist veru-
lega aftur úr og mun það hafa
veruleg áhrif á lífskjör okkar í
framtíðinni og rýra samkeppnis-
stöðu okkar ef þessu er ekki snúið
við. Verulegt vinnuafl vantar á
næstu árum og áratugum og besta
leiðin til að mæta þeirri þörf er
með bættri menntun sem eykur
framleiðni í hagkerfinu.
Sýnt hefur verið fram á að beint
samband er milli hagvaxtar og
fjölda þeirra sem sækja framhalds-
skóla í einstökum löndum. Við get-
um því auðveldlega aukið hagvöxt
og bætt lífskjör ef fleiri stunda nám
í framhaldsskólum og ljúka því.
Nemendur langelstir hér
Eitt af því sem vekur sérstaka
athygli í alþjóðlegum samanburði
er hversu seint íslenskir nemendur
ljúka framhaldsskólaprófi. Mynd 3
sýnir slíkan samanburð.
Hér erum við á toppnum en mjög
vafasamt er að það sé okkur til
framdráttar. Meðalaldur hér er 20
ár við lok framhaldsskóla en með-
altalið innan OECD er 18 ár. Þótt
ekki sé rétt að alhæfa um kosti lágs
útskriftaraldurs, enda oft um erf-
iðan samanburð að ræða og mis-
munandi skóla, bendir margt til
þess að skynsamlegt sé að lækka
útskriftaraldur úr framhaldsskóla
til samræmis við það sem er al-
gengt erlendis. Ekkert ætti að vera
því til fyrirstöðu að lækka hann í 19
ár eða 18 ár. Það krefst uppstokk-
unar í framhaldsskólum og grunn-
skólum en einmitt slík uppstokkun
er nauðsynleg sem tengist starfi og
starfskjörum kennara og er mik-
ilvægur liður í því að meta kenn-
arastarfið betur til launa en nú er
gert.
Lækkun útskriftaraldurs úr
framhaldsskólum sem snertir
skipulag á grunnskóla- og fram-
haldsskólastiginu hefur í för með
sér umtalsverðan sparnað sem m.a.
er hægt að nýta til að bæta skóla-
starf og starfskjör kennarastéttar-
innar. Ef skólakerfi okkar á að
standast samanburð á alþjóðavísu
verða starfsskilyrði kennara einnig
að standast slíka kröfu.
Það á í fyrsta lagi að gera átak
til að bæta þá mikilvægu opinberu
þjónustu sem skólstarfið er, í öðru
lagi tengja þá endurbót góðum ár-
angri á heimsmælikvarða og í
þriðja lagi eiga launakjör starfs-
manna að taka mið af slíku. Nýj-
ustu kjarasamningar við kennara
benda til þess að skref hafi verið
stigið í þessa átt.
Höfnum skólagjöldum
Menntun og menning eru ekki
einungis forsenda fyrir betri lífs-
kjörum framtíðarinnar heldur eru
þau lífsgæði í sjálfu sér, gefa lífinu
innihald, takmark og fullnægingu.
Betri menntun og aukin samskipti
auka líkur á friði í heiminum og
meiri samstöðu milli þjóða og skapa
þannig skilyrði fyrir réttlátari
heimi. Engin þjóð getur skilið sig
frá þeirri ábyrgð sem hún ber
gagnvart samborgurum sínum þótt
í öðrum löndum séu.
Jafnrétti kvenna og karla í
menntun, starfi og samfélagi á að
vera rauði þráðurinn í nýrri stefnu
í menntamálum. Menntun er sam-
felld frá leikskóla til háskóla og hún
er ekki bundin við eina kynslóð
heldur allar. Það er grundvallarat-
riði að við tryggjum af hálfu hins
opinberra góða menntun fyrir alla.
Menntun undirbýr börn okkar að
lifa hamingjusömu lífi, taka þátt í
lýðræðislegu skipulagi, njóta menn-
ingar og lista og samvista við aðra.
Menntun er ekki eingöngu fyrir
suma heldur fyrir alla. Félagslegt
réttlæti verður að ríkja í mennta-
kerfinu.
Með menntun fyrir alla er átt við
að allir eigi sömu möguleika til
sambærilegrar menntunar hvort
sem um leikskóla eða háskóla er að
ræða. Íslendingar eiga að hafna
samfélagi þar sem menntun barna
ræðst af efnahag foreldra. Þess
vegna ber að hafna skólagjöldum
sem er mismunun einstaklinga í
samfélaginu á sviði þar sem jafn-
ræði er hornsteinn. Skólagjöld
tryggja forgang hinna ríku að góðri
kennslu, en aðrir sitja eftir. Slíkt
kerfi útilokar marga frá menntun
eins og reynslan sýnir víða erlend-
is. Menntun er því verkefni op-
inberra aðila til að tryggja jafn-
ræði.
Menntun lýkur aldrei. Endur-
menntun og símenntun skipta
miklu meira máli nú en fyrir nokkr-
um árum og á að vera hluti skóla-
skyldu. Helmingur tækniþekkingar
úreldist á hverjum tíu árum og
helmingur tölvuþekkingar á hverj-
um tveimur árum. Á starfsferli sér-
hvers einstaklings eru fundin upp
80–90% af þeirri vísinda- og tækni-
þekkingu sem hann notar. Þessar
staðreyndir krefjast þess að sam-
félagið allt sé skipulagt sem ein
menntastofnun.
Nýtum ný tækifæri
Við breytingu samfélagsins í
þekkingar- og upplýsingasamfélag
verða til nýjar kröfur. Ef ekki er
brugðist skjótt við eru líkur á því
að Íslendingar dragist enn frekar
aftur úr nágrönnum sínum. Það á
að vera markmið að innan örfárra
ára verði öll heimili og sérhver
skólastofa með tölvur og netteng-
ingu.
Menntastefna er eitt mikilvæg-
asta verkfærið í byggðastefnu
framtíðarinnar. Fjarnám, tenging
skólastarfs í dreifbýli við skóla í
þéttbýli og tengsl skóla og atvinnu-
lífs er forsenda fyrir því að mögu-
leikar til menntunar séu sambæri-
legir um land allt. Aðgangur að
menntastofnunum á að vera óháður
búsetu. Forsetar lýðveldisins hafa
oft tala um nauðsyn á átaki til efl-
ingar menntunar og má geta í því
sambandi ummæla Vigdísar Finn-
bogadóttur og Ólafs Ragnars
Grímssonar nú síðast í áramóta-
ávarpi.
Mikilvægur hluti af nýrri
menntastefnu er að gefa lands-
mönnum annað tækifæri á sviði
menntunar. Um helmingur lands-
manna lýkur ekki námi eftir grunn-
skóla og margir hafa hrökklast frá
námi. Þennan hóp þyrstir í mennt-
un en hann hefur nú einungis tæki-
færi til að ljúka framhaldsskóla-
prófi með námi í öldungadeildum.
Þessu fólki þarf að veita betra
tækifæri, m.a. með samstilltu átaki
aðila vinnumarkaðarins, sveitar-
félaga og ríkisvalds. Sérhver ein-
staklingur á að eiga rétt á að koma
aftur inn í skipulagt skólastarf ef
hugur hans stendur til þess.
Ný tækifæri blasa við í mennta-
málum samhliða aukinni alþjóða-
væðingu í hinu nýja hagkerfi. Þessi
tækifæri er ekki hægt að nýta
nema til komi ný menntastefna sem
hér hefur verið lýst en meginþættir
hennar birtust í máltilbúnaði jafn-
aðarmanna á Alþingi fyrr í vetur.
ÞJÓÐARÁTAK Í
MENNTAMÁLUM
Ágúst Einarsson
Menntun er ekki
eingöngu fyrir suma
heldur fyrir alla, segir
Ágúst Einarsson.
Í hinu nýja hagkerfi
ræður menntun mestu
um hvernig lífskjör
verða í framtíðinni um
leið og hún veitir mörg-
um annað tækifæri.
Höfundur er formaður fram-
kvæmdastjórnar Samfylking-
arinnar.
!
"#$ !
%&'
( !
( ')
!
&&
*!
+!
,& !
+
-$
,'
+ ' !
."& !
/ !
01 !
23
, !
*
4 !
5&'
6)37
8-
9 !
2 '
:-7 )' !
:;< ' '$
& = '> > !&#
> & ?@@ 4 '> > !&> & ?BA
! "
#$%&
"
' )
* + ,
)
-
.%
$
/
"
(+ 0
. .
$ 1
2 (
1
345 67889:
,
+
;<
78=>
78
79=>
78
78
78
78
78
78
78
79=>
79=>
79=>
79
79
79
79
79
79
79
79
79
79
7?=>
7?
7?
7?
7?
79
! " # $
% & $ # '# ( ) ( * (# ! + , )#- . + # % #/ 0- 123/! 45 # 67 ! 8 / /
8/ 9:;;<=
% #/ / 0- 9>=
<6
<5
<7
<?
<:
<@
<@
A<
A6
A?
A?
6<
65
67
6?
6:
6@
5A
56
55
57
5:
77
7:
??
4:
4@
:<
6: