Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 55
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ 50 ÁRA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 55
NÁMSKEIÐIÐ
hófst hér á landi haustið
1999 og hafa Krabba-
meinsfélag Reykjavík-
ur og Landspítali –há-
skólasjúkrahús staðið
fyrir skipulagi og fram-
kvæmd þess. Nám-
skeiðið hefur auk þess
verið styrkt af Bristol-
Myers Squibb sem er
innan Pharmaco og fag-
deild hjúkrunarfræð-
inga á krabbameins-
sviði.
Bakgrunnur
Námskeiðið byggist á
erlendum fyrirmyndum
og hefur verið lagað að íslenskum að-
stæðum. Upphafið á rætur að rekja
til Bandaríkjanna en námskeiðið „I
Can Cope“ hófst í Minnesota árið
1979 og var þróað af hjúkrunarfræð-
ingnum Dr. Judi Johnson. Niður-
stöður úr samanburðarrannsókn,
sem voru birtar árið 1982, sýndu að
þátttakendur í námskeiðinu upplifðu
minni kvíða, meiri lífstilgang og
höfðu meiri þekkingu heldur en þeir
sem ekki tóku þátt. Þessar niðurstöð-
ur studdu framkvæmd þessa nám-
skeiðs víða í Bandaríkjunum og nú
hefur rúmlega hálf milljón Banda-
ríkjamanna sótt námskeiðin. Á árun-
um 1988-1992 hófst undirbúningur
námskeiðsins í Lundi í Svíþjóð. Það
var doktorsverkefni hjúkrunarfræð-
ingsins Gertrud Grahn að kanna
fræðsluþarfir sjúklinga og aðstand-
enda, þróa námskeiðið,
lesefni sem því fylgir
og meta árangurinn.
Hópur sjúklinga með
krabbamein og að-
standendur þeirra tóku
þátt í verkefninu og
völdu meðal annars
nafnið á námskeiðið,
„Lära sig leva med
cancer“. Árangurinn af
námskeiðinu var mjög
jákvæður og nú er það
haldið víða í Svíþjóð.
Norðmenn hófu nám-
skeiðin í samvinnu við
norska krabbameins-
félagið árið 1994 og ár-
ið 1995 var hafist
handa við að koma námskeiðinu í
gang víðar í Evrópu. Að baki því
stóðu Evrópusamtök krabbameins-
hjúkrunarfræðinga og Evrópa gegn
krabbameini. Fjórir íslenskir hjúkr-
unarfræðingar sóttu námskeið til
þess að kynna sér framkvæmd þessa
námskeiðs og fengu jafnframt leyfi
til að aðlaga það íslenskum aðstæð-
um. Aðlögunin fólst m.a. í þýðingu á
lesefni sem fylgir námskeiðinu og
komu þar margar fagstéttir að.
Markmið og umfjöllunarefni
Meginmarkmiðið með námskeið-
inu er að efla þekkingu og skilning
þátttakenda á því sem er að gerast
eða getur gerst á veikindatímabilinu
og auðveldað þeim að takast á við
breyttar aðstæður. Efnið byggir á
vel þekktri fræðsluþörf fólks með
krabbamein og aðstandenda þess.
Byrjað er á umfjöllun um líkamlega
þætti eins og myndun og greiningu
krabbameina, helstu meðferðarleið-
ir, aukaverkanir og möguleg úrræði.
Eftir því sem vægi líkamlega þátt-
arins minnkar eykst vægi fræðslu
um sálfélagslega þætti. Fjallað er um
áföll, kreppuferlið og úrlausnir eins
og tjáskipti, breytta lífshætti, slökun,
félagsleg réttindi, listmeðferð og
óhefðbundna meðferð. Þetta fer fram
með fyrirlestrum og umræðum í
umsjá viðkomandi fagaðila. Þannig
er námskeiðið þverfaglegt og að því
koma meðal annarra læknar, hjúkr-
unarfræðingar, næringarráðgjafi,
félagsráðgjafi, sjúkraþjálfari og list-
meðferðarfræðingur.
Skipulag
Hvert námskeið varir í átta vikur
og hittist hópurinn einu sinni í viku,
tvo tíma í senn. Þátttakendur eru
aldrei fleiri en tuttugu og mælt er
með að hver sjúklingur hafi með sér
einn aðstandanda. Námskeiðið fer
eftir fyrir fram skipulagðri dagskrá
en þátttakendur geta einnig komið
með óskir um efni. Námsefni fylgir
hverjum tíma og eru þátttakendur
beðnir að meta fyrirlestra og náms-
efni og er tekið tillit til þess við
áframhaldandi skipulag.
Námskeiðið er þátttakendum að
kostnaðarlausu og hefur hingað til
verið haldið í húsi Krabbameins-
félagsins við Skógarhlíð í Reykjavík.
Næsta námskeið hefst 1. febrúar nk.
Að lifa með krabbamein
Nú hafa verið haldin þrjú nám-
skeið með um 60 þátttakendum og
fleiri eru fyrirhuguð. Þeir sem hafa
sótt námskeiðin hafa látið í ljós
ánægju sína á margan hátt og allir
hafa viljað mæla með því við aðra
sem eru í svipuðum aðstæðum. Ljóst
er að hópfræðsla og hópstuðningur
hentar ekki öllum og það er mismun-
andi hvenær og hvert fólk vill sækja
sér stuðning. Námskeiðið „Að lifa
með krabbamein“ getur verið hluti af
endurhæfingu og hæfingu þeirra
sem eiga þess kost að sækja sér
fræðslu á þennan hátt.
Námskeiðið „Að lifa
með krabbamein“
„Að lifa með krabbamein“ er námskeið
fyrir fólk sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandendur þess, segir Nanna
Friðriksdóttir. Þetta er stuðnings- og
fræðslunámskeið þar sem kostur gefst á
að læra og dýpka skilning á því sem
sjúkdómurinn og meðferðin geta haft í för
með sér og hvaða leiðir er hægt að fara til
að takast á við breyttar aðstæður.
Nanna
Friðriksdóttir
Krabbameinsfélag Íslands varðveitir mikinn fjölda sjúkraskýrslna.
Höfundur er klínískur sérfræðingur
í hjúkrun á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi og stjórnarmaður í
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Acidophilus
FRÁ
Bjóðum upp á 3 tegundir:
2 billj., 4 billj. og 8 billj.
APÓTEKIN
FRÍHÖFNIN
Uppl. í síma 567 3534