Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 56
KIRKJUSTARF
56 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGINN 4. febrúar verður
mikið um að vera í Hafnarfjarðar-
kirkju. Dagurinn hefst með fjöl-
skylduguðsþjónustu kl. 11. Koma þá
saman í kirkjunni krakkar úr sunnu-
dagaskólum kirkjunnar sem haldnir
eru alla sunnudaga í Hvaleyrarskóla
og safnaðarheimilinu, en strætis-
vagnar munu flytja börn og foreldra
þeirra á milli staða. Þá mun barna-
kór kirkjunnar syngja og farið verð-
ur í leiki en guðspjallið verður sett
upp í „spuna“ á staðnum. Eftir fjöl-
skylduguðsþjónustuna er boðið upp
á nammi handa öllum í safnaðar-
heimilinu Strandbergi. Prestar eru
sr. Þórhildur Ólafs og sr. Þórhallur
Heimisson.
Klukkan 20 verður síðan haldin
þjóðlagamessa. Þjóðlagahljómsveit
leikur fyrir söng undir stjórn Arnars
Arnarssonar og annast helgihaldið
ásamt sr. Þórhalli Heimissyni sem
hefur þýtt messuna úr sænsku. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir predikar,
en hún starfar í nefnd sem annast
undirbúning undir kirkjudaga sum-
arsins sem haldnir verða á vegum ís-
lensku þjóðkirkjunnar í Hallgríms-
kirkju. Sr. Gunnþór Ingason annast
helgileik með fermingarbörnum og
eftir messuna er boðið upp á kaffi og
spjall í safnaðarheimilinu.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Kvöldmessa við
kertaljós í
Hallgrímskirkju
Í kvöld, sunnudaginn 4. febr.,
verður kvöldmessa í Hallgríms-
kirkju kl. 20.
Schola cantorum syngur nokkur
verk undir stjórn Harðar Áskelsson-
ar kantors, sem einnig leikur á org-
elið. Sr. Jón D. Hróbjartsson flytur
hugvekju og þjónar fyrir altari, en
ungt fólk úr Hallgrímskirkju aðstoð-
ar.
Kvöldmessur eru að jafnaði einu
sinni í mánuði, fyrsta sunnudag
hversmánaðar. Í kvöldmessunum er
notað mjög einfalt messuform, gef-
inn góður tími til íhugunar og til-
beiðslu. Kirkjurýmið er notað út í
æsar, þ.e. að söfnuðurinn fær tæki-
færi til að ganga að altari kirkjunar
til að biðjast fyrir, ganga að hlið-
arölturum, skrifa sínar bænir niður á
bænaseðla, tendra bænaljós eða sitja
og hlusta á fallega tónlist.
Kvöldstund sem þessi er góð til að
njóta kyrrðar og samfélags á helgum
stað, gefa sér tíma til að biðja fyrir
sér og sínum, biðja fyrir systrum og
bræðrum úti í heimi, sem þjást og
líða vegna náttúruhamfara, hungurs
eða annarra erfiðleika. Í þessari
messu verður t.d. sérstaklega beðið
fyrir fórnarlömbum jarðskjálftanna
á Indlandi.
Fræðslukvöld og
hópstarf um sorg og
sorgarviðbrögð
Eins og undanfarin ár eru fyrir-
lestrar, námskeið og hópstarf í
Langholtskirkju um missi og úr-
vinnslu sorgar. Á vormisseri verður
starfið tengt missi vegna dauðsfalla.
Þriðjudagskvöldið 6. febrúar kl. 20
mun sr. Gunnar Rúnar Matthíasson
sjúkrahúsprestur vera með erindi
um sorg og sorgarviðbrögð á
fræðslukvöldi í litla salnum í safn-
aðarheimili Langholtskirkju. Þriðju-
daginn 13. febrúar hefst síðan starf
sorgarhóps/nærhóps í framhaldi af
fræðslukvöldinu. Nærhópar eru litlir
hópar einstaklinga sem mynda trún-
aðarsamband, helst ekki fleiri en 8–
10 manns. Hópurinn kemur saman
einu sinni í viku í 10 skipti.
Hópstarfinu lýkur með erindi sr.
Gunnars þar sem horft er fram á
veginn án ástvinarins sem er látinn.
Sóknarprestur og djákni hafa um-
sjón með starfinu. Hafið samband
við Svölu Sigríði Thomsen djákna í
síma 520 1314 og 862 9162 eða Jón
Helga Þórarinsson sóknarprest í
síma 553 5370. Einnig er hægt að
skrá sig hjá kirkjuverði í síma 520
1300.
Tónleikar
í Neskirkju
Næstu tónleikar í tónleikaröð
Neskirkju verða sunnudaginn 4.
febrúar kl. 17.
Organisti kirkjunnar, Reynir Jón-
asson, og fiðluleikarinn Hjörleifur
Valsson leika þrjú sönglög eftir Jón
Leifs, Fantasíu fyrir orgel, sem Jón
Ásgeirsson samdi í tilefni vígslu nýja
orgelsins í Neskirkju, Tragoydia op.
11 fyrir einleiksfiðlu eftir gríska tón-
skáldið Omiris Vangelis og Sónötu
nr. 1 úr sónöturöðinni Rosenkrantz-
sónötur eftir H. I. F. von Biber.
Reyni Jónasson þarf ekki að kynna
fyrir tónlistarunnendum, hann hefur
starfað lengi sem organisti og er
ekki síður þekktur fyrir leik sinn og
kynningu á harmóníkunni. Eftir
margra ára nám hérlendis sem er-
lendis hefur Hjörleifur sest að heima
en hefur ekki látið mikið í sér heyra á
tónleikum og gefst tónleikagestum
nú tækifæri til að hlýða á þennann
frábæra listamann. Hann leikur á
fiðlu sem Hans Jóhannsson hefur
smíðað. Hjörleifur er aðstoðarskóla-
stjóri Tónlistarskóla Garðabæjar.
Trúarleg stef
í kvikmyndum
Næstkomandi sunnudag, 4. febrú-
ar, kl. 10 hefjast að nýju fræðslu-
morgnar í Hallgrímskirkju. Þá mun
Þorkell Á. Óttarsson stud. theol
flytja fyrra erindi sitt um efnið
Trúarleg stef í kvikmyndum og sýna
myndbrot tengd efninu. Síðara er-
indið verður flutt að viku liðinni, 11.
febrúar.
Undanfarin ár hefur hópur guð-
fræðinga og guðfræðinema að frum-
kvæði dr. Gunnlaugs A. Jónssonar
prófessors stundað rannsóknir og
greiningu á þessu sviði og er rit-
gerðasafn um efnið væntanlegt á
þessu vori. Fyrirlesarinn,
Þorkell Á. Óttarsson, hefur tekið
virkan þátt í þessum hópi. Hann hef-
ur þegar gefið út rit um trúarleg stef
í stríðsmyndum og er nú að vinna að
meistaraprófsritgerð um parad ar-
stefið (Edensstefið) í kvikmyndum.
Allir eru velkomnir að hlýða á erind-
ið. Að erindinu loknu hefst guðsþjón-
usta í kirkjunni. Prestur er séra Sig-
urður Pálsson.
Tónleikar í Fríkirkj-
unni í Reykjavík
Laugardaginn 3. febrúar kl. 20
mun Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík
halda tónleika í Fríkirkjunni í
Reykjavík. Á efnisskránni eru dæg-
urlög úr ýmsum áttum meðal annars
lög eftir Bítlana, Billy Joel, Burt
Bacharach, Gershwin, Hreiðar Inga
Þorsteinsson og fleiri. Einsöngvari á
þessum tónleikum er Anna Sigríður
Helgadóttir. Undirleikari er Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir píanóleikari.
Einnig koma fram Hólmfríður Jó-
hannesdóttir messósópran og Hreið-
ar Ingi Þorsteinsson. Stjórnandi
Kári Þormar.
Fjölskyldu-
guðsþjónusta
Sunnudaginn 4. febrúar kl. 13
verður fjölskylduguðþjónusta í
Dómkirkjunni. Þessar guðþjónustur
hafa mælst vel fyrir og börnin hafa
sannarlega notið þeirra í faðmi fjöl-
skyldunnar. Fjölskylduguðþjónust-
an á sunnudaginn kemur er sú fyrsta
á nýju ári og við förum að sjálfsögðu
hressilega af stað með miklum söng,
sögum og öðrum uppákomum. Bolli
Pétur ætlar að segja loðmyndasögu
og fuglinn Konni mun líta við og
spyrja spurninga, því hann er svo
óskaplega forvitinn. Rúsínan í pylsu-
endanum verður kirkjutrúður, sem
er örugglega jafnforvitinn og Konni
og ábyggilega spennandi að sjá hvað
hann ætlar sér að gera í kirkjunni á
sunnudaginn. Bolli Pétur Bollason
hefur umsjón með þessum guðþjón-
ustum. Komum saman og upplifum
uppbyggilegan boðskap og góða
skemmtun með börnunum okkar.
Neskirkja: Kirkjustarf eldri borgara
í dag kl. 14. Kirkjur og kirkjubygg-
ingar. Myndasýning. Umsjón Hall-
dór Reynisson og Baldur Sveinsson.
Kaffiveitingar og tónlist. Munið
kirkjubílinn. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja. AA-hópur hittist
kl. 11.
Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu-
samkoma kl. 11. Brauðsbrotning.
Samkoma kl. 20. Brauðsbrotning.
Högni Valsson prédikar. Allir hjart-
anlega velkomnir.
KEFAS: Laugardagurinn 3. feb. Al-
menn samkoma kl 14. Ræðumaður:
Björg Pálsdóttir. Mikil lofgjörð og
fyrirbæn. Kaffi og spjall að lokinni
samkomu. Allir hjartanlega vel-
komnir!
Háteigskirkja. Spjallstund mánudag
kl. 10–12 í Setrinu á neðri hæð safn-
aðarheimilis fyrir eldri borgara með
Þórdísi þjónustufulltrúa. Eldri borg-
arar grípa í spil mánudag kl. 13.30–
16 í Setrinu á neðri hæð safnaðar-
heimilisins.
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Klukkan 11 er æfing Lítilla læri-
sveina í Tónlistaskólanum, yngri og
eldri börn.
Klukkan 12.30 er foreldrafundur í
Tónlistarskólanum með foreldrum
Litlu lærisveinanna.
Hvammstangakirkja. Sunnudaga-
skóli kl. 11.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11.
TTT-starf (10–12 ára) kl. 13. Um-
sjón: Hreiðar Örn Stefánsson.
Hjálpræðisherinn. Klukkan 13 er
laugardagsskóli.
Útskálakirkja. Kirkjuskóli klukkan
14 í safnaðarheimilinu Sæborg.
Hvalsneskirkja. Kirkjuskóli klukkan
11 í safnaðarheimilinu í Sandgerði.
Fjölskylduguðs-
þjónusta og
þjóðlagamessa í
Hafnarfjarðarkirkju
Safnaðarstarf
Hafnarfjarðarkirkja
MESSUR Á MORGUN
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir
messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl.
11. Foreldrar, ömmur og afar eru
hvött til þátttöku með börnunum.
Ungmennahljómsveit undir stjórn
Pálma J. Sigurhjartarsonar. Guðs-
þjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pró-
fastur setur sr. Hjálmar Jónsson í
embætti Dómkirkjuprests. Sr. Jakob
Ág. Hjálmarsson þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur. Organisti Mar-
teinn H. Friðriksson. Anna Sigríður
Helgadóttir syngur einsöng. Fjöl-
skyldumessa kl. 13 í umsjá Bolla P.
Bollasonar. Trúður kemur í heim-
sókn ásamt fleiri furðufuglum.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl.
11. Messa kl. 11. Altarisganga.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org-
anisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jó-
hannsson.
GRUND, DVALAR- OG HJÚKRUNAR-
HEIMILI: Guðsþjónusta kl. 10.15.
Prestur sr. Hreinn S. Hákonarson.
Organisti Kjartan Ólafsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorg-
unn kl. 10. Trúarleg stef í kvikmynd-
um: Þorkell Á. Óttarsson stud. the-
ol. Messa og barnastarf kl. 11.
Umsjón barnastarfs Magnea Sverr-
isdóttir. Félagar úr Mótettukór
syngja. Organisti Hörður Áskelsson.
Sr. Sigurður Pálsson. Kvöldmessa
kl. 20. Schola cantorum syngur und-
ir stjórn Harðar Áskelssonar organ-
ista. Ungt fólk úr Hallgrímskirkju að-
stoðar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.30.
Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Carlos A. Ferrer, Pét-
ur Björgvin Þorsteinsson fræðslu-
fulltúi, Sólveig Halla Kristjánsdóttir
guðfræðinemi og Guðrún Helga
Harðardóttir djáknanemi. Messa kl.
14. Organisti Douglas A. Brotchie.
Sr. Tómas Sveinsson. Molasopi eftir
messu.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Stund fyrir börn og full-
orðna. Kór Kórskólans syngur undir
stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur. Ólöf
Kolbrún Harðardóttir syngur ein-
söng. Stundina annast sr. Jón Helgi
Þórarinsson, Jón Stefánsson organ-
isti og Lena Rós Matthíasdóttir.
Kaffisopi á eftir.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. María
Ágústsdóttir héraðsprestur þjónar.
Kór Laugarneskirkju syngur undir
stjórn Gunnars Gunnarssonar.
Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnu-
dagaskólanum ásamt sínu fólki.
Messukaffi. Messa kl. 13 í dagvist-
arsalnum Hátúni 12. Þorvaldur Hall-
dórsson syngur, Guðrún K. Þórsdótt-
ir og sr. María Ágústsdóttir þjóna
ásamt hópi sjálfboðaliða.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur
sr. Frank M. Halldórsson. Organisti
Reynir Jónasson. Sunnudagaskólinn
kl. 11 og 8–9 ára starfið á sama
tíma. Kirkjubíllinn ekur um hverfið á
undan og eftir eins og venjulega.
Safnaðarheimilið er opið frá kl. 10.
Kaffisopi eftir guðsþjónustu. Tón-
leikar kl. 17. Reynir Jónasson org-
anisti og Hjörleifur Valsson fiðluleik-
ari leika.
SELTJARNARNESKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Viera
Manasek. Prestur sr. Sigurður Grét-
ar Helgason. Sunnudagaskólinn á
sama tíma. Bjóðum börnin sérstak-
lega velkomin til skemmtilegrar
samveru.
ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS:
GAUTABORG: Messa í norsku sjó-
mannakirkjunni sunnudag 4. febr.
kl. 14. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson.
Við hljóðfærið Tuula Jóhannesson.
Kirkjukaffi. Aðalfundur safnaðarins
eftir messu.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og
fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Allir
velkomnir. Að venju förum við niður
að tjörn að lokinni messu og gefum
öndunum. Fræðsla fermingarbarna
eftir messu. Ferð æskulýðsstarfsins
í keilu hefst að lokinni fræðslu ferm-
ingarbarna. Organisti Kári Þormar.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur: Sr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson. Organisti: Violeta Smid.
Sunnudagaskólinn kl. 13. Nýtt efni.
Allir velkomnir, ungir sem aldnir.
Mikill söngur, biblíusögur og leikir.
Léttmessa kl. 20. Guðni Már Harð-
arson æskulýðsleiðtogi flytur hug-
vekju. Páll Rósinkrans syngur. Sókn-
arprestur.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. „Fimm ára há-
tíðin“ Öllum börnum sem verða 5
ára á þessu ári er sérstaklega boðið
og fá afhenta bókina: Kata og Óli
fara í kirkju. Organisti: Sigrún Þór-
steinsdóttir. Léttar veitingar í safn-
aðarheimilinu eftir guðsþjónustuna.
Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Fjölskyldu-
messa kl. 11 með þátttöku sunnu-
dagaskóla. Prestur sr. Gunnar Sig-
urjónsson. Organisti: Kjartan
Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A-
hópur. Óskirnar tíu. Eggert Kaaber
leikari flytur. Léttur málsverður í
safnaðarsal að lokinni messu og
sunnudagaskóla.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Altarisganga. Prestur sr.
Guðmundur Karl Ágústsson. Taize-
sálmar verða sungnir. Organisti:
Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta
á sama tíma í safnaðarheimilinu í
umsjón Margrétar Ó. Magnúsdóttur.
Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur: Sr. Vigfús Þór
Árnason prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti: Hörður Bragason. Barna-
guðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogs-
kirkju. Prestur sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir. Umsjón: Sigrún, Þor-
steinn Haukur og Hlín. Undirleikari:
Guðlaugur Viktorsson. Krakkakór
Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi
Oddný Þorsteinsdóttir. Barnaguðs-
þjónusta kl. 13 í Engjaskóla. Prestur
sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón:
Sigrún og Þorsteinn Haukur. Undir-
leikari: Guðlaugur Viktorsson. Prest-
arnir.
HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson þjónar. Kór Snælands-
skóla syngur og leiðir safnaðarsöng.
Stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir.
Undirleikari Lóa Björk Jóelsdóttir.
Barnaguðsþjónusta í Lindaskóla kl.
11 og í kirkjunni kl. 13. Við minnum
á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag
kl. 18. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Börn úr barnastarfi
kirkjunnar syngja ásamt Barnakór
Kársnesskóla sem syngur undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur kór-
stjóra. Börn úr æskulýðsstarfi ann-
ast bænaflutning og fermingarbörn
lesa ritningarlestra. Tónlist annast
María og Þóra Marteinsdætur. Sr.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Mikill söngur, framhaldssaga
og nýr límmiði. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Alt-
arisganga. Organisti er Gróa Hreins-
dóttir.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Fjöl-
skylduguðþjónusta kl. 11. Fræðsla,
söngur og leikþáttur barna. Sam-
koma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr-
irbænir. Olaf Engsbraten predikar.
Bæna- og föstuvika kirkjunnar
stendur yfir 3. til 10. febrúar. Bæna-
stundir verða mánudag til föstudags
kl. 19–20. Allir velkomnir.
KLETTURINN: Samkoma kl. 11. Pre-
dikun orðsins og mikil lofgjörð og til-
beiðsla. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11,
ræðumaður Shein Walter. Almenn
samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur
Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður
Vörður L. Traustason. Barnakirkja
fyrir eins til níu ára meðan á sam-
komu stendur. Allir velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík – Dómkirkja Krists Kon-
ungs: Sunnudag: Hámessa kl.
10.30.
Messa kl. 14. Messa kl. 18 (á
ensku). Mánudag og þriðjudag:
messa kl. 8 og kl. 18. Miðvikudag
og fimmtudag: messa kl. 18. Föstu-
dag:
messa kl. 8 og 18. Laugardag:
barnamessa kl. 14. Messa kl. 18.
Reykjavík – Maríukirkja við Rauf-
arsel: Sunnudag: messa kl. 11.
Guðspjall dagsins:
Er þér biðjist fyrir
(Matt. 6.)