Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 58
FRÉTTIR 58 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSMEISTARINN og al- þjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson varð skákmeistari Reykjavíkur 2001. Við því mátti bú- ast þar sem hann var stigahæstur keppenda, en það kom fremur á óvart að Hafnfirðingurinn Sigur- björn Björnsson varð jafn honum að vinningum. Þeir fengu báðir níu vinninga af ellefu mögulegum, en Jón hlaut nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur þar sem Sigurbjörn er ekki búsettur í höfuðborginni. Reyndar er þetta í annað skiptið sem þeir félagar deila með sér sigr- inum á Skákþinginu en fyrir tveim árum hlutu þeir báðir tíu vinninga. Að þessu sinni fóru þeir rólega af stað og urðu fyrir skakkaföllum. Eftir að hafa gert innbyrðis jafnt- efli knésettu þeir hins vegar hvern andstæðinginn á fætur öðrum í síð- ustu fimm umferðunum og stóðu uppi sem sigurvegarar eftir glæsi- legan endasprett. Birni Þorfinns- syni, sem leitt hafði mótið framan af, tókst að ná þriðja sætinu með sigri í síðustu umferð. Frammi- staða Guðna Stefáns Péturssonar vakti verðskuldaða athygli, en hann lagði m.a. Sævar Bjarnason að velli og gerði jafntefli við Björn. Skákstíll skákmeistara Reykvík- inga er iðulega beinskeyttur og er andstæðingum hans það deginum ljósara að þá á að máta við fyrsta tækifæri. Dæmi um slíkt er skák frá tíundu umferð mótsins. Hvítt: Sigurður P. Steindórsson Svart: Jón Viktor Gunnarsson 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. e3 d6 6. Rge2 Bd7 Óvenjulegur leikur sem er liður í undirbúningi fyrir sóknartilburði á kóngsvæng. 7. O-O Rge7 8. Hb1 Til álita kom að leika 8. h3 til að forð- ast næsta leik svarts. 8... Dc8 9. b4 Bh3 10. b5 Rd8 11. Rd5 Rxd5 12. cxd5 h5! Það er grundvallarregla í strategíu í skák að þegar andstæð- ingur hefur árás á öðrum hvorum vængnum sé best að svara henni með aðgerðum á miðborðinu. Þessu þarf hvítur að stefna að, en hvern- ig? 13. Hb4? Seint telst þetta snjall leikur. Annaðhvort var að leika 13. f3 eða 13. f4. Eftir fyrrnefnda kost- inn gæti framhaldið orðið 13...h4 14. g4 Bxg2 15. Kxg2 h3+ 16. Kh1 f5 og hvítur stendur prýðilega að vígi. 13... h4 14. f4? Nú er of seint í rassinn gripið. Skárra hefði verið að leika 14. Hxh4 og eftir 14...Hxh4 15. gxh4 Dg4 16. Rg3 Bxg2 17. Kxg2 Dxh4 stendur svartur aðeins betur að vígi. Eftir textaleikinn fer hvíti kóngurinn á vergang og tyllir sér aftur á upphafsreitinn en slíkt er í besta falli óvenjulegt eftir ein- ungis 18 leiki. 14... Bxg2 15. Kxg2 hxg3 16. hxg3 Dh3+ 17. Kf2 Dh2+ 18. Ke1 Skógarferðinni er lokið um sinn og kóngarnir eru aftur and- spænis hvor öðrum líkt og við upp- haf skákarinnar. 18...Dg2! 19. Dc2 Nú voru góð ráð dýr þar sem eftir 19. Hg1 Dxd5 verður hvítur peði undir bótalaust. Í framhaldinu lendir hvítur í herkví svörtu mann- anna. 19... Hh2 20. Dd3 f5! 21. fxe5?! 21.e4 hefði getað haldið meiri lífi í hvítu stöðunni þó að út- litið væri ekki bjart. 21... Rf7! Eftir þetta eru hvítum allar bjargir bannaðar enda fær stórskotalið svarts á annarri reita- röð núna nauðsynlega aðstoð við að binda endahnútinn á sóknina. 22. Bb2 22. e6 hefði leitt strax til taps eftir 22...Re5. 22... Bxe5 23. Hg1 Hh1! 24. Hxh1 Dxh1+ 25. Kf2 Rg5! 26. Rf4 Bxb2 27. Hxb2 Re4+ 28. Ke2 Rxg3+ 29. Kf2 Dh2+ 30. Kf3 Re4 Lokastaðan segir meira en þús- und orð. Yfirburðir svarts eru slíkir að kóngur hans og hrókur á a8 standa enn hreyfingarlausir á upp- hafsreitum sínum. Samvinna drottningarinnar og riddarans nægir til að þvinga fram uppgjöf hvíts. Hraðskákmót Reykjavíkur Hraðskákmót Reykjavíkur verð- ur haldið sunnudaginn 4. febrúar og hefst það klukkan 14. Tefldar verða 2x9 umferðir eftir Monrad- kerfi með 5 mínútna umhugsunar- tíma. Veitt verða þrenn verðlaun auk þess sem sigurvegarinn hlýtur nafnbótina hraðskákmeistari Reykjavíkur 2001. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri og kr. 300 fyrir 15 ára og yngri. Að loknu hraðskákmóti fer fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavíkur. Meistaramót Hellis hefst á mánudag Meistaramót Taflfélagsins Hellis 2001 hefst mánudaginn 5. febrúar klukkan 19:30. Mótið verður sjö umferða opið kappskákmót. Þetta er í tíunda sinn sem mótið fer fram, en núverandi skákmeistari Hellis er Davíð Kjartansson. Björn Þor- finnsson hefur hins vegar oftast orðið meistari félagsins eða þrisvar. Verðlaun eru fyrir þrjú efstu sætin auk veglegra aukaverðlauna. Mótið er öllum opið. Umferðir hefjast allt- af klukkan 19:30. Hliðrað verður sérstaklega til fyrir keppendum á Norðurlandamótinu í skólaskák sem haldið verður hérlendis 15.–19. febrúar til að gefa þeim tækifæri til að taka þátt í mótinu. Hægt er skrá sig í tölvupósti: hellir@simnet.is. Einnig er hægt að skrá sig símleið- is: Vigfús 553 5995, Davíð 698 7682 og Daði 892 6468. Hægt verður að fylgjast með skráningu á mótið á vefsíðu mótsins www.simnet.is/hell- ir/MeisHe01.htm. Aðalverðlaun: 1. verðlaun: 20.000. 2. verðlaun: 12.000. 3. verðlaun: 8.000. Skák- meistari Hellis fær nýjustu útgáfu af Chess Assistant, sem væntanleg er á markað í febrúar. Þetta er út- gáfa 6.0, sem býður upp á fjölmarg- ar nýjungar, inniheldur skákgagna- grunn með 1,5 milljónum skáka, sterk skákforrit og gerir notendum kleift að tefla á þægilegan hátt á ICC-skákþjóninum. Fyrir bestan árangur undir 2000 skákstigum er einnig Chess Assistant í verðlaun. Stigalægri skákmenn hafa einnig markmið til að keppa að. Þannig verðlaunast besti árangur skák- manns undir 1.800 stigum með kr. 5.000 og það sama gildir fyrir besta árangur skákmanns undir 1.600 skákstigum. Skákklukka er í verð- laun fyrir efsta stigalausa skák- manninn og þrír efstu keppendurn- ir 15 ára og yngri fá vegleg bókaverðlaun. Umferðatafla: 1. umf. 5. feb. klukkan 19:30. 2. umf. 7. feb. klukkan 19:30. 3. umf. 9. feb. klukkan 19:30. 4. umf. 12. feb. klukkan 19:30. 5. umf. 14. feb. klukkan 19:30. 6. umf. 19. feb. klukkan 19:30. 7. umf. 21. feb. klukkan 19:30. Þátttökugjald: Félagsmenn kr. 2.000, aðrir 2.500. Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 1.500, aðrir 2.000. Tímamörk: 1½ klukkustund á 36 leiki + ½ klst. til að ljúka skákinni. Skákmót á næstunni 4.2. TR. Hraðskákmót Rvk. 5.2. Hellir. Meistaramót Hellis 9.2. SÍ. Atskákm. Íslands, úrsl. 15.2. SÍ. NM skólaskák 25.2. Hellir. Kvennameistaramót 28.2. Hellir. Atkvöld Endurtekið efni Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson SKÁK T a f l f é l a g R e y k j a v í k u r SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 13.–28.1. 2001 ÞEIR sem lúra á frímerkjasafni ofan í skúffu eða gömlum sendibréfum uppi á háalofti ættu kannski að dusta rykið af herlegheitunum því hver veit nema dýrgripur leynist þar á meðal. Danirnir tveir segja íslensk frímerki nefnilega afar eftirsótt og það veki ávallt sterk viðbrögð hjá kaupendum úti í heimi þegar þau eru meðal upp- boðsgripa. „Ég held að það sé af því að þetta er svo lítið land og þar af leiðandi er hvert frímerki gefið út í smáu upp- lagi,“ segir Preben. „Eins skiptir máli að landið er eyja og að margir staðir hérna eru mjög afskekktir þannig að póstflutningur á milli þorpa og bæja var oft á tíðum mjög erfiður. Þetta gerir það að verkum að það er mikið af ólíkum póststimplum frá mismun- andi stöðum í landinu. Og þar sem staðirnir eru svo fámennir og fáir stóðu í bréfaskriftum áður fyrr þá eru ekki mörg eintök af hverri póstáletr- un fyrir hverja tegund af frímerki.“ Carl dregur fram nokkur sýnis- horn af því sem þeim félögum hefur áskotnast í ferð sinni þessu til árétt- ingar og Preben heldur áfram: „Það sem gerir þessi frímerki sérstök er stimpillinn en þau eru stimpluð með númeri í stað póststimpils. Það þýðir að bréfið hefur verið póstlagt á svo fá- mennum stað að þar hefur ekki verið póstafgreiðsla og því hefur númerið verið notað í staðinn. Þegar bréfið kom svo á stærri stað hefur það verið stimplað með póststimpli sem til- greinir staðinn og dagsetningu. Þannig er hreinlega hægt að rekja hvaða leið umslagið fór frá uppruna- staðnum og til áfangastaðarins.“ Carl tekur upp svolítinn blaðsnepil sem greinilega er kominn til ára sinna. „Þetta er líka nokkuð athyglis- vert,“ segir hann. „Þetta er vöru- reikningur þar sem frímerkin eru notuð til að greiða fyrir tolla og að- flutningsgjöld. Vörurnar hafa verið fluttar inn frá París og innflytjandinn hefur þurft að borga tolla við inn- flutninginn og frímerkin á bakhlið reikningsins staðfesta að búið sé að borga.“ 140 milljóna króna frímerki Þeir félagar segja dýrustu frímerk- in sem þeim hafi áskotnast hingað til séu ekki mjög verðmæt eða um það bil 15 þúsund króna virði en árétta að þeir séu nýkomnir til landsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir skoða ís- lensk frímerki fyrir uppboð – raunar hafa fulltrúar frá fyrirtækinu komið hingað að minnsta kosti einu sinni á ári undanfarin ár og síðast voru þeir félagar á ferð í september síðastliðn- um. „Þá áskotnuðust okkur svo mörg góð frímerki að okkur fannst nauð- synlegt að koma hingað fljótt aftur,“ segir Preben. „Til dæmis fengum við eitt bréf frá árinu 1880 eða þar um bil og við seldum það fyrir 75 þúsund danskar krónur (u.þ.b. 800 þúsund ís- lenskar krónur). Svo við vorum mjög ánægðir með þá ferð.“ En hvað vonast þeir til að finna núna? „Það væri stórkostlegt að finna umslög með fyrsta frímerkinu sem var gefið út hér á landi, skildinga- merkinu frá 1873,“ segir Preben og Carl bætir við: „Það er mjög sjald- gæft að finna þau á umslögum. Að- eins er vitað um 16 slík umslög sem eru öll í einkaeigu og eru gríðarlega verðmæt. Þau færu líklega ekki undir tveimur milljónum íslenskra króna. Þetta er það sem alla frímerkjasafn- ara dreyma um að eignast.“ Talið berst að öðrum verðmætum frímerkjum og Preben upplýsir að langdýrasta frímerkið sem þeir hafi selt hafi farið á 13 milljónir danskra króna (tæpl. 140 milljónir íkr.). „En það er líka langdýrasta frímerkið í heiminum og kemur frá Svíþjóð. Það fannst fyrir hundrað árum og er bara til í einu eintaki.“ Verðmæti í leynum Það er greinilegt að gömlu frí- merkin hafa langmesta aðdráttaraflið fyrir þá félaga og því vaknar sú spurning hversu miklar líkur séu á því að frímerkjasafn meðaljónsins varðveiti einhverja dýrgripi. „Við viljum alltaf fá að skoða söfnin þó að það sé ekki mjög líklegt að þau séu verðmæt,“ segir Preben hrein- skilinn. „Ekki nema viðkomandi hafi fengið einhver frímerki frá afa sínum eða ömmu. Hins vegar þurfa merkin alls ekki að vera úr frímerkjasafni því gömul sendibréf geta verið mikils virði. Til dæmis getur bréfið sem afi þinn sendi ömmu þinni verið mjög verðmætt. Við vonumst einmitt til að finna gömul umslög og gömul póst- kort með frímerkjum á. Og þegar við segjum gamalt þá meinum við fyrir 1940 og jafnvel fyrir aldamótin 1800– 1900. Slíkir hlutir gætu reynst mjög verðmætir.“ Carl sýnir tvö frímerki sem búið er að handskrifa „Brjánsl“ þvert yfir: „Eitthvað þessu líkt gæti leynst í venjulegu safni. Ég hef aldrei áður séð handskrift í stað stimpils en það kemur til vegna þess að stimpillinn hefur líklega verið týndur eða ónýtur og því hefur póstafgreiðslumaðurinn handskrifað bæjarheitið Brjánslæk- ur í stað stimpilsins.“ Preben og Carl segja miklu skipta hversu vel útlítandi frímerkin eru og þá fyrst og fremst hversu vel þau eru varðveitt. Mikilvægt sé að stimpillinn sé læsilegur, að það sé hægt að lesa hvar og hvenær bréfið var póstlagt, að frímerkin séu með öllum tökkun- um á og að fallega sé skrifað á um- slagið. „Frímerkið hrapar mjög í verði þó það vanti bara einn takka eða eitt horn á það,“ segir Carl. „Þá er verðmæti þess aðeins 5–10 prósent af því sem það væri annars.“ Preben segir hins vegar hönnun þeirra og fagurfræðilegt útlit skipta litlu máli: „Þau voru einfaldlega svona útlítandi í þá daga.“ Í huga fáfróðs blaðamanns er hinn dæmigerði frímerkjasafnari gamall karl sem dvelst langtímum við rykugt skrifborð með stækkunargler í ann- arri hendi. Preben er fljótur að leið- rétta þennan misskilning. „Aldurs- dreifingin er mjög mikil,“ segir hann. „Frímerkjasöfnun er vinsælasta áhugamálið í heiminum – það er ekk- ert annað áhugamál sem jafn margir stunda. Þannig að það er engin hætta á að frímerkjasöfnun muni leggjast af. Hins vegar er þetta hljóðlátt áhugamál sem ekki krefst mikillar líkamlegrar orku af þeim sem stund- ar það og því höfðar það eðlilega mik- ið til gamals fólks líka.“ Þeir Carl og Preben verða hér á landinu út daginn í dag og fyrir þá sem hafa áhuga á að sýna þeim frí- merki skal þess getið að hægt er að hitta þá á Hótel Esju í dag milli klukkan 10 og 12. Sendibréfið frá afa gæti verið verðmætt Morgunblaðið/Kristinn Preben Jensen og Carl Åge Møller frá Thomas Høiland Auktionar. Tveir danskir frímerkjasérfræðingar, Carl Åge Møller og Preben Jensen, frá uppboðsfyrirtækinu Thomas Høiland Auktionar í Kaupmannahöfn eru staddir hér á landi til að skoða íslensk frímerki fyrir næsta uppboð fyrirtækisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hitti þá að máli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.