Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 59 GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, og Áform boða til opins fræðslufundar um lífræna garðyrkju í húsakynnum skólans mánudaginn 5. febrúar nk. frá kl. 14 til 17. Þar mun Inger Källander frá Sví- þjóð sem er formaður samtaka líf- rænna bænda þar í landi flytja er- indi, ásamt þeim Þórði Halldórsson á Akri í Biskupstungum og Ólafi Dýr- mundssyni frá Bændasamtökum Ís- lands. Fyrirlesturinn er í boði skól- ans og Áforms og því ekkert þátttökugjald, en þó er nauðsynlegt að fólk skrái sig á skrifstofu skólans eða í gegnum netfangið mhh@reyk- ir.is Fræðslufundur um lífræna garðyrkju ENDALOK Sanktri Pétursborgar, hin fræga kvikmynd Púdovkíns frá árinu 1927, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 4. febrúar kl. 15. Myndin var gerð í tilefni 10 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi 1917. Þetta var í raun önnur mynd Púdovkíns í fullri lengd í einskonar þríleik þar sem Móðirin var fyrst og Stormur í Asíu sú þriðja. Áður hafði hann sent frá sér tvær styttri tilrauna- myndir. Myndin segir frá sveitapilti sem fer til Pétursborgar í atvinnuleit en í bakgrunni eru þær miklu hrær- ingar á sviði þjóðmála og stjórn- mála sem leiddu loks til árásarinn- ar á Vetrarhöllina í nóvember 1917. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kvikmynd eftir Púdovkín LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar/Suðurlands- brautar miðvikudaginn 31. janúar kl. 17.05. Þarna varð árekstur með grárri Nissan Pathfinder-bifreið og blárri Daiwoo Lanos-bifreið. Þeir sem upplýsingar kynnu að geta veitt um mál þetta eru vinsam- lega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VÍGSLA nýs leikskóla að Háholti 17 í Hafnarfirði fer fram sunnudaginn 4. febrúar kl. 13. Þetta er nýtt 700 m² húsnæði með vandaðri lóð. Á leik- skólanum verða fjórar deildir og rúmar hann um 800 börn í einu. Skólinn er byggður í einkafram- kvæmd að undangengnu útboði. Eig- andi leikskólans og rekstraraðili er Nýsir hf. Hafnafjarðarkaupstaður leigir húsið með lóð og búnaði af Nýsi í 25 ár. Ístak hf. byggði mann- virkið. Húsið er hannað af Albínu Thordarson arkitekt. Lóðin er hönn- uð af Kjartani Mogensen landslags- arkitekt. Leikskólinn verður opinn almenn- ingi til sýnis á vígsludaginn kl. 14-17. Nýr leikskóli í Hafnarfirði ♦ ♦ ♦ BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands verður í Háskóla- bíói laugardaginn 3. febrúar nk. og hefst kl. 14. 150 kandídatar braut- skrást að þessu sinni, auk þess sem tveir hafa lokið starfsréttindanámi í guðfræðideild og félagsvísindadeild og 23 nemendur lokið diplómanámi. Húsið verður opnað kl. 13.15 og verður leikin létt tónlist í anddyri þar til gengið verður til hefðbund- innar dagskrár sem hefst með því að Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík leikur verk eftir Ferenc Farkas: Tvo ungverska dansa. Þá verða afhent prófskírteini og að því loknu ávarpar rektor kandídata. Athöfninni lýkur með söng Há- skólakórsins undir stjórn Hákons Leifssonar. Brautskráning frá Háskóla Íslands ♦ ♦ ♦ SUNNUDAGSGANGA Útivistar þann 4. febrúar kl. 11 er um Álfsnes við Kollafjörð. Gengið er með firð- inum og Þerneyjarsundi. Þetta er þægileg um 3 klst. ganga um skemmtilega strandlengju. Í fjörunni er sérkennilegt berg og má segja að þarna sé lystigarður náttúr- unnar úr grjóti. Við Þerneyjarsund var verslunarhöfn á miðöldum. Fararstjóri er Sigurður Jóhanns- son. Allir eru velkomnir í ferðina, en verð er 1.100 kr fyrir félaga og 1.300 kr fyrir aðra. Brottför er frá BSÍ kl.11 og miðar seldir í farmiða- sölu. Gengið með strandlengju Álfsness LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir eftirfarandi ökutækjum: HS-098 sem er hvít Mazda 323 árg. 1986, stolið frá Túngötu 16, 29. október 2000, ZY-806 dökkgræn Hyundai Accent 1997, stolið frá Skólavörðustíg 3. desesember 2000, PN-692 grár Galant GSi árg. 1991, stolið frá Eiríksgötu 27, 16. des- ember 2000, K-1034 grár Mitsubishi Colt árg. 1988, stolið frá Sogavegi 170, 20. janúar 2001 og RY-590 brúnn Mitsubishi Lancer árg. 1990, stolið frá Reyðarkvísl 14, 24. janúar 2001. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir ökutækjum Marja Þau leiðu mistök urðu í grein um tökur kvikmyndarinnar Mávahlát- urs í blaðinu í gær að nafn Krist- ínar Marju Baldursdóttur rithöf- undar var ranglega beygt. Hið rétta er að nafn hennar, Marja, beygist í nf. Marja, þf. Marju, þgf. Marju og ef. Marju. Kristín Marja er beðin velvirðingar á þessum mistökum. Hárskerinn hefur opið kl. 10-13 laugardaga Í fréttatilkynningu í blaðinu á fimmtudag var sagt frá nýrri rak- arastofu á Eiðistorgi. Ranglega var sagt að stofan væri opin á laug- ardögum yfir vetrartímann á versl- unartíma, heldur er hún opin frá kl. 10–13. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.