Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 59 GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, og Áform boða til opins fræðslufundar um lífræna garðyrkju í húsakynnum skólans mánudaginn 5. febrúar nk. frá kl. 14 til 17. Þar mun Inger Källander frá Sví- þjóð sem er formaður samtaka líf- rænna bænda þar í landi flytja er- indi, ásamt þeim Þórði Halldórsson á Akri í Biskupstungum og Ólafi Dýr- mundssyni frá Bændasamtökum Ís- lands. Fyrirlesturinn er í boði skól- ans og Áforms og því ekkert þátttökugjald, en þó er nauðsynlegt að fólk skrái sig á skrifstofu skólans eða í gegnum netfangið mhh@reyk- ir.is Fræðslufundur um lífræna garðyrkju ENDALOK Sanktri Pétursborgar, hin fræga kvikmynd Púdovkíns frá árinu 1927, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 4. febrúar kl. 15. Myndin var gerð í tilefni 10 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi 1917. Þetta var í raun önnur mynd Púdovkíns í fullri lengd í einskonar þríleik þar sem Móðirin var fyrst og Stormur í Asíu sú þriðja. Áður hafði hann sent frá sér tvær styttri tilrauna- myndir. Myndin segir frá sveitapilti sem fer til Pétursborgar í atvinnuleit en í bakgrunni eru þær miklu hrær- ingar á sviði þjóðmála og stjórn- mála sem leiddu loks til árásarinn- ar á Vetrarhöllina í nóvember 1917. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Kvikmynd eftir Púdovkín LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar/Suðurlands- brautar miðvikudaginn 31. janúar kl. 17.05. Þarna varð árekstur með grárri Nissan Pathfinder-bifreið og blárri Daiwoo Lanos-bifreið. Þeir sem upplýsingar kynnu að geta veitt um mál þetta eru vinsam- lega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VÍGSLA nýs leikskóla að Háholti 17 í Hafnarfirði fer fram sunnudaginn 4. febrúar kl. 13. Þetta er nýtt 700 m² húsnæði með vandaðri lóð. Á leik- skólanum verða fjórar deildir og rúmar hann um 800 börn í einu. Skólinn er byggður í einkafram- kvæmd að undangengnu útboði. Eig- andi leikskólans og rekstraraðili er Nýsir hf. Hafnafjarðarkaupstaður leigir húsið með lóð og búnaði af Nýsi í 25 ár. Ístak hf. byggði mann- virkið. Húsið er hannað af Albínu Thordarson arkitekt. Lóðin er hönn- uð af Kjartani Mogensen landslags- arkitekt. Leikskólinn verður opinn almenn- ingi til sýnis á vígsludaginn kl. 14-17. Nýr leikskóli í Hafnarfirði ♦ ♦ ♦ BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands verður í Háskóla- bíói laugardaginn 3. febrúar nk. og hefst kl. 14. 150 kandídatar braut- skrást að þessu sinni, auk þess sem tveir hafa lokið starfsréttindanámi í guðfræðideild og félagsvísindadeild og 23 nemendur lokið diplómanámi. Húsið verður opnað kl. 13.15 og verður leikin létt tónlist í anddyri þar til gengið verður til hefðbund- innar dagskrár sem hefst með því að Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík leikur verk eftir Ferenc Farkas: Tvo ungverska dansa. Þá verða afhent prófskírteini og að því loknu ávarpar rektor kandídata. Athöfninni lýkur með söng Há- skólakórsins undir stjórn Hákons Leifssonar. Brautskráning frá Háskóla Íslands ♦ ♦ ♦ SUNNUDAGSGANGA Útivistar þann 4. febrúar kl. 11 er um Álfsnes við Kollafjörð. Gengið er með firð- inum og Þerneyjarsundi. Þetta er þægileg um 3 klst. ganga um skemmtilega strandlengju. Í fjörunni er sérkennilegt berg og má segja að þarna sé lystigarður náttúr- unnar úr grjóti. Við Þerneyjarsund var verslunarhöfn á miðöldum. Fararstjóri er Sigurður Jóhanns- son. Allir eru velkomnir í ferðina, en verð er 1.100 kr fyrir félaga og 1.300 kr fyrir aðra. Brottför er frá BSÍ kl.11 og miðar seldir í farmiða- sölu. Gengið með strandlengju Álfsness LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir eftirfarandi ökutækjum: HS-098 sem er hvít Mazda 323 árg. 1986, stolið frá Túngötu 16, 29. október 2000, ZY-806 dökkgræn Hyundai Accent 1997, stolið frá Skólavörðustíg 3. desesember 2000, PN-692 grár Galant GSi árg. 1991, stolið frá Eiríksgötu 27, 16. des- ember 2000, K-1034 grár Mitsubishi Colt árg. 1988, stolið frá Sogavegi 170, 20. janúar 2001 og RY-590 brúnn Mitsubishi Lancer árg. 1990, stolið frá Reyðarkvísl 14, 24. janúar 2001. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir ökutækjum Marja Þau leiðu mistök urðu í grein um tökur kvikmyndarinnar Mávahlát- urs í blaðinu í gær að nafn Krist- ínar Marju Baldursdóttur rithöf- undar var ranglega beygt. Hið rétta er að nafn hennar, Marja, beygist í nf. Marja, þf. Marju, þgf. Marju og ef. Marju. Kristín Marja er beðin velvirðingar á þessum mistökum. Hárskerinn hefur opið kl. 10-13 laugardaga Í fréttatilkynningu í blaðinu á fimmtudag var sagt frá nýrri rak- arastofu á Eiðistorgi. Ranglega var sagt að stofan væri opin á laug- ardögum yfir vetrartímann á versl- unartíma, heldur er hún opin frá kl. 10–13. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.