Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 63 Síðbuxur, kvartbuxur Ný sending Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Opið í dag frá kl. 10.00-16.00 Djúpöndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burt kvíða og kvillum Gleði er ávöxtur innri friðar Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439. Líföndun Guðrún Arnalds verður með námskeið í Reykjavík helgina 17. – 18. feb. , í Vestmannaeyjum 23.–25. feb og á Akureyri 2.– 4. mars. FYRIR NOKKRU var sagt frá því í morgunfréttum ríkisútvarpsins að lögreglan hefði tekið 130 ökumenn fyrir of hraðan akstur deginum áður. Það er vissulega rétt að hraðakst- urinn er hættulegur í myrkri skammdegisins. Á leiðinni í vinnuna sama morgun mætti ég hins vegar mörgum bílum sem voru alveg ljós- lausir öðrum megin að framan, eða því sem næst. Mér finnst ég aldrei hafa séð jafn- marga bíla með biluð ljós á götunum eins og í vetur. Eigendur slíkra bíla eiga sök á mörgum slysum. Eineygð- ir bílar virðast fjær en þeir eru í raunveruleikanum, að ekki sé talað um hættuna á því að slíkir bílar bjóði upp á koss við mætingar eða fram- úrakstur. Er þessum þætti umferð- arómenningar Íslendinga lítið sinnt? Ég hef aldrei séð lögreglu skipta sér af ljósabúnaði bíla. Lögreglumaður sem ég talaði við sagði að átak hefði verið gert í þessu dagpart fyrir tæp- um tveimur mánuðum, en annars færi það eftir einstökum lögreglu- mönnum hvort þeir skiptu sér að þessu. Geta ökumenn ekið áhyggju- lausir með biluð ljós árið á milli skoð- ana, a.m.k. lögreglunnar vegna? Hve margir bílar með biluð ljós skyldu fara fram hjá lögreglunni meðan átak á sér stað í að mæla ökuhraða? Það ber ákaflega lítið á öðrum að- gerðum í umferðargæslu hér á landi en að fylgjast með ökuhraða, sem bendir til að árangursstjórnun sé verulega ábótavant. Ég bjó nokkur ár í Bandaríkjun- um. Þar sem ég dvaldi stöðvaði lög- reglan mjög fljótlega ökumenn ef ljós höfðu bilað að vetrarlagi. Íslend- ingar eru framarlega í tölvumálum og einfalt ætti að vera að koma á kerfi hér á landi þar sem menn fengju fyrst vinsamlega ábendingu sem skráð væri í tölvu, en síðan sekt ef úrbætur eru ekki gerðar. Annað sem var frábrugðið í umferðinni í Bandaríkjunum var eftirlit með bili milli bíla. Of lítið bil miðað við akst- urshraða var flokkað sem háskaakst- ur, með tilheyrandi sekt og punkta- missi. Hér eru aftanákeyrslur um 30% umferðarslysa, en enginn virð- ist skipta sér af akstursbilinu. Stefnuljósanotkunin er á sama báti. Á þjóðvegunum virðist mér að- eins um 10% ökumanna gefa stefnu- ljós við framúrakstur. Venjulegast aka menn þétt upp að bílnum, og skjótast svo allt í einu fram úr. Og ef beygt var út af vegi, þá virðist fátítt að slíkt sé gefið til kynna með fyr- irvara. Er það furða þótt slys verði? Svona mætti lengi telja. Er eftirlit með slíkri glópsku hluti af árangurs- stjórnun löggæslunnar í umferðinni? Eða er mælikvarðinn á árangur hugsanlega hve margir eru gómaðir fyrir of hraðan akstur eða jafnvel í öflun „sértekna“ í formi sekta? Fyrirbyggjandi ráðstafanir sem stöðugt er unnið að skila miklu meiru en skammvinn átök. Fróðlegt væri að fá skoðanir fleiri á því hvort gæðastjórnun vegna umferðarör- yggis gæti verið ábótavant og hvort misvægi í áherslum komi hugsan- lega niður á umferðaröryggi í land- inu. ANDRÉS ARNALDS, Áslandi 8, Mosfellsbæ. Umferðar- eftirlit og árangurs- stjórnun Frá Andrési Arnalds: ÞEGAR tregða mín við sögunám keyrði úr hófi á táningaaldrinum fyrir rúmlega hálfri öld, var sagt að þetta væri nauð- synleg náms- grein; af henni mætti læra svo margt því sagan endurtekur sig alltaf. Þessi full- yrðing hafði ekki mikil áhrif og ég neitaði alveg að leggja á minnið atriði einsog hve- nær Napóleón fæddist eða dó eða hvaða ár Hanni- bal fór yfir Alpana með fílana. Nú þykist ég reyndar hafa séð þess nokkur dæmi að „sagan end- urtaki sig“ en ekki alltaf á ánægju- legan máta. Það nærtækasta er kannske ferlið, er verður til í kring- um nagladekkin á hverju ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta byrjar oftast í október eða nóvember á lít- ilsháttar snjókomu part úr degi, eða hélu í 2 til 3 nætur. Hitastig er þá oft um eða rétt undir frostmarki. Úr þessu verður eitt allsherjarumferð- aröngþveiti, hjólbarðaverkstæði fyllast og flestir láta setja negld dekk undir bílinn. Oft snjóar ekki aftur fyrr en í janúar og stundum bara mjög lítið allan veturinn en alltof margir aka á nöglunum framá vor. Bílar hafa sést á nöglum í maí við hliðina á malbikunarvélum og fræsurum, sem vart hafa lokið við- gerðum á naglaskemmdunum fyrr en í október þegar sagan endurtek- ur sig. Ný hjólför eftir nagladekkin voru byrjuð að sjást núna í byrjun nóvember. Gatnaviðgerðir vegna nagla- skemmda kosta Reykvíkinga meira en 150 milljónir króna á ári en kostnaðurinn er miklu meiri. Neglt dekk er 1.000–1.500 kr. dýrara en óneglt. Bílar á negldum eyða einum til einum og hálfum lítra meira á hundraðið. Kostnaður heilsugæslu vegna sjúkdóma af völdum meng- unar af tjöruryki er mikill. Þá eru ótalin útgjöld bíleigenda vegna tíð- ari þvotta á bílum og dekkjum eða umferðar-töfum vegna malbiksvið- gerða frá því snemma á vorin og langt fram á haust. Nýnegld dekk hafa umtalsvert betra grip á blautu svelli en ónegld og nokkru betra á svelli þegar hiti er meiri við jörð en mínus þrjár til fjórar gráður. Þetta eru nánast einu kostir nagladekkja, en þessi akst- ursskilyrði eru afar sjaldgæf víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir ókostir nagladekkja eru minna veg- grip bæði á þurru og blautu slitlagi og verulega aukinn hávaði frá um- ferðinni. Mér finnst að bíleigendur á höf- uðborgarsvæðinu ættu að fara að hógværum tilmælum gatnamála- stjóra og spyrja sig hvort þeir geti ekki komist af án nagla í börðum sínum. Nú er hægt að fá harðkorna- dekk og mjög góð snjódekk án nagla. Líklegt er að margir, sem skipt hafa á slitnum sumardekkjum og negldum vetrardekkjum, hafi greinilega orðið varir við muninn og þakkað hann nöglunum. En ég full- yrði að munurinn hefði orðið alveg jafnáberandi þó þeir hefðu skipt í ónegld, nema færðin hafi þá verið blautt svell. Margir halda að séu þeir ekki á nöglum verði þeir taldir vanbúnir til vetraraksturs og því í órétti ef þeir lenda í umferðaróhappi. Svo mun ekki vera. Önnur atriði vega þyngra svo sem umferðarréttur frá hægri eða biðskylda ekki virt eða of stutt bil milli bíla. Meðan ég ók á ónegldum börðum á bílum með afturdrifi hafði ég alltaf 45–50 kíló af sandi í pokum yfir aft- uröxli, minnkaði þrýsting í dekkjum um 2 pund og reyndi að stíga létt á bensíngjöf og bremsu. Síðan 1981 hef ég átt fjórhjóladrifinn Subaru og því getað sleppt sandinum. Á 24 ár- um án negldra hjólbarða hef ég aldrei lent í umferðaróhappi vegna þess. Akstur í hálku og snjó krefst lagni og kunnáttu en allt of oft sjást dæmi um hið gagnstæða. Opinberir aðilar, er tengjast umferð og slysavörnum, og tryggingarfélög ættu að beita sér fyrir aukinni fræðslu á þessu sviði. Ekkert ungmenni ætti að fá fulln- aðarökuskírteini án ökuþjálfunar í hálku. Þeim, sem ennþá trúa því að nagl- arnir skemmi ekki götur, vil ég benda á Laugaveginn neðan Bar- ónsstígs þar sem ekki hefur verið saltborið árum saman. Hjólförin milli Barónsstígs og Frakkastígs hafa myndast á tveimur vetrum eftir akstur á negldum dekkjum að sögn starfsmanns gatnamálastjóra. Eðlilegt virðist að þeir sem nota nagla á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í viðhaldi gatna með því að kaupa sér leyfi til notkunar þeirra. ÞRÖSTUR SIGTRYGGSSON, skipherra á eftirlaunum. Naglarnir skemma og menga Frá Þresti Sigtryggssyni: Þröstur Sigtryggsson Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.