Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 64

Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 64
DAGBÓK 64 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Dell- ac kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lómur fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla miðvikudaga frá kl. 14– 17. Sími 551-4349. Fata- úthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikudag í mán- uði, frá kl. 14–17 sími 552-5277. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður s. 897-1016, fax 544-4660. e-mail dalros@island- ia.is. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag verður félags- vist kl. 13:30. Púttæfing í Bæjarútgerðinni mánu- dag kl. 10–12, tréút- skurður í Flensborg kl. 13. Á þriðjudag verður bridge og saumar. Línu- dans á miðvikudag kl. 11. Á miðvikudag og föstudag verður mynd- mennt. Félagstarf aldraðra Garðabæ. Bókmennta- hópur og leshringu í bókasafninu 5. feb. kl. 10.30. Spilakvöld, félags- vist á Álftanesi 8. feb. kl. 19.30. Akstur samkv. áætlun. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum, kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi er í íþróttasal á Hlaðhömr- um á þriðjudögum kl. 16. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á mið- vikudögum á vegum Rauðakrossdeildar Mos. Pútttímar eru í Íþrótta- húsinu á Varmá kl. 10– 11 á laugardögum. Kór- æfingar hjá Vorboðum Kór eldri borgara í Mos. eru á Hlaðhömrum á fimmtudögum kl. 17– 19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót- hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, er í s. 566-8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagi eldri borgara í Reykjavík, Ás- garði, Glæsibæ. Kaffi- stofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í há- deginu. Leikhópurinn Snúður og Snælda munu frumsýna sunnudaginn 4. febrúar kl. 17. í Glæsibæ, „Gamlar perl- ur“ sem eru þættir vald- ir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýn- ingar eru fyrirhugaðar á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17. Mánudagur: Brids kl. 13 ath. sveitakeppni hefst. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Laugardagur 10. febrú- ar kl. 13.30. Fyrsti fræðslufundur „Heilsa og hamingja“ verður laugardaginn 10. febrú- ar kl. 13.30. í Ásgarði Glæsibæ Ólafur Ólafs- son, formaður FEB, og fyrrverandi landlæknir gerir grein fyrir rann- sóknum sínum á heilsu- fari aldraðra. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir greinir frá helstu sjúk- dómum í lungum, sem aldraðrir verða fyrir. Allir velkomnir. Aðalfundur FEB verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ 24. febrúar kl. 13.30. Tillaga kjör- nefndar um formann og aðra stjórnarmenn félagsins liggur frammi á skrifstofu F.E.B. Til- lögur félagsmanna um einstaka menn til stjórn- arkjörs skulu berast skrifstofu F.E.B. eða kjörnefnd fyrir 9. febrú- ar nk. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlín- unnar opið verður á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 kl. 10 til 16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánu- dögum kl. 9.25 og fimmtudögum kl. 9.30. Umsjón Edda Baldurs- dóttir íþróttakennari. Bankaþjónusta mánu- daginn 5. febrúar kl. 13.30–14.30. Á þriðjudag kl. 13 boccia og á föstu- dögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Fimmtudag- inn 22. febrúar er leik- húsferð í Þjóðleikhúsið að sjá leikritið „Með fulla vasa af grjóti“, skráning hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður haldinn þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Kynning á prjónagarni og upp- skriftum. Félag breiðfirskra kvenna. Aðlafundur félagsins verður mánu- daginn 5. febrúar kl. 8. Mætum allar og eflum félagið. Úrvalsfólk. Vorfagn- aður Úrvalsfólks verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 16. febrúar kl. 19. Miða- og borðapantanir hjá Rebekku og Valdísi í síma 585-4000. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530-3600. Minningarkort Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í s. 561-6117. Minningargjafir greið- ast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjushúsinu Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 í s. 588- 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkortaþjónusta. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520-1300 og í blómabúðinni Holta- blómið, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkju- húsinu v/Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555-0104 og hjá Ernu s. 565-0152 (gíró- þjónusta). Í dag er laugardagur 3. febrúar, 34. dagur ársins 2001. Blasíumessa. Orð dagsins: Látið fætur yðar feta beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt. (Hebreabréfið 12, 13.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 lögun, 8 litlir munnar, 9 hryggð, 10 held, 11 kaka, 13 nemur, 15 menntaset- ur, 18 moð, 21 hlemmur, 22 skapvond, 23 yfirhöfn- in, 24 fágar. LÓÐRÉTT: 2 málmur, 3 hluta, 4 ein- kenni, 5 afkvæmi, 6 mjög góð, 7 þrjóskur, 12 verk- færi, 14 þjóta, 15 veik, 16 guð, 17 vondur, 18 skips, 19 Sama, 20 duglega. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hamur, 4 valan, 7 rósin, 8 rifur, 9 gat, 11 Adam, 13 erta, 14 ætlar, 15 glær, 17 rúma, 20 frá, 22 lundi, 23 lifur, 24 norpa, 25 aðrar. Lóðrétt: 1 harma, 2 moska, 3 röng, 4 vart, 5 lofar, 6 narra, 10 aular, 12 mær, 13 err, 15 gálan, 16 ærnar, 18 úlfur, 19 aurar, 20 fita, 21 álka. K r o s s g á t a Í MÖRG ár hefur það verið siður hjá mér og minni fjöl- skyldu að rölta Laugaveg- inn á Þorláksmessu og enda síðan inni á veitingastað og borða saman. Við héldum uppteknum hætti sl. Þor- láksmessu og enduðum inni á veitingastaðnum Sjanghæ en þangað höfðum við oft komið áður. Fullt var á staðnum en okkur var boðið að bíða eftir borði, sem við þáðum. Sú bið varð ekki löng og var okkur brátt vís- að til borðs á efri hæð stað- arins. Þá fyrst byrjuðu raunir okkar. Ekki gátum við merkt áhuga hjá þjón- ustufólki til að sinna okkur og taka niður pöntun en við töldum það eiga sér eðlileg- ar skýringar í miðri jólaös- inni. Eftir drykklanga stund gátum við þó gert þjónustufólki ljóst að við vildum panta mat og drykk. Gekk það eftir og svo hófst biðin á ný. Eftir drjúga stund komu drykkirnir en ekki bólaði á matnum og enn biðum við. Þegar við höfðum setið ca. 40 mínútur við borðið kom loks matur- inn fyrir yngsta fjölskyldu- meðliminn en það vantaði sósuna. Við kvörtuðum og spurðum einnig um matinn fyrir hina. Við ætluðum jú að borða saman. „Ó, ég skal tala við kokkinn,“ svaraði þjónustustúlkan með undr- unarsvip. Tíu mínútum síð- ar var engin sósa komin og yngsti fjölskyldumeðlimur- inn búinn með matinn. Enn liðu tíu mínútur og þá kom sósan, en bara of seint. Við reyndum að brosa og ítrek- uðum spurninguna um mat fyrir hina. Málið var í at- hugun að sögn þjónustu- stúlkunnar og enn biðum við. Nú höfðum við setið í um klukkutíma við borðið og ekki bólaði á matnum fyrir hina. Við reyndum af og til að vekja athygli á vandræðum okkar en án ár- angurs. Enn liðu tuttugu mínútur og ekki var laust við að farið væri að síga í mannskapinn. Yngsti fjöl- skyldu meðlimurinn nöldr- aði yfir garnagauli, ungling- urinn 15 ára reifst í GSM-símann og afboðaði stefnumótið niðri í bæ og sú tvítuga íhugaði alvarlega málsókn á hendur veitinga- staðnum. Kvöldið var farið að taka á sig mynd ömur- leika og gremju. Loks náð- um við sambandi við þjón- ustustúlkuna og tjáðum henni að við værum við það að gefast upp á biðinni. Fimm mínútum síðar kom maturinn, – fyrir þrjá, – en það vantaði fyrir ungling- inn. Við kvörtuðum sem fyrr og ítrekuðum að við hefðum ætlað að borða sam- an. Þjónustustúlkan virtist alltaf jafnhissa og lofaði að ræða við kokkinn. Við borð- uðum nú saman, þrjú af fimm. Maturinn reyndist kaldur og ólystugur en við létum okkur hafa það. Tíu mínútum síðar kom síðasti skammturinn, fyrir ung- linginn. Hann reyndist líka kaldur og ólystugur og sós- una vantaði sem fyrr. Við kvörtuðum og báðum um að afgreiðslu á desert yrði hraðað. Þjónustustúlkan lofaði enn einu sinnu að ræða málið við kokkinn. Hún kom að vörmu spori aftur og nú með mat fyrir yngsta fjölskyldumeðlim- inn, – aftur. Við vorum nú hætt að geta brosað að klúðrinu og bentum stúlk- unni á að hún hefði komið með mat fyrir þennan aðila fyrir um klukkustund síðan. Ekkert bólaði á sósunni og við ítrekuðum beiðni okkar um að hraða desertnum. „Ó, var desert með, ég skal tala við kokkinn,“ sagði stúlkan með sömu undrunina í rödd- inni. Drjúg stund leið og höfðum við nú setið við borðið í um tvær klukku- stundir. Þá kom desertinn, en bara tveir af fjórum. „Ó, áttu að vera fjórir, ég skal tala við kokkinn,“ svaraði stúlkan sem fyrr. Þegar hér var komið sögu höfðum við endanlega fengið nóg. Við báðum stúlkuna vinsamleg- ast að hafa ekki fyrir því að sækja það sem á vantaði. Veitingastaðurinn Sjanghæ mátti eiga það sem eftir var af matseðlinum. Við stóðum upp, borguðum og fórum út. Í leiðinni gat ég ekki látið hjá líða að lýsa vanþóknum minni á þjónustu og fram- komu starfsfólks Sjanghæ þetta kvöld. Mér fannst þetta vera til skammar. En þá tók ekki betra við. „Það er alveg óþarfi að vera með hótanir hér,“ sagði einn starfsmanna. „Við vorum að gera ykkur greiða með því að láta ykkur hafa borð,“ sagði ein þjónustustúlkan. „Það eru allir að reyna að gera sitt besta,“ sagði önn- ur. Okkur var öllum lokið. Ef þetta er það besta, hvernig er þá það versta? Við höfum aldrei á ævinni upplifað aðra eins þjónustu á nokkrum veitingastað. Þetta var ömurleg upplifun og algjör eyðilegging á ann- ars góðum degi. Við hefðum betur setið heima. Það er al- veg ljóst að á veitingastað- inn Sjanghæ förum við aldr- ei aftur. Runólfur Gunnlaugsson, Langholtsvegi 112, Rvk. Dýrahald Skuggi er týndur SKUGGI er kolsvartur, ógeltur, tæplega ársgamall högni. Hann var með hvíta ól. Hann hvarf frá neðri hluta Bræðraborgarstígs þriðjud. 30. jan. sl. Hann var að flytja sama dag og hann hvarf í þetta hverfi. Vinsam- legast hafið samband við Hrafnhildi í s. 690-1477 eða Viktoríu í s. 868-3032. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ömurleg upplifun Víkverji skrifar... FYRIR skömmu komu tværbandarískar konur í heimsókn til Víkverja. Þetta voru konur á miðjum aldri sem voru á ferðalagi með ís- lenskri vinkonu sinni sem búsett er í Bandaríkjunum. Konurnar tvær, sem aldrei höfðu áður komið til landsins, voru yfir sig hrifnar af landi og þjóð. Þeim fannst maturinn góður, fólkið vingjarnlegt og ekki síst fannst þeim spennandi að fata sig upp hér á landi. Önnur þeirra hafði keypt sér föt fyrir á annað hundrað þúsund krónur og hin konan hafði fatað sig upp fyrir eitthvað að- eins lægri upphæð. Það sem Víkverja fannst athyglisvert er að innkaupin höfðu þær gert að mestu leyti á Skóla- vörðustíg í þremur verslunum þar. Þær áttu ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á þessari verslunargötu, þjón- ustunni sem þær fengu, þeim varn- ingi sem þar fékkst, fatnaði og einnig listmunum. Þær keyptu fötin aðallega á útsölum við Skólavörðustíginn og konurnar sögðu að fatnaður eins og sá sem þær höfðu keypt væri allt öðru- vísi en það sem þeim stæði alla jafna til boða í Bandaríkjunum. Þó sögðu þær að finna mætti þar sérverslanir sem byðu svipuð gæði. Fatnaðurinn þar væri þá jafnvel dýrari en þessi sem þær keyptu hér á landi. x x x Í HAUST keypti Víkverji handaungri dóttur sinni myndarlegan bakpoka í Pennanum sem kostaði um 7.000 krónur. Taskan, sem var skrautleg, var með dýrari bakpokum sem til voru í versluninni, þ.e.a.s. sem passaði hennar aldri. Nú í vikunni, fimm mánuðum síðar, tók rennilásinn upp á því að bila og stúlkan dró fram gamla bakpokann og setti þennan til hliðar. Víkverji var ekki á því að láta bjóða sér þessa endingu og lagði leið sína í verslunina og kvaðst ósáttur við að taskan dygði bara í nokkra mánuði. Viðbrögðin voru á þann veg að Vík- verji mun leggja leið sína í Pennann aftur. Honum var um leið boðið að velja sér nýja tösku eða fá innleggs- nótu. Þar sem dóttir Víkverja var ákaflega hrifin af töskunni sinni vildi Víkverji helst svipaða tösku. Þær voru búnar í búðinni og konan sem af- greiddi lagði það á sig að hringja í aðrar verslanir Pennans uns hún hafði upp á eins tösku. Hún lét síðan taka töskuna frá fyrir Víkverja og heimasætuna. x x x VÍKVERJI hefur áhuga á ræktunblóma og trjáa og hefur tekið eftir því að kirsuberjatréð í sólstof- unni hans er að byrja að bruma og einnig vínberjaplantan. Þær eru miklu fyrr á ferðinni en í fyrra og Vík- verja stóð ekki á sama, þ.s. þetta eru uppáhaldsplönturnar. Kirsuberjatréð sá til þess að hann fékk kirsuber í marga eftirrétti í fyrra og vínberja- plantan á víst að bera ávöxt í sumar. Hann fékk hins vegar þær upplýs- ingar hjá garðyrkjufræðingi að þetta væri eðlilegt í ljósi þess hve tíðin hef- ur verið góð undanfarið og bjart síð- ustu daga. Ráðlegging hans var að byrja samt hægt að auka vökvun og áburðargjöf, fylgjast bara með plönt- unum og íhuga að bæta við áburði og vökvun þegar laufblöð væru farin að koma í ljós. Ef frystir á næstunni þá þarf líklega að passa vel upp á þær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.