Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 67

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 67
TRÍÓ þeirra Björns Thorodd-sen, Jóns Rafnssonar ogGunnars Þórðarssonar; Gu- itar Islancio, hefur haft í nógu að snúast síðan fyrsta geislaplatan, samnefnd sveitinni, kom út síðla árs 1999. Sambræðsla þeirra á djassi og þjóðlagaarfleifð hitti í mark, innanlands sem utan, og virðast þeir félagar sannarlega hafa dottið niður á töfrum slegið reikni- líkan. Í dag kl. 16 mun sveitin leika í Norræna húsinu, húsi sem þeim félögum er hlýtt til, að sögn Björns. „Við höfum spilað þar tvisvar eða þrisvar áður. Okkur finnst við vera á heimavelli þarna.“ Hann bætir því svo við að eitt af fyrstu verkefnum tríósins hafi einmitt verið hljóm- leikaferðalag um Skandinavíu. Það hefur mikið og margt verið á seyði að undanförnu hjá sveitinni og ýmislegt er í bígerð einnig. „Önnur plata okkar, Guitar Islancio II, kom út fyrir síðustu jól og í kjöl- farið höfum við verið að spila á ýmsum stöðum, tókum til dæmis rúnt um elliheimilin og höfum líka verið að spila hjá ýmsum tónlistar- félögum víða um land,“ segir Björn. Guitar Nippon?! Heimsókn til Kanada, hvar farið var á Íslendingaslóðir, varð og far- sæl. „Þar var okkur tekið ofboðs- lega vel. Vestur-Íslendingarnir vildu eiga hvert bein í okkur,“ segir Björn og hlær við. Og framundan eru frekari ævintýr. „Það er Jap- ansferð í haust,“ segir Björn snjöll- um rómi. „Við förum svo til Evrópu í vor, m.a. til Þýskalands og Dan- merkur. Svo verður að öllum lík- indum önnur Kanadaferð en það er lagt hart að okkur að fara í aðra slíka ferð. Þess má til gamans geta hér að lokum að í Japan munum við spila með þarlendum gítarleikara, Cas- umi Vatanabe að nafni, en hann er víst mikil stjarna þar í landi.“ Íslenskt? – Já, takk! Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Guitar Islancio í sveiflu, Gunnar, Jón og Björn. Guitar Islancio í Norræna húsinu FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 67 Næg bílastæði Hljómsveitin Spútnik leikur frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 Ath! Tónleikar með Bubba Morthens nk. sunnudagskvöld kl. 21 gítar: bjarni halldór kristjánsson trommur: ingólfur sigurðsson bassi: kristinn gallagher söngur: kristján gíslason hljómborð: þórir úlfarsson GUÐRÚN Bjarnadóttir, nemi í Kvennaskólanum, er orðin kunnug- legt kvikmyndaandlit þrátt fyrir ung- an aldur. Einhverju sinni var hún að baksa við afgreiðslustörf í söluturni í Þingholtunum er Baltasar Kor- mákur, leikari, vindur sér inn og býður henni hlutverk í mynd sinni, 101 Reykjavík. Guðrún þáði með þökkum og í kjölfarið bauðst henni hlutverk í myndinni Villiljós – mynd sem byggist á fimm ólíkum sögum – en hún lék eitt aðalhlutverkanna í einni þeirra. Það er því í hæsta máta einkennilegt að hún hafi hafn- að boði um hlutverk í Notting Hill- myndinni... Hvernig hefur þú það í dag? Allsæmilegt, þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum í augnablikinu? Fjögurra blaða smára og atóm- minningar. Hvert er draumastarfið í framtíðinni? Að vera innblástur kærasta míns og leikkona. Bítlarnir eða Rolling Stones? Stones eru snillingar…en af hverju ekki Police – þeir voru bestir. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á (manst eftir að hafa farið á)? Einhverjir pönktónleikar úti í Hollandi. Hvaða ,,hlut“ myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Kærastanum mínum… svo sjálfri mér. Hver er þinn helsti veikleiki? Óákveðni. Hefurðu tárast í bíói (hvenær síðast)? Á Dancer in the Dark. Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel. Ef ég myndi hitta sjálfa mig gæti ég svarað þessu… Hvaða lag kveikir blossann? Eitthvað með Bob Marley eða Sade. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Ég lék tvíbura þegar ég kynntist kærasta mínum. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? (hvar og hver eld- aði?) Brauð með sultu, smjöri, gulum baunum og kanel…sem kærastinn gerði. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Tónlistina úr kvikmyndinni Gattaca … yndisleg tónlist. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér (erlendur sem innlendur og af hverju)? Kannski bara Sean Penn því hann er svo skuggalega góður…annars heldur kærastinn minn að hann sé sjálfur besti leikari í heimi, sem er nett pirrandi. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa hafnað hlutverkinu í Nott- ing Hill. Trúir þú á líf eftir dauðann? (af hverju?) Já, kannski er lífið dauði og dauð- inn líf eins og Grikkinn sagði... „Police – þeir voru bestir“ SOS SPURT & SVARAÐ Guðrún Bjarnadóttir MARSHALL nokkur Mathers, bet- ur þekktur sem rapparinn Em- inem hélt tónleika í Ósló á fimmtudagskvöldið. Tónleikarnir voru haldnir í Ósló Spek- trum og voru tæp- lega 10 þúsund æstir aðdáendur goðsins þar saman komnir. Eminem, sem hef- ur verið gagnrýndur fyrir fordóma af ýmsu tagi í textum sínum, sýndi það og sannaði á tónleik- unum að hann er samúðarfullur ung- ur maður. Er tón- leikarnir voru langt á veg komnir bað hann áhorfendur að minnast í þögn hins fimmtán ára gamla Benjamins Hermansen sem myrtur var af nýnasistum í Ósló fyrir viku. „Ég vil biðja um nokk- urra sekúndna þögn sem virðing- arvott við vin okkar Benjamin sem gat ekki verið hér á tónleik- unum í kvöld,“ sagði Eminem. Þá fordæmdi hann morðið og sagði nasista best geymda á ákveðnum stað sem ekki er viðeigandi að nefna hér. Fyrr um daginn höfðu 40 þúsund Óslóarbúar gengið um götur borgarinnar með kyndla til að mótmæla auknu ofbeldi og uppgangi nasisma og kynþátta- fordómum í landinu. Það var ekki að spyrja að því, Em- inem hafði eftir hina stuttu kyrrðarstund áhorfendur gjör- samlega í hendi sér. Eminem mætti með vélsög inn á sviðið í upphafi tón- leikanna syngjandi lagið „My Name Is“. Tónleikarnir voru frá upphafi til enda stórkostleg skemmt- un, leikriti líkust, sagði m.a. í umfjöll- un um þá í norskum fjölmiðlum. „Ég verð að vera hreinskilinn. Þið eruð bestu áhorfendur sem ég hef nokkru sinni haft,“ sagði Em- inem við lok tónleikanna. „Mig langar ekki að fara héðan.“ Sennilega segir hann þetta á hverjum stað, en hvað sem því líð- ur þá á hann orðið sterkan áhorf- endahóp í Noregi sem bíður spenntur eftir næstu heimsókn hans. Eminem minntist Benjamins Þrándheimi. Morgunblaðið. Þótt Eminem hafi verið við sama skuggalega heygarðshornið í Ósló sýndi hann á sér áður óþekkta mannlega hlið. Reuters Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.