Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 68

Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það rignir allt í kring, já, rignir allt í kring, af einskærri kæti ég dansa og syng. Ég skríki og hlæ að skýjum er sjást með sól í hjarta og sumar og ást... Það er kunnuglegt lagið sem óm- aði í æfingasal Þjóðleikhússins þegar blaðamaður læddist inn í áheyrnarpróf fyrir söngleikinn Syngjandi í rigningunni sem Þjóð- leikhúsið er að hefja æfingar á, og frumsýnir í byrjun apríl. Salurinn er fullur af einbeittum og sveittum leikurum að reyna að ná flóknum steppsporunum sem leikstjórinn Kenn Oldfield hefur fyrir þeim, og ekkert virðist auð- veldara þar sem Kenn flýgur um gólfin. En þótt sporin flækist fyrir sumum verður sýningin sjálfsagt glæsilegt, eða eins og eins leikkon- an segir: „Kenn er snillingur í að láta líta út fyrir að maður geti dansað þegar maður kann það alls ekki.“ Að hlaupa upp veggi Þeir sem hafa séð kvikmyndina Singin’ in the Rain frá árinu 1952, muna að aðalhlutverkin í söng- leiknum eru fjögur. Gene Kelly leikur kvikmyndastjörnuna Don, Donald O’Connor leikur hinn óvið- jafnanlega félaga hans, Cosmo, Debbie Reynolds leikur Kathy, sem Don fellur fyrir, og Jean Hag- en leikur hina skrækróma Linu La- mont. Búið var að ráða í karlhlut- verkin þegar blaðamann bar að garði og það er Rúnar Freyr Gísla- son sem leikur Don og Stefán Karl Stefánsson sem leikur Cosmo, og líst honum bara vel á hlutverkið. „Í myndinni hleypur Donald O’Connor upp veggi og fleira. Ætli ég reyni ekki fyrst að ná tökum á steppinu svo ég komist skamm- laust frá því,“ segir Stefán Karl og glottir. „Þetta atriði í bíómyndinni Make’em Laugh með Donald er al- veg rosalegt og ég hlakka til að takast á við það. Það er samt áreið- anlega svo erfitt að þegar ég horfi á það, langar mig helst til að fá þriggja mánaða flensu og þurfa ekki að gera þetta. Enda með flott- ari dansatriðum sem maður hefur séð. En markmiðið er náttúrlega ekki að vera eins og Donald heldur gæða karakterinn svipuðum per- sónueinkennum. Og þegar ég verð kominn inn í þessa persónu kemur vonandi eitthvað skemmtilegt út.“ – Og það verður gaman að sjá sýninguna, skemmtilegra en mynd- ina? „Allar þessar gömlu dansmyndir eru svo mikið svið og stúdíó. Það er miklu skemmtilegra að sjá þessi verk á sviði. Svo hellirignir í þessu leikriti og allir eru í regnkápum. Hvernig ætla þeir að láta rigna á sviðið í Þjóðleikhúsinu?“ spyr Stef- án Karl sig. „Það verður gaman að sjá.“ Gott að lyfta sér upp Rúnar Freyr Gíslason leikur Don og það er óneitanlega forvitni- legt að vita hvernig honum líst á að feta í dansspor sjálfs Gene Kelly. „Ég er dálítið hræddur við það,“ viðurkennir leikarinn og hlær. „Kelly er meistari steppsins en ég kann eiginlega ekki að steppa. Ég hafði ekki einu sinni prófað það þar til fyrir rúmum mánuði, þegar við leikararnir fórum á stutt námskeið. Það er samt ótrúlega gaman, eins og að dansa og syngja yfirleitt. Og það verður að segjast að þegar maður er búinn að vera í nokkrum dramatískum verkum í röð þá er gaman að lyfta sér upp með þessu.“ – En er hlutverkið skemmtilegt? „Já, ég held það, annars var ég bara að lesa handritið í nótt. Það er svolítið svipað myndinni, sem ég sá aftur í gær. Ég fékk „sjokk“, Gene Kelly er svo ótrúlega góður. Mynd- in er reyndar algjört Gene Kelly „show“. Í leikritinu eru mun fleiri persónur og það mæðir því minna á mér.“ Skemmtilegar rullur Í áheyrnarprófinu var enn óráð- ið í kvenhlutverkin tvö, og sagði Inga María Valdimarsdóttir leik- kona að það ríkti ekki jafnmikil spenna í kringum það, eins og vænta mætti. „Báðar rullurnar eru mjög skemmtilegar og vissulega væri gaman að hljóta aðra þeirra,“ segir Inga María. „En svo eru miklu fleiri hlutverk í söngleiknum en í bíómyndinni, svo það er bara að bíða og sjá.“ Líkt og aðrir leikarar í sýningunni, kvíðir Inga María steppdansatriðunum. „Það er alltaf hægt að krafla sig fram úr ein- hverjum dansi, en steppið er bara allt annað og meira.“ Og þá er eins gott að æfa sig vel með Kenn sem líkir þessu við að æfa einleik, svo mikið sé álagið. Enda töluðu leikararnir um að það þyrfti helst tvöfaldan æfingatíma í svona söngleik. Best væri að mæta á æfingu með allan textann og kar- akterinn unninn, vinna dansatriðin og sönginn í leikhúsinu, og sjóða allt saman þegar nær drægi frum- sýningu. Jafnvel eins og að vinna tvö leikrit á einu æfingatímabili. En öll voru þau sammála um að þetta væri krefjandi en skemmti- legt, um leið og þau skelltu sér aft- ur í dansinn: „ball change, hop, step“. Gaman að leika á móti mann- inum mínum Fyrsti samlestur var í fyrradag og þá kom í ljós að Selma Björns- dóttir fékk hlutverk Kathy og Þór- unn Lárusdóttir mun túlka Linu Lamont. Þessa dagana er Selma að semja dansana í Litlu hryllingsbúðina sem er verið að setja upp í Ósló, og var hún kölluð heim á æfingu. Hún er mjög ánægð með að hafa fengið hlutverkið og hefur góða ástæðu fyrir því. „Þetta er það þrennt sem mér finnst skemmtilegast að gera: syngja, dansa og leika, og nú fæ ég að gera það allt í senn.“ Selma segir að það sé mjög gam- an á æfingum en svolítið erfitt. „Það er mikill sviti en mjög spennandi að fá að steppa, ég hef ekki gert mikið af því,“ segir hún. „Ég steppaði einhvern tímann sem krakki, og kann örlítið fyrir mér, en við erum á hörðum steppnám- skeiðum sem er mjög gaman. Svo er ekkert leiðinlegt að fá að leika á móti manninum mínum,“ segir Selma greinilega mjög ánægð með það enda hafa hún og Rúnar Freyr ekki leikið saman síðan í Grease. „Það er gaman að endurtaka það, þótt það sé á öðrum grundvelli núna.“ – Er ekki flókið að vinna bæði á Íslandi og í Noregi í einu? „Jú, ég þarf bráðum að rjúka út aftur til að fylgja frumsýningunni í land, en hún verður 15. febrúar í Ósló. Þetta er svolítið púsluspil, en sem betur fer held ég að það nái saman,“ sagði Selma og rauk aftur inn á æfingu. Hvernig rignir í Þjóð- leikhúsinu? Leikararnir í Þjóðleikhúsinu voru syngjandi, steppandi, sveittir og auðvitað brosandi þegar Hildur Loftsdóttir sá seinast til þeirra. Rúnar Freyr ætlar að feta í dansspor Gene Kelly. Inga María segir að það séu mörg skemmtileg hlutverk í Syngjandi í rigningunni. Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri og Jóhann G. Jóhannsson tónlistar- stjóri fylgjast með í áheyrnarprófinu. Stefáni Karli líst vel á hlutverk Cosmos, þótt í því felist mikil áskorun. Bjarni Haukur Þórsson, Valur Freyr Einarsson og fleiri leikarar reyna fyrir sér í steppdansinum. Morgunblaðið/Ásdís Kelly og Reynolds í sömu rullum og Rúnar Freyr og Selma koma til með að fara með á fjölum Þjóðleikhússins. Æfingar hafnar á Syngjandi í rigningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.