Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 70

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 70
ÞAÐ ER sama í hvaða horn er litið vestan hafs þessa dagana, alls staðar er hún Jennifer Lopez blessunin. Og hún er sannarlega heitari en allt heitt. Ekki nóg með að hún sitji stolt á toppi bíó- aðsóknarlistans þar sem hún leikur á móti Matthew McConaughey í rómantísku gaman- myndinni The Wedding Planner, heldur hefur henni ennfremur tekist að hrinda sjálfum Bítl- unum bresku úr toppsæti breiðskífulistans með nýju hljómplötunni sinni J.Lo. Gripurinn seldist líka eins og heitar lummur, fór í 272 þúsund eintökum á einni viku sem er býsna gott. Hún þarf hinsvegar að hafa sig alla við að skáka við Bítlunum sem hafa selt 6 millj- ónir eintaka vestra af safnplötu sinni 1 á einungis átta vikum. Þrátt fyrir alla þessa velgengni hjá Lop- ez má búast við því að hún eigi æði erfitt með að festa svefn þessa dagana því nú standa yfir réttarhöld yfir kærasta henn- ar Sean „Puffy“ Combs þar sem hann er ákærður fyrir meðferð ólöglegra skot- vopna og tilraun til mútna. Parið keppist reyndar við það þessa dagana að bera til baka stórlega ýktar sögusagnir um að þau séu hætt saman. Lopez er nú meiri refurinn. 70 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vígvöllurinn Jörðin (Battlefield Earth) V í s i n d a s k á l d s a g a ½ Leikstjóri: Roger Christian. Hand- rit: Corey Mandell og JR Shapiro. Aðalhlutverk: John Travolta, Barry Pepper, Forest Whitaker, Kim Coates. (117 mín.) Bandaríkin. Myndform, 2000. Myndin er bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ bjuggust fáir við því að draumaverkefni leikarans John Travolta yrði eitthvað merkilegt, bæði var hann harður stuðnings- maður vísinda- kirkjunnar sem höfundur bókar- innar, L. Ron Hubbard, stofnaði og einnig hafði bók- in aldrei fengið neitt sérstaklega góða dóma. En hvílíkri hörmung sem kom fram á hvíta tjaldinu óraði engan fyr- ir. Hugmyndin er að jörðin hefur verið hertekin af hinum tæknivæddu og herskáu Psyclonum (með Trav- olta og Forrest Whitaker í broddi fylkingar) og jarðarbúar eru aðeins nýttir sem vinnuafl og litið á þá sem langtum óæðri verur. Einn þeirra, Johnny Goodboy Tyler (Barry Pepp- er), vill ekki láta geimverurnar stjórna sér og undirbýr eins konar „Braveheart“-byltingu til þess að berja á yfirboðurum sínum. Hræði- legur leikur, kjánalegir búningar og ömurlegar tæknibrellur eru það besta sem áhorfendur geta fengið úr þessari mynd en sjálfur Ed Wood hefði örugglega ekki orðið ánægður með niðurstöðuna. Það er sárt að sjá Travolta gera sig að fífli á tjaldinu en þetta er alfar- ið hans sýn svo að það er best að hann leiki í draumaverkefnum ein- hverra annarra. Ottó Geir Borg MYNDBÖND Travolta tapar sér FÓLK Í FRÉTTUM Bandaríkin Lopez út um allt Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.