Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 4

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMINN-GSM stöðvaði í gær fjölda- sendingar í gegnum vit.is, virðisauk- andi þjónustu Símans-GSM frá Síma- happi.com til símnotenda þar sem tilkynnt var um Valentínusarvinning í símanúmeri símahappdrættisins. Að sögn Agnars Más Jónssonar, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Símans, var þjónustan misnotuð af símahappdrættinu en um 3.000 sím- notendur höfðu fengið smáskilaboðin áður en sendingarnar voru stöðvaðar. Símanum hafði þá borist talsverður fjöldi ábendinga og kvartana vegna sendinganna, enda stóðu símnotend- ur í þeirri trú að Síminn væri að senda skilaboðin. Síminn sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins í gær þar sem fram kom að SMS-skilaboðin tengdust Símanum að engu leyti og væru ekki send út með vitund og vilja Símans. Harmaði fyrirtækið að við- skiptavinir þess hefðu orðið fyrir óþægindum en fjöldasendingar af þessu tagi köstuðu rýrð á SMS-þjón- ustu. Í smáskilaboðunum sem fólk fékk sent í gær kom eftirfarandi fram: „Til hamingju Jón. Þú átt Valentínusar- vinning í síma 907-2500, frítt út að borða fyrir ástina þína, milljónapott- ur.“ Ekki getið um 990 króna gjald fyrir símtalið Þegar hringt var í fyrrgreint núm- er biðu þau skilaboð að símtalið kost- aði 990 krónur. Óánægja fólks snerist ekki síst um að ekki væri getið um 990 krónurnar strax með smáskilaboðun- um. Ástþór Magnússon, forsvarsmaður símahappdrættisins, sagði aðspurður um þetta atriði að upplýsingar um verðið hefðu verið sendar út en vegna takmarkaðs stafafjölda sem hægt væri að senda með smáskilaboðum, hefði aftasti hluti textans orðið útund- an. Þetta hefði hann ekki uppgötvað fyrr en í gær. „Okkur þykir það leitt að það hafi dottið út orð aftan af text- anum,“ sagði Ástþór. Hann sagði einnig að ekki hefði verið hætta á því að símnotendur yrðu rukkaðir um 990 krónurnar strax og þeir hringdu í númerið enda gæfist þeim kostur á að skella á þegar sjálfvirk rödd tilkynnti um kostnaðinn. „Það fara engin sím- töl í gegn nema hjá þeim sem vilja borga,“ sagði hann. Agnar Más Jónsson hjá Símanum sagði að aflokinni rannsókn innan kerfis Símans, að skilaboðatextinn, sem sendur var í gegnum SMS-kerfið hjá Símanum hefði hvorki verið styttri né lengri en sá sem birtist að endingu á GSM-gluggum viðtakenda. 160 slög komast fyrir í smáskilaboð- um og sá kvóti hefði ekki verið full- nýttur í fjöldasendingum símahapp- drættisins. M.ö.o. hefði því verið pláss til að skrifa meira. Aðspurður um viðtakendaskrána sagði Ástþór að hún innihéldi fólk á póstlista símahappdrættisins. Á vef þess væri hægt að skrá símanúmer, hvort heldur væri eigið númer eða annarra. Vefnotendur hefðu skráð sín eigin númer og í sumum tilvikum númer annarra sem þeir þekktu og þannig hefði skráin orðið til. Þegar borin var undir hann sú athugasemd að sum símanúmerin hefðu verið á skránni í óþökk rétthafanna, sagði Ástþór að sér væri ókunnugt um slíkt. Sagði hann að fjöldi viðtakenda hefði ennfremur ekki verið mikill, e.t.v. nokkur hundruð manns. Agnar Más Jónsson sagði ekki ljóst hversu stór viðtakendaskráin hefði verið í heild sinni, en ljóst væri að hún næði yfir a.m.k. 3.000 manns. „Okkur finnst óeðlilegt að viðskiptavinir okk- ar verði fyrir ónæði af völdum Síma- happs.com, sem er á engan hátt við- komandi Símanum-GSM,“ sagði Agnar. „Þess vegna voru fjöldasend- ingarnar stöðvaðar. Auk þess eru þær upplýsingar sem koma fram í skilaboðunum mjög misvísandi. Ást- þór Magnússon hefur heimildir til að reka happdrættið, en við munum engu að síður ræða við hann og fara yfir þessi mál með honum.“ Kvartað til Landssímans vegna Valentínusarskilaboða SímaHapps.com 3.000 manns fengu skilaboð áður en Síminn greip inn í KRISTINN H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins og varaformaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, kveðst hafa fengið mikil og sterk viðbrögð við hug- myndum sínum um innköllun afla- heimilda og endurúthlutun þeirra á jafnréttisgrundvelli. Hyggst Krist- inn vinna þessari tillögu fylgi innan sjávarútvegsnefndar og einnig innan Framsóknarflokksins, en flokksþing hans verður haldið í næsta mánuði. Hugmyndir sínar setti Kristinn fram við utandagskrárumræðu um skýrslu Auðlindanefndar á Alþingi á þriðjudag. Við sömu umræðu hafn- aði annar þingmaður Framsóknar- flokksins, Páll Pétursson félags- málaráðherra, hugmyndum um veiðigjald en kvaðst geta fallist á einhverja útgáfu af fyrningarleið- inni. Kristinn segir að afstaða þeirra Páls sýni að innan Framsóknar- flokksins sé ríkur vilji til breytinga á stjórn fiskveiða. Ljóst sé að við nú- verandi ástand verði ekki unað og leggur hann til ákveðnar hugmyndir til þess að rétta hlut landsbyggðar- innar og þeirra einstaklinga sem vilji stunda sjósókn en eigi ekki fúlgur fjár til þess að leigja kvóta. „Ég er þeirrar skoðunar að skyn- samlegast sé að hluti veiðiheimild- anna sé á forræði sveitarfélaga,“ segir Kristinn og telur að vel megi hugsa sér að innkalla t.d. um þriðj- ung til fjórðung veiðiheimildanna, 3–5% á ári, og veita sveitarfélögum til úthlutunar í heimabyggð. Slík endurleiga verði bundin skilyrðum um atvinnustarfsemi í viðkomandi sveitarfélagi og ætti þannig að verða til þess að tryggja stöðu byggðarlag- anna. Kristinn segir að fyrst í stað sé ekki raunhæft að innkalla allar veiði- heimildir með þessum hætti, enda geri hann sér grein fyrir því að svo umfangsmiklar breytingar taki tíma. Hins vegar sé ráð að byrja smátt og eftir fimm til átta ár hafi það skilað sér í endurúthlutun fjórðungs allra veiðiheimilda til fólksins í landinu á jafnréttisgrundvelli. Hyggst beita sér innan sjávar- útvegsnefndar Hugmyndir Kristins H. Gunnars- sonar um innköllun aflaheimilda GÓÐ GÖNGUFERÐ er heilsubót hin besta og ekki síð- ur skemmtileg leið til að kynnast umhverfi sínu betur. Nokkrir kátir krakkar úr Kársnesskóla fóru í eina slíka umhverfisrannsóknarferð með kennurunum sínum og var hver gjóta og sprunga skoðuð gaumgæfilega. Eitt- hvað þótti grjótið við Kópavogskirkju erfitt yfirferðar enda skín einbeitnin úr hverju andliti og hvert einasta skref er tekið að vandlega yfirveguðu ráði. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Eitt skref í einu ELLEFU tilboð bárust í rík- isjörðina Kvoslæk í Fljótshlíð í útboði Ríkiskaupa í gær. Þetta var í annað sinn sem útboðið fór fram en í því fyrra í janúar sl.var öllum tilboðum, 48 að tölu, hafnað þar sem þau þóttu of lág að mati eiganda jarðar- innar. Hæsta tilboð þá var 17, 5 milljónir króna en hæsta tilboð í endurteknu útboði í gær kom frá Magnúsi Leopoldssyni fast- eignasala, eða upp á 24,4 millj- ónir króna. Magnús sagði við Morgun- blaðið að hann hefði boðið í jörðina í eigin nafni, ekki í um- boði annars kaupanda. Hann sagði að ef ríkið tæki tilboðinu mundi hann gaumgæfa fram- haldið og hvernig eigninni yrði ráðstafað. Magnús sagði þetta góða jörð í fallegu umhverfi, sem hann hefði hrifist af í skoð- unarferð sinni, en Kvoslækur í Fljótshlíð þekur 90 hektara auk 60 hektara aðildar í nærliggj- andi og óskiptu landi. Ríkisjörðin Kvos- lækur í Fljótshlíð Hæsta boð 24 milljónir LÖGREGLUMENN við reglu- bundið eftirlit við Stórhöfða um eittleytið í fyrrinótt veittu bifreið athygli sem stóð á bifreiðastæði. Talsvert hefur verið um innbrot í hverfinu. Því hugðust lögreglu- mennirnir því kanna bifreiðina frekar. Þegar þeir nálguðust hana var bifreiðinni ekið greitt á brott. Lögreglumennirnir hófu þá eft- irför. Bifreiðinni var ekið greitt um Vesturlandsveg, Ártúnsbrekku og Reykjanesbraut að því að talið er á 120–130 km hraða. Á gatna- mótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar var bifreiðinni gekið gegn rauðu ljósi. Skömmu síðar stökk farþegi út úr bifreið- inni og hljóp út í móa. Skömmu síðar var bifreiðin stöðvuð á Breið- holtsbraut og hljóp ökumaðurinn þá á brott. Lögreglumennirnir hlupu hann hins vegar fljótlega uppi og handtóku. Í bifreiðinni fannst mikið magn af ætluðu þýfi. Reyndu að stinga lög- regluna af ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.