Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í
nýlegu áliti beint þeim tilmælum til
Hafnarfjarðarbæjar að við inn-
heimtu fasteignagjalda verði báðir
eigendur fasteignar rukkaðir, séu
t.d. hjón skráð fyrir eigninni til helm-
inga. Um leið vakti umboðsmaður at-
hygli félagsmálaráðuneytisins á álit-
inu þannig að framkvæmd innheimtu
fasteignagjalda hjá sveitarfélögum í
landinu verði breytt í þessa veru.
Helstu málavextir eru þeir að hjón
í Hafnarfirði, sem skráð voru eigend-
ur íbúðar til helminga, kvörtuðu til
umboðsmanns yfir fyrirkomulagi
bæjarins við greiðsluáskoranir til
þeirra í tilefni af vangreiddum fast-
eignagjöldum af íbúð þeirra. Inn-
heimtudeild Hafnarfjarðarbæjar
sendi eiginmanninum einum inn-
heimtuseðla vegna fasteignagjalda
af íbúð þeirra hjóna en slíkum seðl-
um var ekki beint að eiginkonunni
sérstaklega. Í málinu var upplýst að
eiginmaðurinn stóð aðeins skil á
hluta gjaldanna á gjalddaga. Í kjöl-
farið skoraði bærinn á hjónin, í bréfi
sem sent var þeim báðum, að greiða
eftirstöðvar ógreiddra fasteigna-
gjalda ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði innan 15 daga frá móttöku
greiðsluáskorunarinnar. Var tekið
fram að bærinn myndi að framan-
greindum tíma liðnum krefjast nauð-
ungarsölu á fasteigna hjónanna án
frekari tilkynninga. Hjónin sættu sig
ekki við þessa innheimtu og lögðu
inn kvörtunina til umboðsmanns í
nóvember 1999.
Í áliti sínu minnti umboðsmaður á
lög um tekjustofna sveitarfélaga og
skráningu og mat fasteigna. Lagði
hann áherslu á að á eiginkonunni
hvíldi lagaskylda sem annars eig-
anda umræddrar fasteignar til að
greiða fasteignagjald í samræmi við
eignarhlut sinn í íbúðinni.
Tilmæli Umboðsmanns Alþingis til Hafnarfjarðarbæjar
Hjón verði bæði rukkuð
um fasteignagjöld
Námstefna um unga misnotendur
Margir hefja
kynferðis-
afbrot ungir
NÁMSTEFNA ávegum Barna-heilla og Barna-
verndarstofu verður haldin
á Grand Hóteli í Reykjavík
í dag og hefst hún klukkan
níu árdegis og lýkur klukk-
an sextán. Dr. Jón Friðrik
Sigurðsson hefur annast
ráðgjöf við undirbúning
þessarar námstefnu. Hann
var spurður hvað þarna
ætti að fara fram.
„Á þessari námstefnu er
einn fyrirlesari sem er dr.
Richard Beckett og hann
er sérfræðingur í klíniskri
sálfræði og réttarsálfræði.
Hann er yfirmaður réttar-
sálfræðiþjónustunnar í Ox-
ford og starfar við sálfræði-
deild háskólans í Birm-
ingham. Hann hefur feng-
ist við rannsóknir á kynferðisaf-
brotamönnum og meðferðir á þeim
og hefur undanfarin ár einbeitt sér
að því að rannsaka unga gerendur
kynferðislegs ofbeldis.“
– Um hvað á að ræða á þessari
námstefnu?
„Það á einmitt að ræða um með-
ferð ungra gerenda kynferðislegs
ofbeldis. Dr. Beckett mun fjalla
um hvað einkennir þá unglinga
sem misnota börn. Hann gerir
grein fyrir hverjir séu líklegir til að
halda áfram að beita slíku ofbeldi.
Það hefur komið í ljós að rúmlega
20% þeirra karlmanna sem mis-
nota börn eru undir tvítugu og um
helmingur þeirra fullorðnu karl-
manna sem misnota börn segjast
hafa byrjað á því sem unglingar.“
– Hvers vegna er þetta málefni
til umfjöllunar núna?
„Námstefnan er framhald af
samstarfsverkefni Barnaheilla og
annarra Save The Children-sam-
taka í Evrópu. Þau starfa á grund-
velli barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna og hafa þar af leiðandi
skyldur gagnvart þeim unglingum
sem misnota önnur börn. Hinfor-
sendan er svo þessi staðreynd sem
við töluðum um fyrr, hversu marg-
ir kynferðisafbrotamenn byrja
sem unglingar að misnota börn.
Meðferð á slíkum unglingum hefur
því ótvírætt forvarnargildi.“
– Er þetta viðamikið verkefni
hjá Barnaheillum?
„Þetta er lokahnykkur á verk-
efni sem hófst fyrir tveimur árum í
samstarfi við umrædd Save The
Children-samtök í Evrópu. Mark-
mið þessa verkefnis var og er að
draga athygli að mikilvægi þess að
meðhöndla unga gerendur kyn-
ferðislegs ofbeldis sem allra fyrst.“
– Hvernig eru þeir meðhöndlað-
ir sem gerast á ungaaldri sekir um
að misnota börn?
„Afskipti af þessum unglingum
hefjast hjá barnaverndaryfirvöld-
um sem sjá til þess að greining á
vanda þeirra fari fram. Tvær leiðir
eru síðan færar. Annars vegar hef-
ur Barnaverndarstofa boðið upp á
vistun þessara unglinga
á meðferðarheimilum
og hins vegar hafa þess-
ir unglingar verið í
göngudeildarmeðferð
hjá sálfræðingum.“
– Er hægt að hjálpa
þeim til þess að hætta
að misnota börn?
„Já, það er hægt að gera það í
flestum tilvikum. Það getur tekið
langan tíma. Svona vandamál eru
misalvarleg og því misjafnt hve
langan tíma meðferð tekur. Í
mörgum tilvikum er nauðsynlegt
að vista svona unglinga á lokuðum
meðferðarheimilum á meðan á
meðferð stendur. Þar fá þeir sál-
fræðilega meðferð fyrst og fremst
sem miðast að því að þeir nái tök-
um á þessu vandamáli.“
– Er nýlega farið að beita þessu
meðferðarúrræði?
„Já, þetta úrræði er í raun enn í
þróun hérlendis. Erlendis er þetta
líka í örri þróun. Þar hafa verið
reist meðferðarheimili til þess að
meðhöndla unglinga sem misnota
aðra kynferðislega.“
– Er komin reynsla á árangri?
„Árangur er einhver en það er
ekki tímabært enn að meta hann til
fullnustu, um árangur svona með-
ferðar mun dr. Beckett ræða m.a.“
– Eru þessi mál á svipuðu stigi
alls staðar í Evrópu?
„Nei, ástandið er mjög mismun-
andi í Evrópulöndunum. Íslend-
ingar eru fremur vel á vegi staddir
að því leyti að Barnaverndarstofa
og Barnaheill hafa haft frumkvæði
að því að vekja athygli á þessum
málum og hjá Barnaverndarstofu
hafa verið gerðar ráðstafanir til
þess að þróa svona meðferð. Það er
eitt af því sem ég hef verið beðinn
um að koma að, þess vegna er ég
viðriðinn þessa námstefnu.“
– Nú starfar þú hjá Fangelsis-
málastofnun ríkisins, koma oft í
meðferð til þín fullorðnir einstak-
lingar sem misnota aðra kynferð-
islega?
„Já, mjög misjafn-
lega gengur þeim ein-
staklingum að ráða við
vanda sinn. Þeim sem
viðurkenna vandann
gengur mun betur en
hinum sem gera það
ekki. Það er eitt af stærstu vanda-
málunum við þessa meðferð að fá
menn til að viðurkenna vandann.
Íslenskum stjórnvöldum hefur
verið kynnt þetta málefni sem
námstefnan snýst um og viðbrögð
hafa verið jákvæð en mikilvægt er
að hefja framkvæmdir á þessu
sviði sem fyrst.“
Jón Friðrik Sigurðsson
Jón Friðrk Sigurðsson fæddist
í Reykjavík 21. maí 1951. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1971 og
BA-prófi í sálfræði frá Háskóla
Íslands 1976. Hann kenndi við
Menntaskólann við Hamrahlíð
um árabil og var þar m.a. náms-
ráðgjafi og áfangastjóri. Mast-
ersprófi í sálfræði lauk hann
1988 frá Sterling-háskóla í Skot-
landi og doktorsprófi í sömu
grein frá Lundúnaháskóla 1998.
Nú starfar Jón Friðrik hjá Fang-
elsismálastofnun ríkisins, hann
er kvæntur Ásrúnu Matth-
íasdóttur, tölvufræðingi og kenn-
ara, og eiga þau tvö börn.
Mikilvægt að
hefja fram-
kvæmdir við
meðferð sem
allra fyrst
Ég segi nú bara oj, oj, oj við hefðum kannski átt að byrja á því að láta kjósa
um flutning á olíutönkunum, Helgi minn?
SAMKVÆMT nýju skipuriti Íbúða-
lánasjóðs verður yfirmönnum fækk-
að úr ellefu í fjóra. Skipuritið gerir
ráð fyrir að framkvæmdastjóri stýri
Íbúðalánasjóði, en undir hann heyra
þrír yfirmenn sem stýra rekstrar-
sviði, fjármögnunar- og fjárstýring-
arsviði og þjónustusviði lána.
Meðal þeirra starfa sem lögð
verðaniður er starf aðstoðarfram-
kvæmdastjóra. Ekki hefur endan-
lega verið gengið frá því hverjir
munu stýra þessum þremur sviðum.
Þar sem verið er að leggja niður
störf er hugsanlegt að starfsmenn
geti gert kröfu um biðlaunarétt. Bið-
launaréttur fer eftir lengd starfsald-
urs í störfum hjá ríkinu og getur ver-
ið frá 6–12 mánuðum.
Íbúðalánasjóður
Yfirmönn-
um fækkað
úr 11 í 4
♦ ♦ ♦