Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM áramótin voru formlega stofnaðar tvær nýjar kirkju- sóknir á höfuðborgarsvæðinu, í samræmi við ákvörðun kirkjuþings frá því í vetrar- byrjun í fyrra. Þetta eru Vallasókn í Hafnarfirði, sem í raun er þó vinnuheiti eins og er og gæti tekið breytingum, og Grafarholtssókn í Reykja- vík. Þegar fram líða stundir munu hinar nýju sóknir mynda ný prestaköll, en eru fyrst um sinn innan vébanda móðurprestakallanna. Vallasókn tilheyrir m.ö.o. Hafnarfjarðarprestakalli til 1. júlí 2002, en myndar eftir það Vallaprestakall, Kjalarness- prófastsdæmi, og Grafar- holtssókn tilheyrir Árbæjar- prestakalli til 1. júlí 2003, en myndar eftir það Grafarholts- prestakall, Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra. Í lok janúar boðaði kirkju- ráð til samráðsfundar vegna stofnunar umræddra kirkju- sókna með aðilum sem málinu tengjast. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Þór Guð- mundsson, lögfræðingur kirkjuráðs, að kirkjustjórnin væri að fara nýjar leiðir með því að mynda nýjar sóknir fyrr en verið hefur og skipu- leggja starfið frá upphafi. Ný- mæli væri hvernig staðið væri að stofnun sóknanna, þ.e. að stofna þær á undan presta- köllunum. Þetta væri í fyrsta skipti sem kirkjuþing nýtti vald sitt til að mynda nýjar sóknir. Kirkjuráð hefði jafn- framt ákveðið að styðja við bakið á sóknunum og þeim kirkjulegu stjórnvöldum sem að því koma og hefjast handa þegar í stað að undirbúa hið kirkjulega starf. „Í Vallasókn í Hafnarfirði er talið að gætu orðið 7.500- 10.000 manns og í Grafar- holtssókn 5.000-6.000 manna hverfi. Þó hafa yfirvöld ekki nákvæmar upplýsingar um þetta og ekki heldur um hraða uppbyggingar og þróun mannfjölda í sóknunum. Hug- myndir eru jafnvel uppi um að innan sóknarmarka Grafar- holtssóknar yrði e.t.v. hverfi sem nefnist Hallar. Sóknin gæti því orðið 10.000 manna byggð eða meira. Með hlið- sjón af íbúatölum og þróun þarf því fljótlega að huga að stofnfundi, þ.e. aðalsafnaðar- fundi, og kosningu fimm manna sóknarnefndar, sem sitji til loka núverandi tíma- bils, þ.e. til aðalsafnaðarfund- ar árið 2003,“ sagði Guðmund- ur Þór. „Einnig er nauðsyn- legt að skapa þarna lágmarks- aðstöðu. Hugsanlegt er að gera þjónustusamning við „fyrrverandi“ sóknarnefndir. Svo þyrfti einnig að ræða við hlutaðeigandi skólayfirvöld og sveitarfélög í þessu samb- andi. Á samráðfundinum kom fram, að sanngjarnt væri að stefna að því að hinar nýju sóknir fengju greiðslur vegna sóknarmanna sem þar hafa búið frá stofnun nýju sókn- anna, þótt þær lögum sam- kvæmt skuli renna til fyrri sókna á árinu 2001. Kirkjuráð mun beita sér fyrir uppgjöri og samkomulagi vegna þessa síðar á árinu eða í byrjun næsta árs.“ Ákveðið var að stefna að því í Vallasókn að halda aðalsafn- aðarfund og kjósa sóknar- nefnd í vor, ef unnt er, enda þegar nokkur fjöldi manna búsettur í sókninni. Hvað varðar Grafarholtssókn, þarf líklegast að bíða fram á næsta haust eða jafnvel lengur til að unnt verði að halda aðalsafn- aðarfund og kjósa sóknar- nefnd, þar eð uppbygging hverfisins er skemmra á veg komin en í Vallasókn, að sögn Guðmundar Þórs. Tvær nýjar kirkjusóknir stofn- aðar á höfuðborgarsvæðinu Hafnarfjörður/Grafarholt BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að úhluta lóðum fyrir samtals 555 íbúðir á austur- og vestursvæði Grafarholts á þessu ári, en hverfið, sem er hið nýjasta innan borgar- markanna, hefur byggst hratt og eru hús þar mörg hver orð- in fokheld. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri borgarverk- fræðings, sagði að lóðunum yrði úthlutað um leið og nýtt deiliskipulag yrði tilbúið. Borgaryfirvöld úthlutuðu lóðum fyrir 622 íbúðir í vest- urhlutanum í fyrra og hafa þau ákveðið að nota sömu að- ferð við úthlutunina nú og þá var gert. Við úthlutun á lóðum á þessu nýja byggingarsvæði í Grafarholti verður farin sú leið að óska eftir tilboðum í lóðirnar fyrir fjölbýlishús, tví- býlishús og raðhús. Hins veg- ar verður sótt um einbýlis- húsalóðirnar á hefðbundinn hátt og síðan dregið úr inn- komnum umsóknum hjá sýslumanni. Síðan fá lóðarhaf- ar að velja sér lóð í þeirri röð sem þeir verða dregnir út. Að sögn Ágústs er ráðgert að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið taki gildi innan skamms. Hann sagði að skipulagið hefði þegar verið samþykkt af borgarráði, en að Skipulagsstofnun hefði gert ákveðnar athugasemdir við það. Hann sagði að borgar- skipulag væri nú að bæta úr því sem stofnuninni hefði þótt áfátt, en að ekki hefði verið um alvarlegar athugasemdir að ræða. 4.500 til 5.000 manna byggð Gert er ráð fyrir 1.651 íbúð í Grafarholti eða um 4.500 til 5.000 manna byggð. Ágúst sagði að hverfinu væri í meg- indráttum skipt í tvo hluta. Í vesturhlutanum væri gert ráð fyrir 900 íbúðum og að þar af ætti eftir að úthluta lóðum fyrir 278 þeirra. Í austurhlut- anum væri hins vegar gert ráð fyrir 751 íbúð. Hann sagði að þar væri lögð áhersla á fjöl- býli og fremur þétta byggð, en 669 íbúðir yrðu í fjölbýlis- húsum og 45 í raðhúsum. Þá yrðu byggð 37 einbýlishús. Eins og kom fram að ofan er ráðgert að úthluta lóðum fyrir 555 íbúðir á þessu ári, en þegar því verður lokið hefur öllum lóðum í vesturhlutanum verið úthlutað og lóðum fyrir 277 af 751 íbúð í austurhlut- anum. Borgaryfirvöld samþykkja að halda áfram uppbyggingu í Grafarholti                                                  !"!  #  $  Lóðum fyrir 555 íbúðir verður út- hlutað á þessu ári Grafarholt ORKUVEITA Reykjavíkur hefur keypt 4.534 hektara lands við Hjallatorfu og Þóroddstaði á Suðurlandi, en um 650 hektarar af því tilheyra háhitasvæði Heng- ilsins, sem er með öfl- ugustu háhitasvæðum landsins. Kaupverðið var um 90 milljónir króna, en jarðirnar teygja sig frá Ölf- usi og að Þrengslum. Horft til framtíðar Að sögn Ásgeirs Mar- geirssonar, aðstoðarfor- stjóra Orkuveitunnar, eru kaupin hluti af uppbygg- ingu fyrirtækisins, en stækkun höfuðborgarsvæð- isins og aukin orkuþörf kallar á aukna orkufram- leiðslu. „Við erum að horfa til framtíðar með þessum kaupum, ekki bara tíu, tuttugu eða þrjátíu ár fram í tímann heldur lengra,“ sagði Ásgeir, en Orkuveit- an hyggst nýta orkuna á svæðinu sem varmaorku og til rafmagnsframleiðslu. Fyrir um ári keypti Orkuveita Reykjavíkur Hitaveitu Þorlákshafnar fyrir um 350 milljónir króna en kaupunum fylgdu 4.335 hektarar lands, sem að hluta til er á há- hitasvæði Hengilsins. Auk þessara tveggja reita á Orkuveita Reykja- víkur land við Kolviðarhól, Ölfusvatn og Nesjavelli. Ásgeir sagði að á þessu stigi væri ekki ráðgert að kaupa fleiri jarðir á svæð- inu, enda ætti Orkuveitan þegar ansi mikið land þar. Rannsaka svæðið í kringum Skíðaskálann í Hveradölum Orkuveitan ver árlega um 100 milljónum króna til rannsókna á jarðhitasvæð- um og sagði Ásgeir að í sumar stæði til að rannsaka svæðið í kringum Skíða- skálann í Hveradölum. „Menn verða að hafa vað- ið fyrir neðan sig og rann- saka fyrir virkjanir með góðum fyrirvara.“ Orkuveitan, sem er stærsta veitufyrirtæki landsins, annast dreifingu á raforku til notenda í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Meginhluti raforkunnar er keyptur frá Lands- virkjun en nokkur hluti hennar er unninn úr orku- verum fyrirtækisins. Orkuveitan vinnur jarð- varma beint úr jörðu í Mos- fellsbæ og Reykjavík, en einnig jarðgufu í Nesjavallavirkjun. Orkuveitan annast dreif- ingu á heitu vatni til not- enda í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ, en auk þess er Mosfellsbæ selt heitt vatn í heildsölu. Orkuveitan aflar kalds vatns úr borholum í Heið- mörk og dreifir því til not- enda í Reykjavík. Auk þess selur Orku- veitan Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mos- fellsbæ kalt vatn í heild- sölu.                %            !  " #  $  " %    # &&  &  '(  ) (*  ( +    ( ,- !.!  $'  '( &  &  '(  ) (*  (( ,    - !..  "  # Orkuveita Reykjavíkur kaupir jarðir fyrir 90 milljónir króna á og við háhitasvæði Hengilsins Stækkun höfuðborgarsvæðisins kallar á aukna orkuframleiðslu Reykjavík FRÆÐSLUYFIRVÖLD í Reykjavík hyggjast ekki miðstýra skólaárinu í grunn- skólum Reykjavíkur. Fræðsluráð samþykkti sam- hljóða á fundi sínum á mánudaginn að virða frelsi skólanna til að nýta þann sveigjanleika sem felst í ný- legum kjarasamningi við kennara og fær hver skóli því ráðið hvenær skólárið hefst og hvenær því lýkur. Samkvæmt þessu má búast við því að skólar byrji mis- snemma á haustin og hætti missnemma á vorin. Einnig geta skólarnir ráðið því hvort þeir taka vetrarfrí. Í bókun meirihluta fræðsluráðs kemur fram að aukinn sveigjanleiki sé í takt við stefnumótun fræðsluráðs um sjálfstæði skóla og því telji ráðið rétt að virða frelsi þeirra til að stýra þessum sveigjanleika, svo lengi sem það sé gert í eðlilegu samráði við for- eldraráð og í samræmi við skólanámsskrá. Samræmi milli skóla- dagatala systkina Fræðsluráð telur hins vegar óhjákvæmilegt að skólar, sem starfa að heild- stæðu grunnskólanámi nem- enda úr einstökum borgar- hlutum, samræmi starfstíma sinn þannig að samræmi sé milli skóladagatala systkina. Þá hvetur fræðsluráð skólana til þess að nýta virka daga sem eru lög- bundnir frídagar nemenda sem undirbúningsdaga kennara á starfstíma skóla. Skólar ráða hvenær skólaárið hefst Reykjavík Fræðsluráð eykur sjálfstæði grunnskólanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.