Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 15
RÚMLEGA tvítugur maður hefur
í Héraðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdur til að greiða 100
þúsund króna sekt í ríkissjóð,
hann var sviptur ökurétti í 16
mánuði auk þess sem honum var
gert að greiða málskostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir um-
ferðarlagabrot með því að hafa í
lok júlí á síðasta ári ekið bifreið
suður Hringveg við Svalbarðs-
strönd allt of hratt og óvarlega
fram úr bifreiðum sem ekið var í
sömu átt, uns hann, skammt norð-
an við bæinn Sigluvík, ók fram úr
bifreið á blindhæð og í beygju með
þeim afleiðingum að hann ók fram-
an á bíl sem kom úr gagnstæðri
átt. Við áreksturinn slasaðist öku-
maður bílsins og farþegi hans
nokkuð.
Neitaði of hröðum akstri
Nokkur vitni gáfu sig fram við
lögreglu og báru um ofsahraða
umræddrar bifreiðar mannsins.
Hann neitaði fyrir dómi að hafa
ekið of hratt og óvarlega fram úr
bifreiðum sem voru á sömu leið og
einnig kvaðst hann ekki hafa tekið
fram úr bílnum á blindhæðinni,
hann hafi verið kominn yfir hæð-
ina þegar hann reyndi framúrakst-
ur. Maðurinn taldi ökumann bíls-
ins sem hann ók fram úr hafa ekið
of hægt og átt þannig sinn þátt í
árekstrinum, þá hafi bremsur í bíl
hans ekki virkað og líknarbelgur
blásið út og birgt honum sýn.
Dómurinn vísar til greinargóðs
framburðar vitna og telur að akst-
ur mannsins hafi verið vítaverður
auk þess að hafa í för með sér
hættu fyrir vegfarendur. Umrædd-
ur vegarkafli sé hæðóttur og því
rík ástæða til að gæta varúðar við
akstur en talsverð umferð var þeg-
ar slysið átti sér stað.
Sviptur ökurétti í 16 mánuði og gert að greiða sekt í ríkissjóð
Umferðarslys á Svalbarðs-
strönd eftir ofsaakstur
Píanó-
nemar með
tónleika
PÍANÓNEMAR við Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar koma fram á
tónleikum sem haldnir verða í
Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á
laugardag, 17. febrúar, en þeir
hefjast kl. 13.30.
Þar koma fram lengra komn-
ir píanónemendur af öllu
starfssvæði tónlistarskólans og
flytja þeir fjölbreytta efnis-
skrá. Aðgangur er ókeypis og
fólk hvatt til að fjölmenna.
Tónlistarskóli
Eyjafjarðar
OLÍUFÉLAGIÐ Esso hefur gert
nýjan samstarfssamning við Ung-
lingaráð knattspyrnudeildar KA
vegna Esso-móts KA í knattspyrnu
og þá hefur félagið einnig gert
samstarfssamning við fram-
kvæmdanefnd Andrésar Andar-
leikanna á skíðum. Skrifað var
undir báða þessa samninga í veit-
ingaskálanum Strýtu í Hlíðarfjalli
fyrir skömmu.
Esso-mót KA er haldið fyrstu
helgina í júlí ár hvert, en um er að
ræða knattspyrnumót fyrir 5.
flokk drengja, 11–12 ára. Þetta er
15. árið í röð sem félögin tvö sam-
einast um að halda þetta mót og
hefur það skipað sér fastan sess í
hugum margra, en um eitt þúsund
drengir af öll landinu koma þar
saman og leika knattspyrnu í þrjá
daga. Samningurinn sem skrifað
var undir nú er til fimm ára.
Samstarf Esso við fram-
kvæmdanefnd Andrésar Andar-
leikanna hófst á síðasta ári, en nú í
ár verða leikarnir haldnir í 26.
sinn. Leikarnir eru fyrir börn á
aldrinum 6 til 12 ára og nú síðustu
ár hafa keppendur verið um 800
talsins. Samningurinn felst m.a. í
því að Esso kaupir alla verðlauna-
gripi sem afhentir eru á leikunum.
Olíufélagið hefur á síðustu árum
verið í samstarfi við helstu skíða-
félög landsins og m.a. hefur félag-
ið sett upp vefmyndavélar á skíða-
svæðunum og má á heimasíðu
félagsins, esso.is sjá færð og veður
á tilteknum skíðasvæðum.
Mikil lyftistöng
Jóhann Jóhannsson, markaðs-
stjóri Esso, sagði það félaginu
mikla ánægju að styðja þessa
íþróttaviðburði, en þeir væru báð-
ir með stærstu íþróttamótum sem
haldin eru fyrir börn hér á landi.
Þeir Gunnar Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
KA og Gísli Kristinn Lórenzson
formaður framkvæmdanefndar
Andrésar Andar-leikanna voru
báðir afar ánægðir með samstarfið
við Esso og nefndu báðir að þessi
íþróttamót væru fjölsótt og því
mikil lyftistöng fyrir bæjarlífið.
Morgunblaðið/Kristján
Skrifað undir samninga í Hlíðarfjalli. F.v. Gísli Kristinn Lórenzson, formaður framkvæmdanefndar Andrésar
Andar-leikanna, Sigurður Bjarnason, svæðisstjóri Esso á Norðurlandi, Jóhann Jóhannsson, markaðsstjóri Esso,
Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA og Magnús Sigurólason, formaður unglinga-
ráðs knattspyrnudeildar KA. Bak við þau standa Nanna Gunnarsdóttir og Siguróli Sigurðsson.
Esso veitir stuðning
Esso-mót KA og Andrésar Andar-leikarnir á skíðum
KARLMAÐUR hefur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra verið sýknaður
af ákæru um kynferðisbrot, en hon-
um var gefið að sök að hafa í lok júlí á
síðasta ári haft samfarir við stúlku og
við það notfært sér að hún gat ekki
spornað við verknaðinum sökum ölv-
unar og svefndrunga. Stúlkan krafði
manninn um skaðabætur að upphæð
rúmlega 1 milljón króna auk drátt-
arvaxta.
Atvik málsins eru þau að stúlkan
þáði boð vinar síns um næturgistingu
á heimili hans, en nokkru eftir að hún
var gengin til náða kom þar umrædd-
ur karlmaður í heimsókn. Húsráð-
andi og félagi hans voru staddir í
íbúðinni. Fór maðurinn upp í her-
bergi stúlkunnar og hafði við hana
kynmök, sem hann segir að hafi verið
með hennar vitund og vilja. Stúlkan
kvað aftur á móti að hún hefði vaknað
við það að maðurinn var að hafa við
hana kynmök og hún beðið hann að
hætta, en ekki haft nægilega rænu til
að átta sig á hvað var að gerast, né
getað barist gegn því. Fólkið sem um
ræðir þekktist ekkert fyrir. Bæði
voru undir áhrifum áfengis.
Fram kemur í áliti dómsins að
framburður stúlkunnar hafi í megin-
atriðum verið trúverðugur. Dómnum
þykir varhugavert að telja sannað að
ölvun og þreyta geti skýrt að
svefndrungi hennar hafi verið með
þeim hætti að hún hafi ekki getað
spornað gegn atlotum mannsins eða
skilið þýðingu þeirra. Þó sé ekki úti-
lokað að vegna ástands síns hafi hún
brugðist við atlotunum án þess að
muna það. Því þykir dómnum ekki
unnt að hafna framburði mannsins
um að stúlkan hafi brugðist við atlot-
um hans. Verði því að líta svo á að
maðurinn hafi mátt ætla að stúlkan
væri meðvituð og ekki mótfallin
gjörðum hans.
Skilaði sératkvæði
Dóminn kváðu upp Ólafur Ólafs-
son héraðsdómari sem dómsformað-
ur, Freyr Ófeigsson, dómstjóri og
Hjördís Hákonardóttir héraðsdóm-
ari. Hún skilaði sératkvæði þar sem
fram kemur að framburður mannsins
sé ekki eins trúverðugur og stúlk-
unnar. Einkum eigi það við um fjöl-
breytilegar lýsingar á samfara-
stellingum í ljósi þess að minni hans
hafi að öðru leyti verið takmarkað.
Maðurinn hafi farið inn í herbergi
stúlkunnar, sem var honum algerlega
ókunnug vitandi það að hún var geng-
in til náða. Hann hafi enga ástæðu
haft til að ætla að hún vildi þýðast
hann. Sannað væri að stúlkan var sof-
andi og jafnframt að maðurinn hafði
við hana samfarir í því ástandi og því
þykir brot það sem maðurinn var
ákærður fyrir vera fullframið.
Karlmaður sýkn-
aður af ákæru
um kynferðisbrot
Héraðsdómur Norðurlands eystra
ÞÓR Valtýsson og Gylfi Þórhallsson
urðu efstir og jafnir á Skákþingi Ak-
ureyrar og þurfa því að tefla fjög-
urra skáka einvígi um titilinn Skák-
meistari Akureyrar 2001. Sjöunda
og síðasta umferðin í A-flokki var
telfd í vikunni og þar héldu Þór og
Gylfi sigurgöngu sinni áfram, eftir
að hafa gert jafntefli í innbyrðisvið-
ureign sinni í 1. umferð. Báðir hlutu
þeir félagar 6,5 vinninga á mótinu.
Jón Björgvinsson hafnaði í þriðja
sæti með 4,5 vinninga en jafnir í
fjórða til fimmta sæti urðu þeir
Halldór Brynjar Halldórsson og
Stefán Bergsson með 3,5 vinninga.
Keppni í B-flokki var einnig jöfn og
spennandi en svo fór að lokum að
Eymundur Eymundsson stóð uppi
sem sigurvegari, hlaut 6 vinninga af
7 mögulegum.
Ágúst Bragi Björnsson, ungur og
efnilegur skákmaður, hafnaði í öðru
sæti í B-flokki með 5,5 vinninga en
hinn síungi Sveinbjörn Sigurðsson
hafnaði í þriðja sæti með 5 vinninga.
Haukur Jónsson, aldursforseti
mótsins, rúmlega sjötugur að aldri,
hafnaði í fjórða sæti með 4,5 vinn-
inga, eftir að hafa leitt mótið framan
af.
Keppni í yngri flokkum lauk á
laugardag, Guðrún Svana Hilmars-
dóttir sigraði í stúlknaflokki, Ólafur
Ólafsson í barnaflokki og Ágúst
Bragi Björnsson í drengjaflokki. Í
unglingaflokki urðu efstir og jafnir
Jón Birkir Jónsson og Ragnar Heið-
ar Sigtryggsson og þurfa þeir að
tefla fjögurra skáka einvígi um efsta
sætið.
Skákfélag Akureyrar hefur eign-
ast tvo Íslandsmeistara á nýbyrjuðu
ári, Jóhann Hjartarson varð Ís-
landsmeistari í atskák um síðustu
helgi og Jón Heiðar Sigurðsson bar
sigur úr býtum í barnaflokki í síð-
asta mánuði.
Norðurlandamótið í skólaskák fer
fram á Laugum í Dalasýslu um
næstu helgi, þar sem keppt verður í
fimm aldursflokkum. Þrír keppend-
ur frá Akureyri eru á meðal fjölda
keppenda á mótinu, Halldór Brynj-
ar Halldórsson, Ágúst Bragi
Björnsson og Jón Heiðar Sigurðs-
son.
Stefán Bergsson sigraði á tíu mín-
útna mótinu hjá Skákfélagi Akur-
eyrar um síðustu helgi en næsta
mót félasins er 15 mínútna mót sem
fram fer á morgun, föstudag, og
hefst kl. 20.
Þór og Gylfi efstir og jafnir á Skákþingi Akureyrar
Tefla fjögurra skáka
einvígi um titilinn NEMENDUR og kennarar Tónlist-arskólans á Akureyri verða meðkynningu á starfsemi sinni í næstu
viku, dagana 19.– 24. febrúar. Þessa
daga verður öll kennsla lögð til hlið-
ar en þess í stað farið um bæinn og
tónleikar haldnir í fyrirtækjum og
stofnunum.
Ráðgert er að halda um 40 tón-
leika þar sem allflestir nemendur
skólans taka þátt. Heimsóttir verða
leikskólar bæjarins, Fjórðungs-
sjúkrahúsið, Kristnesspítali, Hlíð,
Kjarnalundur, félagsmiðstöðin í
Víðilundi, auk verslana og þjónustu-
fyrirtækja í bænum. Einnig verða
tónleikar í framhaldsskólunum, á
þriðjudag kl. 11.30 í VMA og á
fimmtudagskvöldinu kl. 20 í MA.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
verður á ferðinni þessa sömu daga í
grunnskólum bæjarins og flytur tón-
verkið „Pétur og úlfurinn“ eftir S.
Prokofiev. Sunnudaginn 25. febrúar
verður blásaradeild Tónlistarskól-
ans með sína árlegu bolludagstón-
leika í Gryfjunni í Verkmenntaskól-
anum. Á tónleikunum koma m.a.
fram Blásarasveit Tónlistarskólans
á Akureyri og Lúðrasveit Akureyr-
ar. Tónleikarnir hefjast kl. 15.
Dagana 19.– 24. febrúar verða
nemendur skólans á ferðinni á eft-
irtöldum stöðum en bæjarbúar eru
hvattir til að gefa sér tíma og staldra
við á einhverjum þessara staða og
hlýða á dagskrána.
Mánudagur 19. febrúar kl. 15
Sparisjóður Norðlendinga, þriðju-
dagur 20. febrúar kl. 14 Akureyrar-
bær upplýsingaanddyri, þriðjudagur
20. febrúar kl. 15 Búnaðarbankinn,
miðvikudagur 21. febrúar kl. 14.30
Íslandsbanki, fimmtudagur 22.
febrúar kl. 14:30 Landsbanki Íslands
Strandgötu, fimmtudagur 22. febr-
úar kl. 16 Sunnuhlíð, föstudagur 23.
febrúar kl. 16.30, Bláa kannan og
laugardagur 24. febrúar kl. 15 Gler-
ártorg.
Leikið fyrir bæjarbúa
Nemendur og kennarar
Tónlistarskólans á ferð í næstu viku