Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 16

Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 16
LANDIÐ 16 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstöðum - Ráðstefna um þróun ferðaþjónustu á Austurlandi var haldin á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Ráðstefnan, sem stóð daglangt, fjallaði einkum um ferða- þjónustu að vetrarlagi, markaðs- setningu, samstarf og skipulags- mál innan ferðaþjónustugeirans. Nokkrir vinnuhópar störfuðu á ráðstefnunni og leituðu leiða til að skilgreina sölulegar hugmyndir í ferðaþjónustu og markaðssetningu þeirra. Fram kom m.a. að leggja mætti ríka áherslu á íslenska matar- menningu, með því t.d. að nýta sumarið til að kenna grasatínslu til matreiðslu og lækninga. Haustin ætti að tengja meðhöndlun á af- urðum náttúrunnar, svo sem saft-, sultu- og víngerð, og farið yrði í sveppatínslu og veiði og elda- mennsku á villibráð. Ferðir um slóðir Hrafnkelssögu, ættfræðiat- huganir tengdar Vestur-Íslending- um og dagskrá tengd vetrarmyrkri komu einnig til umræðu. Veiðitengd ferða- þjónusta veltir fimm þúsund milljörðum árlega Hópur um vetrarferðaþjónustu benti á að markaðssetja ætti veið- ar. Skúli Magnússon, sem m.a. er þekktur fyrir brautryðjendastarf í fasanaræktun, sagði í því samb- andi að innan Evrópska efnahags- svæðisins velti ferðaþjónusta tengd veiði árlega um 5000 millj- örðum íslenskra króna en Íslend- ingar tækju engan skerf af kök- unni. Hann sagði Íslendinga sitja uppi með fremur óheppilega veiði- löggjöf sem væri nokkurs konar náttúruvísindarannsóknalöggjöf, eins og hann komst að orði, og kæmi hún í veg fyrir skynsam- legan veiðikvóta. Skúli sagðist vel geta ímyndað sér að eitt til tvö hundruð Austfirðingar gætu haft atvinnu af veiðitengdri ferðaþjón- ustu á hverju hausti ef lög og reglugerðir yrðu ekki sú fyrirstaða sem nú er. Auk fjölmargra hugmynda um afþreyingu að vetrarlagi kom fram hugmynd um heimsmeistarakeppni í mannraunum. Menn myndu borga fyrir að reyna með sér í því að bjarga sér úr háska, svo sem að sofa í draugahellum, klífa, síga og svelta við einhverjar tilteknar að- stæður. Þá taldi Arngrímur Her- mannsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Addís, að ferð- ir á hreindýrasleðum væru borð- leggjandi markaðsvara en hann flutti erindi um vetrarferðaþjón- ustu. Önnur erindi ráðstefnunnar fjölluðu um aldamótabæinn Seyð- isfjörð, lengingu ferðamannatíma- bilsins á landsbyggðinni og mark- aðssetningu landsvæða í ferðaþjónustu. Jón Björn Hákonarson, upplýs- inga- og kynningarfulltrúi Fjarða- byggðar, tók saman helstu niður- stöður ráðstefnunnar og sagði hana hafa verið afar gagnlega. „Það er áríðandi að muna, að ekki er tjaldað til einnar nætur, heldur tekur í það minnsta frá þremur til fimm árum að markaðssetja ferða- þjónustu.“ Samstöðuleysi innan greinarinnar var nokkuð til um- ræðu. „Við verðum að líta á ferða- þjónustu sem alvöru atvinnugrein. Víða um land er litið á þetta sem tómstundagaman sem menn grípa í og eru ekki tilbúnir til að leggja peninga í reksturinn því þeir gætu tapast. Menn eru ekki heldur til- búnir til að koma á fundi eða nám- skeið til að mennta sig. Fólk í ferðaþjónustu þarf að fara að líta á sig sem atvinnurekendur í alvöru atvinnugrein og vinna að uppbygg- ingu til framtíðar. Lykilorðið hér er samstarf og skilgreind sérstaða. Austurland þarf að markaðssetja sem eina heild og því þarf sam- vinnu alls staðar að úr fjórðungn- um.“ Haft var í flimtingum að úr því að Arngrímur í Addís gæti selt vonda veðrið á Íslandi til útlend- inga gæti ferðaþjónustan eystra sjálfsagt selt vonda þjónustu. Nú þyrfti nauðsynlega að koma til samstillts gæðaátaks í fjórðungn- um. Jóhanna Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Aust- urlands, sagði að búið væri að setja saman vinnuhóp með fólki af öllu Austurlandi og væri stefnt að því að hann ynni áfram með hug- myndir þingsins og frekari þróun sameiginlegrar markaðssetningar. 14 þúsund manns vilja koma í vikulangt vetrarfrí til Austurlands Ráðstefnunni lauk á því að Elías Gíslason kynnti könnun sem Ferðamálaráð gerði í desember sl. um ferðavenjur Íslendinga. 1218 manna slembiúrtak var gert úr þjóðskrá og af þeim svöruðu 830 manns 52 spurningum. Fram kom að 81% ferðuðust innanlands árið 2000 og fóru að meðaltali 5 ferðir á ári. Fyrsta ferðin spannaði að meðaltali 5,3 daga og meðaleyðsla á hverja fjölskyldu miðað við tvo fullorðna með 2 börn var 35.900 krónur. Þá kom í ljós að 70% Íslendinga myndu nýta sér vikulangt vetrarfrí og 33% þeirra til ferðalaga innan- lands sem eru ca. 70 þúsund manns. 15% þeirra, eða um 14 þús- und manns, töluðu um Austurland í því samhengi og taldi Elías að Austfirðingum myndi muna tölu- vert um það í ferðaþjónustu fjórð- ungsins. Leiða leitað til að skilgreina hugmyndir og markaðssetningu í ferðaþjónustu á Austurlandi Séríslenskar hefðir vænlegar í markaðssetningu Jón Björn Hákonarson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Fjarðabyggð- ar, tók saman niðurstöður ráðstefnunnar. Jóhanna Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands, og Hannibal Guð- mundsson, hjá Ferðaskrifstofu Austurlands, á ráðstefnunni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá ráðstefnu á Egilsstöðum um ferðaþjónustu á Austurlandi. Húsavík - Olíufélagið Esso mun verða einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks Völsungs í knatt- spyrnu þetta árið. Samningur þar um var undirritaður nýlega á Húsa- vík. Samninginn undirrituðu þeir Valgeir Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Völsungs og Jó- hann P. Jónsson deildarstjóri mark- aðs og kynningardeildar Ol- íufélagsins hf. Valgeir og þeir Olíufélagsmenn Jóhann P., Sigurður Bjarnason svæðisstjóri á Norðurlandi og Garð- ar Jónasson umboðsmaður á Húsa- vík voru ánægðir með samninginn og vonuðust til að báðir aðilar hefðu sem mestan hag af honum. Jónas Hallgrímsson mun þjálfa lið Völsungs áfram, liðið er núna í fjórðu deild. Valgeir segir að stefnan væri sjálfsögðu að fara upp, en sú stefna yrði að vera raunhæf og hvort það tækist á þessu ári eða síðar kæmi í ljós. Lið- ið verður að mestu byggt á ungum heimamönnum en styrkt með 2–3 Júgóslövum. Yngri flokkar félags- ins hafa verið mjög góðir und- anfarin ár og verður spennandi að sjá hverju það skilar á komandi ár- um. Esso styður húsvíska knattspyrnumenn Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frá undirskrift samningsins f.v. Garðar Jónasson, Valgeir Guðmunds- son, Jóhann P. Jónsson og Sigurður Bjarnason. FRAMHALDSSKÓLINN í Vest- mannaeyjum, Nýherji og Tölvun skrifuðu í nóvember sl. undir víð- tækan samstarfssamning um net- væðingu og uppbyggingu tölvu- kerfis skólans. Frá þeim tíma hefur verið unnið að uppsetningu örbylgjunets í húsnæði Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum og jafnframt hafa flestir kennarar skólans og hluti nemendahópsins eignast eða leigt fartölvur sem tengst geta þessu öfluga neti. Tölvustofa og allar vinnustöðvar skólans eru einnig tengd Netinu. Örbylgjunetið gefur nemendum og kennurum sem eru með fartölv- ur og þráðlaust netkort möguleika á að tengjast Netinu með allt að 11Mbps samskiptahraða sem er sambærilegur hraði og er á hefð- bundnu staðarneti fyrirtækja og stofnana. Kerfið tryggir jafnframt að fartölvur nemenda eru stöðugt í sambandi við Netið þó svo þeir færi sig milli skólastofa. Nemend- ur og kennarar sem staðsettir eru á framhaldsskólasvæðinu geta tengst hinu þráðlausa neti frá heimilum sínum. Hluti af Eyjanetinu Út á við tengist skólinn síðan ör- bylgjuneti því sem fyrirtækið Tölvun hefur verið að koma upp í Eyjum en það er hluti af Eyjanet- inu. Framhaldsskólinn tengist Netinu með 2Mbps tengingu í gegnum Eyjanetið en það gefur einnig möguleika á hraðvirkum tölvusamskiptum milli allra skóla- stofnana í Vestmannaeyjum. Formleg afhending og opnun á netbúnaðinum var 8. febrúar sl. Net- og fartölvuvæðing skólans er unnin í samvinnu við Nýherja hf. og Tölvun. Nýherji gaf alla örbylg- jusendana og býður hagstæða samninga um tölvukaup í gegnum IBM-leasing og hefur Íslands- banki-FBA séð um að innheimta leigugjöld af nemendum fyrir Framhaldsskólann, segir í frétta- tilkynningu. Tölvun hefur séð um uppsetningu örbylgjukerfisins auk uppbyggingar á tölvukerfi skólans. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nýja kerfið tryggir að fartölvur nemenda séu stöðugt í sambandi við Netið þó svo að þeir færi sig milli skólastofa. Þráðlaust netkerfi í framhaldsskólann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.