Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 20
NEYTENDUR
20 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ný förðunarlína
Kynning í Andorru, Strandgötu 32, í
dag og á morgun, föstudag
ÞEGAR heilbrigðiseftirlitisstofnanir
á höfuðborgarsvæðinu gerðu könnun
á gæðum súrmatar dagana 10.-24.
janúar sl. kom í ljós að sýrustig
reyndist í flestum tilfellum viðunandi
í súrmatnum. Að sögn Árna Davíðs-
sonar hjá heilbrigðiseftirliti Kjósar-
svæðis leiddu niðurstöður í ljós að af
50 sýnum af súrmat reyndust öll
nema tvö söluhæf. Eitt sýni af blönd-
uðum súrmat var metið ósöluhæft
vegna myglusveppa og eitt sýni af
sviðasultu var metið ósöluhæft vegna
þess að hlutfall gersveppa var of
hátt. Þetta samsvarar því að um 4%
sýna hafi verið ósöluhæf. Ekki var
um að ræða að sýnin hafi verið ósölu-
hæf vegna sjúkdómsvaldandi örvera.
Árni segir enn fremur að sýnataka
af ósýrðum þorramat hafi komið vel
út en sýnin voru fá þar.
Að könnuninni stóðu heilbrigðis-
eftirlitsstofnanirnar á höfuðborgar-
svæðinu, en það eru Heilbrigðiseft-
irlit Hafnarfjarðar- og Kópavogs-
svæðis, Heilbrigðiseftirlit Kjósar-
svæðis og Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur. Rannsókn sýna fór fram á
rannsóknarstofu Hollustuverndar
ríkisins. Heilbrigðiseftirlitin á höfuð-
borgarsvæðinu hafa um skeið haft
samvinnu um rannsóknir á matvör-
um, einkum á matvælum er mest eru
á markaði árstíðabundið .
Í könnuninni voru tekin sýni af
súrmat frá helstu framleiðendum
þorramats, í hópi kjötvinnsla á land-
inu, í verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu. Sýni voru einnig tekin hjá einum
veitingastað, þremur veislueldhús-
um og í einni verslun sem framleiða
súrmat. Alls voru sextán framleið-
endur í könnuninni.
50 sýni af súrmat
Þær tegundir sem voru rannsak-
aðar voru blóðmör, hrútspungar, lifr-
arpylsa, lundabaggi, sviðasulta,
blandaður súrmatur, eistnavefja,
grísasulta, bringukollar, svínaskanki
og sundmagi, alls um 50 sýni af súr-
mat. Auk þess voru rannsökuð fimm
sýni af ósýrðum þorramat; hákarl,
ný sviðasulta og ný grísasulta.
Árni bendir á að þeir þættir sem
rannsakaðir voru nái yfir helstu at-
riði sem hafa áhrif á öryggi og gæði
súrmatar. „Rannsakaður var fjöldi
þeirra örvera sem gefa til kynna lé-
legt hreinlæti, ófullkomna súrsun
eða geta valdið matarsýkingum ef
magn þeirra verður of mikið í mat-
vælunum. Einnig var mælt sýrustig
og fjöldi mjólkursýrugerla en þeir
gefa súrmat hina sérstöku eiginleika,
svo sem bragð og geymsluþol.
Sýrustig var að meðaltali pH 4,36
og nær öll sýni voru með viðunandi
sýrustig. Af ósýrða þorramatnum
voru öll sýnin í lagi.“
Árni segir að gerlar sem geta vald-
ið matarsýkingum og matareitrun-
um vaxi ekki ef sýrustigið (pH) fer
niður fyrir 4,0 eða þar um bil. Lágt
sýrustig rotver því fæðu að vissu
marki en samhliða því er oftast beitt
öðrum geymsluaðferðum, s.s. kæl-
ingu, sykrun, söltun, hitun, þurrkun
eða reykingu. Lágt sýrustig getur
verið náttúrulegt, s.s. í ávöxtum og
berjum en einnig eru matvæli oft
sýrð með sýru (t.d. gosdrykkir) eða
sýran verður til við gerjun matvæl-
ana (t.d. súrkál). „Súrsun kjötmetis í
skyrmysu er gömul séríslensk
geymsluaðferð sem var þýðingar-
mikil fyrr á tímum þegar úrræði voru
færri til geymslu vetrarforðans. Nú á
tímum er súrmatar mest neytt á
þorranum. Þegar sýrt er í mysu
súrna matvælin vegna mjólkursýru
en einnig vegna þess að mjólkur-
sýrugerlar gerja sykur. Því er talið
æskilegt að hafa lifrarpylsu og blóð-
mör með í hverri fötu því sykrur eru í
mjöli sem er notað við sláturgerð.
Súrmatur er kælivara sem geyma á
undir 4°C eftir að hann er kominn í
neytendaumbúðir.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Súrsun kjötmetis í skyrmysu er gömul séríslensk geymsluaðferð sem
var þýðingarmikil fyrr á tímum þegar úrræði voru færri til geymslu.
Verkun á þorra-
mat reyndist
vera í góðu lagi
Ný könnun heilbrigðiseftirlitsstofnana á höfuðborgarsvæðinu á gæðum súrmatar
Verkun á súrmat sem er á boðstólum er yfirleitt
góð og af 50 sýnum af súrmat voru tvö sýni ósölu-
hæf. Þetta kemur fram í nýrri könnun heilbrigðis-
eftirlita á höfuðborgarsvæðinu á gæðum súrmatar.
BARNASTÓLLINN Bogi er ný ís-
lensk hönnun fyrir börn á leikskóla-
aldri en hann er hannaður þannig að
börn geti notað hann allt frá hálfs árs
aldri fram til 6 ára aldurs. Stóllinn er
kominn á markað hérlendis en einnig
er fyrirhugað að setja hann á markað
erlendis.
„Við erum að breyta barnastólnum
örlítið. Fulltilbúinn verður hann til
sölu hjá okkur um miðjan mars og
mun kosta 9.300 krónur,“ segir Elín
Ágústdóttir, annar tveggja eigenda
Barnasmiðjunnar, en fyrirtækið er
jafnframt framleiðandi stólsins. Elín
segir að þegar hafi stóllinn verið seld-
ur fimmtán leikskólum víða um land
og reynst vel. „Við ákváðum þó að
breyta útfærslunni aðeins og erum að
hanna fótaskemil sem við munum síð-
an bæta á þá stóla sem þegar hafa
verið seldir.“
Hönnuður stólsins, Sigríður Heim-
isdóttir iðnhönnuður, sem í dag er bú-
sett í Svíþjóð, segir að þar í landi, rétt
eins og á Íslandi og víðar, hafi verið
mikil þörf á góðum barnastólum.
„Sama hönnunarútfærsla er á stóln-
um og á hækjum þannig að hægt er að
stilla hæð stólsins. Þá er einnig hægt
að færa bakið fram og til baka þannig
að minnstu börnin fái stuðning við
bakið. Þróunarvinnan hefur tekið
tíma enda mörg öryggisatriði sem
þarf að hafa í huga þegar börn eru
annars vegar,“ segir Sigríður.
Morgunblaðið/Kristinn
Stóll sem stækkar með barninu
MJÓLKURSAMSALAN hefur hafið
sölu á nýju skyri sem ber heitið Skyr.-
is. Í fréttatilkynningu segir að það sé
99,8% fitulaust,
unnið úr undan-
rennu eins og
annað skyr en þó
mjúkt. Skyrið er
kalkríkt og auð-
ugt að mysu-
próteinum í nátt-
úrulegu formi. Það fæst í 170 g dósum
og í fjórum bragðtegundum: vanillu,
sem inniheldur engan viðbættan syk-
ur, með jarðarberjum, með bláberj-
um og með ferskjum og hindberjum.
Skeið fylgir með í lokinu. Skyr.is er
framleitt hjá Mjólkurbúi Flóamanna.
Í tilefni af markaðssetningu nýja
skyrsins hefur verið opnaður sérstak-
ur skyrvefur, www.skyr.is.
Skyr
VEIÐIHORNIÐ í Hafnarstræti hef-
ur gert samning um dreifingu á
„dubbing-burstum,“ og efni til flugu-
hnýtinga frá tékkneska fyrirtækinu
Siman ltd. Í fréttatilkynningu segir
að um sé að ræða úrval af hnýtinga-
efni sem auðveldi veiðimönnum að
hnýta skordýraeftirlíkingar auk þess
sem fljótlegt sé að hnýta úr efninu.
Nýtt
Efni til flugu-
hnýtinga