Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 33
Full búð
af nýjum
vörum
Fu l búð
af nýju
vöru
Fu l búð
af nýjum
vörum
l
f j
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15.
Ótrúlegur markaður með ódýrar vörur...
Rammar á kostnaðarverði,
kvenfatnaður, vor/vetrarflíkur,
leikföng, gjafavara,
barnafatnaður, skór,
... á ótrúlega góðu verði
Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90
NÝTT KOR
TATÍMABIL
Nú einnig
heimilis-
og raftæk
jamarkað
ur
Á EFNISSKRÁ kvöldsins eru verk
eftir fjögur íslensk tónskáld, Jarð-
arsinfónía eftir Úlfar Inga Haralds-
son, Jökulljóð og Mistur eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson, Reflections
eftir Árna Egilsson og frumfluttur
Víólukonsert eftir Kjartan Ólafsson.
Bernharður Wilkinson verður
stjórnandi á tónleikunum og segir
hann dagskrá kvöldsins vera fjöl-
breytta og að skemmtilegt hafi verið
fyrir Sinfóníuhljómsveitina að tak-
ast á við verkin. Víólukonsertinn sé
t.d. glænýr og þar fái hljómsveitin
tækifæri til að fullmóta verkið með
tónskáldinu. Kjartan tekur undir
þetta. „Fyrir tónskáldið skiptir
þessi hluti ferlisins gríðarlegu máli,
því í raun er maður að klára verkið
með hljómsveitinni og einleikaran-
um.“
Kjartan segir að þótt verkin á
efnisskránni hafi öll sín sérkenni,
tengist þau á óvæntan hátt. „Það er
ákveðinn dramatískur undirtónn í
þessum verkum sem hefur skyld-
leika við finnskar tónsmíðar. Þannig
kemur e.t.v. fram í tónlistinni það
sem við eigum sameiginlegt með
Finnum, þótt þjóðirnar séu einnig
ólíkar. En þennan sérstaka tón
greini ég ekki í tónsmíðum frá hin-
um Norðurlöndunum,“ segir Kjart-
an og bætir því við að verkin séu
samin á ólíkum tímum, en það elsta
er frá 1972, og hafi tónskáldin verið
stödd í svo ólíkum löndum sem Ís-
landi, Þýskalandi og Bandaríkjun-
um við smíðarnar.
Víólukonsert Kjartans var sam-
inn á árunum 1995 til 2000 og hefur
tekið miklum breytingum á tíma-
bilinu. „Ég hef gripið í það við og
við, en það má kannski segja að
þetta sé tímaverk, því það er skrifað
á fimm árum. Eða tímamótaðverk,“
segir Kjartan eftir nokkrar vanga-
veltur.
Helga Þórarinsdóttir hefur æft
verkið frá því að hún fékk það í
hendur í desember síðastliðnum, en
síðustu daga hafa þau Kjartan kom-
ið saman og unnið lokavinnuna í
sameiningu. „Þetta small alveg
ótrúlega vel saman hjá okkur,“ seg-
ir Helga og bæði láta vel af sam-
starfinu. „Þrátt fyrir að við hefðum
ekkert samráð haft fyrr en nýlega,
kom í ljós að við höfðum hugsað
þetta mjög svipað.“
Sérstaða víólunnar
Helga segir tónverkið bera vott
um það að Kjartan hafi náð sterkum
tökum á þeirri aðferð sem hann not-
ar við tónsmíðar, en hann hefur
samið verk sín með hjálp tónsmíða-
forritsins CALMUS. „Það er gríð-
arlegur leikur í þessu verki og líf.
Kjartan er náttúrlega gamall Bítill
og það er aldrei nein lognmolla í
kringum hann,“ segir Helga en
bendir einnig á að í verkinu megi
greina sterkan íslenskan undirtón,
sem sé þó algerlega í anda Kjartans.
Víólan hefur nokkra sérstöðu
meðal hljóðfæra hvað hljóm varðar,
en ekki hefur verið skrifað mikið
fyrir víóluna sem einleikshljóðfæri,
og afar fáir konsertar. „Verkið hef-
ur ákveðna tragíska hlið, vegna þess
að víólan er tragísk í eðli sínu. Hún
er svo mjúk og alvörugefin, og
þannig er ákveðinn sorgartónn í
henni.“ „Víólan er alveg einstakt
hljóðfæri,“ bætir Kjartan við. „Hún
liggur milli hinnar björtu fiðlu og
hins djúpa og þenkjandi sellós, en
hefur samt sem áður dálítið af eig-
inleikum beggja hljóðfæra.“
Helga bendir á að vegna þessara
eiginleika víólunnar sé vandasamt
að semja fyrir hana. „Sérstaklega
þarf að gæta þess að hún fái að
hljóma sem sólóhljóðfæri gagnvart
hljómsveitinni. Það hefur að mínu
mati tekist mjög vel hjá Kjartani.“
Kjartan líkir samspili einleiks-
hljóðfærisins og hjómsveitarinnar
við samskipti hins einstaka og
stærri heildar. „Það má bera þetta
saman við Ísland, gagnvart t.d.
Norðurlöndunum. Í samskiptunum
er stundum samhljómur en stund-
um ekki. En fyrst og fremst eiga hið
smáa og stóra að geta unnið saman,
þrátt fyrir stærðarmuninn,“ segir
Kjartan og Helga tekur undir þá
samlíkingu.
Tal þeirra Helgu berst að lokum
að þeirri þróun sem greina má í
nútímatónlist um þessar mundir.
„Tónskáldin eru farin að beita
frjálsari aðferðafræði, þar sem ekki
er farið eftir tískustraumum eða
fyrirframmótuðum hugmyndum í
nútímatónlist. Allt sem menn hafa
verið að gera undanfarna áratugi er
nú að blandast á frjóan hátt. Þetta
er mjög jákvæð þróun,“ segir Kjart-
an og Helga tekur undir það. „Menn
virðast vera farnir að hafa meira
frelsi hver og einn til að finna sér
farveg til sköpunar,“ segir Helga.
Að lokum segjast tónlistarmenn-
irnir vonast til að sjá sem flesta á
tónleikunum í kvöld en þeir hefjast
að vanda kl. 19.30.
Verk fjögurra íslenskra nútímatónskálda verða leikin á Sinfóníutónleikum í Háskólabíói
Jákvæð þróun
í nútímatón-
listinni
Morgunblaðið/Golli
Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Kjartan Ólafsson á æfingu Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Á Sinfóníutónleikum í Háskólabíói í kvöld
verður fjölbreytt dagskrá íslenskra nútíma-
verka. Þar verður meðal annars frumfluttur
nýr víólukonsert eftir Kjartan Ólafsson en
einleikari er Helga Þórarinsdóttir. Heiða
Jóhannsdóttir ræddi við þau Kjartan og
Helgu um væntanlega tónleika.
ÞJÓÐLAGAFÉLAGIÐ gengst
fyrir skemmtikvöldi með rímna-
kveðskap á laugardag kl. 21.30 á
veitingastaðnum Hús málarans í
Bankastræti 7a. Tilefnið er að nú
um helgina lýkur þorra og góa
byrjar, á laugardag er þorraþræll-
inn og á sunnudag er konudagur.
Á dagskrá verður efni úr rímum,
ljóð undir rímnaháttum, vísur um
þorrann og góuna og fleira úr arfi
alþýðuskáldskapar og lausavísna.
Flytjendur eru félagar í Þjóðlaga-
félaginu og Kvæðamannafélaginu
Iðunni.
Rímur eru langir kvæðabálkar
þar sem sögum af fornum hetjum
og köppum er snúið í bundið mál.
Þær voru umfangsmiklar í íslensk-
um alþýðuskáldskap á 18. og 19.
öld en sögu þeirra má rekja aftur
til 14. aldar. Rímnaskáld völdu sér
ýmiss konar sögur að yrkisefni en
vinsælast var að yrkja rímur út af
fornaldarsögum og riddarasögum.
Hver ríma gat verið 80-100 vísur að
lengd og samsvaraði einum kafla
sögunnar, til að ljúka sögunni
þurfti oft að yrkja um 20 rímur og
vísurnar gátu þá orðið hátt á annað
þúsund talsins. Við upphaf á nýjum
kafla var venja rímnaskálda að
skipta um bragarhátt.
Rímnahættir urðu með tímanum
margir og fjölbreyttir eftir rími og
dýrleika, algengust var ferskeytl-
an og ýmis dýrari afbrigði hennar
svo sem hringhenda, oddhenda og
sléttubönd. Í upphafi hverrar rímu
var inngangskafli sem nefndist
mansöngur, þar var vettvangur
fyrir ýmsar hugrenningar rímna-
skáldsins sem beint var til áheyr-
enda, sérstaklega kvenþjóðarinn-
ar.
Rímnakveðskapur á veg-
um Þjóðlagafélagsins
UMSÖGN tónlistargagnrýn-
anda Morgunblaðsins um sin-
fóníutónleikana í kvöld birt-
ist fyrst á fréttavef blaðsins,
mbl.is, um tveimur klukku-
stundum eftir að þeim lýkur,
þ.e. á tólfta tímanum í kvöld.
Sama umsögn birtist svo að
vanda í blaðinu í fyrramálið.
Verður þessi háttur hafður á
framvegis.
Umsögn á
mbl.is
Úlfar Ingi
Haraldsson
Þorkell
Sigurbjörnsson
Árni
Egilsson
SÓLVEIG Eggerz Pétursdóttir opn-
ar málverkasýningu á Hrafnistu í
Hafnarfirði á sunnudag kl. 14. Við
opnunina mun dansparið Ragnheið-
ur Árnadóttir og Steinar Ólafsson
sýna listdans en Ragnheiður er lang-
ömmubarn Sólveigar.
Myndirnar á sýningunni eru mál-
aðar á ýmsum tímum, eru þær elstu
frá 1939 en þær yngstu frá þessu ári.
Sólveig hefur haldið sýningar víða á
Íslandi, í Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð, Þýskalandi, London og Seattle.
Sólveig er nú búsett á Hrafnistu í
Hafnarfirði en ráðamenn þar hafa
tekið upp þann sið að fá listamenn til
að sýna myndir sínar á heimilinu og
stendur nú yfir sýning á vatns-
litamyndum Ástu Árnadóttur, sem
búsett er í Keflavík, og myndum
Gunnars Hjaltasonar en þær eru
flestar málaðar í olíukrít.
Sýningu Sólveigar lýkur 18. mars.
Málverka-
sýning á
Hrafnistu
Sólveig Eggerz Pétursdóttir
ásamt Ragnheiði Árnadóttur.