Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 46

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVISVAR með stuttu millibili hafa jarðskjálftar valdið dauða og eyðileggingu í fjarlægum heims- hluta – og tvisvar hafa landsmenn brugðist með afbrigðum vel við hjálparkalli Rauða krossins. Fyrir það vil ég þakka. Í hinum mikla skjálfta í Gujarat á Indlandi létu tugþús- undir lífið og enn fleiri hafa misst allt sitt, fjöl- skyldumeðlimi, vini og eigur. Margir þeirra hafast við undir berum himni og þurfa að reiða sig á aðstoð hjálparfélaga næstu daga, vikur og mánuði. Það er kalt á nóttunni í Guj- arat núna og þess vegna er mikil þörf fyrir tjöld, ábreiður og plast- efni í neyðarskýli. Í El Salvador er fyrir höndum gíf- urlegt uppbyggingarstarf eftir hin- ar miklu aurskriður sem lögðu heilu hverfin í eyði í kjölfar jarðskjálftans í síðasta mánuði. Ekki þarf einungis að endurreisa hús og samgöngu- kerfi heldur þarf líka að huga að því að mannfólkið geti komið undir sig fótunum á ný. Aðalsmerki Rauða krossins er að hann aðstoðar ekki bara fyrstu dagana eftir áfall heldur fylgir verkinu eftir með kröftugu grasrótarstarfi, jafnvel í mörg ár ef þess þarf með. Með hjálp landsmanna hefur Rauði kross Íslands getað stutt hjálparstarfið á umtalsverðan hátt. Samtals um sjö þúsund símtöl bár- ust í söfnunarsímann 907 2020, sem Lands- sími Íslands gefur öll þjónustugjöld af til þess að féð geti farið óskipt til aðstoðarinn- ar. Þá hefur almenn- ingur lagt fé á reikning og gefið af greiðslu- korti á vefnum. Ríkis- stjórnin bætti um bet- ur og styrkti hjálparstarf Rauða krossins bæði í El Salvador og á Indlandi um samtals þrjár millj- ónir króna. Eftir þessu er tekið. Síðan ber ekki að gleyma því fé sem Rauði krossinn fær í gegnum aðild sína að Íslenskum söfnunarkössum og gerir félaginu kleift að halda úti jafn öflugu hjálparstarfi og raun ber vitni. Aðstoð Íslendinga og annarra sem brugðust vel við hefur gert Al- þjóða Rauða krossinum og Ind- verska Rauða krossinum kleift að flytja eitt þúsund tonn af hjálpar- gögnum til Bhuj, reisa þar neyðar- sjúkrahús með 350 rúmum og koma upp aðstöðu til að hreinsa þúsundir lítra af vatni á dag. Þá er verið að dreifa 250 þúsund ábreiðum, fötum fyrir 300 þúsund manns, 50 þúsund tjöldum og plastefni fyrir 60 þúsund manns. Að beiðni Alþjóða Rauða krossins hefur Rauði kross Íslands sent einn af sínum reyndustu sendifulltrúum á staðinn, Helgu Þórólfsdóttur, en hlutverk hennar er að aðstoða við skipulagningu hjálparstarfsins. Hún verður þar í hópi um 80 starfsmanna Alþjóða Rauða krossins sem styðja við bakið á miklu fleiri starfsmönn- um og sjálfboðaliðum Indverska Rauða krossins. Það eru heima- menn sem bera hitann og þungann af hjálparstarfinu, en þegar svo miklar hamfarir ganga yfir veitir þeim ekki af aðstoð sérfræðinga eins og Helgu. Verkefnið sem nú er fyrir hönd- um á Indlandi er risavaxið. Sam- kvæmt tölum frá stjórnvöldum lét- ust að minnsta kosti 16.480 manns í skjálftanum og 68.478 slösuðust. Talið er að 37 milljónir manna hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföll- um. Rúmlega 200 þúsund hús hafa eyðilagst algjörlega og 400 þúsund til viðbótar eru skemmd. Rauði krossinn hefur einsett sér að að- stoða 300 þúsund þeirra sem verst urðu úti á næstu fjórum mánuðum. Það starf er hafið en því er engan veginn lokið. Uppbygging í Indlandi Sigrún Árnadóttir Hjálparstarf Verkefnið sem nú er fyrir höndum á Indlandi, segir Sigrún Árnadóttir, er risavaxið. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. EKKI brá mér við harða gagnrýni sem ég varð fyrir frá að- standendum svo- nefndra nektarstaða vegna þeirrar umræðu sem ég hratt af stað um starfsemi þeirra. Viðbrögðin er unnt að skilja vegna fjárhags- legra hagsmuna. Það vakti hins vegar undr- un mína að Páll Pét- ursson jafnréttis- og félagsmálaráðherra skuli beita svipaðri röksemdafærslu og þeir en tekur enn dýpra í árinni. Hann gagnrýnir mig harkalega fyrir að fara „offari“ í fjölmiðlum, fyrir að „ófrægja þjóðina“ á er- lendum vettvangi, fyrir að skil- greina starfsemi nektardansstaða sem vændi og fyrir að hvekkja „þessar aumingja stúlkur“ og „stelpugrey“ sem gætu þurft á að- stoð Stígamóta að halda. Jafn- framt sakar hann mig um að líta á þær sem glæpamenn. Sjálfur seg- ist hann hafa tryggt öryggi og réttindi þeirra sem vinna á þessum stöðum með því að stúlkur sem komi frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfi nú að fá atvinnuleyfi. Ráðherra misbýður svo málflutningur minn að í gagn- rýni sinni getur hann ekki einu sinni nefnt mig á nafn heldur verð ég „þessi talsmaður Stígamóta“ og „þessi Stígamótakona“. Niðurstaða ráðherra er að Stígamót „hafi sett niður með þessum málflutningi“. Það sem ráðherra kallar að „ófrægja þjóðina“ byggist á því að konur víðs vegar að úr heiminum hittust nýlega á alþjóðlegri ráð- stefnu í Stokkhólmi til að bera saman bækur sínar um birting- armyndir og umfang kynlífsiðnað- ar í heimalöndum sínum. Staða Ís- lands í samanburði við önnur lönd kom ráðstefnugestum og sjálfri mér ekki síður á óvart en þjóð minni. Hefði ráðherra jafnréttis- mála ef til vill þótt þægilegra að ég hefði leynt upplýsingum um Ís- land eða setið hjá í umræðunni? Ráðherrann afbakar orð mín og hugmyndir um þær stúlkur sem vinna á nektarstöðum. Hann gerir mér upp þá skoðun að stúlkurnar séu glæpamenn. Það er alrangt. Stúlknanna vegna hef ég gagn- rýnt þær alþjóðlegu umboðsskrifstofur sem nýta sér fátækt og atvinnuleysi í heimalöndum þeirra til að lokka þær til starfa í kynlífsiðnað- inum. Einnig hef ég gagnrýnt eigendur nektarstaðanna sem selja aðgang að þeim. Enn fremur hef ég gagnrýnt þá ótrúlega mörgu íslensku karla sem láta sér sæma að kaupa að þeim einkaaðgang í kynferðisleg- um tilgangi. Ég hef þar að auki leyft mér að gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir undanlátssemi gagnvart þessari starfsemi og mótmæli því hér með að stúlk- urnar séu sekar fyrir íslenskum lögum fyrir störf sín en ekki allir þeir aðilar sem nýta sér aðstæður þeirra. Orðræða mín byggist á hugmyndafræði femínisma og rétt- lætiskennd minni en ekki á skil- greiningu íslensku refsilöggjafar- innar á vændi. Féllist félagsmálaráðherra á skilgreiningar mínar kæmist hann ekki hjá því starfs síns vegna að láta sig málið varða. Það virðist hann ekki ætla að gera og hrekkur í vörn. Ráðherra jafnréttismála segist hafa „tryggt öryggi“ stúlkn- anna um leið og hann hefur áhyggjur af því að þær geti ekki sótt til Stígamóta. Hvað á ráð- herra við? Hvernig fer það saman að búa við atvinnuöryggi en þurfa samt á Stígamótum að halda? Ráð- herra virðist fyrst og fremst hafa áhyggjur af vandamálum „aum- ingja stúlknanna“ og „stelpugreyj- anna“. Slík orðræða er í fullu sam- ræmi við umræðuna hér á landi fram að þessu, því allir aðrir aðilar málsins hafa hingað til verið ósýni- legir. Til marks um það má nefna að þegar sýnt er frá nektarstöð- unum í sjónvarpinu eru andlit við- skiptavina hulin og persónuvernd þeirra tryggð. Allt annað gildir um stúlkurnar. Með því að horfa fram hjá ábyrgð alþjóðlegra umboðsskrifs- stofa, eigenda nektarstaðanna og viðskiptavina, er auðvelt að falla í þá gryfju að varpa sök á stúlk- urnar í kynlífsiðnaðinum. Það hef- ur íslensk löggjöf gert og því verð- ur að breyta. Við hjá Stígamótum þekkjum það ágætlega að boðberar válegra tíðinda eru ekki sérlega vinsælir. Viðbrögðin við málflutningi okkar um kynlífsiðnað á Íslandi eru ekki alls óskyld þeim viðbrögðum sem fram komu þegar kynferðisofbeldi gagnvart börnum hérlendis var af- hjúpað fyrir um sextán árum. Við vitum það líka að óþægileg vanda- mál hverfa ekki með þögninni. Fyrsta skrefið í átt til þess að leysa þau er að horfast í augu við þau. Það eru ekki bara einstak- lingar og fjölskyldur sem geta átt óþægileg leyndarmál, þjóðir geta átt þau líka. Upplýsingar um klámvæðingu á Íslandi verða að þola dagsins ljós. Jafnréttis- og félagsmálaráðherra hefur hingað til sýnt Stígamótum stuðning og skilning. Við skorum á hann að leggja okkur lið þannig að Íslendingar hætti að misnota er- lendar stúlkur í kynlífsiðnaði á Ís- landi. „Ófræging þjóðarinnar“ Rúna Jónsdóttir Vændi Við hjá Stígamótum þekkjum það að boðberar válegra tíð- inda eru ekki sérlega vinsælir, segir Rúna Jónsdóttir, en upp- lýsingar um klám- væðingu á Íslandi verða að þola dagsins ljós. Höfundur er fræðslu- og kynning- arfulltrúi Stígamóta. HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, er öflugt stjórnmála- félag með langa og lit- ríka sögu að baki. Fá íslensk stjórnmála- félög (eða flokkar) hafa jafnmarga félags- menn, enda heyrist rödd félagsmanna víða. Þegar Heimdell- ingar blása til sóknar gegn hættum, sem þeir telja steðja að, er eftir því tekið. Oft þyk- ir sú sókn óvægin og bráðlát, meðal annars af eldri flokksmönn- um, en þó er hún nauðsynleg og skiljanleg þegar hugsjónir og hug- myndir ungs fólks brenna þeim í brjósti. Þetta eru engin ný sannindi og svona hafa Heimdellingar starf- að allt frá stofnun félagsins árið 1927 og var meðal annars skrifað um í annálum fyrir árið 1931: „Það hefur verið aðalsmark Heimdallar og ungra Sjálfstæðismanna, að þeir hafa haft hugkvæmni og djörfung til að bera fram sín sérstöku áhuga- mál og fylgja þeim fram, þótt þau hafi ekki að öllu leyti og í einstökum atriðum fallað saman við stefnu allra eldri flokksmanna.“ Allt umhverfi hugmyndabarátt- unnar hefur breyst mikið undanfar- in ár og færst á nýjar brautir. Átakasvæðin nú eru kannski ekki prentmiðlar heldur vefmiðlar þar sem tekist er á um hugmyndir og stefnur á hispurslausan hátt. Frelsi- .is hefur verið málgagn Heimdallar á vefnum og þar setjum við fram skoðanir okkar daglega, söfnum saman greinum sem félagsmenn skrifa, segjum frá starfi Sjálfstæð- isflokksins og hvað þingmenn okkar kjósa í viðkvæmum málum. En þessi útgáfa afmarkast ekki bara af félagsmönnum heldur öllum sem að- gang hafa að vefnum. Ungt fólk er ekki síst sá hópur sem við viljum ná til og höfum við orðið vör við aukinn áhuga fólks á menntaskólaaldri. Nú stígum við skrefið enn lengra og opnum Söguvef Heimdallar á Frelsi.is. Saga Heim- dallar er merkileg fyr- ir það hve mikil áhrif félagið hafði á starf Sjálfstæðisflokksins á hverjum tíma, mótaði hugmyndir ungs fólks og hafði þannig áhrif til frambúðar. Mikið efni hefur verið skráð í gegnum tíðina og sí- fellt bætist nýtt við. Með því að koma þessu á tölvutækt form og setja á vefsíður Frelsi- .is gerum við öllum kleift að kynna sér sögu og afrek fyrrum félagsmanna, skoða gamlar myndir og helstu stefnumál. Þetta er saga sem Heimdellingar, gamlir sem nýir, eru stoltir af. Það er enn kraftur í Heimdalli og viljinn er alltaf til staðar. Því er ágætt að enda á orðum fyrrum for- manns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, þegar hann óskaði Heimdalli til hamingju með 20 ára afmælið: „Heimdellingar! Nú spyr enginn lengur um getuna. Nú er það vilj- inn, sem úr sker. Nú er það trúin á boðskap og hugsjónir Heimdallar og baráttuhugur liðsins, sem ræð- ur.“ Saga Heimdallar Björgvin Guðmundsson Höfundur er formaður Heimdallar, FUS, og fráfarandi ritstjóri Frelsi.is. Söguvefur Saga Heimdallar er merkileg fyrir það, að mati Björgvins Guð- mundssonar, hve mikil áhrif félagið hefur á starf Sjálfstæðisflokks- ins á hverjum tíma og mótar hugmyndir ungs fólks til frambúðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.