Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 50
SKOÐUN
50 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Upplýsingatækni og umhverfismál
Markáætlun um rannsóknir og þróun
Rannsóknarráð Íslands auglýsir eftir umsóknum í markáætlun um rannsóknir og þróun á sviði upp-
lýsingatækni og umhverfismála. Markáætlunin var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar haustið 1999
og gerir hún ráð fyrir að 580 milljónir kr. verði til ráðstöfunar á árabilinu 1999-2004.
Markmið
Leitað er eftir umsóknum til verkefna í samræmi við yfirskriftir og efnislega lýsingu
áætlunarinnar. Endanlegt val verkefna ræðst af mati á gæðum þeirra umsókna sem
berast og metnar verða í innbyrðis samkeppni.
Veittir verða styrkir til verkefna sem koma fyrirtækjunum til góða og leitt geta til
þjóðfélagslegs og hagræns ávinnings, svo og verkefna sem stuðla að langtíma-
uppbyggingu þekkingar hjá stofnunum og fyrirtækjum á sviðum áætlunarinnar.
Form styrkja
Verkefnastyrkir geta verið til allt að þriggja ára og numið allt að 7 m.kr. á ári til
einstakra verkefna. Heimilt er að styrkja allt að 50% af heildarkostnaði einstakra
þátttakenda. Rannsóknarráði er heimilt að veita styrki til forverkefna allt að 600 þ.kr.
og styðja sérstakar aðgerðir eins og ráðstefnur og vinnufundi og bjóða erlendum
vísindamönnum til fyrirlestrahalds eða tímabundinnar dvalar ef það er talið þjóna vel
skilgreindum markmiðum áætlunarinnar.
Upplýsingatækni - lykilsvið
Upplýsingatækni í þágu íslensks
menningararfs og aðlögun hennar að
menntun og menningu.
Notkun og þróun upplýsingatækni innan
fyrirtækja og stofnana í framleiðslu og
þjónustu.
Fjarvinna í þágu byggðastefnu.
Fjarkönnun í þágu umhverfismála.
Áhrif upplýsingatækni á íslenskt mannlíf.
Umhverfismál - lykilsvið
Sjálfbær nýting auðlinda - sjálfbært
efnahagslíf.
Hnattrænar umhverfisbreytingar og
náttúrusveiflur.
Umhverfisvænt atvinnulíf.
Umhverfi, hollusta og heilsa.
Erfðaauðlindir Íslands.
Tvö umsóknarþrep
Til 1. mars 2001 verður hægt að skila inn
forumsóknum á einföldu formi þar sem verk-
efni er lýst á þrem til fjórum blaðsíðum. Um-
sækjendur fá skjót viðbrögð Rannsóknarráðs
við forumsókn og aðstoð við frágang endan-
legrar umsóknar, séu efni til þess. Forumsókn
er ekki skilyrði fyrir umsókn í markáætlunina
en eindregið er hvatt til þess að umsækjendur
nýti sér boðið.
Til og með 18. apríl 2001 verður hægt að
skila endanlegum umsóknum ásamt nauðsyn-
legum fylgigögnum.
Mat á umsóknum
Fagráð Rannsóknarráðs munu meta umsóknir.
Að öðru jöfnu njóta umsóknir forgangs;
þar sem náin samvinna er milli þeirra sem
stunda rannsóknir og ráða yfir viðeigandi
sérþekkingu og þeirra sem hyggjast nota
niðurstöðurnar eða ætla sér að koma þeim
á framfæri og markvisst stuðla að notkun
þeirra;
þar sem mikils ávinnings er að vænta í ljósi
markmiða áætlunarinnar;
þar sem fleiri verkefni stuðla að samvirkni
á viðkomandi sviði;
þar sem vísindaleg þjálfun og þáttur ungra
vísindamanna er hluti af framkvæmd
verkefnisins.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar
Á heimasíðu Rannsóknarráðs http://www.rannis.is er hægt að nálgast
umsóknareyðublöð og ítarlegar upplýsingar um markáætlunina.
Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13,
101 Reykjavík, sími 515 5800,
bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is,
heimasíða http//www.rannis.is
Í SÍÐASTA mánuði
var lögð fram greinar-
gerð um flugvallarhug-
myndir á höfuðborgar-
svæðinu, unnin hjá
Borgarverkfræðings-
embættinu, fyrir sam-
vinnunefnd um svæðis-
skipulag höfuðborgar-
svæðisins. Jafnframt
var birt samanburðar-
tafla yfir kostnað val-
kosta. Hún er hér birt
að nýju í samandregnu
formi, tafla 1. Veruleg
vinna var lögð í kostn-
aðaráætlanir vegna
flugbrauta og annarra
þátta sem tengjast
flugvelli, en rétt þótti að minna á
verðmæti byggingarlands og mis-
munandi ferðatíma og kostnað vegna
þess, þó það væri ekki metið sjálf-
stætt. Var brugðið á það ráð að taka
þær tölur, uppreiknaðar til verðlags,
úr skýrslu Hagfræðistofnunar Há-
skólans frá 1997.
Það verðmæti lands, sem þarna
kom fram, hefur verið gagnrýnt. Nú
síðast spurði Guðrún Jónsdóttir arki-
tekt hvers vegna ekki hefði verið tek-
ið tillit til þeirrar nýtingar á svæðinu
sem ráðgjafar svæðisskipulags höf-
uðborgarsvæðisins hefðu mælt með.
Verðmæti lands er metið með mis-
munandi hætti eftir því hvert mark-
miðið er. Markmið Hagfræðistofnun-
ar var að finna þjóðhagslegt verð-
mæti og var miðað við þjóðhagslegt
verðmæti lóða umfram
kostnað við gatnagerð í
hverfinu sjálfu, að frá-
dregnum kostnaði
vegna breytinga á
stofnbrautum. Kostn-
aður í skýrslu Borgar-
verkfræðings voru
byggðar á framreikn-
uðu landverði Hag-
fræðistofnunar 3,7
milljarðar að frádregn-
um 1,0 milljarði í um-
ferðarmannvirki.
Þegar skýrsla Hag-
fræðistofnunar var
unnin var miðað við
landnýtingu sem talið
er að leiði til 25 þúsund
bílferða frá svæðinu á dag. Er þá
miðað við óbreyttar ferðavenjur. Þá
var talið að vegna þessarar byggðar
þyrfti annaðhvort að leggja Hlíðarfót
eða breikka Miklubraut. Sú land-
notkun, sem nú er miðað við, leiðir til
47 þúsund ferða úr hverfinu á dag,
miðað við óbreyttar ferðavenjur, og
kallar á mun meiri aukakostnað við
umferðarmannvirki, eins og fram
kemur í eftirfarandi hugleiðingum
um umferðarmál í tengslum við
byggð í Vatnsmýrinni.
Þegar greinargerðin var gerð í
janúar var ekki búið að skoða mikið
þörf fyrir umferðarmannvirki í
tengslum við byggð í Vatnsmýrinni.
Niðurstaðan varð því sú að það væri
ábyrgðarhluti að birta nýjar tölur að
lítt athuguðu máli.
Nú hefur Aflvaka verið falið að
fara betur yfir líklegt söluverð bygg-
ingarréttar á flugvallarsvæðinu. Þar
er valin sú leið að gefa upp verð
byggingarréttar, umfram kostnað
við gatnagerð og frágang hverfis.
Athygli er vakin á því að tölur Afl-
vaka eru ekki sambærilegar við þær
tölur sem Borgarverkfræðingur
birti. Annað er áætlað markaðsverð,
mínus kostnaður við gatnagerð. Hitt
er þjóðhagslegt verðmat á sömu þátt-
um þar sem aukinn kostnaður vegna
umferðarmannvirkja er dreginn frá.
Að mínu mati var mat Hagfræði-
stofnunar hærra en markaðsverð á
þeim tíma.
Í kostnaðarsamanburði sem þess-
um er óþarft að taka með kostnað
vegna veitulagna. Kostnað vegna
grunnskóla og leikskóla er heldur
ekki rétt að taka með, því hann er
álíka mikill, óháð því hvar byggt er.
Ekki er vitað á þessari stundu hvort
lausn holræsamála verður dýrari eða
ódýrari fyrir Vatnsmýrina heldur en
fyrir nýtt hverfi, t.d. í Álfsnesi.
Kostnaður vegna stofn- og tengi-
brauta er hins vegar breytilegur eftir
því hvar byggt er og er mestur þegar
byggt er næst miðborginni. Því þykir
rétt að taka þennan kostnaðarlið með
þegar valkostir eru bornir saman
þjóðhagslega, þó að kaupandi lands
þurfi að öðru jöfnu ekki að kosta gerð
stofnbrauta. Vísast í því sambandi til
minnisblaðs, sem birt verður nk.
laugardag, um umferðarskipulag í
Vatnsmýrinni.
Mat Aflvaka á verðmæti lands er
eins vel undirbyggt og tök eru á, en
miðast að sjálfsögðu við núverandi
markaðsaðstæður. Í töflu 2 hefur það
verið sett inn í stað eldri kostnaðar-
talna fyrir landverð. Þá hefur kostn-
aðarmismunur við umferðarmann-
virki verið sýndur samkvæmt
lauslegu mati.
Kostnaður vegna ferðatíma og
akstursvegalengdar til Keflavíkur
hefur verið endurmetinn og er nú
miðað við þær tölur sem almennt eru
notaðar við arðsemismat samgöngu-
mannvirkja. Það eru hærri viðmiðun-
artölur á km eða klst. heldur en Hag-
UM VERÐMÆTI LANDS
Í VATNSMÝRINNI
Stefán
Hermannsson
Skoðun mín er því sú að
það verði nokkur bið
á að járnbrautir leysi
vanda okkar, segir
Stefán Hermannsson,
þótt vissulega sé mikil
framþróun á því sviði
um þessar mundir.
6
'(6
6
'(;
7 8(
+
+ "
'
5*)< *'<
6
'(6
6
'(;
7 8(
+
+ "
'
5*)< *'<
(* (+"( ! +!" ,+ 9
9
9 (+(
7
& (
'%:;# +
$:;#
+
9 .(%
*+,21
*+/11
421
*+-51
6
521
,11
/+311
*+/11
421
*+-51
,+111
*11
0+*11
*+/11
,+341
,+411
*11
*+311
*+/11
-+*,1
,+411
*+411
/11
*+/11
*+211
*+-,1
,+411
-+211
311
(* (+"( ! +!" ,+ 9
9
9 (+(
7
& $ ( (
<%
(((((>'%
(((((
&
(((((?!!.(( (% ((
*+,21
*+/11
421
*+-51
9
,+211
,11
/+311
*+/11
421
*+-51
2+-11
*+211
*11
0+*11
*+/11
,+341
4+511
,+211
*-1
*41
*,1
*+311
*+/11
-+*,1
4+511
,+211
041
*+/01
31
*+/11
*+211
*+-,1
4+511
,+211
,+301
-+301
*-1