Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 51
fræðistofnun notaði. Á hinn bóginn
er reiknað með styttri ferðatíma og
lægri slysatíðni heldur en áður var
vegna fyrirhugaðra endurbóta á
Reykjanesbraut.
Í kostnaðartölu töflunnar er inni-
falinn kostnaður vegna lengri flug-
tíma til Keflavíkur. Í þessum reikn-
ingum er gert ráð að allir farþegar í
innanlandsflugi kysu að fara til
Keflavíkur og fljúga þaðan. Þetta
vissulega í ósamræmi við það mat
ráðgjafa okkar að farþegafjöldi í inn-
anlandsflugi myndi minnka um 30%,
ef flugvöllurinn verður fluttur til
Keflavíkur, en verði óbreyttur ef
flugvöllur verður í Hvassahrauni.
Upplýsingar um kostnað í flugi og
áætlanir um hvaðan þessi 30% kæmu
og hvernig þeir myndu ferðast vant-
ar til að geta reiknað þetta nákvæm-
ar.
Á öllum tilvikum er svo miðað við
að farþegafjöldinn tvöfaldist á u.þ.b.
16 árum. Þá hefur verið tekið tillit til
þess að nú er við það miðað að flug-
stöð í Reykjavík verði austan við NS
brautina, sem leiðir til styttri vega-
lengdar þangað frá þungamiðju höf-
uðborgarsvæðisins, en að flugstöð við
Löngusker yrði á fyllingunni og því
nokkru verr staðsett.
Mikið hefur verið skrifað að und-
anförnu um framtíð innanlandsflug-
vallar fyrir höfuðborgarsvæðið og er
það vel. Er rétt að minnast á örfá at-
riði sem fram hafa komið.
Útivistarsvæðið í Nauthólsvík er
nálægt flugbrautarenda í þeirri til-
lögu sem nefnd hefur verið R4. Sand-
ströndin er þó ekki í beinu framhaldi
af flugbrautinni sjálfri. Sé mikil flug-
umferð til lendingar inn á brautar-
endann myndi það valda hávaða sem
gestum þar þætti líklega óviðunandi
ef ekkert væri að gert. Því er reiknað
með að þegar Nauthólsvíkin er mest
notuð á góðviðrisdögum verði flug-
umferð til lendingar beint á aðrar
brautir, enda auðvelt um vik þegar
vindur er hægur. Ekki er talin
ástæða til að ætla að öryggi baðgesta
sé stefnt í hættu.
Stöðugleiki fyllinga í Skerjafirði er
ekki talinn vera meira vandamál en
annars staðar við fyllingar við
ströndina á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem fyllt er á setlög sem fyrir eru.
Það er t.d. gert við hafnargerð inn í
Sundahöfn. Fyrst og fremst þarf að
gæta þess að fylla ekki hraðar en svo
að setlögin sem undir eru fái tíma til
að síga saman og halda stöðugleika
sínum.
Ég dreg mjög í efa að unnt verði að
ná meiri þéttleika í Vatnsmýrinni
heldur en ráðgjafar svæðisskipulags-
ins miðuðu við. Enda orkar það tví-
mælis vegna umferðarmála. Ég hef
þó í samanburðartöflunni miðað þann
þéttleika sem Aflvaki notaði, sem er
ívið meiri. Ljóst er að mikið hagræði
er að þéttingu byggðarinnar vegna
minni vegalengda og annara skipu-
lagslegra þátta. Í svo þéttri byggð
verða þó flestöll bílastæði að vera í
húsi og helst neðanjarðar og má
halda því fram að það hefði neikvæð
áhrif á markaðsverð lóða. Ég tel það
atriði þó ekki vega mjög þungt og
hugsanlega er unnt að slaka á bíla-
stæðakröfum.
Verð á mannvirki á lóð með götum
í kring er allt annað en verð á óskipu-
lögðu landi. Ef litið er á Reykjavík í
heild lætur nærri að lóðir séu 40 % að
flatarmáli lands. Frá flatarmáli lands
dragast fyrst grænir geirar, strand-
svæði og svæði meðfram ám og vötn-
um, síðan fer drjúgt undir umferð-
aræðar, íþróttasvæði og skólalóðir.
Verði 5.000 íbúðir á flugvallarsvæð-
inu þarf líklega 5 grunnskóla og
spurning er hvort íþróttasvæði Vals
dugi fyrir 12.000 íbúa viðbót. Þannig
eru aðstæður mjög breytilegar og má
sem dæmi nefna að land sem Lands-
síminn seldi nýverið í Gufunesi nýtur
þess að vera inni í hverfi þar sem allt
er til staðar nema aðkomugötur.
Land í Norðlingaholti nýtur þess að
tveir þjóðvegir liggja upp að landinu
og þarf einungis pláss undir gatna-
mót og tengibrautir.
Ég tel að það hafi haft jákvæð áhrif
á þróun og möguleika til endurbygg-
ingar í borginni að landverð hefur
hækkað að undanförnu. Þeir sem
kaupa land ætla hins vegar ekki að
bera þann kostnað sjálfir, hann endar
í verði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Það er því Reykvíkingum ekki í hag
að þetta verð fari upp úr öllu valdi.
Í upphafi minnisblaðs um umferð-
arskipulag í Vatnsmýrinni er sagt að
umferðarmálin væru erfiðust þegar
uppbygging er metin á flugvallar-
svæðinu. Án efa munu margir segja
að í þeim tölum sem hér eru settar
fram sé kostnaður við umferðar-
mannvirki ofmetin. Ég viðurkenni að
það er erfitt mat, því enginn veit
hvort almenningssamgöngum tekst
að auka hlutdeild sína svo mikið að
um það muni. Það er þó ekki reynslan
í nágrannalöndunum að slíkt takist,
hlutur þeirra fer minnkandi. Helst
binda menn vonir við járnbrautir, en
uppbygging þeirra er gífurlega
kostnaðarsöm. Almennt eru rekstr-
arörðugleikar hjá þeim á norðurlönd-
um og Metróinn í Kaupmannahöfn,
brautin til Arlanda og brautin til
Gardemoen hafa allar reynst mjög
kostnaðarsamar. Skoðun mín er því
sú, að það verði nokkur bið á að járn-
brautir leysi vanda okkar þó vissu-
lega sé mikil framþróun á því sviði
um þessar mundir. Þess vegna þarf
bæði að veita hefðbundnum almenn-
ingssamgöngum forgang og tryggja
gott aðgengi að miðborginni fyrir
bílaumferð til að íbúar og atvinnufyr-
irtæki verði þar sátt og ánægð.
Höfundur er borgarverkfræðingur.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 51
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
Orator, félag laganema Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
K
O
R
T
E
R
kemur þér beint að efninu!
Dregur úr sykurlöngun og
hungurtilfinningu.
Hjálpar þér að halda
línunum í lagi!
Jurtir - Vítamín - Steinefn
i
Kringlan sími: 568 9970
Origins ráðgjafi verður í Lyf og
heilsu, Kringlunni í dag
fimmtudag kl. 13-18 og á
morgun föstudag kl. 13-18.
Origins kynnir
„Have a Nice Day“
Fullhlaðið rakakrem
Sólvarnarstuðull SPF 15
Ekkert skiptir húð þína máli þegar örvandi kraftur úr musteristré, lakkrís
sem endurlífgar ljómann, birkikraftur og nærandi soyabaunir styrkja
hana með öllu sem hún þarfnast til að horfast í augu við daginn.
Kröftug blanda Origins af UV vörunum, meðal annars náttúrunnar
títan dioxíð, berst við geislana. E vítamín verndar gegn umhverfinu.
Húðin lítur vel út frá sólarupprás til sólarlags.
Lyktaðu einu sinni og ilmurinn af greipávexti lætur þér líða
eins og þú getir sigrað heiminn.
Góðan dag!
FRÁBÆR TILBOÐ:
Have a Nice Day dagkrem 50 ml. og Night-A-Mins næturkrem 50 ml.
saman í pakka. Tilboðsverð kr. 3.874. Verð áður kr. 6.418. Þú sparar kr. 2.544.