Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 55

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 55 ✝ Rafn MagnúsMagnússon fæddist í Hnífsdal 16. september 1925. Hann lést á dvalar- heimilinu Hlíð 6. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Hálfdánar- son, f. 10.5. 1885, d. 30.7. 1963, og Hall- dóra Þorsteinsdóttir, f. 12.3. 1890, d. 25.3. 1952. Systkin Rafns eru: Laufey, f. 13.3. 1910, d. 1.3. 1928; El- inóra, f. 7.12. 1911, d. 10.5. 1935; Hrefna, f. 11.5. 1913, d. 19.5. 1925; Guðmundur, f. 13.6. 1916, d. 20.8. 1994; Ás- mundur Hálfdán, f. 4.8. 1918, d. 2.2. 1996; Laufey Guðrún, f. 9.9. 1929, búsett í Reykjavík. Rafn kvæntist 1. júní 1947 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Fann- eyju Jónsdóttur frá Ólafsfirði, f. 30.11. 1925, dóttur hjónanna Jóns Steindórs Frímannssonar, vél- smiðs, og Emmu Jónsdóttur. Rafn og Fanney áttu heimili lengst af í Kringlumýri 17 á Ak- ureyri en síðustu árin í Lindasíðu 4 á Akureyri. Börn Rafns og Fanneyjar eru: 1) Emma Sigur- jóna, búsett á Ísafirði, f. 24.3. 1948, maki Páll Helgi Sturlaugs- son, þeirra börn eru: Rafn, maki Marij Colruyt, þau eiga tvo syni; Þórunn, maki Hermann Jón Hall- dórsson, þau eiga tvö börn; Fann- ey, ógift, hún á eina dóttur; Arn- ar, unnusta Halla Þorláksdóttir, og yngst er Birna. 2) Halldór Magnús, bú- settur á Akureyri, f. 17.8. 1949, maki Ól- ína Eybjörg Jóns- dóttir, þeirra börn eru: Fanney, d. 7.11. 1995, Ómar, unn- usta Guðrún Lind Halldórsdóttir, og yngstur er Elfar. Fyrir átti Halldór Torfa Rafn og Unni, sambýlismaður Þor- steinn Þorsteinsson, þau eiga tvö börn. 3) Elinóra, búsett á Akureyri, f. 23.11. 1950, maki Einar Hjartarson, þau eiga eina dóttur, Guðrúnu Fanneyju. 4) Björg, búsett á Akureyri, f. 8.12. 1955, maki Gunnar Karlsson, þau eiga eina dóttur, Dagnýju. Rafn fluttist til Akureyrar 1944 og hóf nám í húsasmíði hjá Guðmundi bróður sínum og starf- aði sem húsasmíðameistari við eigið fyrirtæki, Trésmíðavinnu- stofuna Þór hf., sem hann stofn- aði 1953 og rak, ásamt Eiríki Stefánssyni og seinna með Hall- dóri syni sínum, fram til ársins 1990. Rafn sat nokkur ár í Bygg- inganefnd Akureyrarbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat í stjórn knattspyrnudeildar ÍBA í nokkur ár og í aðalstjórn KA í tvö ár. Hann var virkur félagi í Oddfellowreglunni. Útför Rafns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Rafn tengdafaðir minn lést á Dvalarheimilinu Hlíð 6. febrúar sl., 75 ára að aldri. Þar dvaldi hann vegna heilsubrests síðan í nóvember 1999. Rafn var lærður húsasmíðameist- ari og vann við smíðar allan sinn starfsferil. Hann var vinnusamur og mjög vandvirkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það þurfti ekki að fara langt til þess að sjá það sem hann lét frá sér fara, heimili hans og Fanneyjar tengdamóður minnar í Kringlumýri 17 bar þess merki hvert sem litið var. Rafn var mikill fjölskyldumaður, hann á mjög samheldna fjölskyldu og ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að vera eins og ein úr fjöl- skyldunni alla tíð. Ég minnist þess þegar ég kom með Halldóri fyrst inn á þeirra fal- lega heimili, þá var þar veisla í tilefni 75 ára afmælis Jóns Frímannssonar, föður Fanneyjar. Ég var svo feimin og eitthvað svo óskaplega lítil og hélt mig að mestu leyti í einu her- bergi hússins, en viti menn, þangað var stöðugur straumur gesta (mig minnir þó að flestir hafi verið karl- kyns), til þess að athuga hvernig hún liti út, daman sem einkasonurinn á heimilinu bauð með sér heim. Vel var tekið á móti mér, það er eitt sem víst er. Ég held að jafnvel þá hafi ég eignast vináttu Rafns, sem mér hef- ur ávallt verið svo kær. Seinna þegar við Halldór höfðum stofnað fjölskyldu eignuðust börnin okkar ekki bara afa, heldur oft og tíðum leikfélaga og vin, sem fór með þeim í fótbolta, krikket, badminton og allskonar íþróttir, oftast innan um fallegu blómin í garðinum henn- ar ömmu sem fengu oft og tíðum slæma útreið. Rafn var mikill KA-maður og studdi alltaf við bakið á sínum mönn- um. Hann hafði mjög gaman af að fylgjast með íþróttaiðkun barna sinna og seinna barnabarna, sem stunda íþróttir á ýmsum sviðum, og hann fékk oft tækifæri til þess að gleðjast yfir góðum sigrum. Rafn var söngmaður góður og hafði yndi af söng, enda mikið sung- ið við allskonar tækifæri þegar fjöl- skyldan kemur saman. Þessar stundir eru ógleymanlegar. Ég kveð Rafn tengdaföður minn með söknuði og bið góðan Guð að blessa hann. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég vil fyrir hönd aðstandenda Rafns þakka af alhug starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir alla umönnun og kærleik í hans garð. Einnig viljum við þakka starfsfólki Heimahjúkrunar fyrir störf þess og hlýhug. Ég færi elskulegri tengdamóður minni og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að gefa okkur öllum styrk í sorginni. Verndi þig englar, elskan mín þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingr. Thorsteinsson.) Guð blessi minningu Rafns Magn- úsar Magnússonar. Ólína E. Jónsdóttir. „Það er vegur eilífðarinnar að draga sig í hlé, þegar gott verk er unnið og heiður fenginn.“ (Lao-Tse.) Nú hefur hann afi lokið verkum sínum hér á meðal okkar og heldur á vit nýrra starfa þar sem hans er þörf. Við munum minnast hans að ei- lífu. Afi á sannarlega heiður skilið fyr- ir lífsstarf sitt, hann var yndislegur maður, greiðvikinn og með létta lund. Í dag kveður hann stór hópur ættingja og vina sem elska hann og virða. Ég á því láni að fagna að vera meðlimur í fjölskyldu þeirra afa Rafns og ömmu Fanneyjar. Þau hafa alla tíð tekið okkur systkinun- um opnum örmum og sýnt okkur ástúð, áhuga og stuðning. Á bernsku- og unglingsárum okkar áttum við oft erindi til Akureyrar til þess að keppa á skíðum. Afi fór ófáar ferðir milli flugvallar og Kringlu- mýrar 17 með okkur systkinin og jafnvel vini okkar líka. Afi og amma fylgdust alltaf með því hvernig okk- ur gekk, hrósuðu eða hugguðu eftir atvikum. Auk skíðaferðanna og ferðalaga fjölskyldunnar til Akureyrar dvaldi ég í Kringlumýrinni u.þ.b. eina helgi í mánuði á 1½ árs tímabili þegar ég var 14–15 ára gömul. Á þessum tíma kynntist ég afa vel og við urðum miklir mátar. Ég á frá þessum tíma mínar dýrmætustu minningar um hann; ferðir á KA-leiki, hvernig hann gat æst sig upp úr öllu valdi yf- ir kappleikjum í sjónvarpinu eða nánast grátið úr hlátri þegar hann horfði á teiknimyndir um Tomma og Jenna. Í þessum heimsóknum fékk ég tækifæri til þess að taka þátt í daglegu lífi þeirra ömmu og afa þrátt fyrir að ég byggi í öðrum landsfjórðungi en þau. Í janúar sl. dvaldi ég á Akureyri í tíu daga vegna verklegs hjúkrunar- náms á FSA. Ég gat þá heimsótt afa nánast daglega á Hlíð. Mitt síðasta verk á Akureyri áður en ég hélt heim til fjölskyldu minnar í rúmlega viku frí var að kveðja afa. Ég kvaddi hann með þeim orðum að ég hlakk- aði til að sjá hann þegar ég kæmi aftur úr fríinu og óskaði þess að hann hefði það gott á meðan. Þessi kveðja er mér nú mjög hjartfólgin og ég þakka Guði fyrir þessar stund- ir sem við áttum saman. Elsku besta amma mín, við Hemmi vottum þér okkar innileg- ustu samúð. Megi góður Guð veita þér styrk í sorginni. Ég kveð ástkæran afa með bæn: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (Matthías Joch.) Þórunn. Vertu sæll, afi minn, og sjáumst síðar. Með þeim orðum lauk mörg- um eftirminnilegum heimsóknum til þín og ömmu. Ég er fyrir löngu bú- inn að tapa tölunni á öllum þeim heimsmeistartitlum sem ég tryggði íslenska landsliðinu í knattspyrnu í garðinum í Kringlumýri 17. Til liðs mér voru þá gjarnan kempur á borð við Pele, Keegan og Banks og í líki þeirra sótti ég kappsamur að þér ýmist upp hægri kantinn fram hjá blómabeðinu hennar ömmu eða fékk að láni hjólhestaspyrnu hans Jó- hannesar Eðvalds til að skora fram hjá þér. Aldrei þreyttist þú á því að taka þátt í leik okkar barnanna og alltaf gafst þú þér tíma til að vera beinn þátttakandi í ævintýraheimi okkar og hvetja okkur af hliðarlínunni þeg- ar síðar meir leikvöllurinn færðist úr garðinum yfir í löggiltar stærðir. Ófáar urðu einnig skákirnar sem við tefldum. Þú varst ekki fyrr búinn að kenna mér mannganginn þegar ég í gervi Fischers og Spaskýs færði riddarann sir Lancelot og páfann í Róm um reiti skákborðsins með hugsjón fornra krossfara að frelsa landið helga undan svörtu trékörl- unum sem þú stjórnaðir. Þó svo að sigrarnir af einhverjum ástæðum lentu iðulega mín megin þá undr- aðist ég sem barn þína öflugu mót- stöðu enda mér til trausts gjarnan goðumlíkar hetjur sem börðust sem mest þær máttu gegn þér einum. Fljótlega skyldi ég þó að á því var engin tilviljun. Kraftur, skynsemi, umhyggja og jafnaðargeð, sem þér ávallt fylgdi sem og hversu óhemju örlátur þú alltaf varst á tíma handa mér og hinum barnabörnum þínum, gerði allar heimsins kempur hláleg- ar í samanburði við þig. Fyrir löngu kenndir þú mér að mikilvægara var að vera heill og sanngjarn í gjörðum sínum og taka á móti sigrum og töp- um í þessu lífi sjálfstæður í stað þess að skýla sér á bak við tálsýnir og ráð misvitra manna. Þótt þú sért nú kominn á leiðar- endann og eflaust farinn að takast á við ný og framandi verkefni þá munu góðmennska þín og heilindi lifa með okkur hinum sem fengu þau forrétt- indi að lifa með þér. Ef ég þekki þig rétt þá átt þú eflaust eftir að fylgjast með okkur barnabörnunum og á glettinn hátt leysa úr flækjum okkar og beina okkur á réttar brautir. Vertu sæll, afi minn, og sjáumst síðar. Torfi Rafn. RAFN MAGNÚS MAGNÚSSON                                    ! " !#!$$! !"!#$ !%&'$$! '!()!"  %&'$$! "!'*+! %%+* '%  %&'$$! *!  %%+* "!,! $ -*%&'$$! .*!  %%+* !/!**%&'$$! / "  %&'$$! / &'!!%+* 0!%$*  %&'$$! ,*&! !**%%+* !  %%+* '!$  *1)!*%&'$$! 1!*1)!*+"1!*1!*1)!* % &  '   "   (   "      % ) ,%**% -!!! "  2!) " 34 ,%$*&*&!     ")          /5/  6  *   +! " , / &'!%&'$$! "!'*(!*%+* /**. / &'!%&'$$! 7'*.  *1)!*%%+* 8- . / &'!%%+* (-!  1!" **! / &'!%%+* **/ 1)!*%&'$$! !"!#$ 8- &'$$! /!** ()!*%%+* 0*9$! / &'!%%+* : "!,!  %&'$$!      +"1!*1)!* ,                7(7  1'*& 5 ;% + $ /+ !<<*"   *   ! "       -.. (     /! " !+!$$! 8- *()!7'*%&'$$! "!,!7'*%&'$$! 8- (),!: "!%%+* '!**7'*%&'$$! .*! -! ,*&%%+* ,*&!7'*%%+* .! / ),!%&'$$! ,!9*7'*%&'$$! !,! ,*&%%+* (!*&%7'*%&'$$! **!."  !!%%+* (!*/!7'*%%+* "* ,!0!%$-*%&'$$!       1!*1)!*+" *" 1!*                      .  = .   !%$'! / 1!$>? / *! !,       0      ! " !#!$$! 1       (     2      3   ##4+++$! 7'** "9%$%&'$$! (!" *&"*!%&'$$! %*&!.&!&%%+* "9%$'!"*!%%+*  "*!%&'$$! %$ "!,!&'$$! '!(@ ** $ -*%&'$$! 1!*1)!*+"%%$*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.