Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 58

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 58
FRÉTTIR 58 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rollin Limp Bizkit Love Dont Cost A Thing Jennifer Lopez Spit It Out Slipknot Dont Tell Me Madonna Stan Eminem & Dido Last Resort Papa Roach Gravel Pit Wu Tang Clan Road Trippin Red Hot Chili Peppers Man Overboard Blink 182 Dadada Ding Dong & Naglbítarnir My Generation Limp Bizkit Farðu í röð Botnleðja Testify Rage Against the Machine Lítill fugl 200.000 Naglbítar Trouble Coldplay My Love Westlife Independent Women Destiny’s Child Shiver Coldplay Again Lenny Kravitz Dont Mess With My Man Lucy Pearl Vikan 14.02. - 21.02 http://www.danol.is/stimorol BRAUTSKRÁNING nemenda á haustönn í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fór fram við hátíðlega at- höfn í Borgarleikhúsinu 10. febr- úar. Sölvi Sveinsson skólameistari setti athöfnina og Bogi Ingimarsson aðstoðarskólameistari gerði grein fyrir skólastarfi haustannar. Í máli hans kom m.a. fram að u.þ.b. 800 nemendur stunduðu nám í skólanum á haustönn. Hann ræddi um áhrif verkfalls kennara á skóla- starfið. Þá greindi hann frá meg- inþáttum starfseminnar á haustönn, þróunarstarf í tengslum við nýjar námsbrautir, stofnun símennt- unarmiðstöðvar, þjónustukannanir, erlend samstarfsverkefni o.fl. Framundan er 20 ára afmælishátíð skólans. Verður afmælisins minnst með margvíslegum hætti á þessu ári. Frá skólanum útskrifuðust að þessu sinn 58 nemendur. Nýstúd- entar voru 48 og þar af útskrifuðust flestir af félagsfræðibraut, eða 27, og 17 af náttúrufræðibraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Sal- óme Elín Ingólfsdóttir. Af starfs- menntabrautum útskrifuðust 10 nemendur, 5 sjúkraliðar, 3 lyfja- tæknar og 2 nuddarar. Að venju hlutu margir nemendur viðurkenningu fyrir góðan náms- árangur og framúrskarandi störf í þágu nemenda. Þóra Leifsdóttir ný- stúdent ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta. Í útskriftarræðu lagði skóla- meistari út af aldarafmæli Tómasar Guðmundssonar skálds og sér- staklega kvæði hans Hótel Jörð. Þá fór hann nokkrum orðum um kom- andi afmælisár og hvað gert verður til tilbreytingar af því tilefni. Við athöfnina söng hópur kvenna úr Borgarkórnum undir stjórn Sig- valda Kaldalóns. Einnig söng Árni Guðmundsson bassasöngvari tvö lög við undirleik Jóns Sigurðssonar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hluti útskriftarnemenda frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Fjölbrautaskólinn við Ármúla braut- skráir 58 nemendur PARKINSONSAMTÖKIN á Ís- landi halda félags- og fræðslu- fund í safnaðarheimili Áskirkju, laugardaginn 17. febrúar kl. 14. Dr. Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir segir frá niðurstöðum úr erfða- og faraldsfræðilegum rannsóknum hér á landi. Þessar rannsóknir eru talsvert langt komnar, en þeim er þó ekki lok- ið. Rannsóknin er tvíþætt, annars vegar faraldsfræðilegt viðtal og skoðun og hins vegar erfðarann- sókn og blóðsýni sem dr. Sig- urlaug tekur sjálf. Seinni rann- sóknin er samstarf við Íslenska erfðagreiningu. Þessi rannsókn tekur 60 mín. og þess skal getið að sjúklingar ráða hvort þeir fara í aðra eða báðar rannsókn- irnar, segir í fréttatilkynningu. Á fundinum í Áskirkju getur Bryndís einnig gefið tíma í sam- ráði við dr. Sigurlaugu sem verð- ur á staðnum. Eftir fyrirlestur dr. Sigurlaugar verða kaffiveit- ingar, bingó o.fl. Fræðslufundur á vegum Parkinsonsamtakanna HUGVIT heldur í dag, fimmtudag, hugbúnaðarnotendaráðstefnu á Grand Hóteli frá kl. 9 til 15. Fyr- irkomulagið verður þannig að fyrir- lestrar verða samtímis í þremur söl- um allan daginn. Samtals verða þetta því 18 fyrirlestrar. Fyrirlestrarnir eru af ýmsu tagi og eru bæði ætlaðir almennum not- endum, stjórnendum og tæknimönn- um. Fjallað verður um hugbúnaðar- kerfi sem bæði falla að Lotus Notes- og Microsoft-vörum. Dagskrá ráð- stefnunnar er að finna á www.hug- vit.is. Ráðstefnan er öllum opin í gegn- um skráningu á vef Hugvits, www.hugvit.is. SAMTÖKIN Barnaheill og Barna- verndarstofa standa fyrir ráðstefnu um meðferð ungra gerenda kynferð- islegs ofbeldis gegn börnum og hafa í því sambandi fengið dr. Richard C Beckett, breskan sálfræðing og sér- fræðing á þessu sviði, til að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Dr. Bec- kett, sem er sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, hefur unnið að þessum málum í áraraðir og hefur ásamt samstarfsfólki sínu rannsakað börn sem beita kynferð- islegu ofbeldi. Dr. Beckett og sam- starfsfólk hans hafa einnig leitað leiða til að greina þau börn sem eru líkleg til að endurtaka verknaði af þessu tagi og sett fram hugmyndir um hvernig best sé að haga meðferð þeirra. Hann hefur haldið fjölda fyr- irlestra og skrifað vísindagreinar um þessi efni. Á ráðstefnunni mun dr. Beckett gera grein fyrir faraldsfræðilegum upplýsingum um fjölda ungra ger- enda, hvað það er sem þeir eiga sammerkt, viðbrögð samfélagsins við brotunum, möguleikum þeirra til að nýta sér meðferð og kynna helstu aðferðir í meðferð þeirra. Markmið- ið með ráðstefnunni er að opna um- ræðuna um málefni ungra gerenda og er öllum opin sem áhuga hafa. Dr. Beckett mun tala á ensku. Ráðstefnan verður haldin í dag, fimmtudaginn 15. febrúar, og hefst kl. 9. Skráning fer fram á skrifstofu Barnaheilla. Í fréttatilkynningu segir: „Á und- anförnum árum hefur verið mikil umræða um börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi svo sem hvernig best sé að taka á málum þeirra, hvaða aðstoð þau þurfi að fá o.fl. Þegar mál þessara barna eru skoðuð kemur í ljós að nokkur hluti gerendanna eru sjálf börn, börn sem þurfa aðstoð og einnig skýr skilaboð um alvarleika og afleiðing- ar þessara brota. Í rannsókn sem unnið er að á Barnaverndarstofu um málefni barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi hér á landi kemur fram að yfir 20% meintra gerenda eru yngri en 18 ára. Þetta er í samræmi við niðurstöður er- lendra rannsókna auk þess sem þar kemur fram að almennt sé árangur af meðferð kynferðisbrotamanna betri eftir því sem gerandinn er yngri þegar hann gengst undir hana.“ Kynferðislegt ofbeldi og ungir gerendur Ráðstefna fyrir hugbúnaðar- notendur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.