Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 67 HANN ER hetja, frelsariog fyrirmynd en MelGibson er fyrst ogfremst kvikmynda- stjarna sem heimurinn þekkir sem hörkutól. Gibson bregður þó vel út af venjunni og skoðar sínar kven- legu hliðar í kvikmyndinni What Women Want. Myndin segir frá Nick Marshall (Gibson), yfirmanni hjá stóru aug- lýsingafyrirtæki í Chicago, sem hef- ur það eitt í huga að eignast aur og leggja sem flestar konur þar til hann verður fyrir klaufalegu raf- stuði kvöldstund eina í íbúð sinni sem breytir tilveru hans til mikilla muna. Nick heyrir nú leyndustu hugsanir allra kvenna sem á vegi hans verða, hvort sem honum líkar betur eða verr. Í fyrsta sinn sér hann að hann er ekki beinlínis draumur allra kvenna, heldur mar- tröð. Hann er í fyrstu hræddur við þennan sjaldgæfa eiginleika og ósk- ar einskis heitar en að álögin verði frá honum numin. En þegar hann svo missir langþráða stöðuhækkun í hendur á Darcy McGuire (Helen Hunt), lærir hann hægt og rólega að nýta þessa nýfundnu hæfileika sér í hag, bæði persónulega og atvinnu- lega. Lengi langað að leika í gamanmynd Klæddur rauðri köflóttri skyrtu, gallabuxum og stuttermabol minnir Gibson greinarhöfund óneitanlega mikið á Martin Riggs, persónuna úr Leathal Weapon-myndunum. Hann var iðandi, órólegur, og augljóslega þreyttur þegar hann settist niður í spjall. Lærðir þú eitthvað nýtt um kon- ur? „Nei. Ég veit jafnlítið um konur og áður. Skil í mesta lagi 50% af því sem konur segja og gera, ef ég ætti að nefna tölu.“ Gibson berst fjöldi handrita en aðeins örlítið brot verður fyrir val- inu. Hvað heillaði hann við þetta hlutverk? „Fullnæging ráðgátunnar held ég, eða heldur fantasíunnar. Hvaða per- sóna þarf ekki að eiga við kynferð- isleg öfl gagnstæða kynsins á einn eða annan hátt á hverjum degi? Hvort sem það er þá maki, yfirmað- ur eða einfaldlega einhver sem á vegi manns verður úti á götu. Að geta lesið hugsanir kvenna hlýtur að heilla, eða vekja forvitni allra karl- manna á jarðarkringlunni, og ég er þar á meðal.“ Munum við einhvern tíma skilja gagnstæða kynið fullkomlega? „Nei, og það er gott mál. Óvissan er algjört lykilatriði í hrifningu okk- ar hvort til annars. Guð skapaði okk- ur þannig af ásettu ráði. Ef við viss- um öll svörin væri engin spenna. Við værum öll löngu búin að hengja okk- ur úr leiðindum.“ Hann segist lengi hafa langað að taka að sér gaman- hlutverk en fram til þessa hafi hon- um ekki borist rétta handritið. En þegar handritið að What Women Want hafnaði á borðinu hjá honum kviknaði áhuginn samstundis. „Þetta handrit sló á réttu taugarnar. Það er ekki oft sem maður fær tæki- færi á að takast á við hlutverk af þessum toga. Við lestur handritsins skellihló ég margoft og varð meira að segja stundum að leggja það frá mér. Þegar það gerist veistu að á ferðinni er girnilegur biti, eitthvað sem hittir þig beint í mark.“ Ef enginn hlær ertu í tómum skít Gibson segir hlutverk sitt sem Nick Marshall hafi verið skemmti- leg áskorun fyrir margar sakir. „Í hefðbundinni leiklist fær leikari meira frelsi en ég hafði í þessari mynd hvað tímasetningu varðar, þar sem hugsanir mótleikaranna voru lesnar upphátt og ég varð að bregð- ast við innan ákveðins tímaramma. Mér leið oft eins og að áhorfend- urnir væru viðstaddir upptökur á setti því viðbragð mitt varð að hald- ast í hendur við hugsanir mótleikara sem áhorfendurnir heyrðu á sama tíma og ég. Og sömuleiðis varð ég að bregðast við með áhorfendunum um hluti sem mótleikararnir máttu ekki vita. Það var flókið ferli að halda öll- um þessum hlutum á lofti í senn. Svo ég vitni í Nancy Meyers (leikstjóra myndarinnar): Dauðinn er auðveld- ur, gamanleikur er erfiður. Því ef þú nærð ekki til áhorfandans, og eng- inn hlær, þá ertu í tómum skít.“ Stríð kynjanna hefur varað í rúm- ar 20 aldir. Varpar þessi kvikmynd ljósi á einhver ný sjónarmið? „Frekar en að varpa nýju ljósi á gamalt umræðuefni þá færir myndin rökræðuna inn í 21. öldina. Á sama tíma viðheldur hún gömlum klass- ískum sjarma 3. og 4. áratugarins sem minnist mynda Billy Wilder, Frank Capra eða Ernst Lubitsch. Hún leggur áheyrslu á mismun kynjanna, og það er kjarni allra góðra rómantískra gamanmynda.“ Sjaldan voru misjafnir hættir kynjanna dregnir eins skýrt fram eins og þegar Nick er falin sú heimavinna í myndinni að prufa kvenmannsvörur, allt frá naglalakki að sokkabuxum. Að rífa vaxið af á löppunum segir Mel ekki hafa verið sárt, það hafi svipað til þess að rífa plástur af handleggnum. „En konur svara mér yfirleitt á þennan máta, „nú jæja, ef þér þótti það ekki sárt þá prófaðu bikinivax, þaaað er sko sárt.“ En ég hef engan áhuga á að prófa það, ég yrði hræddur við að rífa óvart eitthvað með.“ Vax og vesen Við gerð myndarinnar komst Mel í persónulega snertingu við þarfir kvenlegs útlits, og segist vera ánægður með kyn sitt. „Ekki vantar útbúnaðinn og fyr- irhöfnina við kvenleikann. Varalitur, kinnalitur, augnlitur, hárlitur, vax og vesen. Ég er dauðfeginn að ég þurfi ekki að leggja allt þetta á mig. Reyndar finnst mér konur oft gera of mikið við sjálfa sig, mér þætti notalegt að sjá fleiri konur gera minna. En ég kvarta ekki.“ En að hverju myndu konur kom- ast sem lesið gætu hugsanir Mel Gibsons? „Þær yrðu sennilega að skola af sér í sturtu, svo skítugar eru hugs- anir mínar. Sagt er að karlmenn hugsi um kynlíf að meðaltali á 37 sekúndna fresti. Ég er ekki frá því að það stemmi.“ Framleiðslufyrirtæki Gibsons, Icon Pictures, sem framleitt hefur myndir s.s. Hamlet, Immortal Be- loved, Braveheart og Payback, er meðframleiðandi myndarinnar What Women Want. Gibson segist þó ekki hafa viljað skipta sér mikið af gerð myndarinnar þrátt fyrir að- ild fyrirtækis síns, jafnvel þegar leikstjórinn valdi mótleikkonuna Helen Hunt. „Maður hefur jú alltaf eitthvað til málanna að leggja, enda spyr fólk yfirleitt um álit. En ég reyni að blanda mér sem minnst í mál sem mér kemur ekki beint við. Allavega reyni ég að þvinga aldrei skoðunum mínum á framfæri því sannleikurinn er sá að það veit enginn hvað virkar á áhorfendur og hvað virkar ekki. Svipað og þegar maður kaupir sér bíl, maður veit aldrei hversu lengi hann mun endast eða hversu vel hann mun reynast heldur verður maður að dæma út frá tilfinningunni einni. Ég var feginn að heyra að Helen vildi taka að sér hlutverkið. Hún er ótrúlega gjafmild leikkona.“ Við hvað dundar Gibson sér? Gibson skaust upp á stjörnuhim- ininn með leik sínum í kvikmyndinni Mad Max sem kom út árið 1980. Hann hélt áfram að heilla áhorfend- ur um allan heim og hefur lengi set- ið í sæti eftirsóttasta leikara Holly- wood. Hvernig finnur hann jafnvægi einkalífs og heimsfrægðar? „Ég reyni að vinna lítið og halda mig sem mest frá sviðsljósinu. Helst reyni ég að gera ekki fleiri en eina mynd á ári, mest tvær. Þannig get ég varið eigin tíma í eigin hluti og látið lítið fara fyrir mér á meðan.“ Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að leika í eða leikstýra kvikmynd? „Það fer ægilegur tími í að búa til bíómynd og mér finnst ég aldrei hafa tíma til neins þegar ég er að vinna. Þá bý ég til langan lista yfir alla þá hluti sem mig langar að kom- ast yfir í næsta fríi. Þennan lista hef ég svo uppi við á öllum stundum og reyni að uppfylla hann allan fram að næsta verkefni. Nú á ég ágætis frí framundan og er með lestur nokk- urra góðra bóka, spila golf, og að skoða listaverk í Flórens ofarlega á listanum.“ „Ég veit jafnlítið um konur og áður“ „Helen er ótrúlega gjafmild leikkona,“ segir Gibson m.a. um mótleikkonu sína í viðtalinu. Gibson finnst ekkert vont að vaxa á sér fæturna. Mel Gibson í himnaríki? Gamanmyndin What Women Want verður frumsýnd hérlendis á morgun Í nýjustu mynd sinni, What Women Want, leikur Mel Gibson mann sem öðlast þann hæfileika að geta lesið hugsanir kvenfólksins í lífi sínu. Hálfdan Pedersen hitti áströlsku stjörnuna í kaffi á Four Seasons-hótelinu í Los Angeles og ræddi við hann um myndina, kvenfólk og frægðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.