Morgunblaðið - 28.02.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 28.02.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 16 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s Verðlaunakrossgáta  Þættir – Íþróttir  Kvikmyndir – Fólk Hálfur mánuður af dagskrá frá miðvikudegi til þriðjudags  Teiknimyndasögur  Myndir  Þrautir  Brandarar  Sögur  Pennavinir Maðkur í mysunni hjá Finnum / C4 Rússneski Björninn er sterkur / C3 dregin tilmæli þeirra að fara með brúna niður fyrir núverandi brúar- stæði. Í fyrstu hefðu verið skoðaðir möguleikar á brúarstæði 250 metr- um neðar. Við boranir hefði hins vegar komið í ljós að undirstöð- urnar þar væru ekki nægilega traustar. Þar væri um að ræða svo- kallað Þjórsárhraun, sem væri rúm- lega 10 metra þykkt hraunlag ofan á þykku setlagi vestan árinnar. Það þýddi meiri titring í jarðskjálftum en í þykkara bergi og væri meðal annars skýringin á þeirri miklu hröðun sem hefði mælst í núverandi brú í jarðskjálftunum í fyrrasumar, en gamla brúin hefði að líkindum hrunið þá vegna hröðunarinnar ef ekki hefði verið búið að styrkja hana sérstaklega. Svipuð brúnni yfir Fnjóská Einar sagði að þess vegna hefðu þeir farið að skoða möguleika á að brúa Þjórsá neðar. Aðstæður væru mun ákjósanlegri um 700 metra neðan við núverandi brúarstæði. Þar væri grágrýtisberg mun eldra og þykkara heldur en Þjórsár- hraunið beggja vegna árinnar og það gæfi besta möguleika á und- irstöðubyggingu. Fjárveiting er til byggingar brú- arinnar í ár og á næsta ári. Einar sagði að ef sá kostur yrði valinn að færa brúna 700 metra niður fyrir núverandi brúarstæði yrði að öllum líkindum um að ræða sambærilega bogabrú og væri yfir Fnjóská og svipaða að stærð. VEGAGERÐIN er með í skoðun tvo möguleika á að reisa nýja Þjórsárbrú neðan núverandi brúar- stæðis. Annað brúarstæðið er um 700 metrum fyrir neðan núverandi brúarstæði, en hitt brúarstæðið er um 250 metra neðan við núverandi brú. Einar Hafliðason, forstöðumaður brúardeildar Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hentugasta brúarstæðið væri í at- hugun hjá stofnuninni. Undirstöður brúarstæðis um 250 metra neðan við núverandi brú hefðu ekki reynst nægilega traustar og myndi því hafa aukinn kostnað í för með sér að byggja brúna þar. Því beindist athyglin nú að brúarstæði sem væri um 700 metra neðan við núverandi brú, en þar sýndu boranir að und- irstöður brúar beggja vegna árinn- ar væru mjög traustar. Einar sagði að í byrjun hefðu verið skoðaðir möguleikar á bygg- ingu brúar ofan núverandi brúar- stæðis, en eftir kynningu með heimamönnum hefðu það verið ein- Vegagerðin kannar staðsetningu nýrrar brúar yfir Þjórsá Tveir staðir eru helst taldir koma til greina                                    LOÐNUVEIÐI út af Snæfellsnesi hefur gengið mjög vel að undan- förnu en síðustu fimm sólar- hringa hefur veiðin numið um 100.000 tonnum og er útflutn- ingsverðmætið um milljarður króna. Í gær var loðnan á miðjum Faxaflóa og mokveiði, en vegna mikillar átu í loðnunni hefur ekki verið hægt að frysta hana á Japansmarkað. Víða þarf að bíða eftir löndun og sumar verksmiðj- ur hafa ekki undan og hafa þurft að beina bátum annað. Hins vegar bólar ekkert á loðnunni við Suðausturlandið en góð sólar- hringssigling er frá miðunum á Faxaflóa á sumar Austfjarða- hafnirnar. Samkvæmt tilkynningum til Samtaka fiskvinnslustöðva hefur mest verið landað hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar hf. á vetrarver- tíðinni eða um 40.500 tonnum. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur tekið á móti tæplega 37.500 tonnum, Samherji í Grindavík um 27.500 tonnum og Haraldur Böðvarsson hf. um 25.000 tonnum. Um 360 þúsund tonn eru eftir af liðlega 818 þúsund tonna loðnukvótanum og telja sjómenn að fari loðnan ekki að gefa sig fyrir austan sé borin von að ná kvótanum fyrir 15. mars. Þann dag hafa sjómannasamtökin boðað verkfall, verði ekki búið að semja áður, en Gunnar Jónsson, skipstjóri á Ísleifi VE, segir að verði verkfall sé eðlilegt að fresta því um hálfan mánuð til að koma í veg fyrir skaða. Morgunblaðið/Friðþjófur Mokveiði var á miðjum Faxaflóa í gær en vegna mikillar átu hefur ekki verið hægt að frysta hana. Verðmæt- ið millj- arður á 5 dögum  Um 100.000 tonn/B1  Sigling og bið/B4 Loðnuveiðin Skíðasvæði í Bláfjöll- um opnuð í dag REIKNAÐ er með að hægt verði að opna skíðasvæðið í Blá- fjöllum í dag. Til stendur að opna snemma, í tilefni öskudagsins, eða klukk- an tíu fyrir hádegi og verður opið til níu í kvöld. Snjór er lítill í Bláfjöllum en síðustu daga hafa starfsmenn verið að ýta til snjó í Kóngs- gilinu til að gera opnun þess mögulega. Eingöngu verður opið í stóla- lyftuna í Kóngsgili, en engar byrjendalyftur eða diskalyftur verða opnar. Gestir eru beðnir um að sýna tillitssemi og að- gæslu við þessar takmörkuðu aðstæður. Á Hengilssvæðinu gerði snjóframleiðsla það mögulegt að opna í byrjendabrekkunni í Sleggjubeinsskarði um síðustu helgi og þar verður einnig opið í dag frá klukkan 13 til 22. Kjörstöðum lokað í dag KOSNINGUM til Stúdentaráðs og háskólafundar í Háskóla Íslands lýk- ur klukkan 18 í dag en þær hófust í gærmorgun. Kosnir eru níu fulltrúar í Stúd- entaráð en sex til háskólafundar. Þetta er í fyrsta sinn sem kosning- arnar fara fram yfir tvo daga í stað eins áður en kjörsókn hefur verið dræm undanfarin ár. Háskólakosningar Morgunblaðið/Júlíus  Vertíðin í Formúlu-1 hefst um helgina í Melbourne í Ástralíu með fyrsta móti ársins af 17. Búist er við spennandi og tvísýnni keppni á árinu svo sem fram kemur á næstu síðum. TÓLF síðna aukablað um Formúlu I kappakstur fylgir Morgunblaðinu í dag, en keppni hefst innan skamms. Í blaðinu er m.a. fjallað um árangur liðanna á síðasta ári þar sem Þjóðverjinn Michael Schumacher varð heimsmeist- ari ökumanna og lið hans, Ferr- ari, sigraði í keppni bílafram- leiðenda. 8 SÍÐUR 4 SÍÐUR 4 SÍÐUR Í VERINU í dag er greint frá gangi mála á yfirstandandi loðnuvertíð, sagt frá skýrslu FAO um ástand fiski- stofna og rætt við séra Jóhönnu Ingibjörgu Sigmars- dóttur um trúarhætti íslenskra sjómanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.