Morgunblaðið - 28.02.2001, Side 4
FULLTRÚAR eldri borgara munu
funda með ríkisstjórninni á fimmtu-
daginn og freista þess að ná sam-
komulagi við stjórnvöld um að ör-
yrkjadómurinn nái einnig til
ellilífeyrisþega. Þetta kom fram á
blaðamannafundi Félags eldri borg-
ara í Ásgarði í Glæsibæ í gær og
sagði Ólafur Ólafsson, formaður
félagsins, að ef ekki næðist einhvers
konar samkomulag gæti komið til
málsóknar á hendur ríkinu.
„Við væntum samkomulags,“ sagði
Ólafur. „Ekki síst vegna þess að
landsfundir beggja stjórnarflokk-
anna hafa líst því yfir að það beri að
sinna málum aldraðra betur en gert
hefur verið. Við förum ekki út í átök
nema við séum beinlínis neydd til
þess.“
Málsókn ef ekki næst sam-
komulag við stjórnvöld
Ólafur sagði að samkvæmt dómi
Hæstaréttar frá 19. desember sl.
bæri að tryggja rétt einstaklings til
lágmarksframfærslu. Þess vegna
bæri að hækka grunnlífeyri almanna-
trygginga nú þegar í 50.103 krónur
og láta hann framvegis fylgja
launaþróun í landinu. Hann sagði að
ef ekki næðist samkomulag við
stjórnvöld yrði þeim sent sérstakt
innheimtubréf og að ef því yrði ekki
sinnt lægi fyrir að eldri borgarar
myndu hefja málsókn gegn ríkinu.
Að sögn Ólafs lítur Félag eldri
borgara svo á að öryrkjadómurinn
hafi fordæmisgildi fyrir ellilífeyris-
þega. Dómur Hæstaréttar sé í reynd
viðurkenning á sjálfstæðum rétti ein-
staklinga til grundvallarmannrétt-
inda samkvæmt 65. og 76. grein
stjórnarskrárinnar. Í þessu tilfelli
réttur til framlaga sem tryggi ein-
staklingsbundna lágmarksfram-
færslu enda þótt viðkomandi sé í hjú-
skap. Hann sagði að lítill munur væri
á fjölda þeirra öryrkja og ellilífeyr-
isþega sem greitt hefðu í lífeyrissjóði
þó að þeir síðarnefndu hefðu að vísu
greitt meira.
Ólafur sagði að þegar væri hafinn
undirbúningur að málsókn á hendur
ríkissjóði vegna skattlagningar
ávöxtunar iðgjalda í lífeyrissjóði. Líf-
eyrir frá lífeyrissjóðum væri nú
skattlagður sem atvinnutekjur og að
það væri óréttmæt skattlagning.
Hann sagði að þar sem allt að 2/3
hlutar eftirlaunalífeyris væru fjár-
magnstekjur sjóðanna bæri að leggja
á þá 10% fjármagnsskatt en ekki 39%
skatt líkt og væri gert. Hafa bæri í
huga að jafnvel þeir sem hefðu lág-
marksframfærslu væru skyldaðir til
iðgjaldagreiðslna og gætu ekki
ávaxtað fé sitt á annan hátt.
Ólafur sagði að einnig yrði farið
fram á það við stjórnvöld að frítekju-
mark og skattleysismörk verði látin
fylgja almennri launaþróun í landinu.
Hann sagði að á síðustu tíu árum
hefðu ýmis þjónustugjöld hækkað
mikið, t.d. hefði bensín hækkað um
73%, símakostnaður um 100% og far-
gjöld SVR um 200%. Hann sagði að
vegna þessara miklu hækkana og-
þeirrar staðreyndar að ellilífeyrir
hefði ekki fylgt almennri launaþróun
í landinu hefði bilið á milli eldri borg-
ara og almennings stækkað mikið á
síðasta áratug. Þá sagði hann athygl-
isvert að undanfarið hefði hlutfalls-
lega orðið mest hækkun á þeim lyfj-
um sem aldraðir notuðu hvað mest.
Fulltrúar eldri borgara funda með ríkisstjórninni á morgun
Öryrkjadómurinn nái
einnig til ellilífeyrisþega
Morgunblaðið/Jim Smart
Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni, sagðist líta svo á að öryrkjadómurinn hefði fordæmisgildi fyrir
ellilífeyrisþega og tók Benedikt Davíðsson (t.v.), formaður Landssam-
bands eldri borgara, undir það, á blaðamannafundi í gær.
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SIV Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins í Reykjaneskjördæmi og umhverfis-
ráðherra, hefur ákveðið að bjóða sig fram til rit-
ara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem
haldið verður í Reykjavík dagana 16. til 18.
mars. Núverandi ritari flokksins, Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, sagði í Morg-
unblaðinu í gær, að hún hyggðist ekki leita eftir
endurkjöri.
Fyrir nokkru tilkynnti Hjálmar Árnason, sem
einnig er þingmaður Reykjaneskjördæmis, um
framboð til ritara en Siv sagði að framboð henn-
ar bæri ekki vott um neinn ágreining þeirra
milli. Hún sagðist einfaldlega telja ritaraemb-
ættið spennandi kost á þeim pólitísku tímamót-
um sem fram undan væru með breyttri kjör-
dæmaskipan.
„Ég met það svo að nýtt ritaraembætti sé
mikilvægara fyrir Framsóknarflokkinn nú
næstu tvö árin en staða varaformanns, sérstak-
lega í ljósi þess að endurskipuleggja þarf allt
flokksstarfið vegna kjördæmabreytinganna,“
sagði Siv. „Kjördæmabreytingin hefur víðtæk
áhrif á flokksstarf og skapar ný tækifæri til
þess að efla Framsóknaflokkinn.“
Vægi ritara stóraukið
Siv sagði að vægi ritara væri stóraukið með
þeim lagabreytingum sem nú væru í vinnslu á
vegum flokksins. Ritari yrði formaður lands-
stjórnar og bæri aðalábyrgð á öllu innra starfi
flokksins þar með talið rekstri skrifstofu. Hún
sagði að vegna breyttrar kjördæmaskipunar,
framgangs kvenna í flokknum og ákveðinnar
kynslóðabreytingar væri nú gerði krafa um
ákveðna vídd í forystu flokksins.
Siv sagðist telja mikilvægt að þessari nýju rit-
arastöðu gegndi forystumaður með víðtæka
reynslu, bæði af flokksstarfi, svo sem úr starfi
Sambands ungra framsóknarmanna og Lands-
sambands framsóknarkvenna, og þátttöku í
stjórnmálum á sveitarstjórnarstigi og í lands-
málum
„Það er mikið verk fram undan og í ljósi
þeirrar reynslu sem ég hef öðlast þá tel ég að
kraftar mínir geti nýst Framsóknarflokknum
vel í nýrri ritarastöðu flokksins.“
Siv sagði að ef hún yrði kjörin ritari myndi
hún leggja megináherslu á að efla flokksstarfið.
„Vegna minna starfa í flokknum um langt
skeið þekki ég vel til bæði styrkleika og veik-
leika okkar flokksstarfs. Ég mun einbeita mér
að því að styrkja okkur þar sem við erum veik
og hlúa einnig að styrkleikunum. Ég vil sjá
meira málefnastarf og meira samstarf almennt í
flokknum. Samstarfið er gott, en ég vil gjarnan
bæta það enn frekar. Við þurfum að efla áhuga
fólks almennt á Framsóknarflokknum, bæði hér
á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli.“
Eins og kom fram að ofan hafa framsókn-
armenn verið að ræða ýmsar lagabreytingar og
í þeim umræðum hefur komið upp hugmynd um
að breyta lögum þannig að ráðherra megi ekki
bjóða sig fram til ritara flokksins. Siv sagðist
ekki telja að þessi hugmynd hefði mikið fylgi.
„Ég býð mig auðvitað fram í ritarastöðuna
með það fyrir augum að lögunum verði ekki
breytt í þessa veru, en ef flokksmenn telja brýnt
að gera það, sem ég hef nú ekki heyrt almennt,
þá útilokar það mig frá ritarastarfinu.“
Ætti að nást sátt um forystu
með mikla breidd
Siv sagðist telja að það gæti náðst þokkaleg
sátt um forystu sem hefði mikla breidd. Hún
sagðist styðja Halldór Ásgrímsson, sem for-
mann flokksins, en vildi ekki gefa út neina yf-
irlýsingu um það hvern hún styddi í varafor-
mannskjörinu. Þeir sem hafa boðið sig fram til
varaformanns eru Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra og Ólafur Örn Haraldsson, þing-
maður Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra tilkynnir framboð
Býður sig fram til ritara
Framsóknarflokksins
Morgunblaðið/Golli
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir
að embætti ritara Framsóknarflokksins sé
mikilvægara en varaformannsembættið.
Á AÐALFUNDI Félags eldri
borgara í Reykjavík og ná-
grenni, sem haldinn var um síð-
ustu helgi, kom fram sú hug-
mynd hvort ekki væri
grundvöllur fyrir því að stofna
sérstakan sparisjóð fyrir aldr-
aða.
Ólafur Ólafsson, formaður
Félags eldri borgara, sagði að
um mjög athyglisvert mál væri
að ræða og að það væri í skoð-
un. Hann sagði að ef ráðist yrði
út í þetta þá yrði það væntan-
lega gert í samvinnu við ein-
hvern sparsjóðanna.
Að sögn Ólafs voru margir á
fundinum hrifnir af þessari
hugmynd.
Rætt um
stofnun Spari-
sjóðs aldraðra
STJÓRN Spalar ehf., sem á og rekur
Hvalfjarðargöngin, hefur ákveðið að
hækka gjaldskrá ganganna. Gjald-
skrárbreytingin, sem tekur gildi á
morgun, nær eingöngu til svokall-
aðra áskriftarferða. Gert er ráð fyrir
að tekjur Spalar aukist um 6 til 7%
vegna breyttrar gjaldskrár annars
vegar og meiri umferðar hins vegar.
Mestur afsláttur til áskrifenda var
áður 60% af staðgreiðsluverði, en
verður nú 56% af gjaldi fyrir staka
ferð. Gjald fyrir hverja ferð venju-
legs fjölskyldubíls hækkar þannig úr
500 í 550 krónur hjá þeim sem kaupa
40 áskriftarferðir og gjald fyrir
hverja ferð hækkar úr 400 í 440
krónur séu keytar100 ferðir.
Áskriftargjald fyrir bíl í 2. gjald-
flokki (ökutæki 6–12 metrar að
lengd) hækkar úr 1.950 í 2.145 krón-
ur fyrir hverja ferð. Áskriftargjald
fyrir bíl í 3. gjaldflokki (ökutæki yfir
12 metrar að lengd) hækkar úr 2.470
í 2.717 krónur fyrir hverja ferð.
Gjaldskrá Spalar hækkar ekki að
öðru leyti. Stakt veggjald verður
áfram 1.000 krónur og 10 miða af-
sláttarkort mun kosta 7.000 krónur.
Samkvæmt upplýsingum frá Speli
hefur aukinn fjármagnskostnaður,
aukin verðbólga og gengisþróun sett
mark sitt á rekstur fyrirtækisins.
Þannig nam rekstrartap um 96 millj-
ónum króna á síðasta fjórðungi árs-
ins 2000 en hagnaður á sama tímabili
árið 1999 var um 22 milljónir króna.
Meirihluti lána Spalar er í erlendum
gjaldmiðlum og skýringin á versn-
andi afkomu er nær 180 milljóna
króna gengistap félagsins á síðasta
ársfjórðungi 2000.
Gjaldskrá
Hvalfjarð-
arganga
hækkar