Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 9

Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 9 ...drengjaskyrtur kr.69,- Endurtekin vegna fjölda áskoranna. 6. apríl ABBA-sýning D.J. Páll Óskar í diskótekinu, ásamt Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi 30. mars Queen-sýning NÆSTA SÝNING LAUGARDAGINN 3. MARS RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 • Fax 533 1110 Einhver magnaðasta sýning sem sett hefur verið á svið á Broadway. Eiríkur Hauksson kemur frá Osló í hverja sýningu og syngur Freddie Mercury. Landslið Íslenskra hljóðfæraleikara kemur við sögu og flytur allra vinsælustu lög hljómsveitarinnar frá upphafi til vorra daga. Fjölbreytt úrval matseðla. Stórir og litlir veislusalir. Borðbúnaður-og dúkaleiga. Veitum persónulega ráðgjöf við undirbúning. Hafið samband við Guðrúnu, Jönu eða Ingólf. Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson. Sviðssetning: Egill Eðvarðsson. Danshöfundur: Jóhann Örn. Lýsing: Aðalsteinn Jónatansson. Hljóð: Gunnar Smári. Söngvarar: Kristinn Jónsson, Davíð Olgeirsson, Kristján Gíslason, Kristbjörn Helgason, Svavar Knútur Kristinsson, Guðrún Árný Karlsdóttir, Hjördís Elín Lárusdóttur. Framundan á Hár & Fegurð Íslandsmeistaramót Úrvals skemmtanir Veffang: www.broadway.is • E-mail: broadway@broadway.is Sýning laugardaginn 10. mars Sýning í heimsklassa! Rokksýning allra tíma á Íslandi ! Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson. Dansstjórn: Jóhann Örn. - Leikstjórn: Egill Eðvarðsson. Einkasamkvæmi - með glæsibragSkemmtun 24. MARS Árshátíðir, ráðstefnur, fundir, vöru- kynningar og starfsmannapartý Endurtekin vegna fjölda áskoranna. Frábærir söngvarar! Sýning 6. apríl Sýning 21. apríl KristjánGíslason túlkar Cliff Richard SHADOWS íslenskir gítarsnillingar leika Nights on Broadway Geir Ólafsson og Big Band SHADOWS-sýning Hljómsveitin Stormar leikur fyrir dansi og diskótek í Ásbyrgi LANDSLAGIÐ -söngvakeppni Bylgjunnar Milljónamæringarnir leika fyrir dansi Queen-sýning D.J. Páll Óskar í diskótekinu 28. apríl Queen-sýning D.J. Páll Óskar í diskótekinu, ásamt Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi Karlakórinn HEIMIR Queen-sýning Fegurðardrottning Reykjavíkur Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi BEE-GEES-sýning D.J. Páll Óskar í diskótekinu, ásamt Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi D.J. Páll Óskar í diskótekinu, ásamt Lúdó sextett og Stefán í Ásbyrgi D.J. Páll Óskar í diskótekinu 4. mars 10. mars 23. mars 24. mars 14. apríl 18. apríl 20. apríl 21. apríl 27. apríl Hljómsveitin Lúdó sextett og Stefán leikur fyrir dansi í Ásbyrgi 10. mars D.J. Páll Óskar í diskótekinu 10. mars Karlakórinn HEIMIR og Álftagerðisbræður og Jóhannes Kristjánsson, eftirherma, skemmta. Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi á eftir. - með landsins bestu söngvurum og hljóðfæraleikurum Kíktu við og fáðu mikinn afslátt. Sérfræðingur á staðnum fim. 1. mars og fös. 2. mars kl. 14-18 í Lyf og heilsu, Kringlunni KRINGLUNNI, SÍMI 568 9970 snyrtivörur yfirleitt betri LÖGREGLAN í Reykjavík fékk til- kynningu nokkru eftir miðnætti í fyrrinótt um að karlmaður hefði tek- ið inn of stóran skammt fíkniefna. Maðurinn var þó með meðvitund þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn. Hann var fluttur á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi. Talið er að hann hafi neytt amfetamíns. Laust fyrir kl. 2.30 hafði lögreglan stöðvað bifreið á Hringbraut. Lög- reglan handtók þar tvo menn en við leit á öðrum þeirra fannst nokkurt magn af hassi. Við leit í bifreiðinni fann lögreglan einnig önnur efni sem talin voru fíkniefni. Í bílnum voru einnig hnífar og barefli. Fluttur á sjúkra- hús eftir fíkniefnaneyslu fimm daga vikunnar GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segist vera jákvæður í garð þess að tryggja rekstur land- græðsluvélarinnar Páls Sveinssonar en flugmenn hafa boðist til að fljúga henni frítt til að svo megi verða. Morgunblaðið greindi frá því í síð- ustu viku að 100 flugmenn og áhuga- menn um landgræðslu hafa skorað á landbúnaðarráðherra að tryggja rekstur flugvélarinnar næstu ár. Guðni Ágústsson segir að flugmenn hafi í gegnum tíðina flogið vélinni án endurgjalds og hann sé þeim þakk- látur fyrir það. „Minn vilji er mjög góður í málinu því ég dái Pál Sveins- son og tel að hann hafi skilað miklu verki í landgræðslu. Ég ætla í fram- haldi af þessu erindi að fara yfir stöðuna og skoða hvort að hægt sé að finna leiðir svo að Páll Sveinsson megi gegna þessu hlutverki áfram,“ segir Guðni. Hann segir kostnað við rekstur flugvélarinnar vera helstu ástæðuna fyrir ótryggri framtíð hennar en flugmenn áætla að kaupa verði áburð fyrir sem nemur 50 millj- ónir króna árlega til að reksturinn verði hagkvæmur. Guðni segist búast við niðurstöðu í málinu fljótlega: „Þetta er mál sem ekki má vera á hraða snigilsins,“ seg- ir hann. Guðni Ágústsson um framtíð landgræðsluvélarinnar „Minn vilji er góður“ HÁSKÓLAÚTVARPIÐ hóf útsend- ingar í vikunni en rekstur þess er ár- viss liður í þjálfun nemenda í hag- nýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands. Útsendingarnar munu standa til og með næsta sunnudegi en sent er út milli klukkan eitt og sex dag hvern á tíðninni FM 89,3. Að sögn Óla Kristjáns Ármanns- sonar útvarpsstjóra er dagskráin fjölbreytt þar sem tekin eru fyrir ýmis hugðarefni nemenda en aðal- áherslan er á háskólamál. Hann segir vikuna leggjast ágæt- lega í nemendur. „Þetta er svolítið stressandi en ég held að við ráðum alveg við það og þetta er reynsla sem við munum búa að síðar.“ Kjörorð útvarpsins er „Fjölbreytt og fræðandi“ eins og síðustu ár. „Ég segi nú ekki að þetta sé Rás 1 með sveiflu en kannski Rás 2 með öðrum brag,“ segir Óli að lokum. Háskólaútvarp rekið í eina viku ENDURBÆTUR á Þingvallabæn- um hófust í síðustu viku. Að sögn Sig- urðar Oddssonar, framkvæmda- stjóra þjóðgarðsins, eru þær á vegum forsætisráðuneytisins en verið er að auka við aðstöðu þess í bænum. Með framkvæmdunum verða önn- ur og þriðja burst frá norðri tengdar við þá aðstöðu sem ráðuneytið hafði áður í fjórðu og fimmtu burstinni. Þar var fyrr aðsetur Þingvallaprests en fyrsta burstin verður eftir sem áður nýtt af þjóðgarðinum og kirkjunni. Að sögn Sigurðar er enn óráðið hver muni gegna starfi prests á Þing- völlum en prestastefna ályktaði í október síðastliðnum að prestur skyldi sitja þar áfram. Séra Rúnar Þór Egilsson, prestur á Mosfelli í Biskupstungum, hefur annast prest- þjónustu í umdæmi Þingvallaprests um nokkurt skeið en enginn hefur verið ráðinn prestur að staðnum frá því að sr. Heimir Steinsson sóknar- prestur Þingvallaprestakalls féll frá í maí í fyrra. Framkvæmdir hafnar í Þingvallabænum Aukið við að- stöðu forsæt- isráðuneytis ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.