Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 15
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 15
Hrunamannahreppi - Kennarasam-
band Íslands hefur nú ákveðið að
byggja 16 orlofshús, auk eins félags-
húss, á skipulögðu sumarhúsasvæði
sem heitir Heiðabyggð og er í landi
jarðarinnar Ásatúns hér í Hruna-
mannahreppi. Fyrir á Kennarasam-
bandið 13 orlofshús hér í sveitinni, í
svokallaðri Ásabyggð sem er stórt
sumarbústaðahverfi rétt hjá Flúð-
um.
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambandsins, tók fyrstu skóflu-
stunguna að hinum nýju bústöðum á
laugardaginn að viðstöddum stjórn-
armönnum KÍ hönnuðum, verktök-
um o.fl. gestum. Í fyrsta áfanga
verða byggðir sex bústaðir og eru
framkvæmdir að hefjast. Alls buðu 7
verktakar í verkið en tilboð Ástmars
Arnar Arnarsonar var lægst, rúmar
12 milljónir á hús og var því tekið.
Arkitekt húsanna er Albína Tordar-
son. Verða þessir sex bústaðir sem
eru um 90 fermetrar hver og allir
eins, tilbúnir til notkunar í júníbyrj-
un á næsta ári og verður þá einnig
búið að ganga frá lóðum.
Hilmar Ingólfsson, formaður or-
lofsnefndar Kennarasambandsins,
sagði að mikil þörf væri fyrir fleiri
orlofshús, hvergi væri hægt að sinna
eftirspurn yfir sumartímann. Hann
sagði jafnframt að eftir að hafa skoð-
að landsvæði undir bústaði víða á
Suður- og Vesturlandi hefði þessi
staður orðið fyrir valinu.
Á fjórða þúsund sumarhúsa
í Árnessýslu
Hér í uppsveitum Árnessýslu voru
um síðustu áramót skráð 3.443 sum-
arhús, 177 hér í Hrunamannahreppi,
í Biskupstungum eru þau 511, Laug-
ardal 454, Þingvallasveit 469, Gnúp-
verjahreppi 103, á Skeiðum 21 en
langflest sumar og orlofshús eru í
Grafnings- og Grímsneshreppi 1.708.
Mikill meirihluti þessara húsa er
veglegar byggingar með rafmagni,
heitu og köldu vatni.
Það gefur auga leið að þessir vel-
komnu aukaíbúar okkar Árnesinga
þurfa á margs konar þjónustu að
halda svo sem heilsugæslu og versl-
un, notkun sundstaða o.s.frv. Um-
ferð er eðlilega mikil vegna þessa
fjölda fólks sem kemur til dvalar í
húsunum í lengri eða skemmri tíma.
Reynir þá sérstaklega á umferðar-
þunga á Hellisheiði sem bent hefur
verið á að þoli vart þá miklu umferð
sem er á álagstímum um helgar.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, tók fyrstu skóflustunguna.
Kennarasambandið
byggir fleiri orlofshús
Norður-Héraði - Aðalsteinn Jónson,
bóndi í Klausturseli á Jökuldal, held-
ur afurðagóðan fjárstofn. Til marks
um það var hann með rúmlega tvö
lömb fædd á vetrarfóðraða kind síð-
astliðið vor.
Í gemlingahópnum hjá honum
getur að líta sérstakan hóp, þar er
um að ræða samstæður, þrílembinga
og fjórlembinga. Það verður að telj-
ast óvenjulegt að eiga sjö gemlinga
sem eru komnir undan aðeins tveim-
ur mæðrum.
Móðir fjórlembinganna er frá Ing-
unnarstöðum í Reykhólasveit ættuð
frá Smyrlabjörgum í Suðursveit af
svokölluðu Þokugeni, á síðasta vori
var hún fjórlembd í þriðja skipti. Þrí-
lembingarnir eru ættaðir frá
Broddanesi á Ströndum af frjósem-
iskyni, móðirin undan hrút sem gef-
ur ótrúlega frjósamar dætur sem
bæði eru þrílembdar og fjórlembdar.
Þrjár gimbranna voru vandar
undir í vor og gengu allar undir sem
tvílembingar.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli og formaður Landssamtaka
sauðfjárbænda, stendur í krónni hjá gemlingunum sjö sem eru sam-
stæðir þrílembingar og fjórlembingar, allt gimbrar. Framar á myndinni
eru fjórlembingarnir í röð.
Frjósemi í Klausturseli á Jökuldal
Þrílembingar og
fjórlembingar
Neskaupstað - Á fundi bæjarstjórn-
ar Fjarðabyggðar hinn 15. febrúar sl.
var samþykkt fyrsta útgáfa af Stað-
ardagskrá 21 fyrir Fjarðabyggð.
Fjarðabyggð er eitt af rúmlega þrjá-
tíu sveitarfélögum sem taka þátt í
samvinnuverkefni Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og umhverfis-
ráðuneytisins um Staðardagskrá 21 á
Íslandi og er fjórða sveitarfélagið á
Íslandi sem samþykkir fyrstu útgáfu
af Staðardagskrá 21. Áður hafa Snæ-
fellsbær, Mosfellsbær og Reykjavík
samþykkt Staðardagskrá 21.
Í Staðardagskrá 21 fyrir Fjarða-
byggð er að finna markmið og áætlun
um leiðir að markmiðum í ákveðnum
málaflokkum sem leggja línurnar að
því hvernig Fjarða-byggð hyggst
stefna í átt til sjálfbærara samfélags
á næstu árum. Meðal þess sem tekið
er fyrir í áætluninni er t.d. neyslu-
vatn, úrgangur, fráveitur, umhverf-
isfræðsla, menningarminjar, nátt-
úruvernd og skipulag.
Ýmislegt verið gert
Vinna við Staðardagskrá 21 í
Fjarðabyggð hófst í júlí 1999 með
skipun stýrihóps um Staðardagskrá
21. Á þeim tíma sem stýrihópurinn
hefur starfað hefur ýmislegt verið
gert í nafni verkefnisins. Fyrsta
skrefið var að vinna úttekt á núver-
andi stöðu ákveðinna málaflokka í
sveitarfélaginu.
Úttekt á núverandi stöðu og stað-
ardagskrárverkefnið í Fjarðabyggð
var kynnt á fjölsóttum borgarafundi í
apríl sl. þar sem íbúum gafst kostur á
að koma með ábendingar um það
sem þeim fyndist að betur mætti fara
í sveitarfélaginu. Einnig var kynn-
ingarbæklingi um verkefnið og
spurningakönnun dreift á öll heimili í
Fjarðabyggð.
Þá var komið upp gagnvirkri
heimasíðu þar sem íbúum gefst kost-
ur á að kynna sér Staðardagskrá 21
og koma með ábendingar og hug-
myndir um það sem betur má fara í
sveitarfélaginu, svo eitthvað sé nefnt.
Viðhaldið og endurskoðuð
reglulega
Í samþykkt bæjarstjórnar segir að
Staðardagskrá 21 í Fjarðabyggð sé
samþykkt: „...í öllum meginatriðum,
en bendir á nauðsyn þess að áætlunin
falli að áformum um uppbyggingu
orkufreks iðnaðar í sveitarfélag-
inu...“ Sú áætlun sem samþykkt var í
bæjarstjórn hinn 15. febrúar sl. er í
raun bara fyrsta útgáfa af Staðar-
dagskrá 21 fyrir Fjarðabyggð en í
inngangi áætlunarinnar segir: „Þó að
stóru skrefi sé náð með samþykkt
fyrstu útgáfu af Staðardagskrá 21
fyrir Fjarðabyggð er langt í land að
verkefninu sé lokið“.
Eftir stendur að hrinda þeim að-
gerðum sem tilgreindar eru í áætl-
uninni í framkvæmd, auk þess sem
stöðugt þarf að endurskoða áætl-
unina í takt við breytta tíma og nýjar
áherslur í samfélaginu. Til að tryggja
að svo verði var bæjarráði Fjarða-
byggðar falið að skipa þriggja manna
Staðardagskrárnefnd til að tryggja
að Staðardagskrá 21 í sveitarfélaginu
yrði viðhaldið og áætlunin endur-
skoðuð reglulega.
Ólafsvíkuryfirlýsingin
Auk þess að samþykkja fyrstu út-
gáfu af Staðardagskrá 21 samþykkti
bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir
skemmstu að lýsa almennum stuðn-
ingi við megininntak Ólafsvíkuryfir-
lýsingarinnar en leggur um leið
áherslu á að það sé: „...ótvíræð stefna
bæjarstjórnarinnar að stuðla að upp-
byggingu orkufreks iðnaðar í sveit-
arfélaginu“.
Staðardagskrá
21 í Fjarðabyggð
samþykkt
Reykholti - Einn af þremur stofn-
fundum Búkollu, samtaka áhuga-
manna um verndun íslenska kúa-
kynsins, var haldinn í Valfelli í
Borgarbyggð á laugardag. Alls
komu um 20 manns á fundinn sem
haldinn var fyrir svæðið NV-land og
Vestfirði. Hinir tveir stofnfundir
landssamtakanna voru haldnir á Ak-
ureyri og í Vík í Mýrdal.
Við stjórnarkjör í Valfelli var að-
almaður í stjórn kjörinn Ásthildur
Skjaldardóttir, Bakka, Kjalarnesi. Á
fundinum á Akureyri var kjörinn í
stjórn Guðbergur Egill Eyjólfsson,
Hléskógum, Eyjafirði. Á fundinum í
Vík var kjörinn í stjórn Ágúst Dal-
kvist, Eystra-Hrauni, Vestur-
Skaftafellssýslu.
Í drögum að stefnuskrá félagsins
segir að samtökin séu stofnuð til að
standa vörð um íslenska kúakynið og
verja það fyrir erfðamengun. Efla
skal kúabúskap og ræktun kýrinnar
og halda í heiðri sögu og menningu
tengda kúnni. Að síðustu skal
tryggja velferð kýrinnar og hollustu
afurða. Hópurinn hefur aukinheldur
skorað á landbúnaðarráðherra að
afturkalla leyfi til innflutnings á
erfðaefni úr norskum kúm í tilrauna-
skyni þar til tekist hefur að meta
umfang kúariðu í Evrópu, greina
smitleiðir hennar og koma upp var-
anlegum vörnum gegn útbreiðslu
sjúkdómsins. Samtökin eru stofnuð
af kúabændum og er stýrt af þeim en
öðrum bændum og öllum almenningi
er boðin þátttaka til stuðnings mál-
efninu, „enda varða svo mikilvæg
málefni sem matvælaframleiðsla og
búfjárstofnar í náttúru landsins alla
þegna þjóðarinnar“ eins og segir á
heimasíðu félagsmanna, bukolla.is.
Samtök
áhugamanna
um íslensku
kúna stofnuð Mývatnssveit - Í mildri veðráttu aðundanförnu hefur ísinn hopað af
stórum svæðum Mývatns, einkum af
Ytri Flóa. Þá rótast upp gróður og
fleira sem sest í netin þannig að
betra er að draga þau undan og
hreinsa um leið og vitjað er um. Síð-
an er dregið undir aftur. Birgir á
Hellu er rétt að fara að sökkva net-
inu í vökina en Axel í Ytri Neslönd-
um bíður við hina vökina tilbúinn að
draga til sín endann. Þannig vinna
þeir saman nágrannarnir við veiði-
skapinn. Nú hefur eyðurnar lagt
aftur og þarf þá síður að verka net-
in. Viðunandi veiði er enn í vatninu.Morgunblaðið/BFH
Netið
hreinsað