Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 18

Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM þær mundir sem Jemenríkin sameinuðust fyrir röskum tíu ár- um var lögð mikil áhersla á að upp frá þessu mundi ríkja frelsi til orðs og æðis í landinu, rit- frelsi, kosningar yrðu haldnar með jöfnu millibili og allir hefðu jafnan rétt til að kjósa og svo framvegis. Það er óhætt að segja að Je- men hefur staðið sig undra vel og sumum markmiðum hefur verið náð og mér þykja blöð hér mjög opinská og tala enga tæpitungu þegar þeim er ofboðið og halda uppi gagnrýni á hin ýmsu mál. Þó er forsetinn undanskilinn, það þykir ekki við hæfi að gagnrýna hann nema þá mjög gætilega. En nú velta menn því fyrir sér hvort ritfrelsið sé í hættu og ástæður eru meðal annars þær, að á síðasta ári voru allmargir blaðamenn í Jemen handteknir eða útgáfa blaða bönnuð annað- hvort tímabundið eða fyrir fullt og allt. Árásir og misþyrmingar Í ársskýrslu Fréttamanna án landamæra, sem var birt nýlega, kom meðal annars eftirfarandi fram: Blaðamenn, sem hafa skrifað of harkalega um að lítt gæti framfara í landinu, hafa orð- ið fyrir árásum, ráðist inn á heimili þeirra og þeim misþyrmt. Einnig var aðalritstjóri viku- blaðsins Al Haq handtekinn fyrir að hafa skrifað ógætilega um hernaðarsamvinnu milli Jemens og Bandaríkjanna. Honum var sleppt eftir fjögurra daga yfir- heyrslu en útgáfa blaðsins stöðv- uð um tíma og ritstjóranum gert að greiða töluverða sekt. Ritstjórar óháðs dagblaðs, Al Alyam, fengu sex mánaða skil- orðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa birt grein sem var ógnun við „þjóðareiningu“ eins og það var orðað og ekki skilgreint nán- ar. Þegar gluggað er í skýrsluna kemur líka í ljós, að mjög oft eru menn einmitt ákærðir fyrir þetta: að hafa skrifað eitthvað sem kynni að vera ógnun við þjóðareiningu og eins og allir mega skilja er það afskaplega teygjanlegt hugtak. Sádi-Arabía viðkvæmt mál Nokkrum sinnum eru blaða- menn handteknir og færðir í fangelsi og síðan sleppt án nokk- urra skýringa. Einu sinni eða tvisvar hefur það komið fyrir að blaðamenn hafi verið handteknir eða útgáfa blaða stöðvuð vegna þess að skrifað hefur verið óvirðulega um konungsfjölskyld- una í Sádi-Arabíu en samskipti Sáda og Jemena hafa verið lengi og eru enn alveg sérstaklega við- kvæmt mál. Tvö blöð eru gefin hér út á ensku, Jemen Times og Jemen Observer, bæði nokkuð góð blöð og stundum mjög gagnrýnin. Réttarhöld standa nú yfir rit- stjóra Jemen Times fyrir að hafa birt villandi og falsaðar upplýs- ingar um fjármál ríkisins og gef- ið í skyn að hér sé spilling á efstu stöðum. Það vita raunar allir að hún er veruleg en það er vissara að hafa ekki mjög hátt um það. Leynileg vopnasala Loks má svo geta að dagblaðið Shark al Asat var bannað þegar það birti grein um leynilega vopnasölu Rússa til Jemens. Því banni hefur nú verið aflétt og mikið rétt, ekki er ýkja langt síð- an rússneskir skriðrekar og alls konar þungavopn komu til lands- ins og mátti þá allt í einu segja frá því. Blaðamenn sem ég hef talað við hér segja að þeir hafi veru- legar áhyggjur, einn af horn- steinum lýðræðisins sé að geta tjáð sig frjálslega og haft uppi málefnalega gagnrýni. Jemenar hafi þokað sér töluvert áleiðis en enn vanti mikið á að þeir hafi fullt frjálsræði. Er ritfrelsi í hættu í Jemen? Að mörgu leyti hefur miðað vel eftir samein- ingu jemensku ríkjanna hvað varðar borg- araleg réttindi, segir Jóhanna Kristjónsdóttir, en nú virðist þó sem bliku hafi dregið á loft. Höfundur er blaðamaður og stundar nám í arabísku í Jemen. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti átti í gærkvöld að halda ræðu í sameinuðu þingi til að kynna tillög- ur stjórnarinnar um drög að fjár- lögum fyrir fjárhagsárið 2002. Búist var við að forsetinn myndi í ræðunni biðja þingmenn að taka óháða af- stöðu til áforma sinna um skatta- lækkanir og niðurgreiðslu erlendra skulda. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2002 kemur til framkvæmda fyrsti áfangi þeirra skattalækkana sem Bush boðaði í kosningabaráttunni en til- lögur hans gera ráð fyrir að rík- issjóður verði alls af um 1,6 billjóna dollara vegna skattalækkana á næstu tíu árum. Skattalækkunaráformin eru afar umdeild, jafnvel innan Repúblikana- flokksins. Mörgum þykir of langt gengið og segja tillögurnar byggjast á óraunhæfum spám um fjárlaga- afgang. Aðrir gagnrýna að þeir sem helst muni njóta góðs af lækkunun- um séu hinir best settu. Dick Gephardt, leiðtogi demó- krata í fulltrúadeildinni, hefur minnt á að ráðist hafi verið í svipaðar skattalækkanir eftir embættistöku Ronalds Reagans árið 1981. Þær hafi komið sér best fyrir efnafólk og í kjölfar þeirra hafi orðið gríðarleg- ur halli á fjárlögum. „Við viljum ekki endurtaka þau mistök. Það er svigrúm til að lækka skatta að nokkru marki en við ættum að sjá til hvernig efnahagurinn þróast,“ sagði Gephardt í þættinum Today á NBC- sjónvarpsstöðinni á mánudag. Karen Hughes, ráðgjafi Bush, brást til varnar í morgunþætti CBS- sjónvarpsstöðvarinnar í gær og mótmælti kröfum demókrata um að tryggt yrði að skattalækkanirnar kæmu ekki að fullu til framkvæmda nema spár um fjárlagaafgang stæð- ust. „Aðeins tvær ástæður geta ver- ið fyrir því að afgangurinn verði ekki að veruleika: annars vegar að þingið samþykki of mikil ríkisút- gjöld og féð gangi því til þurrðar og hins vegar að komi til efnahags- kreppu en þá er einmitt ekki skyn- samlegt að hækka skatta,“ sagði Hughes. Af öðrum málum var búist við að Bush myndi í ræðunni meðal annars leggja fram tillögur um aukin út- gjöld til menntamála og um niður- greiðslu erlendra skulda um 2 billj- ónir dollara á næstu tíu árum. Meirihluti mótfallinn svo miklum skattalækkunum Samkvæmt nýrri skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar og The Washington Post eru aðeins um 40% Bandaríkjamanna hlynnt eins mikl- um skattalækkunum og tillögur for- setans gera ráð fyrir. Yfir 50% að- spurðra kváðust heldur kjósa minni lækkanir sem miðuðust að því að bæta afkomu fólks af millistétt og lágstétt. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar telur þriðjungur Banda- ríkjamanna að afgangi af fjárlögum eigi að verja til málaflokka eins og heilbrigðis- og menntamála en ein- ungis fimmtungur telur að nota eigi tækifærið til að lækka skatta. AP Bush kynnti áform sín um skattalækkanir fyrir ríkisstjórum bandarísku sambandsríkjanna á fundi í Hvíta hús- inu á mánudag. Með honum á myndinni eru Parris N. Glendening, ríkisstjóri Maryland, John Engler, ríkisstjóri Michigan, og Jane Dee Hull, ríkisstjóri Arizona. Bush mælir fyrir skattalækkunum Tillögurnar njóta ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar Washington. AFP, AP. FIMMTÁN ár eru í dag liðin frá því að Olof Palme, þá forsætisráð- herra Svíþjóðar, féll fyrir hendi morðingja. Palme var á leið heim úr kvikmyndahúsi með eiginkonu sinni þegar hann var myrtur. Sænska þjóðin var harmi slegin yfir atburðinum, sem átti sér stað í miðborg Stokkhólms. Hver morðinginn var er enn óráðin gáta og fleiri spurningar en svör hafa vaknað við rannsókn málsins, sem enn er á borði sænsku lögreglunnar þótt fjöldi þeirra sem sinna rannsókninni hafi minnkað úr mörg hundruð í tólf manns. Yfirmaður sænsku lögregl- unnar, Lars Nylen, bendir á að ekki sé víst að morðinginn endi nokkurn tíma á bak við lás og slá, jafnvel þó að einhvern daginn muni það skýrast hver var að verki. Málið verður fyrnt eftir 25 ár. Olof Palme var um árabil einn þekktasti stjórnmálamaður Sví- þjóðar. Hann var umdeildur heima fyrir en naut virðingar á al- þjóðavettvangi, meðal annars fyrir stuðning sinn við sjálfstæði þróun- arlanda. Frægðarsól Palme, sem var leiðtogi Jafnaðarmannaflokks- ins, reis mjög hratt í sænskum stjórnmálum, en hann setti fram nýstárlegar hugmyndir og áhrifa hans á sænska velferðarkerfið gætir enn í dag. Sænskum stjórn- málaskýrendum ber saman um að enginn hafi fyllt skarð það er hoggið var í raðir sænskra stjórn- málamanna við lát Palmes. „Svíþjóð skipti máli á al- þjóðavettvangi þegar Palme var og hét,“ segir fyrrum ritstjóri Aftonbladet, Gunnar Fredriksson. Reuters. Sænska þjóðin var harmi slegin þegar Palme var myrtur og vottuðu þúsundir Svía honum virðingu sína með því að leggja blóm þar sem glæpurinn var framinn. Fimmtán ár síðan Palme var myrtur Stokkhólmi. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.