Morgunblaðið - 28.02.2001, Síða 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
indamál. Ræddi hún sérstaklega þá venju kín-
verskra stjórnvalda að senda samvizkufanga til
nauðungarvinnu úti í sveit. Á síðustu misserum
hafa fylgismenn Falun Gong-hreyfingarinnar
einkum verið beittir þessu „endurmenntunar-
tæki“ eins og Kínastjórn kýs að kalla slíkt. Fékk
hún þau svör að þetta tæki væri gagnlegt og ekk-
ert við það að athuga.
Ísraelar neita ásökunum um
óhóflega valdbeitingu
Ísraelsstjórn varðist einnig gagnrýni þeirri
sem fram kemur í skýrslu Bandaríkjastjórnar,
þar sem því er haldið fram að ísraelsk yfirvöld
hafi á tíðum beitt óhóflega miklu ofbeldi í við-
ureign sinni við palestínska óeirðaseggi á síðustu
mánuðum.
„Ísrael hefur brugðizt við kerfisbundnum, við-
varandi árásum palestínskra skæruliða og með-
limum palestínskra heimastjórnaryfirvalda með
viðeigandi, hófsömum og ábyrgum hætti,“ segir í
yfirlýsingu ísraelska utanríkisráðuneytisins í
gær.
Í bandarísku skýrslunni er einnig að finna
hvassa gagnrýni á rússnesk yfirvöld vegna
ástandsins í Tsjetsjníu. Öryggissveitir Rússa eru
sagðar hafa sýnt í verki á vettvangi í Tstetsjníu
mjög litla virðingu fyrir grundvallarmannréttind-
um.
Hvað snertir gagnrýni á ástandið í öðrum lönd-
um en þeim sem hér hafa verið nefnd skar Kól-
umbía sig nokkuð úr í gær. Forseti landsins, And-
res Pastrana, lýsti því yfir að skýrsla bandaríska
utanríkisráðuneytisins væri því miður „sanngjörn
úttekt á þeim raunveruleika sem við lifum við.“ Í
skýrslunni er meðal annars kólumbíski herinn og
hægrisinnaðir skæruliðar í landinu sakaðir um
gróf mannréttindabrot.
BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið birti á
mánudag árlega skýrslu sína um ástand mann-
réttindamála í hinum ýmsu ríkjum heims. Í
skýrslunni eru meðal annars ísraelsk stjórnvöld
gagnrýnd fyrir meðferð þeirra á Palestínumönn-
um á síðustu mánuðum, stjórnvöld í Rússlandi
fyrir „alvarleg brot“ á mannréttindum í Tsjetsj-
níu og Kína fyrir slæmt ástand í þessum málum
almennt.
Kínastjórn brást í gær harkalega við þessari
gagnrýni. Zhang Qiyue, talsmaður kínverska ut-
anríkisráðuneytisins, sakaði Bandaríkjastjórn um
tvöfalt siðgæði. „Bandaríska ríkisstjórnin víkur
engu orði að ástandi mannréttindamála í eigin
landi en leyfir sér að básúna út afbakaðar lýs-
ingar á stöðu mannréttindamála í öðrum lönd-
um,“ hefur AP eftir Qiyue. Upplýsingaskrifstofa
kínverskra stjórnvalda brást enn fremur við með
því að birta skýrslu um „versnandi ástand mann-
réttindamála í Bandaríkjunum“.
„Við krefjumst þess að Bandaríkin hlíti grund-
vallarreglum alþjóðasamskipta, leiðrétti mis-
gjörðir sínar og hætti að beita svokölluðum mann-
réttindamálum til að blanda sér í innanríkismál
Kína,“ segir í yfirlýsingu kínverska utanríkis-
ráðuneytisins.
Er í kínversku skýrslunni bandarískt lýðræði
kallað „leikur ríka fólksins“ og lítil kjörsókn í
kosningum þar í landi kölluð sönnun fyrir því að
lýðræði í Bandaríkjunum væri háðung ein.
Philip T. Reeker, talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, sagði er skýrsla ráðuneytisins
var kynnt, að einkum væru það aðgerðir kín-
verskra stjórnvalda gegn íhugunarhreyfingunni
Falun Gong og andófi í Tíbet sem ástæða væri til
að hafa áhyggjur af. Hann tilkynnti að Banda-
ríkjastjórn hygðist á ársfundi Mannréttinda-
nefndar Sameinuðu þjóðanna styðja ályktun þar
sem Kínastjórn er gagnrýnd.
Mary Robinson, talsmaður Sameinuðu þjóð-
anna í mannréttindamálum, var í gær stödd í
fimmtu heimsókn sinni í Peking þar sem hún átti
viðræður við kínverska ráðamenn um mannrétt-
Kínversk stjórnvöld
bregðast hart við
Peking. AP, AFP.
Reuters
Mary Robinson, talsmaður Sameinuðu þjóð-
anna í mannréttindamálum, á blaðamanna-
fundi í Peking í gær, þar sem hún átti við-
ræður við kínverska ráðamenn um
mannréttindamál í landinu.
Árleg skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins um mannréttindamál
ÞÚSUNDÞJALASMIÐURINN
Gyula Forintos, sem býr í
bænum Dunakeszi, skammt
fyrir norðan Búdapest í Ung-
verjalandi, er um þessar
mundir að ljúka smíði 22
tonna og 20 metra langs kaf-
báts. Hefur hann unnið að
honum í sex ár. Í honum er
pláss fyrir allt að fimm manns.
Verður báturinn fluttur til
sjávar í maí og þá hyggst For-
intos leggja upp í kafsiglingu í
kringum hnöttinn.
Er báturinn, sem heitir Pol-
aris, sá þriðji sem Forintos
hefur smíðað en hinir tveir
virkuðu ekki almennilega. AP
Í kafi
kringum
hnöttinn NÝJAR rannsóknir á loftsteini,
sem rakinn er til Mars, benda
til, að líf hafi þrifist á rauðu
plánetunni einhvern tíma í
fyrndinni. Segir frá því í grein,
sem birtist í gær í tímariti
bandarísku vísindaakadem-
íunnar.
Vísindamenn hafa fundið í
steininum seguljárnskristalla,
sem mynda eins konar keðju og
geta að þeirra sögn aðeins orðið
til í lifandi veru.
Loftsteinninn, sem vegur að-
eins 1,8 kíló, er talinn hafa orðið
til við árekstur milli Mars og
stórs loftsteins fyrir 3,9 millj-
örðum ára. Hafi hann síðan
borist út í geiminn vegna ann-
ars áreksturs fyrir 13.000 árum
og síðan fallið til jarðar á suð-
urheimskautinu.
Líf á
Mars?
Washington. AFP.
NOKKRIR danskir stjórn-
málamenn hafa varpað fram
þeirri hugmynd, að fólk verði
skyldað til að ákveða hvort
það vilji gefa líffæri í þeim til-
vikum að það hafi verið lýst
heiladautt. Ástæðan er mikill
skortur á líffærum til líffæra-
flutninga. Þrír af hverjum
fjórum Dönum kveðast reiðu-
búnir að gefa líffæri en það
hefur þó aðeins skilað sér í
því að um 5% þjóðarinnar eru
skráð sem hugsanlegir líf-
færagjafar.
Gallup gerði könnun fyrir
Berlingske Tidende þar sem
spurt var um afstöðu manna
til líffæragjafar og reyndust
74% fús til þess. Það er tals-
verð breyting frá árinu 1989
er um 61% lýsti því sama yfir.
Helsta ástæða þess að menn
taka ekki af skarið og láta
skrá sig virðist vera fram-
taksleysi, ef marka má viðtöl
við almenning, en sumir
nefndu einnig óvissu um
hvernig nánustu aðstandend-
ur myndu bregðast við. Þegar
Danir fá sjúkrasamlagsskír-
teini fylgir eyðublað sem fólki
er frjálst að fylla út. Þar lýsir
fólk því yfir hvort það er
reiðubúið að gefa líffæri, fari
svo að það verði lýst heila-
dautt vegna slyss.
Víðtækur stuðningur
Nú hefur Lone Møller, tals-
maður jafnaðarmanna í heil-
brigðismálum, lagt til að fólk
verði skyldað til að taka af-
stöðu til þessa þegar það fær
sjúkrasamlagsskírteini. Verð-
ur tillagan rædd á næsta
fundi heilbrigðisnefndar
danska þingsins. Virðist hún
njóta stuðnings stjórnarflokk-
anna, jafnaðarmanna og Radi-
kale venstre, svo og íhalds-
manna, Danska þjóðarflokks-
ins og Kristilega þjóðar-
flokksins. Hins vegar hafa
mið-demókratar og Venstre í
nefndinni lýst andstöðu við
hana. Arne Rolighed heil-
brigðisráðherra hefur ekki
tekið afstöðu til þessa en seg-
ist mótfallinn því að beita fólk
þvingunum. Hins vegar sé
ljóst að átaks sé þörf til að
upplýsa almenning um líf-
færagjöf.
Verði gert
skylt að
ákveða sig
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Meirihluti Dana
vill gefa líffæri
en aðeins 5% á skrá
VÍSINDAMÖNNUM tókst að koma í
veg fyrir að magakrabbameinsæxli
myndaðist í músum með því að gefa
þeim genalyf. Þetta kemur fram í
rannsókn sem fjallað var um í tímarit-
inu Proceedings of the National
Academy of Science.
Það voru vísindamenn við Thomas
Jefferson-háskólann í Fíladelfíu sem
stóðu að rannsókninni. Í henni gena-
breyttu þeir músum með því að fjar-
lægja úr frumum þeirra gen sem
kemur við sögu í mörgum tegundum
krabbameins. Síðan voru dýrin látin
komast í tæri við krabbameinsvald-
andi efni. Músunum sem notaðar voru
í rannsókninni var skipt í fjóra hópa.
Einum hópnum var ekki gefið genalyf
en hinum þremur var gefið lyfið með
mismunandi hætti. Innan við helm-
ingur þeirra sem tók lyfið fékk æxli.
„Það kom okkur verulega á óvart
að árangurinn skyldi vera svo góður,“
sagði örverufræðingurinn Kay Hueb-
er sem stýrði rannsókninni ásamt ör-
verufræðingnum Carlo Croce og
taugalíffræðingnum Matthew Durin.
„Við vissum að við gætum eytt
krabbameinsfrumum á tilraunastof-
unni en við vissum ekki hvort maga-
sýrur myndu eyða veirunum. Við
bjuggumst við mun, en ekki svo mikl-
um.“
Vísindamennirnir voru mjög bjart-
sýnir á að þessi forrannsókn myndi
ryðja veginn fyrir genameðferð til að
koma í veg fyrir og e.t.v. lækna
krabbamein. Sömu aðferð mætti
beita á vísi að krabbameini í lungum,
vélinda, höfði, þvagblöðru og leghálsi,
segja vísindamennirnir sem benda
reyndar á að mikilvægasta viðfangs-
efnið nú felist í því að tryggja að gena-
lyfið berist til sérhverrar krabba-
meinsfrumu, ekki einvörðungu þeirra
sem valda magakrabba.
„Þetta er fyrsta rannsóknin sem
sýnir fram á forvarnaráhrif gena-
flutninga,“ segir Matthew During.
„Hún kemur á hæla nýlegra tilkynn-
inga um að búið sé að kortleggja
genamengi mannsins og ... er skref í
áttina að þeim möguleika að lækna
einstaklinga sem eru í mikilli hættu [á
því að fá krabbamein] og að draga úr
líkum á krabbameini.“
Bandarískir vísindamenn beittu genameðferð á mýs í rannsókn
Komu í veg fyrir krabbamein
Washington. AFP, The Daily Telegraph.