Morgunblaðið - 28.02.2001, Side 21

Morgunblaðið - 28.02.2001, Side 21
Á FUNDINUM fóru fram líflegar og gagngerar umræður um flestar hlið- ar framkvæmdarinnar og sú reynsla metin og rædd með hliðsjón af því hvernig menn vilja sjá menningar- málastarf hér á landi þróast í framtíð- inni. Frummælendur voru Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og stjórn- andi verkefnisins Reykjavík – menn- ingarborg, Guðmundur Oddur Magn- ússon, prófessor við Listaháskóla Íslands, og Jón Proppé, myndlistar- gagnrýnandi og sýningarstjóri, sem jafnframt var fundarstjóri. Auk al- mennra gesta voru mættir á fundinn aðilar sem komu að framkvæmd ein- stakra verkefna. Lagt var upp með nokkrar meg- inspurningar á fundinum en yfir- skrift hans var menningarárið 2000 – hvað gerum við svo? Þar var bent á að flestum sem um menningarárið hefðu fjallað beri saman um að vel hefði til tekist. Engu að síður væri mikilvægt að rýna í það hvernig skipulagi mála hefði verið háttað, hvert litið var eftir fyrirmyndum og hvaða lærdóm mætti draga af verkefninu. Þá var spurt að því hvaða áhrif menningar- árið hefði haft á viðhorf stjórnvalda, fyrirtækja og almennings til menn- ingarstarfseminnar. Ný vinnubrögð í stjórnun Í inngangi sínum að umræðunum byrjaði Jón Proppé á að velta upp því sjónarmiði sem heyrst hefði víða að menningin hefði verið „afgreidd“ á síðasta ári og ládeyða ein blasti við. Sagði Jón að fundarmenn teldu svo ekki vera og hefði m.a. verið kallað til fundarins til að ræða hvernig ætla mætti að starf síðasta árs mundi skila sér í áframhaldandi menningarstarfi. Hann benti á að menningarárið hefði verið langstærsta menningarverk- efni sem Íslendingar hefðu tekið sér fyrir hendur enda fólust ekki ein- göngu í því hátíðarhöld í tengslum við Reykjavík – menningarborg 2000, heldur einnig listahátíð, kristnitö- kuhátíð og landafundaafmælið, auk ýmissa viðburða sem tengdust menn- ingarstarfi á árinu. Um stjórnun og framkvæmd þessa flókna verkefnis sagði Jón að þar hefði verið byggt upp, á stuttum tíma, faglegt stjórnunarkerfi, sem sniðið var að erlendum fyrirmyndum. Þar hefði dreifing fjármagns verið mun opnari en tíðkast hefði í menningar- stjórnun í íslensku samfélagi um ára- bil auk þess sem fagfólk hefði verið fengið til verkefnisins. Þannig hefði menningarstjórnun orðið sjálfstæð- ari og laus við þá miðstýringu sem fylgdi því fyrirkomulagi þegar stjórn- un og úthlutun fjármagns var í hönd- um stjórnskipaðra nefnda. Jón ítrek- aði að lokum nauðsyn þess að halda áfram á sömu braut í menningar- stjórnun. Fjármagni varið í nýsköpun Þórunn Sigurðardóttir tók þvínæst til máls, en í framsögu sinni gerði hún ýtarlega grein fyrir þeim faglegu stjórnunaraðferðum sem beitt var við framkvæmd menningarársins og reynslu sinni af því starfi. Hún sagði umræðu á borð við þá sem lagt var upp með á fundinum vera mjög brýna að menningarárinu loknu. Mikilvægt væri að listamenn og þeir sem létu sig menningu varða litu á hvernig til tókst og hvernig mætti byggja á þeirri reynslu til frambúðar. Þórunn sagði menningarborgina hafa litið mjög til Helsinki við upp- byggingu stjórnunarkerfis síns. Þá hefðu þau lagt mikla áherslu á sjálf- stæði gagnvart ríki og borg sem styrktu verkefnið á jöfnum grund- velli með veglegum hætti, en auk þess var leitað mjög eftir samstarfi við atvinnulífið. „Við lögðum áherslu á að vera laus við öll pólitísk áhrif og fengum fullt frelsi til þess. Við reynd- um fyrst og fremst að nýta fjármagn- ið sem við höfðum sem best og vinna út frá skýrum forsendum,“ sagði Þór- unn. Megnið af fjármagninu sem menningarborgin hafði til umráða var lagt í nýsköpun. „Peningarnir voru veittir út í samfélagið, til ein- staklinga og hópa sem fram höfðu komið með góðar hugmyndir og fengu þessir aðilar síðan svigrúm til að stýra framkvæmd síns verkefnis. Þannig var lögð var áhersla á að hug- myndir og verkefnastjórnun kæmu ekki frá einu og sömu skrifstofunni,“ sagði Þórunn og bætti við að lögð hefði verið áhersla á að skilgreina listahugtakið í mjög opnum og víðum skilningi. Markmið menningarársins hefðu verið að rjúfa einangrun menn- ingarinnar gagnvart samfélaginu, breyta hugmyndum manna um menningu og skila einhverju inn í framtíðina. Verkefnin hefðu verið valin með tilliti til möguleika þeirra að þessu leyti. Þá ítrekaði Þórunn mikilvægi þess að byggt yrði á reynslu og ávinningi síðasta árs í áframhaldandi menning- arstarfi. Þar þyrftu listamenn að sýna stjórnvöldum aðhald, en benti á að fyrsta skefið hefði þegar verið tek- ið í átt að slíkri framtíðaruppbygg- ingu með stofnun Menningarborgar- sjóðs, sem Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið stæðu sam- eiginlega að, en það fé sem af hefði gengið við rekstur menningarborgar verið lagt í sjóðinn sem stofnfé. Guðmundur Oddur Magnússon nefndi í stuttu erindi sínu þau góðu áhrif sem menningarárið hefði haft á rekstur Nýlistasafnsins, en Guð- mundur hefur m.a. starfað í stjórn safnsins. Þar væri um að ræða stofn- un sem hefði verið fjársvelt um ára- bil, og hefði það aukafjármagn sem veittist rekstrinum verið eins og vítamínsprauta, sem virðist ætla að hafa áhrif fram í tímann. „Fyrirtæki eins og Edda – miðlun og útgáfa eru nú allt í einu farin að hlusta á okkur og eru reiðubúin til samstarfs,“ sagði Guðmundur en hann benti auk þess á í máli sínu að fjármagn væri ekki for- senda frumsköpunar í listum, aðeins farvegur. Þórunn tók undir þau orð Guð- mundar að fjármagnið kæmi ekki sköpuninni af stað, hins vegar væri það mikilvægt til að búa listinni betri ytri aðstæður og hefði menningar- borgin litið á það sem sitt verksvið. Þáttur hins almenna borgara Miklar umræður urðu meðal við- staddra að loknum framsöguerind- um. Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistar- maður sagðist hafa saknað þess að dagskrá menningarborgarinnar væri beint nægilega til hins almenna borg- ara og að hátíðarinnar sæi nægilega stað í hversdeginum. „Því það er hlut- verk verkefnis á borð við menning- arborgina að brjótast inn í hvunndag Jóns Jónssonar,“ sagði Ósk. Taldi hún hátíðina Ljósin í norðri, sem haldin var í nóvember, e.t.v. hafa náð því markmiði en að öðru leyti hafi há- tíðarhaldanna fyrst og fremst séð stað í einstökum stórum verkefnum og í samvinnu og samræðum milli þeirra sem tilheyrðu afmörkuðum hópi listamanna og listunnenda. Þórunn Sigurðardóttir svaraði því að vissulega fylgdu kostir og gallar vali menningarborgarinnar á verk- efnum. Þó hefði hún ekki heyrt þá gagnrýni sem Ósk hefði lagt fram áð- ur, margir hefðu hins vegar fundið að því að of mikið væri dekrað við hina og þessa hópa og lítið lagt í stóra við- burði. Þórunn benti þó á að vegna takmarkaðs fjármagns hefði ekki verið hægt að styrkja mörg lík verk- efni, en framboðið hefði að hennar mati gefið ákveðið þversnið af ís- lensku samfélagi. Þá sagði Svanhildur Konráðsdótt- ir, sem starfaði að útgáfu og kynning- armálum menningarborgarinnar, að könnun sem Gallup gerði á viðhorfum Íslendinga til menningarborgarinnar benti til almennrar ánægju svarenda, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig á landsbyggðinni. Til dæmis hefðu yfir 80% svarenda talið dagskrána fjölbreytta, og framboð viðburða hæfilegt. Hún benti þó á að allt að því 30% svarenda segðust að jafnaði ekki sækja listviðburði, en engu að síður hefði þessi hluti sýnt já- kvæði í garð menningarborgarinnar. „Þannig held ég að tekist hafi að ná til þeirra sem ekki skilgreina sig sem njótendur menningar, að öllu jöfnu,“ sagði Svanhildur. Samstarfið við atvinnulífið Edda Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Gallerís i8, beindi athyglinni að samstarfi menningarlífs og atvinnu- lífs. Sagðist hún óttast að fyrirtæki teldu sig hafa verið þurrausin af styrkjum við menningarstarf á liðnu ári, og lokuðu nú fyrir allt slíkt sam- starf. Svanhildur Konráðsdóttir sagði þann ótta ástæðulausan, þar sem könnun sem gerð hefði verið meðal 30 stærstu fyrirtækja landsins hefði leitt í ljós mjög jákvætt viðhorf í garð samstarfs af því tagi sem fram fór á menningarárinu og sögðust 27 fyrir- tæki ekki ætla að draga úr stuðningi við menningarverkefni. Þórunn Sigurðardóttir benti þó á að samstarf af þessu tagi væri eflaust háð sveiflum í hagkerfinu. Því væri nauðsynlegt að standa vörð um sam- starf við atvinnulífið og brýna fyrir fyrirtækjum þann hag sem þau hefðu af því að vera tengd menningarlífi. Tal manna barst jafnframt að þátt- um á borð við ólík sjónarmið menn- ingarstarfs og fyrirtækjareksturs og mikilvægis fjárhagslegs sjálfstæðis menningarstarfsemi gagnvart mark- aðsöflum. Að lokum beindi Egill Ólafsson tónlistarmaður athyglinni að þeirri útvötnun á stuðningi við menningarstarfsemi sem hann telur felast í of mörgum litlum styrkjum í stað færri styrkja sem nægðu þá til að koma viðkomandi verkefnum í höfn. Þórunn Sigurðardóttir tók und- ir það sjónarmið og sagði það hluta af framtíðaruppbyggingu í menningar- stjórnun að úthlutun fjármagns yrði endurskipulögð með þeim hætti. Að lokum sagðist Þórunn vona og telja það mikilvægt að framhald yrði á þeirri málefnalegu umræðu sem fram hefði farið á fundinum. Að byggja á reynslu menningarársins Haldinn var málfundur í Leikhúskjallaranum sl. mánudagskvöld um nýyfirstaðið menningar- ár 2000. Heiða Jóhanns- dóttir fylgdist með umræðunum. Morgunblaðið/Kristinn Jón Proppé, Guðmundur Oddur Magnússon og Þórunn Sigurðardóttir fluttu erindi. ’ Við lögðumáherslu á að vera laus við öll pólitísk áhrif og fengum fullt frelsi til þess. ‘ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 21 BRESKI rithöfundurinn Philip Pull- man hlaut á dögunum bresku barna- bókaverðlaunin fyrir bók sína The Amber Spyglass sem er lokabókin í þríleiknum His Dark Materials. Skaut hann þar helsta keppinaut sínum, J. K. Rowling ref fyrir rass. Þríleikur Philip Pullmans, His Dark Materials, hefur vakið mikla athygli í bókmenntaheiminum. Þar þykir bæði bregða fyrir fágætri sögusnilld í anda Astrid Lindgren en einnig heimssköpun sem hefur verið líkt við sagnaheim Tolkiens. Fyrsta bókin kom út á íslensku haustið 2000 í þýðingu Önnu Heiðu Pálsdóttur og er titill hennar Gyllti áttavitinn. Anna Heiða vinnur einnig að því að þýða hinar tvær bækurnar. Fyrsta bókin í þríleiknum – Gyllti áttavitinn – gerist í heimi sem er ekki ósvipaður okkar heimi en önnur og þriðja bókin, The Subtle Knife og The Amber Spyglass flakka á milli margra heima. Bókaforlagið Mál og menning hef- ur tryggt sér útgáfurétt þessa þrí- leiks á íslensku og er önnur bókin væntanleg í haust. Pullman fær bresku barna- bókaverðlaunin Philip Pullman DANSKI textíllistamaðurinn Helle Abild heldur fyrirlestur í Skipholti 1 í dag, miðvikudag, kl. 12.30, í stofu 113. Hún er um þessar mundir gestakennari við textíldeild LHÍ. Í fyrirlestrinum fjallar Helle um staf- ræna hönnun og segir frá rannsókn- um sínum. Helle er búsett í San Francisco og starfar þar sem kenn- ari og hönnuður. Fyrirlestur um stafræna hönnun ♦ ♦ ♦  FISKAR undir steini – sex rit- gerðir í stjórnmálaheimspeki er eftir Hannes Hólmstein Giss- urarson prófess- or. Höfundur fjallar um stjórn- mál 20. aldar og gerir stjórn- málaátök ald- arinnar upp. Í frétta- tilkynningu segir m.a. „Tvær hug- myndir af ætt sósíalisma njóta enn víðtæks fylgis, að sögn Hann- esar. Önnur þeirra er sú að maður megi aðeins skapa eitthvað, jafnvel þótt öðrum sé að meinalausu, að hann veiti öðrum hlutdeild í því. Þessi hugmynd er einmitt ein meg- inforsenda kröfunnar um félagsleg réttindi. Hin hugmyndin er að mað- ur skaði jafnan aðra með því að nema einstök gæði náttúrunnar en hennar hefur mjög gætt í um- ræðum síðasta áratug tuttugustu aldar um kvótakerfið í íslenskum sjávarútvegi.“ Í bókinni gagnrýnir Hannes þessar tvær hugmyndir í sex rit- gerðum sem bera nöfnin Adam Smith, Um réttlætishugtök Hayeks og Nozicks, Auðlindaskattur í sögu- legu ljósi, Fiskur, eignir og rétt- læti, Rökin fyrir veiðigjaldi og Veganestið inn í nýja öld. Útgefandi er Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands og Háskóla- útgáfan. Bókin er 211 bls., kilja og kostar 2.990 kr. Nýjar bækur Hannes Hólm- steinn Gissurarson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.