Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 23
Flokkur Innlausnartímabil
Innlausnarverð*
á kr. 10.000,00
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.
Reykjavík, 28. febrúar 2001
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
I Ð
/
S
Í A
1982–1.fl.
1983–1.fl.
01.03.2001
01.03.2001
kr. 239.480,70
kr. 139.138,30
Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.*
Á GÍTARTÓNLEIKUMKristins H. Árnasonar,sem haldnir verða í Saln-
um í Kópavogi kl. 20 í kvöld, verða
leikin verk frá ólíkum tímabilum
gítartónbókmenntanna. Þar af
verður einn frumflutningur, á
nýju verki eftir Hilmar Þórðarson
tónskáld. Tónleikarnir eru hluti af
tónleikaröð kennara við Tónlistar-
skóla Kópavogs en Kristinn og
Hilmar eru samkennarar þar.
„Efnisskráin spannar mjög vítt
svið, elstu verkin eru frá sextándu
öld en nýjasta verkið er varla
þornað á pappírnum,“ segir Krist-
inn um dagskrá kvöldsins. Tón-
leikarnir hefjast á þremur verkum
eftir John Dowland (1563–1626),
sem samin eru fyrir lútu en útsett
fyrir gítar. „Elstu verkin sem gít-
arleikarar eru að spila eru frá því
upp úr 1500, og voru samin fyrir
fjögurra strengja endurreisn-
argítar og hljóðfæri á borð við
lútu og vihuelu sem líkjast mjög
gítarnum,“ segir Kristinn.
Þá er á efnisskránni Svíta í d-
moll eftir Robert de Visée. „Þetta
er dæmigerð frönsk barokktónlist
frá fyrri hluta barokktímabilsins.
Visée var tónskáld við hirð Loð-
víks XIV og gítarkennari kon-
ungsins. Hann spilaði á theorbu og
barokkgítar, en þar eru streng-
irnir orðnir fimm á hljóðfærinu.“
Því næst verður leikin tónlist frá
síðari hluta barokktímabilsins,
Passacaglia eftir Silvius Leopold
Weiss, en verkið er upphaflega
samið fyrir barokklútu.
Nútímaverk og rómantík
Í síðasta verkinu fyrir hlé er
stokkið fram um nokkrar aldir, en
þá frumflytur Kristinn Fanta-síu
eftir Hilmar Þórðarson. Verkið
var samið fyrir Kristin og byrj-
aði tónskáldið að semja það í
haust en hefur nýlokið við það.
„Verkið samanstendur af grunn-
stefi sem er endurtekið með til-
brigðum og fer þannig í gegnum
ákveðna þróun. Það byggist á
tónstiga sem Hilmar hefur búið
til, en hann hefur verið að þróa
þetta tónefni í nokkurn tíma.“
Kristinn segir verkið mjög krefj-
andi, en það tekur um tíu mín-
útur í flutningi. Hilmar Þórð-
arson vann nýlega til Menn-
ingarverðlauna DV fyrir þátt
sinn í raftónlistarhátíðinni
ART-2000.
Eftir hlé mun Kristinn leika sí-
gilda gítartónlist frá upphafi 20.
aldar, eftir Heitor Villa-Lobos og
Agustin Barrios. „Gítarinn fór í
gegnum nokkra lægð á síðari hluta
nítjándu aldar. Um aldamótin verð-
ur hins vegar endurvakning á
Spáni og kemur mikið af hinni
klassísku rómantísku gítartónlist
frá Spáni og hinum spænskumæl-
andi löndum,“ segir Kristinn.
„Villa-Lobos var Brasilíumaður,
sem nýtti sér dansformið og al-
þýðutónlist í tónsmíðum sínum.
Auk þess að semja ýmiss konar tón-
list samdi hann gítarverk fyrir til-
stilli André Segovía sem var frum-
kvöðull í að skapa gítarnum sess
sem tónleikahljóðfæri. Meginverk
Villa-Lobos voru prelúdíur og æf-
ingar, og leik ég fimm verk af því
tagi á tónleikunum,“ bætir Kristinn
við en hann mun ljúka dagskránni
með tveimur verkum eftir Barrios,
tónskáld og snjallan gítarleikara
sem var af ætt Guaraní-indíána og
komst í kynni við sígilda tónlist á
trúboðsstöð jesúíta í Paragvæ.
Að lokum segist Kristinn hafa
lagt á það áherslu við samsetningu
efnisskrárinnar að hafa tónleikana
sem fjölbreytilegasta, en segja má
að tónleikarnir spanni þróun gít-
arsins, bæði sem hljóðfæris og
hvað tónbókmenntir hans varðar.
Auk þess segir Kristinn það vera
gaman að takast á við allt frá
gömlu gítarmúsíkinni, til hins nýja
íslenska verks. „Síðan er alltaf
gaman að spila suður-amerísku gít-
artónlistina og hverfa til hlýrri
landa í gegnum tónlistina,“ segir
Kristinn að lokum en ætla má að
tónleikagestir geti leitað dálítillar
sumarhlýju á tónleikunum í Saln-
um í kvöld.
Kristinn H. Árnason gítarleikari á tónleikum í Salnum
Tónlist frá ólíkum tímabil-
um gítarbókmenntanna
Morgunblaðið/Golli
Kristinn H. Árnason kemur
fram á tónleikum í kvöld.
ANNA Torfadóttir og Þorgerður
Sigurðardóttir eru myndlistarmenn
ársins í Skálholtsskóla og staðar-
listamenn. Fyrsta sýning þeirra á
árinu ber heitið Ferill krossins og
verður opnuð í dag, miðvikudag, kl.
15. Kl. 18 verður helgiathöfn við
tveggja og hálfs metra háan kross
við Þorláksbúð norðaustur af kirkj-
unni. Í kvöld kl. 21 verður svo ösku-
dagsmessa í kirkjunni.
Staðarlistamenn Skálholtsskóla
hafa veggi skólans til ráðstöfunar og
einnig kirkjuna og sýningarsal í
kjallara hennar þegar það er við
hæfi. Þeir geta svo boðið öðrum lista-
mönnum að taka þátt í samsýningum
á staðnum. Í fyrra voru Leifur
Breiðfjörð og Katrín Briem staðar-
listamenn.
Myndir Þorgerðar eru einþrykk af
tréplötum og allar unnar á síðasta
ári í tilefni 2000 ára kristni í heim-
inum. Myndirnar eru leikur með
form og liti en byggðar með kross-
formið að grunnhugmynd. Kveikjan
að myndum Þorgerðar er latínutexti
á vegkrossi sem hefur öldum saman
verið á hættuslóð í Njarðvíkurskrið-
um, milli Njarðvíkur og Borgarfjarð-
ar eystri í N-Múlasýslu.
Krossferill Krists
Myndir Önnu eru eftirprentaðar
pennateikningar frummynda að
dúkristum sem sýndar hafa verið í
Skálholti 1996, 1997 og 1999 og nefn-
ist sýningin Krossferill Krists.
Í nær öllum rómversk-kaþólskum
kirkjum og kapellum eru að stað-
aldri á veggjum fjórtán myndir í
samræmdri röð sem einu nafni kall-
ast krossferill.
Myndaröðin sýnir í raunsæis-
myndum eða táknum áfangastaði og
atvik á píslargöngu Krists og er til
stuðnings við hugleiðingar um þján-
ingar hans. Krossferillinn er með
elstu viðfangsefnum evrópskra lista-
manna. Þetta sígilda verkefni er sýnt
hér sem pennateikningar lista-
mannsins. Í þeim eru notuð ýmis
hefðbundin tákn kristinnar kirkju og
auk þess form og tákn víkingalistar
og keltneskrar menningar.
Fyrirlestur um krossinn
Í tengslum við myndröð Þorgerð-
ar kom út ritið Nokkrir Íslands-
krossar eftir Ólaf H. Torfason. Þar
er fjallað um krossa kristninnar á Ís-
landi á ýmsum stöðum og ólíkum
tímum. Ólafur heldur fyrirlestur í
Skálholtsskóla sunnudaginn 4. mars
kl. 14 sem hann nefnir: Krossmörkin
íslensku, kirkjugripir og útikrossar
frá landnámi til samtímans. Hann
byggir hann m.a. á örnefnakortum
og sýnd verða mynddæmi. Ólafur
hefur undanfarin ár stundað rann-
sóknir á sögu krossa hér á landi frá
upphafi landnáms.
Kross
kristn-
innar í
Skálholti
Frá sýningu listakvennanna tveggja í Skálholtsskóla.
GALLERÍ Gangur gerir það ekki
endasleppt við málaralistina enda er
salurinn inni á heimili Helga Þ. Frið-
jónssonar, eins þekktasta listmálara
okkar. Það sem Helgi hefur verið að
vekja athygli okkar á með vissu milli-
bili er hve málaralistin er lífseig og
fjörmikil þótt alltaf sé verið að þrasa
um bága stöðu hennar hér á landi.
Það stafar af þeirri einföldu ástæðu
að við einir vestrænna þjóða getum
ekki meðtekið tvennt samtímis, mál-
aralist og aðra tegund myndlistar.
Leyfi menn sér að hafa jafngaman
af nýjum miðlum í myndlist – mynd-
bandalist, ljósmyndum, gjörningum,
rýmisverkum eða tölvulist – og þeir
hafa af málaralist eru þeir gjarnan
úthrópaðir sem hatursmenn mál-
verksins.
Það að meðtaka samtímalist í heild
sinni vefst ekkert fyrir nágrönnum
okkar, hvorki Norðurlandabúum,
Bretum, Írum, evrópskum megin-
landsbúum né Norður-Ameríkönum.
Hins vegar hefur sama þróun valdið
áratugalöngum illdeilum og óskiljan-
legu hatri meðal íslenskra myndlist-
armanna. Aðdáendur þeirra draga
svo dám af illskunni og skipa sér í
misþröngsýna flokka líkt og um væri
að ræða stjórnmál en ekki list.
Það verður að segja Helga Þorgils
til hróss að hann reynir eftir föngum
að sýna mönnum annars konar list
en efst er í umræðunni.
Málaralistin sem hann kynnir fyr-
ir okkur er allt önnur en sú sem oft-
ast sést á veggjum íslenskra listsala.
Þannig hvetur hann okkur til að
hugsa vítt um miðilinn en skilgreina
hann ekki eftir þrengsta staðli, svo
sem þegar málaralistin er dæmd í
ljósi hefðarinnar en ekki út frá raun-
verulegum möguleikum sjálfs miðils-
ins.
Victor Cilia hefur ekki verið há-
vær listamaður en verk hans búa yfir
sterkum persónueinkennum sem
fylgt hafa honum frá fyrstu tíð. Það
er barokkmynstur sem eitt sinn
minnti á útlínur nýrnabauna en hef-
ur nú tekið á sig mun áþreifanlegri
svip perluskeljar.
Að vísu er þetta mótíf of marg-
slungið að lögun og lit til að hægt sé
að finna því stað í náttúrunni. Mál-
verk Victors á Gangi bera til dæmis
með sér að þau eru frumspekileg
hugarfóstur sprottin – að því er best
verður séð – af tvenns kyns tilfinn-
ingum, ólgandi manndrápsreiði og
yfirveguðu – jafnvel ríkulegu eða
göfuglyndu – jafnaðargeði. Að
minnsta kosti er eitthvað mjög rautt
og grimmúðlegt við málverkið gegnt
stofunni.
Myndin við útidyrnar er snöggt-
um rólyndislegri enda má fullt eins
túlka mun myndanna út frá tækni-
legu sjónarmiði. Önnur er í stingandi
rauðum undirlit meðan hin er þakin
mettuðu grágrænu yfirlagi. Þannig
sýnir Victor Cilia svo ekki verður um
villst að tilfinningalegir tjáningar-
möguleikar málverksins ná langt út
fyrir hið frásagnarlega myndsvið.
MYNDLIST
G a l l e r í G a n g u r ,
R e k a g r a n d a 8
Til 23. mars. Opið eftir
samkomulagi.
MÁLVERK – VICTOR
CILIA
Mynsturmálverk
Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson
Málverk Victors Cilia búa yfir tjáningarlegri breidd sem nær langt út
fyrir reglubundna formteikninguna.
Halldór Björn Runólfsson