Morgunblaðið - 28.02.2001, Síða 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ENN á ný er komin
upp deila um það,
með hvaða hætti skuli
skipa flugvallarvanda
höfuðborgarsvæðisins,
þ.e. ekki Reykjavíkur-
borgar heldur höfuð-
borgarþéttbýlisins.
Vandamálið er miklu
víðtækara þar að
auki, það snýst um
þróun flugsins á Ís-
landi, um þróun sam-
göngukerfis, jafnt
innanlands sem sam-
göngutengsl okkar við
önnur lönd til allra
átta.
Í ljósi þessa spyr
ég, hvers vegna umræðan hefur
verið eins og raun reynist.
Það eru ekki tilviljanir, sem hafa
skapað það ástand sem ríkir í dag
í þessum efnum. Allt á það sitt or-
sakaferli, sem rekja verður í for-
tíðinni. Af þeirri fortíð verður að
draga lærdóma til að byggja á
framtíðarsýn.
Sú framtíðarsýn þarf að vera
undirstaða þeirra ákvarðana, sem
áætlanir og framkvæmdir okkar
nú verða að byggjast á ef vel á að
fara.
Þá má ekki gleyma hve tíma-
þátturinn er mikilvægur í þeirri
þróun, sem hér um ræðir.
Einnig verður að hafa hugfast
hve fjölþætt viðfangsefnið er.
Það verður ekki leyst með til-
viljanakenndum uppákomum eða
gamansömum hugdettum.
Þó skal varast að hafna hug-
myndum, sem byggjast á þekkingu
á áhrifaþáttum stefnumarkandi
hugmynda.
Hér verður ekki rakin saga flug-
vallarins frá fyrstu tilraunum með
flug af Vatnsmýrinni í árdaga
flugs á Íslandi. Reykjavíkurflug-
völlur varð til á stríðsárunum á
grundvelli eldri hugmynda, sem
áttu rætur í þeim tilraunum.
Vegna tilvistar þess flugvallar
uxu upp tvö flugfélög, sem hafa
borið hróður þjóðarinnar um víða
veröld.
Umræður um þróun flugsins
leiddu til þess að stofnað var til
nefndar um flugvallarmálin. For-
maður nefndarinnar var Árni
Snævar verkfræðingur. Nefnd
þessi skilaði skýrslu um störf sín
1962. Þar var lagt til að Álftanesið
yrði tekið undir flugvöll, enda var
það talinn eini og
besti kostur fyrir
staðsetningu flugvall-
ar á höfuðborgar-
svæðinu.
Þá kom upp deila
milli flugfélaganna
vegna mismunandi
hagsmuna þeirra og
mismunandi rekstrar-
skilyrða.
Loftleiðir komnar
með stórar vélar, sem
erfitt var að reka á
Reykjavíkurflugvelli
en Flugfélag Íslands
annaðist allt innan-
landsflug.
Einnig kom í ljós sú
tímaþröng að langan tíma þarf til
að byggja upp nýjan flugvöll.
Deilunni lyktaði með að Loft-
leiðir fengu aðstöðu á Keflavík-
urflugvelli í samnotum við herinn.
Millilandaflug FÍ fylgdi svo í kjöl-
farið. Þannig varð til aðskilnaður
millilandaflugs og innanlandsflugs.
Sá aðskilnaður magnaðist við
byggingu flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar við Keflavíkurflugvöll. Hún
er byggð einungis fyrir millilanda-
flugið.
Hér verða ekki tíundaðar þær
pólitísku forsendur atburðarásar-
innar, sem lágu að baki ákvörð-
unum.
Þegar hér er komið sögu er aug-
ljós vandinn við að ákveða heild-
arstefnu um þróun flugsamgangna
í landinu.
Fullkominn flugvöllur með mjög
dýrri og rekstrarþungri flugstöð
aðeins fyrir millilandaflug, óheppi-
lega staðsett á landinu annars veg-
ar og hinsvegar vanbúinn flugvöll-
ur sem þjónað hefur innanlands-
flugi landsmanna í 50 ár og stað-
settur rétt við miðborg höfuð-
borgarþéttbýlisins.
Stefnumótun í þessu efni hafa
stjórnmálamenn vikið sér undan
að hafa frumkvæði um.
Þetta verður best skýrt með
ummælum Ingólfs Jónssonar, fyrr-
um samgönguráðherra:
„Á meðal við höfum tvo flugvelli
og herinn kostar að öllu leyti
rekstur Keflavíkurflugvallar getur
enginn ábyrgur stjórnmálamaður
lagt til að eyða fé í byggingu nýs
flugvallar.“
Þetta sjónarmið hefur núverandi
samgönguráðherra staðfest með
vissum hætti.
Hvað er nú
til ráða?
Á áfram „að láta reka á reið-
anum“ og „steyta síðan á skerj-
unum“ eða að taka til hendinni?
Við horfum fram á það, að á
næstu áratugum hættir herinn að
reka Keflavíkurflugvöll fyrir okk-
ur. Nú þegar eru um það merki í
samdrætti athafna hersins á vell-
inum. Þegar þetta hefur gerst
munum við eiga í vandræðum með
að standa undir kostnaði, sem
nemur milljörðum á ári hverju, en
umferð og afnot í engum mæli á
móti slíkum kostnaði.
Óhjákvæmilegar viðgerðir og
endurbætur á Reykjavíkurflugvelli
ásamt skipulagsákvörðunum borg-
aryfirvalda festa flugvöllinn í sessi
næstu áratugi.
Við verðum að horfast í augu við
að á næstu áratugum verða í upp-
námi mál aðalflugvallar þjóðarinn-
ar. Í því felst að framtíðarþróun
flugmála okkar verður í lausu lofti,
ef ekkert er aðhafst.
Þess vegna spyr undirritaður:
„Ætlið þið, ráðamenn góðir, að
halda áfram að láta reka á reið-
anum án þess að taka til áranna?“
Hér skal stytta málið.
Það er fjölþjóðleg reynsla, að
það tekur 20–25 ár að byggja upp
fullgildan flugvöll með búnað fyrir
alhliða þjónustu. Einnig er það
reynsla að breytingar eru svo örar
á þessu sviði, að ráðlegast telst að
byggja flugstöðvar þannig að end-
urnýja megi þær á u.þ.b. 20 ára
fresti. Í þessu ljósi og af sökum,
sem síðar verða tíundaðar, er það
tillaga undirritaðs að nú skuli hefj-
ast handa við undirbúning að
flutningi og sameiningu miðstöðv-
ar fyrir flugþjónustu þjóðarinnar á
Álftanesi.
Til þessa verks höfum við um
aldarfjórðung eða um helming til
viðbótar flugsögu okkar. Álftanes-
ið er sannanlega hagkvæmasta
staðsetningin (sbr. skýrslu Árna
Snævar-nefndarinnar frá 1962).
Álftanesið er mjög miðsvæðis í
höfuðborgarþéttbýlinu (sjá kort)
með það í huga að þétta sambýli
okkar og ráða bót á samgöngu-
kerfinu. Þá má haga flugbrautum
þannig að fyrir endum þeirra er
yfir sjó að fara.
Tímann skal nota til að fá umráð
yfir landi og leysa tæknileg vanda-
mál auk þess að byggja upp nauð-
synleg mannvirki.
Um allt þetta og frekari rök-
stuðning og upplýsingar má skrifa
langt mál. Það bíður framhalds-
umfjöllunar.
Röksemdirnar eru nægar til
réttlætingar slíkri ákvörðun, sem
þessi tillaga er um.
Þróun samgöngumála og skipu-
lag á að byggjast á framsýni um
hvernig haganlegast er að byggja
landið og sambýli allrar þjóðarinn-
ar.
Að sæta lagi eða
bera upp á sker
Skúli H.
Norðdahl
Flugvöllur
Það er tillaga Skúla
H. Norðdahl, að nú
skuli hefjast handa
við undirbúning að
flutningi og sameiningu
miðstöðvar fyrir flug-
þjónustu þjóðarinnar
á Álftanesi.
Höfundur er arkitekt.
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ –
félagið sem sendir mér reglulega
notalegt bréf til að minna mig á að
koma í krabbameins-
skoðun. Þar er tekið
fallega á móti mér og
þaðan fer ég með aukna
vitneskju um eigin lík-
ama og hvernig ég get
varast þennan hættu-
lega sjúkdóm. Í vega-
nesti fæ ég líka hvatn-
ingarorð um að taka
aukna ábyrgð á eigin
heilsu.
Krabbameinsfélagið
er félagið sem hefur
haft þau áhrif að ég
hugsa eitthvað jákvætt
þegar þetta hættulega
orð, krabbamein, kem-
ur upp í hugann.
Krabbamein er sá
sjúkdómur sem hræðir mig hvað
mest, hann getur tekið á sig skelfileg-
ar myndir og oft uppgötvast hann
ekki fyrr en allt er um seinan. Ef til
vill af því að hræðslan við hann er slík
að við kjósum heldur að stinga höfð-
inu í sandinn en horfast í augu við
nærveru hans. Það er til dæmis al-
þekkt staðreynd í hópi okkar kvenna
að við eigum margar
hverjar erfitt með að
taka upp símann þegar
við fáum bréf um að
koma í skoðun. Við er-
um hræddar um að eitt-
hvað skelfilegt gæti
komið í ljós.
En það þýðir ekki að
lifa í þeirri sjálfsblekk-
ingu að krabbamein
finnist aðeins hjá öðr-
um en manni sjálfum.
Þriðji hver Íslendingur
fær krabbamein ein-
hvern tíma á lífsleiðinni
og flest verðum við að-
standendur krabba-
meinssjúklinga.
Með fræðslu og for-
varnarstarfi Krabbameinsfélgsins
hefur mikið áunnist. Við erum betur
á verði, krabbamein uppgötvast fyrr
og lífslíkur krabbameinssjúklinga
hafa aukist til muna. Og skilningur
okkar á orsökum krabbameins hefur
gert okkur kleift að verjast sjúk-
dómnum betur.
Í tilefni af 50 ára afmæli sínu kallar
Krabbameinsfélgið eftir hjálp okkar
allra við fjársöfnun til að auka þjón-
ustu við krabbameinssjúklinga, ekki
síst með því að hjálpa þeim að komast
út í lífið á nýjan leik, efla forvarnir og
treysta núverandi starfsemi.
Þetta góða félag snertir okkur öll,
það er okkar hagur að efla það og
styrkja. Ég hvet alla til þess að gera
það af myndarskap.
Styrkjum Krabbameins-
félagið í að styrkja okkur
María
Ellingsen
Landssöfnunin
Þetta góða félag snertir
okkur öll, segir María
Ellingsen, það er
okkar hagur að efla
það og styrkja.
Höfundur er leikkona.