Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 25
Í DAG, 28. febrúar,
eru liðin 25 ár frá því
að Valdar greinar,
hljóðtímarit fyrir
blinda og sjónskerta,
hóf göngu sína. Verð-
ur hér rifjað upp sitt-
hvað um aðdraganda
útgáfunnar og fram-
gang hennar.
Árið 1963 kom Phil-
ips á markaðinn með
tónsnælduna. Hún var
mun einfaldari í notk-
un en gömlu segul-
bandsspólurnar, en
þær var vandasamt að
þræða og þær voru
auk þess mun fyrir-
ferðarmeiri. Með tilkomu snæld-
unnar jukust möguleikar til þess
að gefa út bækur og alls kyns efni
fyrir þá, sem ekki gátu lesið venju-
legt letur.
Árið 1975 lét Blindrafélagið
smíða tvö hljóðver í húsi sínu. Í
framhaldi af því gaf svo Lions-
klúbbur Reykjavíkur fjölföldunar-
tæki fyrir tónsnældur ásamt fleiri
upptökutækjum, en fyrsta tækið í
hljóðverin gaf Kiwanisklúbburinn
Hekla.
Hljóðverin tvö voru tilbúin í
nóvembermánuði árið 1975, og þá
var farið að huga að notkun þeirra.
Fljótlega kom undirritaður með þá
hugmynd hvort ekki væri hægt að
gefa út hljóðtímarit, sem félags-
mönnum Blindrafélagsins yrði
sent. Þar skyldi birt efni úr dag-
blöðum og tímaritum og reynt að
fjalla um efni, sem ekki væri rætt
um eða flutt í útvarpi. Hugmynd-
inni var mjög vel tekið og leitað
var til Sveins Ásgeirssonar hag-
fræðings, en Sveinn er mjög vin-
sæll útvarpsmaður, starfaði innan
Lionsklúbbsins Njarðar, sem var í
góðum tengslum við Blindrafélag-
ið, og hann þótti manna líklegastur
til þess að hleypa þessari hug-
mynd af stokkunum.
Hinn 28. febrúar, sem var laug-
ardagur, var svo fyrsta hljóðtíma-
ritið lesið inn og fjölfaldað í 8 ein-
tökum. Hljóðtímaritið hlaut nafnið
Valdar greinar úr dagblöðum og
tímaritum, en fljótlega festist
nafnið Valdar greinar við tímaritið.
Bráðlega var farið að birta efni
frá Blindrafélaginu á
Völdum greinum, og
þannig varð hljóð-
tímaritið lifandi tengi-
liður við félagsmenn
Blindrafélagsins.
Fyrst í stað sá
Sveinn um að velja
greinar úr dagblöðum
og tímaritum, og las
hann ásamt félögum
sínum í Lionsklúbbn-
um Nirði.
Með þessu má full-
yrða að Sveinn og
félagar hafi unnið
ómetanlegt brautryðj-
endastarf í fjölmiðlun
hér á landi. Sveinn og
félagar lásu inn á Valdar greinar í
sjálfboðavinnu og annaðist undir-
ritaður oft og tíðum hljóðritun og
fjölföldun hljóðtímaritsins. Mynd-
aðist ákaflega góður vinskapur á
milli þeirra, sem lásu, og hinna,
sem hljóðrituðu, og má segja að
ríkt hafi ákveðin stemning, þegar
greinarnar voru lesnar inn, og
þjóðmálin eða það, sem hæst bar
hverju sinni, var rætt oft til hlítar.
Blindrafélagið naut liðsinnis
Sveins Ásgeirssonar og félaga til
ársins 1982, en þá var ráðinn rit-
stjóri til þess að annast ritstjórn
Valdra greina.
Fyrir framlag sitt sæmdi
Blindrafélagið Svein Ásgeirsson
æðsta heiðursmerki sínu, gull-
lampanum. En framlag Sveins og
félaga verður seint fullþakkað og
metið að verðleikum.
Valdar greinar komu fyrst í stað
út hálfsmánaðarlega, og þar birtist
aðeins brotabrot af öllu því efni,
sem fram kemur í dagblöðum
landsins og tímaritum, en snældan
rúmar aðeins ríflega 90 mínútur.
Frá því árið 1992 hafa Valdar
greinar komið út vikulega. Nú er
aðeins lesið úr dagblöðum, en
reynd var útgáfa á hljóðtímaritinu
Tímaritsgreinum, sem Júlíus P.
Guðjónsson ritstýrði og las ásamt
félögum sínum í Lionsklúbbnum
Nirði. Því miður var þeirri útgáfu
hætt, því að of fáir áskrifendur
voru að því tímariti.
Allir geta gerst áskrifendur að
Völdum greinum og fengið nasa-
sjón af dagblaðaefni landsins, og
komist í náin tengsl við Blindra-
félagið, því að þar birtist alltaf
eitthvert efni tengt því.
Þegar Valdar greinar hófu
göngu sína fyrir aldarfjórðungi
hefði fáa órað fyrir þeirri tækni-
byltingu, sem átt hefur sér stað á
undanförnum árum. Nú geta þeir,
sem ekki ná að nýta sér hefð-
bundið bókletur, náð í hvaðeina á
Netinu, dagblöð, tímarit og hvað-
eina, sem nöfnum tjáir að nefna.
Morgunblaðið reið á vaðið árið
1995 með því að gera blindum og
sjónskertum tölvunotendum mjög
auðvelt með að nálgast blaðið með
sérstöku forriti, sem er sérstak-
lega hannað með þarfir blindra og
sjónskertra í huga. Og vefur
Morgunblaðsins er mjög vel snið-
inn að þörfum blindra og sjón-
skertra, svo að þeir, sem nota ann-
aðhvort blindraletur eða talgervil,
eiga auðvelt með að finna það, sem
leitað er að.
Víða erlendis hafa dagblöð hafið
útgáfu á daglegum hljóðtímaritum,
og þá er úrval úr viðkomandi dag-
blaði lesið inn á snældu, og með
tilstyrk útvarpstækninnar er efnið
sent heim til áskrifenda. En hljóð-
tímaritið Valdar greinar heldur
sessi sínum, enda skipa ritstjórar
þess svipaðan sess hjá hlustendum
sínum og útvarpsmenn fyrri tíðar
hjá útvarpshlustendum.
Núverandi ritstjórar eru Sigríð-
ur Guðmundsdóttir, sem les blaða-
efnið og velur það, og Ágústa
Gunnarsdóttir, sem sér um að afla
efnis frá Blindrafélaginu. Undirrit-
aður hefur verið í tengslum við
Valdar greinar allt frá upphafi og
þær eiga stórt rými í hjarta hans
og huga.
Gísli
Helgason
Tímamót
Í dag eru liðin 25 ár frá
því, segir Gísli
Helgason, að Valdar
greinar, hljóðtímarit
fyrir blinda og sjón-
skerta, hóf göngu sína.
Höfundur er forstöðumaður hljóð-
bókagerðar Blindrafélagsins.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Bylting í fjölmiðlun fyrir blinda
og sjónskerta á Íslandi
Þumalína, Pósthússtræti 13
Meðgöngufatnaður
til hvunndags og spari.
Póstsendum.
2001
Gullsmiðir
Mjög
got
t
verð
!
H
TH
H
Ö
N
N
U
N
Þvottaefnið
+ einn bletta-
kubbur í
tromluna =
enn hreinni
þvottur.
BLETTAKUBBAR
ÚRVAL AUKAHLUTA:
STOPP!
Bjóðum nú sett
á frábæru verði:
Þráðkerfi frá kr. 13.410 stgr.
Þráðlaus kerfi frá kr. 29.900
ELFA — GRIPO
Innbrota-, öryggis- og
brunakerfi fyrir heimili,
fyrirtæki og stofnanir.
Ódýr trygging!
Hlutu ideal
home verðlaunin
Borgartúni 28 – Sími 562 2901 og 562 2900
Verndaðu eigur þínar
gegn innbrotum
Bjóðum fullkomin
þjófavarnakerfi fyrir heimili
og vinnustaði.
Frábært verð, frá aðeins
k . 17.910 stgr.
Veitum ráðgjöf og önnumst
uppsetningu ef óskað er.