Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 27

Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 27 því undanfarin ár horft mjög stíft á að gjörbylta öllum rekstrinum og því ákveðið að byggja nýja vöru- dreifingarmiðstöð eða vöruhótel eins og það er kallað í dag. Ákveðið var að staðsetja vöruhótelið á Sundabakka sem þýðir að rífa þarf niður húsin sem þar eru fyrir, Sundaskála 1 og 2. Þau hús eru samtals 12.000 fermetrar og voru reist þar árið 1973. Höskuldur segir staðsetningu vöruhótelsins í Sundahöfn eins og best verður á kosið með tilliti til inn- og útflytjenda. Á hafnarsvæðinu sé að finna miðstöðvar allra stærstu flutningsaðila, hvort heldur um er að ræða sjó-, land- eða flugflutn- inga. Höskuldur segir að með því að hafa þessa þjónustu á sama stað verði flutningar, birgðahald og vörudreifing ein samhæfð heild, öll tæki til birgðahalds og dreifingar séu þar til staðar og Eimskip hafi umsjón með þeim. „Við tengjum þetta við mjög öfl- ugt dreifingarkerfi þar sem við er- um með bíla í dreifingu hérna á höf- uðborgarsvæðinu og síðan tengist þetta dreifingarneti okkar úti um allt land þar sem við erum að bjóða daglegar ferðir til 80 ákvörðunarstaða sem tengjast í rauninni inn í þessa miðstöð. Síðan eiga ný upp- lýsingakerfi að stýra öllu vöruflæði inni í húsinu og svo aftur dreifikerf- unum út úr húsinu.“ Höskuldur segir að með þessu móti geti Eimskip boðið viðskipta- vinum upp á mjög sveigjanlega og hraða þjónustu og meiri aðgengi að upplýsingum en áður hefur verið hægt. Þetta fyrirkomulag komi t.d. með að henta vel þeim sem ætli sér að fást við verslun á Netinu enda sé Netverslun í eðli sínu allt öðruvísi vörustjórnun heldur en sú hefð- bundna. Í raun sé engin slík sér- hæfð aðstaða fyrir hendi á Íslandi og ennþá stórt vandamál víða er- lendis. „Vegna þess að þessar stóru vörudreifingarmiðstöðvar og kerfi eru byggð í allt öðrum tilgangi. Dreifikerfin eru hönnuð fyrir þetta hefðbundna heildsala/smásalakerfi en við erum að koma okkur upp kerfi sem getur tekið á hinu líka.“ Allt að 80 aðilar á vöruhótelinu með alla sína vörudreifingu Höskuldur segir kerfið hafa verið hannað í samvinnu við erlenda sér- fræðinga síðasta árið. „Þetta snýst um að hanna mjög öflugt vörustýr- ingakerfi, húsið er bara skel utan um kerfið sem er inni í húsinu sem samanstendur af flutningatækjum, sérhæfðum lyfturum og vörumeð- höndlunartækjum, færiböndum, mismunandi hillukerfum og svoköll- uðum tínslurekkum þar sem hægt er að geyma mjög smáar einingar eins og varahluti eða skrúfur. Við erum að búa til aðstöðu til að þjóna mörgum viðskiptavinum og gerum ráð fyrir að í húsinu verði á bilinu 60 til 80 aðilar með alla sína vörudreif- ingastarfsemi.“ Vörugeymslur Eimskips voru fyrstu áratugina á víð og dreif um höfuðborgina. Árið 1968 reis ný vöruskemma Eimskipafélagsins við Austurhöfnina í Reykjavík (Faxa- skáli) og var hún þá stærsta vöru- skemma landsins. Árið 1973 var hluti af nýjum vörugeymslum Eim- skips í Sundahöfn tekinn í notkun og þá var byrjað að nota lyftara, vörubretti og gáma. Árið 1995 hóf Eim- skip síðan að bjóða sér- staka birgðahaldsþjón- ustu fyrir allan vörulager fyrirtækja í 1.100 m² vöruhóteli í Sundahöfn með geymslurými fyrir 1.500 vörubretti. Einu ári síðar var starfsemin flutt yfir í stærra hús- næði, Sundaskála 4, sem er 4.000 m² og rúmaði í upphafi 4.600 bretti. Til að mæta auknum umsvifum var brettaplássum bætt við jafnt og þétt og voru þau komin í 5.700 árið 1998 en í nýja vöruhótelinu verða 21.000 brettapláss. .300 fermetra vöruhótel á Sundabakka ðið við Sundahöfn. Með tölvutækni er búið að setja vöruhótel inn á miðja mynd, þar sem nú standa Sundaskáli eitt og tvö. ning af vöruhótelinu sem Eimskip ráðgerir að taka í notkun á næsta ári. lofts þar sem sérhæfðir lyftarar koma vöru- ettum fyrir á sínum stað. mskips þar sem gert er ráð fyrir 21.000 bretta- sem m.a. er staflað hátt til lofts. Allar vörusend- ingar verða skráðar í tölvur HJÁLPARSVEITskáta í Reykja-vík gerði út sér-stæðan leiðang- ur á Eyjafjallajökul um helgina til að ná upp skrúfu úr B-17 sprengju- flugvél bandaríska flug- hersins sem fórst á jökl- inum í seinni heimsstyrjöldinni, nánar til tekið 16. september 1944. Skrúfan losnaði úr jöklinum síðasta sumar og er fyrsti hluti flugvélarinn- ar sem náðst hefur upp. Að sögn Árna Alfreðsson- ar, forsprakka leiðangurs- ins og hjálparsveitar- manns, er skrúfan nokkuð heilleg en undanfarin ár hefur það verið eitt helsta áhugamál Árna að ná hlut- um vélarinnar upp. Skrúf- an var flutt niður að bæn- um Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og þar verður hún geymd. Árni segir við Morgunblaðið að sinn draumur sé að koma upp safni að Stóru-Mörk um þessa vél og hinstu ferð hennar en B-17 vélarnar gengu gjarnan undir heitinu fljúgandi virki. Fróðleg grein um þessar vélar birtist í Lesbók Morgun- blaðsins sl. laugardag, sama dag og skrúfan náðist upp á Eyja- fjallajökli. B-17 voru fjögurra hreyfla, 30 tonna vélar sem gátu borið allt að 3,5 tonn af sprengjum og voru án efa frægustu vígvélar stríðsins. Mikið er af sprungum á jökl- inum þar sem hlutar vélarinnar liggja og útilokað að komast með ökutæki á þessar slóðir að sum- arlagi. Því var beðið með björg- unarleiðangur þar til nú í vetur. Lagt var af stað sl. föstudag og farið á snjóbíl hjálparsveitarinnar um Hamragarðaheiði og upp að Goðasteini efst á jöklinum. Þaðan lá leiðin niður brattan og glerhál- an jökulinn að norðanverðu. Kom- ið var að áfangastað í 1.100 metra hæð yfir sjávarmáli um klukkan 5 aðfaranótt laugardagsins. Grafið niður rúma þrjá metra Árni segir einu ummerkin á svæðinu hafa verið efsta hluta stiku sem sett var þar niður sl. haust á klettasker á jöklinum. Ekkert sást hins vegar af þriggja metra löngum stikum sem settar höfðu verið niður á sjálfa skrúf- una. „Með gamaldags skrefamælingu og aðstoð nútíma GPS-tækni var reynt að staðsetja skrúfuna og hafist handa við að grafa og kanna snjódýpt. Mikið harðfenni gerði annars öflugum snjóbíl mokstur frekar erfiðan. Þegar upp var staðið var snjódýpt vel yfir þrír metrar. Með talsverðum hand- mokstri og leit fannst grannur bandspotti sem lagður hafði verið út frá skrúfunni um haustið. Eftir honum var svo hægt að rekja sig að henni sjálfri,“ segir Árni og tók þá við um klukkustundar vinna við að losa stykkið úr ísnum með ísöx- um og járnkarli. Að því loknu var skrúfan dregin upp á sérsmíðaða kerru sem snjóbíllinn hafði í eft- irdragi. Árni segir að það megi þakka nokkrum samverkandi þáttum hversu vel aðgerðin heppnaðist. Nefnir hann öflugan snjóbíl með þrautreyndan stjórnanda og vel samhentan hóp með kunnáttu á ýmsum ólíkum sviðum. Síðast en ekki síst megi þakka góðu veðri, stillu og talsverðu frosti, hversu vel tókst til. Komið var niður að bænum Stóru-Mörk um kaffileytið á laugardag og beið þar leiðang- ursmanna ilmandi kaffi með vöffl- um, sultu og rjóma. Tíu manna áhöfn bjargaðist 16. september 1944 Eins og áður segir stendur til að geyma skrúfuna að Stóru-Mörk og koma þar upp safni ef fleiri hlutir sprengjuflugvélarinnar nást upp. Árni segist hafa drukkið sög- una um flugslysið í sig er hann var í sveit sem strákur hjá ættingjum sínum að Stóru-Mörk en eftir að hann rakst á bút úr vélinni í smalamennsku haustið 1990 ákvað hann að gera eitthvað í málinu. Fór að grafast nánar fyrir um slysið og staðsetja slysstaðinn bet- ur. Merk tímamót urðu sem sagt um helgina þegar fyrsti hluti vél- arinnar náðist upp og niður af jöklinum. Talið er að einn mótor vélarinnar liggi skammt frá þeim stað sem skrúfan var. Um flugslysið er það að segja að B-17 vélin var á leið til Bret- lands hinn örlaga ríka morgun 16. september 1944 með 10 manns um borð. Veður var mjög slæmt, sunnan hvassviðri, og villtist vélin af leið. Mikil ókyrrð var í lofti og ísing og eftir mikið niðurstreymi tók vélina niðri og skautaði eftir jöklinum nokkurn spöl áður en hún lenti í mjúkum snjóskafli þar sem hún snerist í hálfhring. Við þetta kom á hana rifa sem Árni segir að áhöfnin hafi þeyst út um, ýmist út í snjóinn eða út á væng flugvélarinnar. Árni telur að hefði vélin ekki snúist hefði hún skollið á klettaskeri og líklega tæst í sundur. Enginn af áhöfninni slas- aðist alvarlega. Eftir tveggja daga vist í flakinu í vitlausu veðri ákvað áhöfnin að reyna að koma sér sjálf niður af jöklinum. Árni segir þá hafa farið niður af jöklinum að norðanverðu, vaðið Markarfljótið og komist við illan leik að bænum Fljótsdal í Fljótshlíð. Vel heppnaður leiðangur Hjálpar- sveitar skáta upp á Eyjafjallajökul Skrúfa úr B-17 sprengjuflug- vél grafin upp Vísir að safni á bænum Stóru-Mörk um vélina og hinstu ferð hennar Eins og sjá má er skrúfa B-17 flugvél- arinnar nokkuð heilleg, enda hefur hún varðveist í Eyjafjallajökli í rúm 56 ár. Ljósmynd/Árni Alfreðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.