Morgunblaðið - 28.02.2001, Side 30

Morgunblaðið - 28.02.2001, Side 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ orláksmessa, 23. des- ember 1999. Jólaund- irbúningur stendur sem hæst og starfs- menn Atlantshafs- bandalagsins (NATO) eru hálf- um huga við störf í höfðustöðvunum í Brussel, svona rétt að ganga frá fyrir langþráð jólafríið. Þetta hefur verið ann- asamt haust og fyrri hluti vetrar hjá starfsmönnum bandalagsins. Loftárásirnar á Serba í kjölfar Kosovo-deilunnar hafa vakið mikla athygli og meiri athygli beinst að styrk bandalagsins og veikleikum en um margra ára skeið. Nú er svo komið að á veg- um NATO og fleiri stofnana hef- ur aftur tekist að koma á jafn- vægi í Kosovo og Júgóslavíu. Enn brenna þó eldar í hjörtum manna og ekki síst hafa Rússar sýnt vandlætingu sína og andúð á aðgerðum bandalagsins. Samskipti NATO og Rússlands liggja í lág- inni – eru í raun engin. Reyndir menn telja víst að þetta líði hjá, en aðrir benda á að langan tíma kunni að taka að koma samskiptunum aft- ur í eðlilegt horf. Þá dregur skyndilega til tíð- inda. Dulmálsskeyti berst úr austri frá háttsettum embætt- ismönnum í Moskvu þess efnis að Rússlandsforseta sé ánægja og heiður að bjóða fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins í opinbera heim- sókn til Moskvu sem fyrst, til að leggja áherslu á hið góða sam- band Rússlands og vinaþjóðanna í vestri og til að styrkja tengslin enn frekar. Uppi verður fótur og fit. Eftir margra vikna nánast æpandi þögn kemur skyndilega vinsam- legt boð um opinbera heimsókn! Hvernig ber að túlka þetta? Hvað eru Rússarnir eiginlega að bralla? Þessu veltu starfsmenn NATO fyrir sér, þ.e. þeir örfáu sem af boðinu vissu, yfir jólahátíðina og á milli jóla og nýárs. Skotið var á fundum til að meta stöðuna. Eftir óformlegum leiðum var reynt að staðfesta boðið af hálfu Rússa en eitthvað gekk brösug- lega að fá nánustu ráðgjafa Jeltsíns til þess. Skýringin kom ekki fyrr en að kvöldi gaml- ársdags í ávarpi Jeltsíns til rúss- nesku þjóðarinnar. Þar tilkynnti hann afsögn sína og að Vladímír Pútín tæki strax við stjórn- artaumunum. Nokkrum mán- uðum síðar sigraði Pútín svo í forsetakosningum í Rússlandi og hefur síðan stýrt landinu með giska harðri hendi. Stjórn- málaskýrendur segja að hann hafi látið mistök forvera sinna sér að kenningu verða og velti fremur fyrir sér ástandinu heima fyrir. Fyrirlestrar í vestrænum háskólum megi bíða og sömuleið- is spjallþættirnir og öll kokk- teilboðin. Fyrst sé að koma jafn- vægi á það sem kallað hefur verið tifandi tímasprengja; nefni- lega efnahagsástandið austur þar og ekki síður glæpaaldan. „Engum blöðum er um það að fletta að það var Pútín sem stóð fyrir boðinu,“ segir háttsettur embættismaður Atlantshafs- bandalagsins mér, í umræðum um samskipti Rússlands og NATO í höfðustöðvum banda- lagsins nýskeð. „Pútín lagði strax áherslu á að koma sam- skiptunum við NATO í samt lag, en síðan ekki söguna meir,“ bæt- ir hann við. Embættismaðurinn heldur áfram og segir að í kjölfar vel heppnaðrar heimsóknar Robert- sons lávarðar til Moskvu í fyrra hafi gilt um samskipti banda- lagsins og Rússlands, hugtakið opin og frjó umræða (open and fruitful discussions) – sem sagt ekkert í gangi. Rússar vilja semsé að sam- skiptin við NATO séu í lagi, en leyna því ekki að sjálfir séu þeir önnum kafnir í öðrum erindum. Brýnast sé að koma málum í lag heima fyrir og í þeim efnum sé efstur á blaði slagurinn við við- skiptahöldana – oligarkana. Sá slagur hefur ekki farið fram hjá neinum. Og ekki er um að ræða slag við einsleitan hóp; einn er stærðfræðiprófessor, annar dyggur ungliði úr komm- únistaflokknum og enn annar bíóstjóri. Allir eiga þeir þó það sameiginlegt að hafa efnast gíf- urlega frá hruni Sovétríkjanna og ráða yfir miklu meira fé en nokkurn tíma fjármálaráðherr- ann í stjórn Pútíns. Þetta eru mennirnir sem græddu á einka- væðingunni – áttu handbært fé á réttum tíma. Að vera oligarki hefur stund- um verið bendlað við þátttöku í fámennisstjórn, en notkun orðs- ins í sambandi við rússneska við- skiptajöfra er tilkomin vegna yf- irburðanna sem þeir njóta í viðskiptum sínum sökum fá- keppni. Einn fékk á silfurfati demantanámu og greiddi fyrir hana tíu milljónir dala, en hefur fengið þá upphæð nær þús- undfalda til baka í formi hagn- aðar á aðeins fáum árum. Þannig mætti áfram telja og það eru oligarkarnir sem hafa tögl og hagldir í fjölmiðlum í Rússlandi, ráða helstu stoðfyrirtækjum og – sumir segja – að ráði yfir örygg- isgæslu í anda gömlu KGB. Þetta eru menn eins og Vla- dímír Gusinsky og Borís Bere- zovsky. Eða Vladímír Kadd- anikov og Mikhaíl Khodorovsky. Á eftir þessum mönnum er Pútín nú um stundir og hann telur sig ekki geta komið Rússlandi inn í 21. öldina fyrr en böndum hefur verið komið á þeirra bolabrögð. Ekki svo að skilja að hann hygg- ist hætta einkavæðingunni, hann vill hins vegar að þessir menn lúti sömu lögum og reglum og aðrir borgarar landsins. „Rússum svíður að á Vest- urlöndum sé talað um þetta sem aðför að fjölmiðlunum,“ heldur embættismaðurinn áfram. „Þeir segja að Gusinski eigi ekki að komast upp með tugmilljarða skattsvik aðeins af því að hann eigi fjölmiðla. Myndu Banda- ríkjamenn verða sakaðir um að- för að prentfrelsi yrði Ted Turn- er [stofnandi CNN] handtekinn fyrir skattsvik?“ Það er auðvitað gróf einföldun, enda mikill munur á prentfrelsi í Bandaríkjunum og Rússlandi. En herferð Pútíns heldur áfram og það getur verið ágætt að velta upp annarri hlið á ástæðum hennar en allajafna er gefin upp. Herferð Pútíns Þetta eru þeir sem græddu á einkavæð- ingunni – áttu handbært fé á réttum tíma. Þeir eru kallaðir oligarkar. VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is FÉLAGIÐ Umhyggja efndi til ráðstefnu um síðustu helgi þar sem fjallað var um þann vanda sem við væri að glíma fyrir langveik börn og aðstandendur þeirra. Ráðstefnan var til mik- illar fyrirmyndar og kom fram mjög upplýs- andi efni. Sýnd voru við- töl við langveik börn og aðstandendur þeirra sem varla létu nokkurn ráðstefnugesta ósnort- inn. Á meðal þeirra sem sátu í pallborði ráðstefn- unnar voru læknar og aðstandendur. Óhagstæður samanburður við Norðurlönd Almennt var mjög já- kvæð afstaða gagnvart heilbrigðiskerfinu hér á landi og vildu menn sýnilega leggja áherslu á að góð þjónusta og aðhlynn- ing væri veitt á íslenskum sjúkra- stofnunum. Þá kom fram að með nýrri fæðingarorlofslöggjöf var rýmkaður réttur til launaðs fæðing- arorlofs vegna alvarlegs sjúkleika barns. Þá var réttur til launalausrar fjarveru frá vinnu einnig rýmkaður. Þessar réttarbætur tengdar fæð- ingarorlofinu eru vissulega mikilvæg- ar. Hitt er þó staðreynd að hugtakið langveikur er ekki notað að ófyrir- synju. Um er að ræða ástand sem getur varað árum saman. Í því sam- hengi þarf að spyrja um réttinn til launaðrar fjarveru frá vinnu. Í sam- anburði við hinar Norðurlandaþjóð- irnar er langt í land að við komumst með tærnar þar sem þær hafa hæl- ana. Á öllum Norðurlöndum að undan- skildu Íslandi heldur annað foreldri, í sumum tilvikum báðir foreldrar, launum mánuðum saman á meðan þeir sinna börnum sínum. Í Svíþjóð eru 90% laun greidd í 120 daga á ári fyrir hvert barn að 16 ára aldri; í Finnlandi 66% af launum í 60–90 daga og lengur ef nauðsyn krefur, t.d. vegna barna með krabbamein og er heimilt að greiða báðum foreldrum ef nauðsyn krefur; í Danmörku eru greidd 90% launa annars foreldris á meðan meðferð stendur yfir og er heimilt að greiða launauppbót í þrjá mánuði eftir að forsendur bresta. Sérstök uppbót er greidd til atvinnu- lausra. Í Noregi eru greidd laun í allt að 780 daga (100% laun í 260 daga og síðan 65% laun í 520 daga) fyrir hvert barn til 16 ára aldurs. Ísland sker sig úr að þessu leyti því rétturinn er að hámarki aðeins 10 dag- ar og tekur til barna 13 ára og yngri. Þessa 10 daga hefur foreldri rétt til að vera fjarvistum frá vinnu til að sinna veikum börnum sínum einu eða fleiri án tillits til hver sjúkdómurinn er. Hvers vegna er ekki ráðin á þessu bót? Nú er rétt að velta því fyrir sér hvað standi í vegi fyrir því að úr þessu verði bætt. Mín tilfinning er sú að í samfélaginu sé al- mennt vilji fyrir úrbótum og að sá vilji sé þverpólitískur. Hins vegar hefur vafist fyrir mönnum hvaða leið- ir eigi að fara við fjármögnun og fyr- irkomulag. Flestir gera sér grein fyr- ir því að ef vel ætti að vera þyrfti að verja umtalsverðu fjármagni til þess að tryggja stöðu langveikra barna (Á fyrrnefndum fundi var þó bent á það ósamræmi sem væri í því að langveik- um fullorðnum einstaklingi væri þar sem best léti tryggð margra mánaða fjarvera á launum í veikindum en barni viðkomandi sem óneitanlega væri háð foreldri sínu væru aðeins tryggðir 10 dagar). Tvær leiðir hafa þótt koma til álita til að ná þessu marki, annars vegar að greiðslur fari í gegnum almannatryggingar og hins vegar að launagreiðandinn tryggi réttindin. Í kröfum samtaka launa- fólks hefur verið hamrað á því fyrst og fremst að úr þessu verði bætt. Þannig lögðu BSRB, BHM og KÍ í síðustu samningum um réttindamál áherslu á að lágmarksréttur foreldra vegna alvarlegra veikinda barna yrði tveir mánuðir án skerðingar launa. Ekki náði sú krafa fram að ganga. Á Alþingi hefur einnig án árangurs ver- ið flutt tillaga til þingsályktunar þar sem krafist er réttarbóta á þessu sviði. Undirritaður er samflutnings- maður Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri að þeirri tillögu. Þrátt fyrir þessa viðleitni hefur lítið þokast í málinu. Leið BSRB Ljóst er að ef fara á þá leið að tryggja launaða fjarvist um langan tíma verður það ekki lagt á lítil fyr- irtæki eða stofnanir að standa straum af slíku. Þau réðu hreinlega ekki við slíkt og þar af leiðandi gengur sú leið ekki upp að launagreiðandinn verði beint og milliliðalaust gerður ábyrg- ur. Hér þarf að koma til nýtt trygg- ingafyrirkomulag sem allir væru skyldaðir til að greiða til á svipaðan hátt og í lífeyristryggingum sem taka til launafólks og atvinnurekenda. Í annan stað er ljóst að almanna- tryggingakerfið getur ekki mismun- að í útgreiðslum eins og óhjákvæmi- lega þyrfti að gera ef tryggja ætti foreldrum laun eða hlutfall af raun- verulegum launum á veikindatíman- um. Almannatryggingakerfið hlýtur ævinlega að greiða jafnar greiðslur án tillits til launatekna. Í umræðum sem fram hafa farið um þetta mál innan BSRB varð nið- urstaðan sú að þá aðeins væri rétt- lætanlegt að mismuna í útgreiðslum að mismunað hefði verið í inn- greiðslum svipað og gerist í fæðing- arorlofssjóðnum. Sá sjóður byggist á tryggingagjaldi sem er hlutfall af launum. Á nákvæmlega sama hátt mætti fara með greiðslur til að tryggja rétt langveikra, jafnvel í fæð- ingarorlofssjóðnum eða í hliðargrein af honum. Þar með mætti einnig tryggja áframhaldandi ávinnslu líf- eyrisréttinda og annarra réttinda sem aðstandendur langveikra barna fara nú varhluta af. Langveik börn – leið til lausnar Ögmundur Jónasson Veikindi Hér þarf að koma til nýtt tryggingafyr- irkomulag sem allir væru skyldaðir til að greiða til, segir Ögmundur Jónasson, á svipaðan hátt og í lífeyristryggingum sem taka til launafólks og atvinnurekenda. Höfundur er formaður BSRB. HVERS virði er hvert mannslíf? Hvers virði er heilsan? Hvers virði er hvert augna- blik? Hvernig myndum við verja tíma okkar ef við fengjum þær fregn- ir að við ættum aðeins eitt ár eftir ólifað? Við myndum án efa stokka spilin upp á nýtt, sinna okkar nánustu af ein- lægni og gefa því betur gaum sem haft var eftir vitrum manni: Listin að lifa lífinu er að leiða það hjá sér sem skiptir ekki máli! Mörg okkar lifa lífinu með lokuð augun, í stöðugum elting- arleik við hégóma og ómerkilega hluti. Sumir staldra þó reglulega við og spyrja sig á hvaða leið þeir séu í lífinu, hvort þeir hafi breytt rétt, var- ið tíma sínum viturlega. Og margir líta um öxl með eftirsjá. Því miður búa of fáir yfir hugrekki, sjálfs- trausti og aga til að bera sig eftir draumum sínum. Við eigum að leggja okkur fram um að gera það sem leiðir til lífsgleði og vellíðunar. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig okkur reiðir af í lífinu. Ábyrgðin er okkar. Staðreyndin er sú að okkur eru allir vegir færir. Þeir sem eru kærleiksríkir, ham- ingjusamir og jákvæð- ir er líklegri til að leita eftir andlegum þroska og upplifa drauma sína en þeir sem draga stöðugt upp skugga- myndir af lífinu. Hjarta okkar allra er frjálst og við eigum að hafa hugrekki til að fylgja því. Og eflast við allt mótlæti. Þeir sem veikjast af illvígum sjúk- dómum öðlast nánast undantekning- arlaust nýja lífssýn og læra betur að meta hvert augnablik. Sumir telja að það séu forréttindi að fá að fara ,,erf- iðu leiðina í lífinu“ en slíkt verður hver og einn að meta. Öll þekkjum við einstaklinga sem hafa veikst af illvígum sjúkdómum og krabbamein getur borið niður þar sem síst skyldi. Enginn er óhultur. Í hálfa öld hefur Krabbameins- félagið verið í fararbroddi í forvarn- arstarfi og umönnun við þá sem hafa veikst af krabbameini. Félagið hefur verið tugþúsundum Íslendinga ómetanlegur stuðningur á erfiðum tímum og unnið brautryðjendastarf á sviði krabbameinsleitar, fræðslu, rannsókna og þjónustu við sjúklinga og aðstandendur. Þann 3. mars næstkomandi mun Krabbameinsfélagið leita eftir stuðningi okkar í tilefni af 50 ára af- mæli félagsins til að efla þjónustuna við okkur og stuðla að betri heilsu Ís- lendinga. Leggjum okkar af mörkum og styðjum Krabbameinsfélagið í því að halda áfram því frábæra og óeig- ingjarna starfi sem það hefur innt af hendi í hálfa öld. Sýnum vilja í verki. Okkar vegna. Okkar vegna Þorgrímur Þráinsson Landssöfnun Styðjum Krabbameins- félagið í því, segir Þorgrímur Þráinsson, að halda áfram því frá- bæra og óeigingjarna starfi sem það hefur innt af hendi í hálfa öld. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.