Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 31

Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 31 UNDIRRITAÐRI brá illa laugardags- morguninn 24. febrúar sl. er hún horfðist í augu við sjálfa sig bros- andi á síðu Morgun- blaðsins hvetjandi vaska sveit áhugahnefa- leikara á leið til Banda- ríkjanna. Það er virð- ingarvert að konur skuli styðja sína menn. Ég þekki hins vegar enga sem leggja stund á hnefaleik, en marga er fást við hljóðfæra- leik. Þá styð ég og hvet til dáða. Í hljóðfæra- leiknum fá þeir útrás fyrir tilfinn- ingar og líðan, efla hreyfifærni, auka snerpu og úthald, og svona mætti lengi telja. Þetta eru menn og konur á öllum aldri sem þrátt fyrir erfiðleika, þroskahamlanir og fatl- anir af ýmsu tagi eiga það sameig- inlegt að njóta sín og eflast í tónlistariðkun, trommuleik, píanó- leik, tónbjölluleik og öðrum hljómrænum leik. Ég hef oft haft þörf fyrir að skrifa blaðagrein fyrir þeirra hönd og nota því þetta tækifæri sem myndbrenglin í grein nöfnu minnar færa mér. Þeir menn og konur sem ég styð eiga það sameiginlegt að njóta þjálfunar og stunda nám í Tón- stofu Valgerðar. Þetta eru einstaklingar með sérþarfir sem ekki hafa greiðan að- gang að öðrum tónlistarskólum og þarfnast sérstakra kennsluúrræða og einstaklingsbundinnar námskrár. Þeir ásamt vaskri sveit foreldra berjast fyrir því að Tónstofan verði viðurkennd sem sjálfstæður tónlist- arskóli er njóti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar í landinu. Þeir berjast fyrir jafnrétti til náms líkt og bundið er í lögum og orðað er í aðalnámskrá tónlistarskóla. Nemendur Tónstofunnar eru þakk- látir og gleðjast nú yfir veittum styrk frá fræðsluráði Reykjavíkur sem gerir þeim kleift að stunda nám sitt nú í ár. Styrkveitingin, sem er mikilvægt skref í jafnréttisátt, gefur von um að innan tíðar verði hægt að koma til móts við alla þá sem óska eftir og þarfnast tónlistarsér- kennslu. Styð hljóðfæraleik Valgerður Jónsdóttir Höfundur er skólastjóri Tónstofu Valgerðar. Myndabrengl Ég hef oft haft þörf fyrir að skrifa blaða- grein fyrir þeirra hönd, segir Valgerður Jóns- dóttir, og nota því þetta tækifæri sem mynd- brenglin í grein nöfnu minnar færa mér. Í DAG, miðvikudaginn 28. febrúar, öskudag, verður föstumessa í Ás- kirkju kl. 20 og síðan hvert mið- vikudagskvöld föstunnar á sama tíma. Í föstumessunum eru passíusálm- ar Hallgríms Péturssonar sungnir, en sönginn leiðir Kirkjukór Ás- kirkju undir stjórn Kristjáns Sig- tryggssonar. Píslarsaga guðspjall- anna lesin og sóknarprestur flytur hugleiðingu. Loks sameinast kirkju- gestir í bæn fyrir þjáðum nær og fjær. Þessar kyrrlátu stundir andaktar og bænagjörðar í Áskirkju á föst- unni hafa undanfarin ár reynst mörgum dýrmætar, bæði það að hugleiða píslarsöguna í ljósi pass- íusálma Hallgríms og lífið sitt í ljósi sálmanna hans og frásagnar guð- spjallanna, sem og það að kyrra hugann í bæn fyrir sér og öðrum. Hvítasunnumenn þinga Í BYRJUN mars munu Hvíta- sunnumenn halda sína árlegu trú- boða og aðalfundi. Vel mætti kalla þá þing þar sem helstu mál er snerta safnaðarstarf, uppbyggingu safnaða og áhersluatriði gagnvart samtíma verða rædd. Alls verða 50 manns á þessu þingi allsstaðar að af landinu. Okkur Hvítasunnumönnum er heiður að fá að efna til ráðstefnu um kristin trúargildi í einum besta ráð- stefnusal Eyjanna. Þeir sem áður hafa notið aðtöðunnar hafa horfið glaðir á braut. Finnst okkur þetta einnig jákvætt framlag til farsæls mannlífs í Caprí Norðursins. Stærstu mál þessarar ráðstefnu verða: innganga trúfélagsins Kletts- ins í Hvítasunnusöfnuðinn, sam- starfsamningur við Assembly of God í Ameríku, Alfa-námskeiðin og barnastarf svo eitthvað sé nefnt Gestaprédikari mun vera með okkur, Hollendingurinn Robert Maasbach. Hann mun vera aðal- ræðumaður á samkomum á mið- vikud. 28.febr. og fimmtud. 1. mars kl 20. Samkomurnar með Robert Maas- bach eru öllum opnar meðan hús- rúm leyfir. Samvera eldri borgara í Laug- arneskirkju Í DAG kl. 14 verður áhugaverð dag- skrá á samveru eldri borgara í Laugarneskirkju. Að lokinni helgi- stund, þar sem Gunnar Gunnarsson leikur á píanó og sr. Bjarni fer með Guðs orð og bæn, munu félagar úr Halaleikhópnum sýna brot úr verk- inu Nakinn maður og annar í kjól- fötum eftri Dario Fo. Að sýnungu lokinni verður stuttur málfundur um innihald verksins, og m.a. rætt um fátækt á Íslandi. Fundarstjóri verður Sigurbjörn Þorkelsson. Þá verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Það er Þjónustuhópur Laugarnes- kirkju sem hefur veg og vanda að samverum eldri borgara ásamt kirkjuverði og sóknarpresti. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12:10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja: Foreldramorgunn kl. 10–12. Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur ræðir um mál- þroska barna. Allar mæður vel- komnar með lítil börn sín. Samveru- stund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveit- ingar og samræður. TTT (10–12 ára starf) kl. 16:30. Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Örvun málþroska. Hall- veig Finnbogadóttir hjúkrunarfræð- ingur. Háteigskirkja: Samverustund eldri borgara kl. 11–16 í Setrinu í umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur þjónustu- fulltrúa. Við minnum á heimsókn- arþjónustu Háteigskirkju, upplýs- ingar hjá Þórdísi í síma 551 2407. Kórskóli fyrir 5–6 ára börn kl. 16. Barnakór 7–9 ára kl. 17. Kvöldbæn- ir og fyrirbænir í dag kl. 18. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6:45–7:05. Öskudagur. Kirkjan, for- eldrafélag Laugarnesskóla, Þrótt- heimar og Blómaval bjóða upp á dagskrá fyrir börnin í hverfinu. Nánar auglýst í skólanum. Ferm- ingarfræðsla kl. 19:15. Verðlaun veitt fyrir besta öskudagsbúning- inn? Öskudagsball fyrir unglinga kl. 20:30 haldið í Blómavali á vegum Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómavals. Gospel-samvera kl. 20 í Hátúni 10 í samvinnu kirkjunnar og ÖBÍ. Neskirkja:Orgelandakt kl. 12. Jónas Þórir leikur. Ritningarorð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14–15. Op- ið hús kl. 16. Myndasýning frá Vest- fjörðum. Kyrrðarstund kl. 20. Sr. Halldór Reynisson. Kyrrðarstund á föstu kl. 20. Tónlist, íhugun, ritning- arlestur, bæn. Tónlistarmenn: Haf- dís Bjarnadóttir gítarleikari, Grím- ur Helgason klarínettuleikari. Prestur: sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja: Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13–16. Handmennt, spjall og spil. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarins. „Kirkjuprakkarar“, 7–9 ára, kl. 16–17. TTT,starf fyrir 10–12 ára, kl. 17–18. Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. „Kirkjuprakkarar“, starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16. TTT, starf fyrir 10– 12 ára, kl. 17.15. Digraneskirkja: Æskulýðsstarf KFUM og Digraneskirkju fyrir 10– 12 ára drengi kl. 17:30. Unglinga- starf KFUM&KFUK og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja: Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 14. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í s. 557 3280. Látið einnig vita í sama síma ef ósk- að er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 15– 16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Allir vel- komnir. KFUM fyrir drengi á aldr- inum 9–12 ára kl. 16:30–17:30. „Kirkjukrakkar“ í Engjaskóla kl. 18–19. KFUK, fyrir stúlkur 12 ára og eldri, annan hvern miðvikudag kl. 20:30–21:30. Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Kópavogskirkja: Samvera 8–9 ára barna í dag kl. 16:45–17:45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT. Sam- vera 10–12 ára barna í dag kl. 17:45–18:45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. All- ir hjartanlega velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnun í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja: Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja: Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14–16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl.12, altarisganga og fyr- irbænir. Léttur hádegisverður frá kl. 12:30–13. Kletturinn, kristið samfélag: Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja: Miðvikud. 27. feb.: Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12:10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12:25 súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Um- sjón: Ásta Sigurðardóttir, cand. the- ol. Alfa-námskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Ytri–Njarðvíkurkirkja: STN-starf í dag kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdóttur og er ætlað börnum 6–9 ára. Landakirkja, Vestmannaeyjum: Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12– 12.30. Fermingarfræðsla kl. 14.40– 17.15. Opið hús í KFUM&K-húsinu kl. 20. Fíladelfía: Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ung- lingafræðsla, kennsla fyrir ensku- mælandi og biblíulestur. Allir hjart- anlega velkomnir. Boðunarkirkjan: Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar, „Lærum að merkja biblíuna“, í kvöld kl. 20. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir og biblían verður aðgengilegri. Allir velkomnir. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga: Bænastund í dag kl. 17. Allir vel- komnir. KFUM, KFUK og SÍK: Samkoma hjá SÍK á Háaleitisbraut 58 kl. 20:30. Beyene Gailassie og Friðrik Hilmarsson tala. Allir hjart- anlega velkomnir. Selfosskirkja: Krakkaklúbbur kl. 14–14.50. Föstu- messur í Áskirkju Safnaðarstarf Áskirkja. KIRKJUSTARF MIKIÐ hefur verið rætt og ritað að und- anförnu um þá ákvörð- un Útvarpsráðs að skylda flytjanda ís- lenska Júró- vision-lagsins til að syngja á íslensku í að- alkeppninni. Ég undir- ritaður var einn af sjö lagahöfundum sem þátt tóku í undan- keppninni, og tel að þessi ákvörðun Út- varpsráðs sé einfald- lega út í hött og fái ekki staðist ef grannt er skoðað. Fyrir því eru tvær ástæður sem mönnum virðist hafa yfirsést, en ég tel rétt að benda á: 1. Þegar keppnin var fyrst auglýst (í Morgunblaðinu í október 2000) var skýrt tekið fram að textinn skyldi vera á íslensku og ensku. Auglýsing þessi hefur mér vitanlega aldrei verið dregin til baka af Rík- isútvarpinu, og hlýtur efni hennar því að hafa fullt gildi sem útgangspunktur fyrir þátttakendur í Júróvision-keppninni. 2. Þótt Útvarpsráð hafi fyrir sitt leyti ákveðið að vinningslag- ið skyldi flutt á ís- lensku í aðalkeppninni í Kaupmannahöfn var samt engin tilkynning þess efnis send höfund- um laganna átta sem komust í úrslit, hvorki skriflega né munnlega. Það hlýtur að teljast lágmarkskrafa að ákvarðanir opinberra aðila séu tilkynntar þeim sem málið varðar með ein- hverjum lögformlegum hætti, en slíku var ekki til að dreifa í þessu til- felli. Ég fæ ekki betur séð en að þessar tvær staðreyndir slái öll vopn úr höndum Útvarpsráðs, því ekki ein- ungis var upphaflega boðið til keppninnar á forsendum bæði ís- lensku og ensku, heldur láðist Út- varpsráði síðan í þokkabót að til- kynna höfundum laganna 8 sem í úrslit komust breyttar forsendur í kjölfar ákvörðunar sinnar. Það eru því engin efni til þess að neyða sig- urvegara keppninnar til þess að flytja lag sitt á íslensku, kjósi hann að lagið verði sungið á ensku. Til þess hefur hann fullan rétt. Útvarpsráði stendur nær að snúa sér að því að auka veg íslenskrar tónlistar á íslensku í íslensku út- varpi. Það er málverndarstefna sem skilar árangri. Áfram Ísland! Ráðríkis- útvarpið? Ingi Gunnar Jóhannsson Höfundur er meðlimur í Félagi tónskálda og textahöfunda (FTT) og var einn þátttakenda í undankeppni Júróvision hér á landi. Söngvakeppnin Þótt Útvarpsráð hafi ákveðið að vinningslagið skyldi flutt á íslensku í aðalkeppninni, segir Ingi Gunnar Jóhanns- son, var engin tilkynn- ing þess efnis send höf- undum laganna sem komust í úrslit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.