Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafur HaukurÓlafsson fæddist
í Reykjavík 27. apríl
1928. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 18.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ólafur Ágúst Hjart-
arson, f. 10. ágúst
1898, og Kristín
Benediktsdóttir, f.
22. apríl 1901. Systk-
ini Ólafs eru: 1) Hjör-
dís, f. í Reykjavík 7.
nóvember 1922. 2)
Benedikt, f. í Reykja-
vík 10. janúar 1925.
Ólafur kvæntist 2. desember
1954 Elínu Ingu Karlsdóttur, f. í
Reykjavík 28. desember 1928, d. í
Reykjavík 6. apríl 1996. Foreldrar
Elínar voru Karl A. Jónasson, f.
27.11. 1900, d. í Reykjavík 31.12.
1961, og Ragnhildur Þórarins-
dóttir, f. í Vík í Mýrdal 2. desem-
ber 1904, d. í Reykjavík 23. nóv-
ember 1997. Ólafur Haukur og
Elín Inga eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Ragnhildur, f. í
Reykjavík 27. febrúar 1958. Mað-
ur hennar er Guð-
mundur Ólafur
Heiðarsson vélvirki,
f. 31. ágúst 1956.
Börn Ragnhildar og
Guðmundar eru Ás-
geir Ingi, f. 2.12.
1979; Guðríður
Magndís, f. 29.6.
1982; og Elín Inga, f.
8.11. 1988. 2) Helga
Sigríður, f. í Reykja-
vík 5. apríl 1960.
Maður hennar er
Guðmundur Kristján
Ásgeirsson, f. 2. júní
1958, húsgagna-
smiður. Börn Helgu Sigríðar og
Guðmundar eru Ásgeir Haukur, f.
25.11. 1983; og Kristín Helga, f.
13.9. 1989. 3) Karl Ágúst, f. í
Reykjavík 6. ágúst 1966.
Ólafur Haukur starfaði við
prentiðn mestalla ævi, utan nokk-
urra ára er hann vann við múr-
verk og flísalagnir. Síðustu árin
starfaði hann í Svansprenti í
Kópavogi.
Útför Ólafs Hauks fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hugrakkur barðist faðir minn við
þann sjúkdóm sem lagði hann að velli.
Hann sá á eftir eiginkonu sinni og
móður minni árið 1996 og var það
honum þungur missir. Fjórum árum
seinna hafði hann sæst við þann veru-
leika sem við honum blasti. Hann tók
að líkjast sjálfum sér meira. Taka
gleði sína á ný. Hann hafði hugsað sér
að lifa lífinu á ný, eftir breyttum að-
stæðum. Hann líktist meira þeim
pabba sem ég þekkti í uppvexti mín-
um, glaðlyndari og kraftmeiri.
Þeim mun þyngri varð raunin þeg-
ar hann komst að því að hann bar
innra með sér sjúkdóm, mein sem
hann innst inni vissi að yrði sér
skeinuhætt. Hans aðferð var ekki að
bera sorgir sínar á torg. Hann deildi
þeim að einhverju leyti með mér og
systrum mínum, en því mikilvægasta
hélt hann fyrir sjálfan sig. Hann var
bjartsýnn til hinstu stundar. Líkam-
legt þrek hans var sterkt, en enginn
má við ofureflinu. Kraftur hans varð
til að efla okkur börnunum hans
kjark á erfiðum stundum. Systkini
hans, Hjördís og Benedikt, missa nú
yngsta bróður sinn. Þau og þeirra
fjölskyldur hafa hjálpað okkur börn-
um hans Ólafs Hauks á erfiðum tím-
um.
Nú á skilnaðarstundu leitar margt
á hugann sem ekki verður sagt frá
hér. Fyrir tveimur árum fórum við
feðgar til Hafnar í Hornafirði. Þig
langaði að komast yfir brúna sem var
í smíðum síðast þegar þú varst á
þessum slóðum með fjölskyldunni.
Við fórum nú yfir brúna og þú keyrð-
ir. Núna ertu kominn til Guðs ríkis og
ef þarf að fara yfir straumhart fljót
býr Meistarinn þér veg yfir regnbog-
ann, hvert sem þú vilt fara. Guð
geymi þig, faðir minn.
Karl Ágúst.
Það var fyrir rúmlega tuttugu ár-
um eða árið1979 sem ég kynntist
Ólafi og Elínu er ég kom fyrst á
þeirra heimili á Jörfabakka og þegar
maður lítur til baka þá er þetta ekki
langur tími en ég átti margar
ánægjulegar stundir með þeim og
langar mig að nefna að það var sér-
staklega gott að koma til þeirra.
Í dag kveðjum við Ólaf Hauk en
hann var prentari að mennt og starf-
aði við þá iðn mestan hluta ævi sinnar
og var hann ánægður í sínu starfi
enda talaði Ólafur mikið um starfið
og þá þróun sem hafði átt sér stað í
þeirri iðn frá því að hann byrjaði að
læra prentverk.
Þegar ég hugsa til baka þá er ekki
hægt annað en að geta þess að Ólafur
var handlaginn og duglegur en Ólafur
vann mikið og þess má geta að hann
hætti ekki að vinna fyrr en í haust eft-
ir að hann veiktist.
Ólafur var sérstaklega laginn við
matargerð og var hann mjög góður
kokkur og eru ófáar veislurnar sem
hann bauð okkur fjölskyldunni í en
hann hafði mjög gaman af því að elda
góðan mat og hafði hann orð á því nú
um áramótin að hann hefði ekki boðið
okkur öllum í mat um jólin eins og
hann var vanur að gera og það sá ég á
honum að það þótti honum miður.
Ólafur var mikill íþróttaáhugamað-
ur og þeir eru margir leikirnir sem
við horfðum á saman en við vorum
ekki sammála í íslenskri knattspyrnu
eða í þeirri ensku en Ólafur var mikill
KR-ingur en hafði auk þess taugar til
Blika í seinni tíð.
Þegar við Helga komum til hans á
líknardeildina í Kópavogi sunnudag-
inn 11. febrúar og hann hafði fengið
háan hita daginn áður þá sagði hann
við okkur að þetta væri bara vegna
þess að mitt lið í enska boltanum
gerði bara jafntefli þennan dag og
honum mundi batna fljótt en Ólafur
var bjartsýnn maður og var stutt í
hláturinn hjá honum.
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar allra, minning um góðan mann
mun lifa með okkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðmundur Ásgeirsson.
Frá fyrstu bernsku áttum ástúð þína,
er ávallt lést á brautir okkar skína.
Þín gleði var að gleðja barnsins hjarta
og gera okkar ævi fagra og bjarta.
Þér við hönd þú okkur leiddir
og ljós og kærleik yfir sporin breiddir.
Öll samleið varð að sólskinsdegi björtum,
er sanna blessun færði okkar hjörtum.
Þín góðu áhrif geymum við í minni,
er gafstu okkur hér af elsku þinni.
Við þökkum allt af heitu barnsins hjarta,
er hjá þér nutum við um samfylgd bjarta.
(I.S.)
Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur.
Guð geymi þig.
Ásgeir Haukur og Kristín Helga.
Nú er elsku afi okkar horfinn á
braut eftir mikla baráttu við veikindi
undanfarna mánuði. Hann fór frá
okkur á konudeginum, sem ég tel
vera frekar táknrænt fyrir hann afa,
því hann fór í opinn faðminn á ömmu
Ellu, þar munu þau svo halda áfram
að lifa saman eftir fimm ára aðskiln-
að. Elsku afi, það er svo margs að
minnast um þig. Og helst má nefna
hvað þú varst alltaf duglegur að taka
okkur barnabörnin í bíltúr. Eitt skipti
situr sterkt í minningunni þegar þú
bauðst mér, Ásgeiri Inga og Ásgeiri
Hauki til Hveragerðis í nýja, flotta
bílnum ykkar ömmu. Þegar við vor-
um komin hálfa leiðina til Hvera-
gerðis varð mér svo flökurt og ekkert
ráðrúm til að stoppa svo að ég ældi í
nýja bílinn. En hann afi var sko ekki
reiður, hann tók þessu með mestu ró-
semi.
Þú varst alltaf svo mikill krakki í
þér og gast aldrei setið kyrr þegar
barnabörnin þín voru nálægt, vildir
allt fyrir okkur gera.
Hér er lítið ljóð sem ég bjó til:
Hin hlýja hönd læðist um mína,
hann er kominn til að kveðja.
Kveðjan berst með fuglunum,
alla leið til mín.
Hann snertir vanga minn,
fram spretta tár.
Ekki gráta,
heyrist í vindinum.
Tárin falla samt,
vegna allra góðu stundanna
sem nú eru aðeins minningar.
Elsku afi, ég bið að heilsa.
Guðríður Magndís
Guðmundsdóttir.
Afi minn, þér þótti svo gaman að ég
skyldi vera að læra á hljóðfæri og
varst duglegur að koma og hlusta á
mig spila. Þakka þér fyrir stuðning-
inn. Þú lifir í huga mínum.
Elín Inga Guðmundsdóttir.
Örskömmu áður en Ólafur Haukur
gekk fyrir ætternisstapann lágu fyrir
mér skilaboð í þingi um að hann hefði
hringt. Nú þykir mér það þyngra en
tárum taki að ég skyldi missa af því
símtali. Fyrir því sendi ég honum
hinztu kveðju og þakklæti fyrir vin-
áttu mér og mínum sýnda.
Við Ólafur Haukur áttum heima í
sama húsi við Granaskjól í Reykjavík
um nokkurra ára skeið. Hann bjó þar
í kjallaranum í Granaskjóli 26 með
Elínu sinni og þremur börnum, en við
Greta á 2. hæð með okkar fimm. Á
hæðinni á milli okkar bjó öðlingurinn
Magnús Ástmarsson með Elínborgu
konu sinni og börnum. Þótt árin séu
sjálfsagt fleiri en þrjátíu frá því að
sambýlinu sleit, rofnaði samband
okkar Ólafs Hauks aldrei og var það
honum að þakka. Hann sló af og til á
þráðinn og rifjaði upp gömul og góð
kynni. Hann missti Elínu sína á bezta
aldri og var dauði hennar honum afar
þungbær, þótt hann bæri ekki sorg
sína á torg.
Ólafur Haukur var afar hlýr og
glaðbeittur í allri umgengni og vika-
lipur er taka þurfti til hendi. Hann og
hans fólk voru grannar eins og þeir
gerast beztir.
Við Greta biðjum honum blessunar
Guðs og afkomendum hans huggunar
harmi gegn.
Sverrir Hermannsson.
Látinn er eftir stutta sjúkdóms-
legu vinnufélagi okkar og vinur, Ólaf-
ur Haukur Ólafsson, á 73. aldursári,
það er ótrúlegt hvað þetta gerðist
fljótt. Það er mikill sjónarsviptir að
hafa Óla ekki hjá okkur lengur. Hann
var að vinna á fullu um miðjan októ-
ber, var að leysa af á pappírslagern-
um, hörkuduglegur að skera og
skipuleggja lagerinn, hann hafði góða
sýn yfir það sem hann var að vinna
við og hafði gott auga fyrir því hvern-
ig hlutirnir ættu að vera og hvernig
best væri að vinna þá, alltaf að finna
upp betri aðferðir. Hann var mikill
húmoristi og hugsuður og kryddaði
lífið hjá okkur hinum með allskonar
uppátækjum og uppfinningum. Hann
átti það til að koma ósofinn í vinnuna
eftir að hafa verið búinn að finna upp
einhverja nýja aðferð til að gera vinn-
una léttari, skemmtilegri eða bara
öðruvísi. Óli stóð fastur á sínu og lét
ekki neinn vaða ofan í sig hvort held-
ur sem er vinnufélagana eða yfir-
menn. Hann átti alltaf síðasta orðið
enda fékk hann ýmislegt í gegn sem
öðrum hefði aldrei tekist.
Óli var réttsýnn maður og tók hann
upp hanskann fyrir þá sem minna
máttu sín, og áttu menn Hauk í horni
þar sem Óli var. Hann var alltaf til í
smá glens og átti það til að boxa við
vinnufélagana ef þeir héldu sig ekki á
mottunni, eða tók létta takta með fót-
bolta ef hann var til staðar enda KR-
ingur í húð og hár. Óli var félagslynd-
ur maður og tók þátt í félagslífinu
með vinnufélögunum og var hrókur
alls fagnaðar, og ekki lét hann sig
vanta í utanlandsferðirnar með okkur
. Óli var mikill heimsmaður, víðlesinn
og fróður. Hann hafði gaman af að
ferðast og var Austurríki í miklu upp-
áhaldi hjá honum, hann hreifst af
menningu landsins og tónlist. Hafði
hann gaman af að segja frá þegar
hann og Elín kona hans dvöldu þar
hjá kunningjafólki sínu í góðu yfir-
læti.
Síðasta ferðin með vinnufélögun-
um var til London og þá var Karl son-
ur Óla með föður sínum og var mjög
kært á milli þeirra feðga og þá var lit-
ið á annars konar menningu, það er
„fótbolta“. Það var farið á völlinn og
hafði Óli mikið gaman af. Minnstu
munaði að þeir feðgar misstu af rút-
unni á leið út á flugvöll, vorum við far-
in að íhuga að skilja töskurnar þeirra
eftir svo að þeir stæðu ekki klæða-
lausir í London, en þeir komu á síð-
ustu stundu, höfðu komið við á krá og
þar var verið að sýna frá einhverjum
fótboltaleik og það er auðvelt að
gleyma sér yfir því. Óli henti gaman
að þessu öllu og sagði að það hefði
verið alveg óþarfi að stressa sig á
þessu, hann hefði komið í tæka tíð.
Við viljum þakka Óla samfylgdina
á þeim árum sem við unnum með
honum, við minnumst hans með virð-
ingu og hlýhug, við vitum að nú líður
honum vel, kominn til Elínar, sinnar
elskuðu eiginkonu, sem lést árið 1996
og var sárt saknað.
Börnum Óla, þeim Ragnhildi,
Helgu og Karli, sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að styrkja þau í sorg þeirra,
en við Óla segjum við: Far vel, kæri
vinur, og hafðu þökk fyrir allt.
Vinnufélagar í Svansprenti.
ÓLAFUR HAUKUR
ÓLAFSSON
✝ Ástráður HólmÞórðarson fædd-
ist í Reykjavík 13.
nóvember 1922.
Hann lést á Landspít-
alanum 18. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Þórður
Frímann Björnsson
múrari í Reykjavík, f.
3.9. 1892, d. 3.5. 1971,
og kona hans Ögn
Jónsdóttir, f. 28.10.
1888, d. 1.11. 1972.
Systkini Ástráðar
eru: Sesselja, f. 9.4.
1918, Sigrún Áslaug,
f. 27.12. 1919, Kristrún, f. 10.7.
1921.
Í maí 1947 kvæntist Ástráður
eftirlifandi eiginkonu sinni, Elsu
Kristínu Wiium, f. 29.12. 1923.
Foreldrar hennar voru Kristján
Nielsson Wiium, bóndi í Fagradal,
f. 24.4. 1880, d. 1.6. 1932, og kona
hans Oddný Sveinsdóttir, f. 26.5.
1884, d. 2.5. 1976.
Börn þeirra Ástráðs
og Elsu eru: 1) Agnar
Wiium, f. 18.8. 1947,
byggingatæknifræð-
ingur, bygginga-
fulltrúi í Garðabæ. 2)
Kristján Wiium, f.
11.7. 1950, múrara-
meistari í Reykjavík,
starfar á bygginga-
deild borgarverk-
fræðings, kvæntur
Pamela Ingrid Krist-
in Thordarson hár-
greiðslumeistara, f.
19.9. 1951. Barn
þeirra er Kristín Ólöf, hársnyrtir,
f. 24.10. 1970, sambýlismaður
hennar er Óskar Þór Óskarsson
trésmiður, f. 19.9. 1964. Börn
þeirra: Þórir Baldvin, f. 16.6. 1988,
og Óttar Máni, f. 10.4. 1994.
Útför Ástráðs fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Með örfáum orðum og þakklæti
viljum við minnast vinar okkar og föð-
ur mágs míns, Ástráðs Þórðarsonar.
Ástráður var léttur í lund og barngóð-
ur maður sem gerði návist hans ein-
staka. Við minnumst margra góðra
ferða í sumarbústað þeirra hjóna í
Öndverðarnesi jafnt sem notalegra
samverustunda á heimili Kristjáns
sonar hans og Pamelu systur minar.
Ástráður hafði mikinn áhuga á íþrótt-
um og sást oft til hans og Kristjáns
fylgjast með Ingvari syni mínum
keppa í fótbolta þegar hann var barn,
er Ingvar eltist og fór að spila með
meistaraflokki bættist Þórir Baldvin
langafabarn Ástráðs í hópinn. Golf-
íþróttin átti hug Ástráðs og Kristjáns
allan og fannst Ingvari forréttindi að
fá að spila með þeim feðgum.
Stórt skarð hefur myndast í vina-
hópi Kristjáns sem erfitt verður að
fylla þar sem samband þeirra feðga
var með eindæmum gott.
Kæra Elsa, Agnar, Kristján og fjöl-
skyldur, megi algóður Guð gefa ykk-
ur styrk á erfiðum tíma. Farinn er
góður maður en eftir lifa góðar minn-
ingar.
Anna (Patsy) Thordarson og
fjölskylda.
Í dag, 28. febrúar, verður til hinstu
hvílu lagður Ástráður Þórðarson,
múrarameistari og byggingaeftirlits-
maður hjá byggingadeild borgar-
verkfræðings.
Með Ástráði Þórðarsyni er kvadd-
ur góður maður úr múrarastétt og
byggingaeftirliti.
Ástráði þótti gaman að vera til.
Hann var útivistarmaður og golf-
íþróttamaður af lífi og sál. Hann naut
þess að blanda geði við menn. Mann-
þekking hans gerði hann næman á
það sem sérkennilegt var í fari fólks.
Best naut hann sín með sínu fólki.
Hann fékk einstaklega góðrar konu
sem var honum ætíð stoð og styrkur.
Þau eignuðust vel gerða syni, þá Agn-
ar og Kristján.
Sólfagran laugardag að sumarlagi
fyrir um það bil tveimur áratugum
gengum við Ástráður eftir þeirri ní-
undu gömlu á golfvellinum í Öndverð-
arnesi. Sá dagur hefur vakað í hug
mínum síðan. Hann sagði mér frá
kostum íþróttarinnar og slegið var
fyrsta höggið sem heppnaðist.
Ekki er nokkur leið að rita minn-
ingarorð um Ástráð Þórðarson án
þess að geta dugnaðar og áhuga hans
við múraraiðnina og byggingaeftirlit-
ið seinni misserin. Var við brugðið út-
sjónarsemi hans og ráðsnilld, það vita
þeir best sem til þekkja og nutu
krafta hans. Þeir sömu vita líka að
aldrei var gefist upp, heldur fundin
leið til þess að leysa vandann við flísa-
lögnina og/eða hvernig best væri að
vinna við steininguna. Ástráður var
sannur Íslendingur og hann er af
þeirri kynslóð sem við, sem í dag er-
um á miðjum aldri, eigum svo mikið
að þakka. Nú þegar komið er að leið-
arlokum, kæri Ástráður, drúpum við
hjónin höfði og þökkum þér allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an.
Guð geymi þig, kæri vinur, og
blessi minningu þína.Við vottum eig-
inkonu, sonum og aðstandendum
okkar innilegustu samúð og blessun.
Guðmundur Pálmi og
Ragnheiður.
Elsku afi. Þín minning lifir í okkar
hjarta. „Þó ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég er svo
nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir
mig og kvelur. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug lyftist sál mín
upp í mót til ljóssins. Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég
tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“
Þín
Kristín.
ÁSTRÁÐUR HÓLM
ÞÓRÐARSON