Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 35

Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 35 Í dag, 28. febrúar, er 60 ára afmælisdagur þinn. Ég man þegar þú hélst upp á einn afmæl- isdaginn milli tvítugs og þrítugs. Þá sagðir þú: „Krakkar, við skulum vera glöð í kvöld. Hvað vitum við, hvað við lifum lengi?“ Þú reiknaðir alltaf með því að dauðinn myndi sækja þig unga, út af fötlun. Ég varð vond og skammaði þig fyrir slíka hugsun, því í mínum augum varst þú sterkasta kona, sem ég hafði kynnst á ævinni. Þá sagðir þú: „Jæja, ef ég verð fer- tug, þá hef ég staðið mig vel.“ Og hvað á ég að segja! Við héldum upp á 50 ára afmælið þitt hér hjá mér í Lünebur- ger Heide, og þetta var ógleymanleg- ur dagur. Þú náðir 8 árum í viðbót, þótt þetta væru erfið ár, en þú stóðst þig eins og hetja. Í lokin var samt gott, að þú kastaðir handklæðinu inn í hringinn. Þú hafðir alltaf gengið sem sigurvegari úr hon- ELSA STEFÁNSDÓTTIR ✝ Elsa Stefánsdótt-ir fæddist í Reykjavík 28. febr- úar 1941. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 15. október síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. um. Þangað til, en svo kom augnablikið, að þú vildir ekki berjast leng- ur á móti staðreyndinni, að það voru til sterkari öfl enda varst þú orðin þreytt á sál og líkama. Ég átti erfitt með að samþykkja það, að þú værir farin til betri heima, en svo las ég í enskri bók eftirfarandi orð, og þau sættu mig dálítið við fráfall þitt. Ég las: „Dauðinn er alls ekki neitt. Hann skiptir ekki máli. Ég hef aðeins farið inn í næsta herbergi. Ekkert hefur komið fyrir. Ég er ég, og þú ert þú, og gamla góða lífið, sem við áttum saman í vináttu, er óbreytt, ósnert. Af hverju á ég að vera horfin úr þínum huga? Því þú sérð mig ekki lengur? Ég býð eftir þér, hér og þar, einhvers staðar, kannski rétt handan við hornið! Allt er gott.“ Nú sit ég hér í Lüneburger Heide og hugsa þil þín. Ég er að hlusta á lög eftir Sigfús Halldórsson. Gömul og góð lög í nýrri útgáfu. „Við eigum samleið“ heitir þessa nýja útgáfa og minnir mig með þakklæti á 52 ára gamla vináttu. Til hamingju með af- mælið, Elsa mín. Þín, Lísa. ✝ Sigurbjört ClaraLútherdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1911. Hún lést á Vífilsstöðum 18. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Jónsdóttir húsmóðir og Lúther Hróbjarts- son umsjónarmaður við Austurbæjarskól- ann. Systkin Clöru voru Skarphéðinn, Hróbjartur, Rebekka (Lóa), Hilmar, Helga og Björgvin. Öll eru þau látin nema Lóa. Clara giftist Jóni Inga Guð- mundssyni sundkennara 14.maí 1930. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru 1) Hafdís J. Bridde, f. 22.7.1930, gift Guðna Bridde raf- virkjameistara sem lést 18.10. 1985. Þeirra börn eru Andrés Þór, kona hans er Anna María Hannes- dóttir, þau eiga tvö börn, Hermann, kona hans er Fjóla Rut Rúnarsdótt- ir, þau eiga þrjá syni, Alexander, kona hans er Ingibjörg Sigurðar- dóttir, þau eiga tvö börn, Þórdís Klara, maður hennar er Bjarni Júlíusson, þau eiga tvö börn, Guðni, kona hans er Sigrún Her- mannsdóttir, þau eiga tvær dætur. 2) Lúther Jónsson, f. 18.1. 1936. Hann kvæntist Ragn- heiði Dís Atladóttur. Þau slitu samvistir. Þeirra börn eru Breki Már, hans kona er Susanne Nyholm, þau eru búsett í Dan- mörku og eiga fjögur börn, Hrefna Dís mað- ur hennar er Simon Minshull, þau er búsett á Barbados og eiga tvær dætur, Dana Lind, maður hennar er Magnús Einars- son. Seinni kona Lúthers er Anna Atladóttir og eiga þau eina dóttur. Seinni maður Clöru var Her- mann Guðmundsson, þau giftust 16. nóv 1940. Hermann var fæddur 27. apríl 1916 og lést 10. nóv. 1989. Clara vann lengst af við verslunar- störf í versluninni Vogue og síðar á Hótel Sögu og hætti ekki fyrr en um sjötugt. Útför Clöru fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þó svo að fréttin af andláti ömmu Clöru kæmi í sjálfu sér ekki á óvart er sorgin alltaf hin sama og sökn- uðurinn jafnsterkur. Síðustu dagana dró hægt og rólega af henni ömmu og það var sýnt hvert stefndi. Hún kvaddi sunnudaginn 18. febrúar sl. Amma Clara, eins og hún var alltaf kölluð, var sérlega glæsileg kona í alla staði og sérstaklega báru handa- verk hennar þess merki. Allt lék í höndunum á henni, hvort heldur það var að sauma, prjóna eða hvað annað sem viðkemur handavinnu. Ófáar voru þær, lopapeysurnar sem hún prjónaði á okkur barnabörnin, og svo þegar barnabarnabörnin komu til fengu þau að njóta þess líka. Frá þeim tveimur börnum sem amma átti eru nú komnir 25 afkom- endur. Þrátt fyrir háan aldur átti hún amma ekki í miklum erfiðleikum með að muna eftir nöfnum, afmælum og öðrum fjölskylduatburðum. Hvort sem það voru barnabörn eða barnabarnabörn þá vissi hún alltaf hvað allir hétu og hverjir áttu afmæli í það og það sinnið. Hún amma hafði mikla unun af því að vera með ung- viðinu í ættinni. Hún var sérlega nett kona og gat setið á hnjánum á gólfinu og leikið sér við barnabörnin eins og væri hún barn sjálf. Ungu konurnar í fjölskyldunni áttu það til að öfunda hana eilítið af þessum kostum. En af öllum hennar hugðarefnum var það lestur góðra bóka sem hún unni hvað mest. Hún las feiknarlega mikið af bókum og ef við vorum í vandræðum með jólagjöfina þá var alltaf hægt að bjarga sér með því að gefa henni góða bók. Hún fylgdist alla tíð vel með því sem var efst á baugi hverju sinni, las blöð og tíma- rit og þannig fylgdist hún með því sem var að gerast í nútímanum. Hún gat rætt við eldra fólkið um stjórn- mál og hvaðeina og gat svo jafnvel talað við unglingana um nýjustu hljómsveitir eða einhverja sérstaka söngvara sem voru vinsælir. En því miður fóru augun að gefa sig með aldrinum og fyrir nokkrum árum var svo komið að hún gat ekki lesið leng- ur. Slæmt þótti henni að missa bæk- urnar en allra verst að geta ekki lengur fylgst með í blöðunum. Amma og afi (Hermann Guð- mundsson) voru afar samrýnd hjón og gerðu alla hluti saman. Skemmti- legast þótti okkur að fá þau í heim- sókn á laugardögum því að þá komu þau alltaf með gott eða eitthvað ann- að skemmtilegt ofan af „velli“ en afi vann þar. Amma vann lengstum í Vogue og Hótel Sögu við það að gefa starfsfólkinu að borða og þær voru ófáar heimsóknirnar til hennar þeg- ar maður fór í bíó eða kom svangur af skautum frá Melavellinum. Ömmu þótti alltaf ánægjulegast að vera nálægt sínum nánustu. Hún lagði stundum mikið á sig til að svo gæti orðið. Það er við hæfi að rifja upp eina ágæta sögu af henni í þessu sambandi. Þannig var að fjölskyldan hafði fengið sumarbústað á leigu í Munaðarnesi að sumarlagi og voru flestir fjölskyldumeðlimir staddir þar. Amma hafði dvalið um skeið í Hveragerði sér til heilsubótar. Þegar dvölinni þar lauk og hún kom heim leiddist henni. Enginn í bænum en hún vissi af öllum skaranum í Munaðarnesinu. Þar sem þetta var fyrir tíma GSM- símanna átti hún ekki gott með að láta vita af sér. En þeirri gömlu héldu engin bönd, hún ákvað einfaldlega að skella sér í sveitina og heilsa uppá sitt fólk. Hún tók því bara næstu rútu, og lét bíl- stjórann setja sig út við afleggjarann að Munaðarnesi og þaðan fór hún svo bara á puttanum og eftir gott ferða- lag komst hún til okkar alsæl. Þá var hún amma nærri áttræð og lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Síðasta sumar, þegar hún varð 89 ára, ákvað hún að halda rækilega upp á afmælið sitt. Öllum fjölskyldu- hópum var boðið og haldin alvöru af- mælisveisla. Þetta hafði hún aldrei gert áður nema ef um stórafmæli væri að ræða. Það var rétt eins og hún vissi að þetta yrði síðasta afmæl- isveislan sem hún héldi. Hún amma Clara hefði orðið níræð 12. ágúst á þessu ári og við munum örugglega minnast sérlega duglegr- ar og elskulegrar ömmu okkar þann dag. Andrés, Hermann, Alexander, Þórdís Klara, Guðni Bridde og fjölskyldur. Blómið óx og dafnaði, lifði björtu lífi, en nú er blómið fölnað en blöð þess dreifast út um allt, minning blómsins hverfur aldrei og þegar það er komið upp til himna, blómstrar það og verður enn fegurra. Katrín Ósk og Guðni. SIGURBJÖRT CLARA LÚTHERSDÓTTIR A            B      ,B  ,   !        '  4>$011 :),) ,"7E  !/ -       !   #7 % 1 *   )    ! ,    1 *  @ ' & &  '   ,B 5 9,!'!#',&" ") '2() :"' !#',&"   5 - '( )" ,F )' "))"-''(     (6  6 / %         :1>  !  ' !)  9     $ .  '  !9      ( #7 !'6"- ,&" - @0' ")# , ,&"  ),:"'"  9 ''(    5 9,!'"& ',&" ("&  9  ),''( / )    & ,B,     !       ' '   ' <G4 B=  5 $  5  $011  - "  -" -%&'!7H ( )) 6   - !/ -       "  & ! '   "  &'  &)9 - '( 5 )),& 4/-# ,',&" 5 )),&/ - '( -) ?/ - ,&" 0) 9%/-# ,''( )"  - '( 6  6 6  6  6 (6  6  6  6 /          ? B: <$011 "-3 "7  !       ! 2    '  #(( 5       ,     ! )    ;     . 5/4&2 ''(  ,!'< ,&" ) $!'. ',&"/ A         B       ,B,   !  '   '  '       1I$J $:    '"9"-"/  ,*',&"(9)'), / A     &   B     ,    !        %0$ % : $011 3'2()"/ "!- D2*-" ',&" - )6 D2*-" ',&"/ MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.