Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.02.2001, Qupperneq 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 41 Reiðhjól sem samgöngutæki Frá Öldu Jónsdóttur: UMFERÐIN í Reykjavík og ná- grenni er orðin það mikil að fljót- legra er í flestum tilfellum að hjóla í vinnuna eða taka strætó og jafnvel sameina þetta tvennt. Nýlega var Miklabrautin endurbætt fyrir bíla- umferð en svo virðist sem einn dag- inn hafi verið ákveðið að taka saman og fara. Verktakar hurfu af svæðinu þrátt fyrir að stígar meðfram Miklu- brautinni séu flakandi sár og ekki auðvelt fyrir gangandi eða hjólandi að komast leiðar sinnar. Höfum við í Íslenska fjallahjóla- klúbbnum bent á að nauðsynlega vantar hjólastofnstíga milli sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu og inn- an Reykjavíkur, t.d. meðfram Kringlumýrarbrautinni og Miklu- brautinni. Ætti að setja hjólastíga meðfram fjölförnum vegum og útbúa staðla sem taka mið af fjölda bíla á dag og umferðarhraða (ef fjöldi bíla á dag fer yfir ákveðna tölu yrði settur hjólreiðastígur meðfram veginum). Einnig þarf að huga að hjólastíg- um milli þéttbýlisstaða úti á landi þar sem fólk getur auðveldlega notað hjólið sem sitt samgöngutæki. Árleg- ar talningar sýna að sífellt fleiri nota hjólið sem samgöngutæki og spara með því að kaupa annan bíl á heimilið og halda líkamlegu formi í góðu ástandi í leiðinni. Hér á höfuðborg- arsvæðinu búa yfir 60% þjóðarinnar og auðvelt að komast á milli staða á hjóli ef hjólastígar eða hjólavegir og hjólastofnstígar væru með í skipu- laginu. Þá er hægt að létta aðeins á bílaumferðinni sem hlýtur að teljast jákvætt ef tekið er tillit til markmiða stjórnvalda, t.d Staðardagskrá 21, Álaborgarsáttmálanum og Reykja- vík heilsuborg. Ekki verður Reykja- vík að heilsuborg þó að byggð sé sundlaug og líkamsræktarstöð? Er ég alveg sammála nauðsyn þess að þessar byggingar rísi enda löngu tímabært að byggja sundlaugina. Hins vegar eru göngustígarnir góðir í Laugardalnum þó að oft sé þar mik- ið af fólki og því ekki alltaf gott að hjóla en vona ég að meira verði lagt upp úr því að bæta hjólastíga að þessari nýju byggingu í stað þess að leggja bílastæði alveg upp að dyrum heilsuræktarinnar svo að fólk geti frekar hjólað eða gengið á staðinn. Finnst mér að Reykjavíkurborg verði frekar heilsuborg ef tekst að fá almenning til að hreyfa sig meira og tel ég hjólreiðar hiklaust einn af þeim þáttum sem fólk hefur áhuga á að stunda meira ef aðstaðan væri betri. Ekki þarf nema þessa góðviðrisdaga í vetur til að sýna hvað hjólin voru fljótt tekin úr geymslunni og heilu fjölskyldurnar tóku sér hjólatúra ekkert síður en göngutúra á göngu- stígunum. Erum við hjólreiðamenn að reyna að hjóla eftir þessum stígum sem eru fyrst og fremst hannaðir fyrir gang- andi umferð og víða eru stígarnir orðnir það vinsælir að umferð hjól- andi og gangandi á engan veginn saman, þar sem þröngir stígarnir rúma ekki umferðina. Margir hjól- reiðamenn nenna ekki að hjóla eftir göngustígunum, bæði vegna annarr- ar umferðar þar og eins eru þeir margir svo hlykkjóttir að leiðin verð- ur miklu lengri en ella. Heldur hjóla þeir úti á götu þar sem reyndar hjól- andi umferð á að vera samkvæmt umferðarlögum. Í 39. grein umferð- arlaga stendur: „Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri…“. Síð- ar í sömu grein stendur að „Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfar- endum hættu eða óþægindum. Hjól- reiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarend- um“. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að hjólreiðamenn eiga að hjóla á götunum þó svo að margir bílstjór- ar og reyndar lögreglumenn líka viti það ekki. Myndi ég mæla með því að Umferðarráð kynni þeim sem taka ökuprófið þessi réttindi hjólreiða- manna betur en nú er gert. Margir bílstjórar vita hreinlega ekki að hjól- reiðafólk á að vera úti á götu sam- kvæmt umferðarlögum. ALDA JÓNSDÓTTIR, formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Sífellt fleiri nota hjólið sem samgöngutæki og spara með því að kaupa annan bíl á heimilið og halda sér í góðu formi að auki. Morgunblaðið/Ómar Á MIÐJU sl. ári voru stofnuð sam- tök útgerðarmanna bátaflotans, undir nafninu Landsamband ís- lenskra fiskiskipaeigenda, skamm- stafað LÍF. Þess misskilnings gætti strax, að hér væri um samtök kvóta- lausra útgerða að ræða. Erfiðlega hefur gengið að breyta þessari röngu ímynd þessara samtaka, aðallega vegna tregðu fjölmiðla á að fjalla um þau málefni sem að okkar viðhorfum lúta. Markmiðið með stofnun þessara samtaka var, og er, að vinna að sam- eiginlegu markmiði útgerða hinna hefðbundnu vertíðarbáta. Málefni þeirrar tegundar útgerðar hafa mjög verið fyrir borð borin undanfarna áratugi. Ber staða þessara útgerða, innan stjórnkerfis fiskveiða, glöggt dæmi um það. Þrátt fyrir þessa erfiðleika, hefur markvisst verið unnið að framgangi málefna er lúta að undirstöðuþáttum svona samtaka. Þannig hefur verið unnið að því að koma á fót umhverfi greiðslumiðlunar tryggingasjóðs- gjalda fyrir félagsmenn LÍF. Er það svo vel á veg komið að skráðir félags- menn LÍF geta frá og með 1. mars nk. látið 6% greiðslumiðlunargjald sitt renna í gegnum greiðslumiðlun- arkerfi LÍF. Reikningur þess er: 1150-26-53380. Gert verður upp af þessum reikningi mánaðarlega, þannig að innborguð upphæð út- gerðar, færist til tryggingafélags á fyrri helmingi næsta mánaðar á eft- ir. Jafnframt fá útgerðarmenn yfirlit um innborganir nýliðins mánaðar og dreifingu þess fjár. Rétt fyrir s.l. áramót, óskaði und- irritaður eftir að LÍF fengi gerðan kjarasamning við samtök sjómanna, þ. e. Farmanna- og fiskimannasam- bandið, Vélstjórafélagið og Sjó- mannasambandið. Umleitan þessari hefur ekki verið hafnað, en þessum aðilum finnst félagsmenn okkar vera helst til fáir til að gera sérstakan kjarasamning. Það er í sjálfu sér við- horf út af fyrir sig, en á ekki að geta sett félagsmenn LÍF í þá stöðu að þurfa að taka á sig verkfall, vegna þrjósku annarra samtaka útgerðar- manna, sem ekki vilja gera kjara- samninga fyrir bátaflotann. Þær kröfur sem fram hafa komið, eru ekki óviðráðanlegar bátaflotanum. Helstu átakafletir virðast lúta að rekstri úthafsskipa. Samtök sjó- manna hafa lýst sig reiðubúin til gerðar skammtímasamnings. Að mínu mati á að ná slíkum samningi um helstu atriði og skapa með því svigrúm til raunhæfrar vinnu til var- anlegrar lausnar á þeim atriðum sem í kröfum sjómanna felast. Ljóst er t. d. að fiskverð hlýtur að vera sameig- inlegt áhugamál útgerðarmanna báta, jafnt og sjómanna. Þess vegna ættu þessir aðilar að geta unnið vel saman að lausn þeirrar deilu. Ágætu útvegsmenn! Óðum nálg- ast sá dagur sem verkfall hefur verið boðað gegn félagsmönnum LÍÚ. Ekki er enn farið að boða til aðgerða gegn félagsmönnum LÍF, því vilja- yfirlýsing okkar um gerð kjarasamn- ings liggur enn fyrir hjá samtökum sjómanna. Mikilvægt er, að fá sem fyrst heildaryfirsýn yfir þann fjölda báta sem hyggjast verða aðilar að kjara- samningi LÍF. Því bið ég þá útgerð- armenn, sem ekki eru þegar með, en hafa áhuga fyrir að taka þátt í upp- byggingu bátaútgerðarinnar, og þar með komast hjá verkfalli, að hafa samband hið fyrsta. Síminn á skrifstofu LÍF er: 568 28 28, FAX 568 28 30. GSM sími for- manns er 864 04 31. Stöndum saman og byggjum upp: LÍF fyrir bátaflotann. GUÐBJÖRN JÓNSSON, formaður LÍF. Bréf til útgerðar- manna bátaflotans! Frá Guðbirni Jónssyni: Viltu prófa nýtt lífsmunstur? Þyrstir þig í nýja reynslu og ævintýri? Viltu læra nýtt tungumál? Ingólfsstræti 3 2. hæð sími 552 5450 www.afs.is Viltu alþjóðlega menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Ertu á aldrinum 15 - 18 ára? Erum að taka við umsóknum til fjölmargra landa. Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl Umsóknarfrestur vegna brottfara í júní til september 2001, rennur út á bilinu 15. mars - 15. apríl. Fer eftir löndum. Alþjóðleg fræðsla og samskipti Nánari upplýsingar hjá Helgu Magg í símum 585 4113 og 585 4140 netfang helgamagg@uu.is Úrvals bændaferð með Friðriki G. Friðrikssyni LÚXUSFERÐ Á LÁGU VERÐI Páskaferð á slóðir Rómverja, víkinga, skálda, sjómanna og Bítlanna 14. - 22. apríl 2001. (Ath. Aðeins 3 virkir dagar!). Flogið verður beint til Blackpool, sem er við Írlandshaf og ein mesta skemmti- og ferðamannamiðstöð Englands. Blackpool og Liverpool, borg Bítlanna, verða skoðaðar. Heimsóknir Liverpoolbúa til Blackpool eru í miklu uppáhaldi. Ein mesta náttúruperla Englands, The Lake District, liggur skammt undan, en þangað sækja Bretar mikið í fríum sínum. Þar verður gist í tvær nætur í Ambleside, og farið bæði í lestarferð og siglingu á Windermerevatninu. Eftir að hafa skoðað Lake District er haldið til York eða Jórvíkur eins og víkingarn- ir nefndu staðinn. Þar má sjá stórkostleg mannvirki frá dögum Rómverja og síðar víkinga. Út frá York verða hafnar- og fiskimannabæirnir Hull og Grimsby heimsóttir, en til þess að komast þangað þarf að fara yfir brú, sem til skamms tíma var lengsta hengibrú veraldar. Innifalið í ferðinni er morgunverðarhlaðborð allan tímann, 5 kvöldverðir, flugvallarskattar, skoðunar- ferðir og fararstjórn. Verð á mann í tvíbýli kr 69.500 (aukagjald v. einbýlis kr 15.000) Örfá sæti laus Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Skál kr. 6.300 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469 Þumalína, Pósthússtræti 13 Meðgöngufatnaður til hvunndags og spari. Póstsendum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.