Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 4

Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu VW Passat 1800 Turbo 4 dyra, nýskráður 07.01.2000, ekinn 10.000 km, leðurinnrétting, topp- lúga, spoiler framan og aftan, tölvukubbur, 18 tommu álfelgur. Ásett verð 2.670.000. SÆSILFUR ehf. hefur nú fengið úthlutað rekstrarleyfi frá veiði- málastjóra til sjókvíaeldis á laxi í Mjóafirði en Hollustuvernd ríkis- ins gaf út starfsleyfi til handa fyr- irtækinu í ársbyrjun. Starfsleyfið gildir til ársins 2007 og miðast við átta þúsund tonna framleiðslu að hámarki á hverju ári. Stefnt er að því að stöðin nái fullum afköstum árið 2005. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs, segir að nú verði hafist handa í vor við uppbyggingu sjókvíaeldisins í Mjóafirði. Um 250.000 seyði verða þá sett í nokkrar kvíar og er ætl- unin að fá reynslu af því hvernig þessum seyðum reiðir af fyrsta ár- ið. Seiðin koma frá Stofnfiski og eru af kynbættum eldisstofni af norskun uppruna. Að sögn Guð- mundar er reiknað með að slátrun hefjist seinni hluta næsta árs og slátrað verði síðan flesta virka daga eftir árið 2003. 40 ársverk við vinnsluna Til að byrja með fylgja eldinu ekki mörg störf en þegar fram- leiðslan nær átta þúsund tonnum á ári má reikna með 6–8 ársverkum við sjálft fiskeldið og um 40 árs- verkum við vinnsluna, auk starfa sem til verða við þjónustu í kring- um laxeldisstöðina. Vinnslan mun fara fram í Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, en auk Síldarvinnslunn- ar eru Samherji, Hraðfrystihús Þórshafnar og ýmsir einkaaðilar eigendur Sæsilfurs. Guðmundur segir að kostnaður við uppbygg- ingu eldisstöðvarinnar nemi um einum og hálfum milljarði króna. Nokkuð hefur borið á gagnrýn- isröddum vegna leyfisveitinga til sjókvíaeldis í fjörðum á Íslandi. Auk rekstrarleyfis til handa Sæ- silfri í Mjófirði hefur veiðimála- stjóri jafnframt gefið út rekstr- arleyfi til handa Salar Islandica til sjókvíaeldis á laxi í Berufirði og verður sú stöð svipuð í sniðum og eldisstöð Sæsilfurs. Guðmundur segir að öll umræðan um hættuna sem geti stafað af sjókvíaeldi á laxi hafi hjálpað mikið til og gert að verkum að stjórnvöld hafi víða leitað fanga við öflun upplýsinga og áliti sérfræðinga. „Við sjáum í raun ekki neina hættu af slíku eldi fyrir laxveiðiár landsins. Það er búið að gera ákveðið skipulag sem er ákaflega skynsamlegt miðað við t.d. í ná- grannalöndunum þar sem menn óðu af stað án þess að vera með heildarskipulag gagnvart umhverf- inu. Nú er búið að taka út svæðin þar sem náttúrulegi laxinn er og þar verður ekki fiskeldi. Síðan eru svæði þar sem ekki eru náttúru- legar laxveiðiár og þar má leyfa fiskeldi og Austfirðirnir eru kannski þar númer eitt.“ Að sögn Guðmundar eru vanda- málin fyrst og fremst til staðar þar sem laxveiðár renna í firðina þar sem sjókvíaeldi fer fram. Þá væri langstærsta vandamálið, laxalúsin, frekar bundin við hlýjan sjó eins og við Suður-Noreg og Skotland. „En þegar komið er í kaldari sjó eins og við Tromsö, Finnmörku og Ísland er laxalús ekki vandamál og allra síst þar sem ekki eru lax- veiðiár á sama svæði.“ Óðinn Sigþórsson, formaður Sambands veiðifélaga, segir ljóst að innan veiðifélaganna hafi menn miklar áhyggjur af sjókvíaeldi á laxi. Í fyrsta lagi hafi menn verið andsnúnir því að norski laxastofn- inn yrði settur í eldi í sjó og í öðru lagi hefðu menn áhyggjur af því hve stórar þessar eldiskvíar væru í sniðum. Að sögn Óðins hafa menn miklar áhyggjur af heilbrigðismál- um og laxalús, sem sé viðvarandi vandamál alls staðar þar sem eldi fer fram af slíkri stærðargráðu. „Síðan eru það þessir strokufiskar, sá möguleiki að það sleppi fiskur og hann fari upp í árnar og spilli bæði hrygningu og fiskinum sem fer í árnar og hann blandist okkar stofnum.“ Búnaðarþing hvetur til aðgátar við laxeldi í sjó Þá segir Óðinn að heyrst hafi áhyggjuraddir bæði hjá veiðileyfa- sölum og veiðimönnum erlendis frá sem þekki það frá sínum heimalöndum að laxeldi hafi haft slæm áhrif á laxveiði í ám. „Síðan er það líka þannig að framtíðin mun skera úr um hvort þetta kem- ur til með að hafa viðvarandi áhrif eða áhrifin af þessu fiskeldi verði í þá áttina að veiðin hjá okkur minnki. Þá verður af þessu gríð- arlegt tjón fyrir okkur, það fer ekkert á milli mála.“ Á nýafstöðnu Búnaðarþingi var samþykkt bókun þar sem hvatt er til þess að farið verði með fyllstu gát í áformum um kvíaeldi á norskættuðum kynbættum laxi við strendur landsins. „Þingið telur að öll slík áform skuli fara í mat á umhverfisáhrif- um ef ársframleiðsla þeirra er meiri en 200 tonn, sbr. viðauka 2 í lögum um umhverfismat. Ef eldi verður leyft verði þess gætt í hví- vetna að það valdi ekki skaða á ís- lenskum laxa- og silungastofnum. Gera þarf forrannsóknir og setja ströng og skýr lagaákvæði um eld- ið sem fylgt verði eftir með virku eftirliti. Einnig telur þingið nauð- synlegt að banna laxeldi á þeim stöðum sem telja má sérlega við- kvæma gegn þessari starfsemi.“ Veiðimálastjóri veitir Sæsilfri rekstrarleyfi fyrir kvíaeldi á laxi í Mjóafirði Reiknað með 8 þúsund tonna framleiðslu árið 2005 Veiðifélög hafa áhyggjur af áhrifum sjókvíaeldis á náttúrulega laxastofna Hægt að opna allt svæðið ef snjóaði í sólarhring STEFNT er að því að hafa stóla- lyftuna í Kóngsgili í Bláfjöllum opna almenningi í dag, þriðjudag. Snjóleysi í Bláfjöllum býður ekki upp á meiri þjónustu að svo stöddu og segir Grétar Þórisson, rekstrarstjóri Bláfjalla, að að- stæðurnar á skíðasvæðinu henti einungis vönu skíðafólki. Byrjendur verða að bíða Byrjenda- eða diskalyftur eru því miður enn lokaðar vegna snjó- leysis Það sem af er vetri hefur verið opið í um tíu daga í Bláfjöllum og hefur aðsókn þessa fáu daga verið viðunandi, að sögn Grétars. „Brettakrakkarnir okkar eru langduglegastir,“ segir hann. Vilja suðaustanátt með almennilegri snjókomu! Sá snjór sem hefur safnast fyrir í Bláfjöllum í vetur er mjög traustur þótt í litlu magni sé og er ólíklegt að skíðafólk verði svipt honum, a.m.k. á miðju skíða- tímabili. Ljóst er að ekki þurfi mikið til svo hægt verði að bjóða upp á fulla þjónustu við skíðafólk í Bláfjöllum. „Við þurfum góða suðaustanátt sem gæfi okkur almennilega snjó- komu. Þær suðaustanáttir sem komið hafa í vetur hafa einkum fært okkur rigningu. Ef snjóaði í einn sólarhring gætum við opnað allt svæðið meira eða minna. Það er því góður möguleiki á því að það verði hægt að komast á skíði um páskana.“ Mikið er hringt í Bláfjöll og spurst fyrir um aðstæður og segir Grétar marga óþreyjufulla að komast á skíði – og bretti. Enn verði þó að bíða eftir suðaust- anátt með snjókomu í stað rign- ingar. Ekki er unnt að gangsetja margar lyftur á meðan verulegan snjó vantar í brekkurnar. Morgunblaðið/Þorkell Þótt snjór sé í lágmarki í Bláfjöllum virðist ánægjan í hámarki meðal þeirra sem gera sér lítið að góðu. Bláfjöll LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði á föstudagskvöld sýninguna „Íslenskt lamba- kjöt“. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór sýningin þannig fram að litskyggnum af nöktum eða lítið klæddum stúlkum á aldrinum 9-10 ára var varpað á glugga húss í Þingholtunum. Sýningin hafði verið auglýst með veggspjöld- um í miðborginni. Lögreglan lagði jafnframt hald á 30-40 litskyggnur. Sá aðili sem stóð fyrir sýning- unni hefur verið kærður fyrir að brjóta gegn ákvæðum laga um blygðunarsemi. Lögreglan stöðvar sýningu LÖGREGLAN í Kópavogi hafði í gær afskipti af tveimur mönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Sá fyrri var stöðvaður um kl. 5 í gærmorgun eftir að hann hafði ekið utan í og upp á umferðareyju. Lög- reglumönnum þótti ástæða til að gruna manninn um að vera undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni fundust þó hvorki í fötum mannsins né í bíl. Um kl. 10.30 kom lögreglan að bif- reið sem ekið hafði verið utan í sorp- tunnur við Digranesveg. Ökumaður- inn var meðvitundarlaus í bílnum en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða róandi lyfja. Tæki til fíkniefnaneyslu fund- ust við leit í bíl hans. Á sunnudag fékk lögreglan til- kynningu um undarlegt aksturslag bifreiðar. Hún stöðvaði bílinn stuttu síðar en ökumaður hans, karlmaður á níræðisaldri, er grunaður um ölv- un. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var hann verulega ölvaður. Frá föstudegi þar til síðdegis í gær stöðvaði lögreglan í Kópavogi 43 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði 27 ökumenn vegna hraðaksturs frá laugardagsmorgni til mánudags- morguns. Lögreglan lagði ennfrem- ur hald á 5 grömm sem fundust við leit í bifreið í Lækjargötu aðfaranótt sunnudags. Fjórir ungir menn sem voru í bílnum voru færðir til yfir- heyrslu á lögreglustöð. Þeim var sleppt um morguninn eftir yfir- heyrslur. Málið telst upplýst. Grunur um akstur undir áhrif- um fíkniefna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.