Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Ólafsson, bóndi í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi, lést sl. fimmtudag á hjarta- deild Landspítala – há- skólasjúkrahúss, rúm- lega áttræður að aldri. Jón fæddist í Eystra- Geldingaholti 15. októ- ber 1920. Foreldrar hans voru Ólafur Jóns- son og Pálína Guð- mundsdóttir. Jón kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Eiríksdóttur, árið 1950 og hófu þau búskap í Eystra-Geldingaholti sama ár. Jón og Margrét eignuðust fimm börn, þau Eirík, Ólaf, Árdísi, Sig- rúnu og Sigþrúði. Jón vann alla tíð ötullega að félagsstörfum fyrir sveitina sína og að landbúnaðarmálum og sat m.a. á Búnaðar- þingi. Einnig sinnti hann ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Eitt helsta hugsjónamál Jóns var verndun Þjórsárvera og vann hann að þeim málum allt fram í andlátið. Hann var sæmdur hinni íslensku fálka- orðu 1993. Jón í Eystra-Geld- ingaholti var fréttarit- ari Morgunblaðsins um áratugaskeið. Að leiðarlokum þakk- ar Morgunblaðið störf Jóns og send- ir ástvinum hans samúðarkveðjur. Útför Jóns fer fram frá Skálholts- kirkju á laugardaginn kemur, 17. mars, og verður hann jarðsettur á Stóra-Núpi. Andlát JÓN ÓLAFSSON MAGNÚS Jón Árna- son, fyrrverandi bæjar- stjóri í Hafnarfirði, lést í Hafnarfirði 11. mars s.l. á 54. aldursári. Magnús fæddist á Akureyri þann 30. nóv- ember 1947 og voru foreldrar hans Árni Magnússon, plötu- og eldsmiður og Inga Halldóra Jónsdóttir húsmóðir. Magnús lauk prófi frá Flensborgarskólan- um í Hafnarfirði árið 1964 og kennaraprófi þremur árum seinna. Frá þeim tíma gegndi hann kennarastörfum, lengst af í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði þar sem hann var yfirkennari þar til í fyrra. Síðasta árið var hann í náms- leyfi í Bandaríkjunum en varð frá að hverfa um jólin vegna veikinda. Magnús gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir kennarasamtökin og var meðal annars í stjórn Kennara- félags Reykjaness og í fulltrúaráði og samn- inganefnd Kennara- félags Íslands. Þá gegndi hann fjölmörg- um störfum fyrir skáta- hreyfinguna. Magnús tók virkan þátt í sveitarstjórnar- málum fyrir Alþýðu- bandalagið í Hafnar- firði. Hann var bæjarfulltrúi í Hafnar- firði frá 1986 – 1998 og var bæjarstjóri 1994 –1995. Hann tók virkan þátt í undirbúningi og stofnun Samfylkingarinnar og var í framboði til Alþingis fyrir hana árið 1999. Eftir Magnús liggja nokkrar kennslubækur. Einnig ritaði hann greinar í blöð og tímarit um árabil. Magnús lætur eftir sig dóttur. Eftirlifandi eiginkona hans er Jó- hanna Axelsdóttir en hún á tvo syni af fyrra hjónabandi. MAGNÚS JÓN ÁRNASON LAUNANEFND sveitarfélaga skrifaði undir nýjan kjarasamning við 13 félög starfsmanna hjá sveitar- félögum aðfaranótt sunnudags. Hins vegar ákváðu 6 félög að draga sig úr viðræðunum og hafna undirskrift samninga en þessi 19 félög hafa haft með sér samstarf í kjaraviðræðum undanfarin 13 ár. Ágreiningur um ákvæði símenntunar og röðun í launaflokka varð þess valdandi að félögin sex drógu sig út úr viðræðun- um. Í fréttatilkynningu frá launanefnd sveitarfélaga segir að launahækkanir í samningnum séu í samræmi við al- menna kjarasamninga sem gerðir hafi verið undanfarið á vinnumarkaði og mikil áhersla hafi verið lögð á sí- og endurmenntun í samningnum. Auk þess er fyrirhugað að taka upp nýtt starfsmatskerfi við árslok 2002 en samningurinn gildir til 31. mars 2005. Þegar upp úr viðræðunum slitnaði aðfaranótt sunnudags stofn- uðu 13 félög samstarfsvettvang undir heitinu Kjarni og gengu frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs frá launanefnd. Þetta eru starfsmanna- félögin á Akureyri, Dalvík, Húsavík, Ólafsfirði, Skagafirði, Fjarðabyggð, Siglufirði, Borgarbyggð, Dala- og Snæfellssýslu, Seltjarnarnesi og félögum opinberra starfsmanna á Austurlandi, Húnavatnssýslum og Vestfjörðum. Félögin sex sem höfn- uðu tilboði launanefndar eru starfs- mannafélögin í Kópavogi, Hafnar- firði, Akranesi, Árborg og Vestamannaeyjum auk Félags opin- berra starfsmanna á Suðurlandi. Elín Björg Jónsdóttir, formaður FOSS og talsmaður þeirra félaga sem ekki skrifuðu undir, segir að ágreiningur um símenntunarkafla samninganna hafi orðið þess valdandi að félögin gátu ekki fellt sig við tilboð launefndar. Samkvæmt því hafi verið ljóst að breytingar milli launaflokka sem starfsmenn höfðu áunnið sér samkvæmt eldra kerfinu myndu ekki nýtast þeim í nýja kerfinu. „Okkur fannst það óásættanlegt. Við hefðum viljað sjá að fólkið sem var búið að ávinna sér launaflokka samkvæmt eldra kerfinu héldi þeim áfram. Ágreiningurinn snerist bara um það.“ Félögin tóku ákvörðun hvert fyrir sig um samþykki Að sögn Elínar er meginmunurinn á félögunum sá að þau eru misjafn- lega uppbyggð og misjafnt hversu stórir hópar í hverju félagi hafi verið að nýta endurmenntunarákvæði í samningum. „Það eru mjög mörg góð atriði í þessum kjarasamningi sem var verið að lenda en þetta atriði var óásættanlegt hjá okkur gagnvart okkar félagsmönnum. Hvers vegna þessi félög standa fastar á þessum þætti en önnur verður síðan hver og einn að meta fyrir sig,“ sagði Elín. A. Jakobína Björnsdóttir, formað- ur Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar, segir að félögin hafi tekið ákvörðun um það hvert fyrir sig að hafna eða skrifa undir eftir að hafa hvert í sínu lagi skoðað tilboðið sem lá fyrir frá launanefnd sveitarfélaga. „Þannig hefur það alltaf verið í Samflotinu að hvert félag fyrir sig hefur ákveðið hvort það ætlar að skrifa undir eða ekki og þetta hafa verið félagslegar ákvarðanir hverju sinni. Samflotið er til enn þá, það á eftir að semja við ríkið og mun halda sinn aðalfund á Ísafirði í maí.“ Félögin eru nú að kynna samning- inn hvert og eitt sínum félagsmönn- um og sagðist Jakobína ekki vilja tjá sig efnislega um innihald samnings- ins á þessu stigi. Hún segist meta það svo að tilviljun hafi ráðið því hvaða félög skrifuðu undir og hvaða félög drógu sig úr viðræðunum. Samflot starfsmannafélaga hjá sveitarfélögum klofnaði Þrettán skrifuðu undir en sex slitu viðræðum NÝ B757-200 þota Flugleiða, sem kom til landsins í gær, fékk nafnið Guðríður Þorbjarnardóttir við at- höfn á Keflavíkurflugvelli síðdeg- is. Er þetta tíunda 757 þota félags- ins af þessari gerð, níu eru notaðar í farþegafluginu og ein í fraktflugi. Flugvélin ber skrásetningarstaf- ina TF-FIV og var henni flogið beint frá Seattle í gær. Flugstjóri var Hallgrímur Jónsson. Guðný Hansdóttir, yfirflugfreyja og fulltrúi starfsmanna, gaf þotunni nafn Guðríðar en nýjar þotur Flug- leiða bera nú nöfn landnámsmanna og landkönnuða. Nýja B757-200 þotan er af sömu gerð og sú sem Flugleiðir fengu afhenta í apríl á síðasta ári og ber hún 189 farþega. Ný þota af þessari gerð kostar nú um 4,5 milljarða króna. Tenglar fyrir fartölvur Þotan er með þeirri nýjung að á viðskiptamannafarrými eru raf- magnstenglar í öllum sætum fyrir fartölvur. Þá er í vélinni sérstakt upplýsingakerfi þar sem farþegar geta séð á skjám hvernig fluginu vindur fram, flugleiðina, áætlaðan flugtíma til áfangastaðar, hraða þotunnar og flughæð. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Guðný Hansdóttir yfirflugfreyja sem gaf vélinni nafn. Hlaut nafn- ið Guðríður Þorbjarn- ardóttir Ný Boeing 757-200 þota bættist í flugflota Flugleiða í gær ÞRÍTUGUR maður var dæmd- ur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn tvítugri stúlku í Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Dómurinn taldi að leggja yrði framburð kæranda til grundvallar og taldi með hon- um sannað að ákærði hefði að morgni 28. nóvember 1999 farið inn í gestaherbergi í íbúð sinni á Ísafirði, þar sem kærandi svaf á dýnu á gólfi ásamt öðrum manni, sem hafði sofnað þar mjög ölvaður, og káfað á og sett fingur inn í kynfæri stúlkunn- ar. Hann var talinn hafa not- fært sér það að ákærandi gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Í dóminum, sem Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kvað upp, segir að ákærði hefði ekki verið stöðugur í sínum fram- burði en framburður kæranda hefði verið stöðugur og skýr. Ákærði var dæmdur til að sæta fangelsi í fimm mánuði en fullnustu refsingarinnar verður frestað og hún látin falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu dómsins haldi ákærði almennt skilorð. Þá var ákærði dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund kr. með dráttar- vöxtum og allan sakarkostnað. Fimm mán- aða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.