Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 11
TANTRA
LISTIN AÐ ELSKA
MEÐVITAÐ
Símar 435 6810
GSM 891 6811
Netfang:
gulli@hellnar.is
Þessi einstaka bók er
komin aftur í verslanir.
Sl. sunnudag hófst
á Skjá 1 röð 10 þátta
um þessa fornu list
í umsjá Guðjóns
Bergmanns, þýðanda
bókarinnar.
Náðu þér í eintak því bókin er
fyrir þá sem vilja tileinka sér þessi
einstöku fræði um listina að elska
meðvitað.
Fæst í öllum helstu bókaverslunum.
FRAMKVÆMDIR við suðurhluta
norður-suður-flugbrautar Reykja-
víkurflugvallar hófust fyrir
nokkru. Verður í sumar unnið að
endurnýjun brautarinnar að
brautarmótunum og síðan haldið
áfram við norðurhlutann næsta
sumar.
Hermann Hermannsson er
tæknilegur verkefnastjóri fyrir
hönd Flugmálastjórnar og segir
hann stefnt að því að ljúka end-
urnýjun brautarinnar um mitt
næsta sumar eða í júlí-ágúst.
Einnig er lögð ný akstursbraut
fyrir flugvélar vestan við þennan
hluta brautarinnar í stað gam-
allar, sem orðin var ónýt. Unnt er
að nota nyrðri hluta norður-
suður-brautarinnar þrátt fyrir
framkvæmdirnar en aðallega er
austur-vestur-brautin notuð svo
og norðaustur-suðvestur-brautin
en hún er talsvert styttri.
Fram-
kvæmdir
hafnar við
norður-suð-
ur-brautina
Morgunblaðið/Jim Smart
Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við endurnýjun á suðurhluta norður-suður-brautarinnar.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær Ferðaskrifstofuna
Príma ehf. til að greiða hjónum til
baka staðfestingargjald fyrir ferð
sem þau afpöntuðu þar sem talsverð
aukagjöld bættust við ferðakostnað
eftir að þau greiddu staðfestingar-
gjaldið. Í niðurstöðum dómsins segir
að ferðaskrifstofan verði að bera
hallann af því að hafa ekki gert þeim
ótvírætt ljóst hver raunverulegur
kostnaður við ferðina væri.
Hjónin pöntuðu rúmlega tveggja
vikna ferð til Ítalíu með ferðaskrif-
stofunni í maí árið 2000 og greiddu
þá 60.000 krónur í staðfestingar-
gjald. Þá fengu þau yfirlit um eft-
irstöðvar.
Í byrjun júlí barst þeim bréf frá
ferðaskrifstofunni þar sem fram
kom að nokkrum kostnaðarliðum
hefði verið bætt við upprunalegt
verð ferðarinnar sem var 188.400
krónur á manninn. Það sem bættist
við voru fimm máltíðir á völdum
veitingastöðum, kynnisferðir, óperu-
sýning í Veróna og aukagjald fyrir
einbýli. Viðbótarkostnaðurinn,
98.000 krónur á mann, hafði ekki
komið fram á yfirlitinu sem fólkið
fékk við greiðslu staðfestingar-
gjaldsins.
Hápunktar
ferðarinnar
Í bréfinu kom eftirfarandi fram
varðandi þessa kostnaðarliði: „Ferð-
in má teljast samfelld skoðun lands
og listar og er það innifalið í grunn-
verði ferðar en aðgangseyrir að
mörgum merkustu söfnum heimsins
kostar sitt og verður að innheimta
sérstaklega. [...] Reynslan hefur
leitt í ljós, að sameiginlegar máltíðir
hópsins eru með mestu hápunktum
ferðalagsins sem enginn vill missa af
[...] Ekki er hægt að kaupa einstak-
ar ferðir né máltíðir úr þessum
pakka og reynslan er sú, að enginn
vill missa af neinu sem til boða
stendur. Fullri greiðslu á ferða-
kostnaði skal lokið eigi síðar en 12.
júlí nk. að meðtöldum aukagjöld-
um.“
Fyrir dómi sagðist eiginmaðurinn
þá hafa haft samband við starfs-
mann ferðaskrifstofunnar og spurt
hvort nauðsynlegt væri að greiða
þessi gjöld og fengið þau svör að svo
væri. Nokkrum dögum síðar afpant-
aði hann ferðina.
Fólkinu ekki skylt að taka þátt
í þessum liðum ferðarinnar
Ferðaskrifstofan hélt því fram að
í verðskrá hefði komið skýrt fram
hvað væri innifalið í grunnverði
ferðarinnar og þar væru hvorki
málsverðir né aðgangur að söfnum
og óperum innifaldir. Ferðaskrif-
stofan taldi því að hjónin hefðu ekki
réttmæta ástæðu til að hafa ætlað
að þessir liðir væru innifaldir og geti
því ekki borið það fyrir sig að for-
sendur fyrir ferðinni hafi brostið. Þá
hafi fólkinu ekki verið skylt að taka
þátt í þessum liðum ferðarinnar.
Ferðaskrifstofan lagði fram
verðskrá þar sem grunnverð ferð-
arinnar er tilgreint. Enn fremur
koma aukagjöldin þar fram.
Í ferðabæklingi ferðaskrifstof-
unnar er verð hins vegar ekki til-
greint en fólk hvatt til að leita sér
nánari upplýsinga um kostnað í
verðskrá. Héraðsdómur taldi ekki
sannað að fólkinu hefði verið afhent
þessi verðskrá við pöntun.
Ferðaskrifstofan Príma var því
dæmd að greiða hjónunum staðfest-
ingargjaldið til baka með vöxtum og
70.000 kr. í málskostnað.
Arngrímur Ísberg héraðsdómari
kvað upp dóminn.
Kostnaðarliðir
bættust við eft-
ir ferðapöntun
Ferðaskrifstofa dæmd til að
endurgreiða staðfestingargjald
ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf.,
sem m.a. rekur Stöð 2, hefur
sagt upp tæplega 10 manns
vegna hagræðingar í rekstri
félagsins og breytinga á starf-
semi fréttastofa þess á Akureyri
og Egilsstöðum. Við breyting-
arnar voru sameinaðar nokkrar
deildir innan Norðurljósa hf.,
m.a. fjármála- og bókhaldsdeild-
ir Skífunnar og ÍÚ. Segir
Hreggviður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenska útvarps-
félagsins, að þetta hafi haft í för
með sér fækkun starfa innan
félagsins.
ÍÚ hefur lagt af starfsemi
fréttastofu á Egilsstöðum og
verður fréttaritari ráðinn í stað-
inn. Sömu sögu er að segja af
fréttastofu félagsins á Akureyri,
en gengið hefur verið frá
þriggja mánaða samningi við
Aksjón ehf. um fréttaflutning af
Norðurlandi, sem tveir frétta-
menn Aksjónar annast.
Íslenska útvarpsfélagið
Uppsagnir vegna
hagræðingar
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
íhugar alvarlega að áfrýja til Hæsta-
réttar dómi Héraðsdóms Reykjavík-
ur frá því á föstudaginn, sem felldi á
úr gildi úrskurð Sivjar Friðleifsdótt-
ur umhverfisráðherra þess efnis að
stækkun svínabús Stjörnugríss hf.
að Melum í Borgarfjarðarsýslu
skyldi sæta mati á umhverfisáhrif-
um.
Að sögn Magnúsar Jóhannessonar
ráðuneytisstjóra umhverfisráðu-
neytisins kom dómurinn ráðuneyt-
inu í opna skjöldu. Hann segir að í
honum komi fram ný túlkun á
vanhæfiskröfunni í stjórnsýslulög-
um.
„Við erum að íhuga málið og erum
að skoða alvarlega þann kost að
áfrýja málinu,“ segir Magnús. „Við
höfum ekki komist að niðurstöðu í
þeim efnum en það er mat okkar að
þessi dómsniðurstaða kalli á breytt
vinnubrögð í stjórnkerfinu.“
Í dómi héraðsdóms kom m.a. fram
að umhverfisráðherra teldist van-
hæfur til að úrskurða í kærumáli því
sem Stjörnugrís hf. höfðaði, með því
að mæla beinlínis fyrir um afgreiðslu
þess á lægra stjórnsýslustigi, hjá
heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Heilbrigðisnefndin fjallar
um málið í vikunni
Í þessari viku mun heilbrigðis-
nefnd Vesturlands fjalla um umsókn
Stjörnugríss um stækkun svínabús-
ins sem áformað er að hýsi að með-
altali 8 þúsund grísi í stað þriggja
þúsunda.
Forráðamenn Stjörnugríss vildu
ekki tjá sig um niðurstöðu dómsins á
þessu stigi, þegar rætt var við þá í
gær.
Dómur í máli Stjörnugríss kom
ráðuneytinu í opna skjöldu
Íhuga að áfrýja
til Hæstaréttar
SAMNINGANEFND Starfs-
mannafélags ríkisstofnana (SFR) og
Samninganefndar ríkisins (SNR)
funduðu í gær og sagði Jens Andr-
ésson, formaður SFR, að gerð nýs
kjarasamnings væri langt komin.
Hann sagðist jafnvel búast við því
að skrifað yrði undir nýjan samning
á næstu dögum.
Að sögn Jens gerir SFR m.a.
kröfu um upphafshækkun frá 1.
janúar á þessu ári, en annars er ver-
ið að semja um svipaða hluti og aðrir
hafa gert.
Félagsmenn SFR eru um 5.000
talsins og koma úr mörgum starfs-
greinum og eru með ólíka menntun
og bakgrunn. Konur eru í miklum
meirihluta eða um 70% félags-
manna.
Þokast í samkomu-
lagsátt hjá SFR