Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÚNAÐARÞINGI 2001 lauk á Hót-
el Sögu um helgina þar sem um 40
mál hlutu afgreiðslu. Meðal þeirra
ályktana sem samþykktar voru var
áskorun á landbúnaðarráðherra og
yfirdýralækni að taka einarða af-
stöðu gegn innflutningi kjöts og
kjötvara frá löndum þar sem alvar-
legir búfjársjúkdómar finnast. Þá
telur Búnaðarþing nauðsynlegt að
endurskoða reglur og efla eftirlit
með innflutningi á unnum kjötvör-
um.
Skorað er á Alþingi að sett verði í
lög að allar innfluttar matvörur,
sem innihalda dýraafurðir, verði
tryggilega merktar upprunalandi
og innihaldslýsingu á íslensku,
neytendum til glöggvunar. Innflytj-
endur beri ábyrgð á að gæði vör-
unnar séu í samræmi við innihalds-
lýsingu.
Á þinginu var einnig samþykkt
áskorun á stjórnvöld að stórefla Að-
fangaeftirlitið með framlagi á fjár-
lögum og gefa þeirri stofnun þá
burði sem þarf til að sinna því
vörsluhlutverki sem henni er ætlað.
Minnt er á ályktun Búnaðarþings
2000 um þetta efni.
„Mælt er gegn hækkun eftirlits-
gjalda þar sem starfsemi þessarar
stofnunar er ekki eingöngu mál
bænda heldur stuðlar hún einnig að
vernd fyrir neytendur. Hendi það
slys að inn í landið berist hættulegir
dýrasjúkdómar eða alvarleg meng-
andi efni yrði ríkissjóður fyrir veru-
legum fjárútlátum og/eða tekju-
missi. Beita þarf öllum tiltækum
ráðum svo ekki berist smitefni með
fóðri til landsins. Einnig er vaxandi
innflutningur á ýmsum tegundum
áburðar, það skapar hættu á þung-
málmamengun sé eftirlit ekki nægi-
lega virkt. Ítrekuð er sú krafa að
innihaldslýsingar á fóðri, áburði og
sáðvöru séu tæmandi, yfirfarnar af
Aðfangaeftirliti og aðgengilegar
kaupendum,“ segir í ályktuninni.
Búnaðarþingið samþykkti einnig
að beina því til yfirdýralæknis að
settar verði reglur um lágmarks-
tíma frá komu manna til landsins
þar til farið er í gripahús.
Fiskimjölsbann ESB
verði ekki framlengt
Fiskimjölsbann Evrópusam-
bandsins, ESB, var einnig til um-
ræðu meðal bændaforystunnar.
Samþykkt var að beina því til
stjórnvalda að gera allt sem í þeirra
valdi stæði til að koma í veg fyrir að
bann ESB á notkun fiskimjöls í jórt-
urdýrafóðri verði framlengt. Mótuð
verði framtíðarstefna um notkun
próteinfóðurs í landbúnaði. Þingið
fól stjórn Bændasamtakanna að
fylgja málinu fast eftir þar sem
miklir hagmunir væri í húfi fyrir ís-
lenska bændur.
Í greinargerð með þessari álykt-
un kom fram að fiskimjölsbannið
hefði alvarleg áhrif á samkeppnis-
stöðu íslensks landbúnaðar. Vís-
indaleg rök fyrir banninu væru afar
veik. Fram kom að stjórnvöld
þyrftu að hindra óupplýsta umræðu.
Búnaðarþing fjallaði um lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim
Eftirlit verði hert með inn-
flutningi á unnum kjötvörum
Morgunblaðið/Golli
Ari Teitsson, annar frá hægri, var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi, sem lauk um
helgina. Ari situr hér við háborðið ásamt stjórnarmönnunum Gunnari Sæmundssyni og Hrafnkatli Karlssyni,
sér á hægri hönd, og Jóhannesi H. Ríkharðssyni, þingfulltrúa og ráðunauti. Gunnar hlaut endurkjör í stjórn en
Hrafnkell gaf ekki kost á sér áfram.
BÚNAÐARÞING samþykkti um
helgina ályktun þar sem skorað er
á samkeppnisyfirvöld að fylgjast
vel með þeim samruna sem á sér
stað á smásölustigi matvöruversl-
unar og beita sér gegn enn frekari
samþjöppun á því sviði. Einnig
skorar þingið á viðskiptaráðherra
að tekin verði upp vísitala heild-
sölu- og framleiðendaverðs, sam-
hliða gildandi vísitölu smásöluverðs.
Þingið lýsir einnig yfir áhyggjum
yfir þróun mála hjá Samkeppnis-
stofnun þar sem svo virðist að sam-
runi afurðasölufyrirtækja í land-
búnaði sé meðhöndlaður með
öðrum hætti en samþjöppun á sviði
smásöluverslunar. Mótmælt er
þeirri skilgreiningu Samkeppnis-
stofnunar að bændur eigi að keppa
innbyrðis á markaði. Slíkt sé fátítt
og vísað er til sérákvæða um land-
búnað í samkeppnislögum annarra
landa, s.s. í Danmörku og Frakk-
landi. Búnaðarþing fól stjórn
Bændasamtakanna að fylgjast náið
með framkvæmd og túlkun Sam-
keppnisstofnunar á lögum þar sem
fjallað er um bann við samkeppn-
ishömlum.
Eina leiðin að svara
í sömu mynt
Í greinargerð með þessari álykt-
un kemur m.a. fram að Samkeppn-
isstofnun hafi að undanförnu lagt
mikla krafta í að rannsaka afurða-
sölufyrirtæki grænmetis vegna
hugsanlegra brota á samkeppnis-
lögum. Á sama tíma hafi mikil sam-
þjöppun átt sér stað í smásölu án
athugasemda Samkeppnisstofnun-
ar.
„Það er eina leið afurðasölufyr-
irtækja landbúnaðarins, sem mörg
hver eru í eigu bænda, að svara
samþjöppun á smásölustigi í sömu
mynt. Að öðrum kosti er hætt við
að kraftur stærðar smásöluversl-
unarinnar knýi framleiðendur til
enn meiri og óeðlilegra verðlækk-
anna sem leiði til stórkostlegs tjóns
fyrir íslenska framleiðslu. Í allri
búvöruframleiðslu er uppi hörð
hagræðingarkrafa og nokkuð ljóst
að aukinn samkeppni við innflutn-
ing er framundan. Áhyggjur Bún-
aðarþings koma til af því að þegar
skoðuð er skipting neytendaverðs
milli framleiðenda, afurðasölufyrir-
tækja, smásöluverslana og ríkis
kemur í ljós að hlutur smásalans
hefur í flestum tilfellum verið að
vaxa á undanförnum árum. Sú þró-
un á sér stað þrátt fyrir að hlut-
verk verslunarinnar, þ.e. að af-
henda vöruna yfir borðið, hefur lítið
breyst. Niðurstaðan hefur verið
verðhækkun til neytenda, en
minnkandi afrakstur til framleið-
enda,“ segir ennfremur í greinar-
gerðinni.
Búnaðarþing skorar á samkeppnisyfirvöld
Beiti sér einnig gegn sam-
þjöppun á matvörumarkaði
BÚNAÐARÞING hefur samþykkt
að beina því til landbúnaðarráð-
herra að í verklagsreglum vegna
ráðstöfunar á jörðum í eigu ríkisins
og greiðslumarki verði nokkur at-
riði höfð í huga. Meðal þess er að
þeir njóti forgangs að leigu eða
kaupum á viðkomandi jörð sem
ætla að stunda búskap og/eða hafa
þar fasta búsetu.
Einnig vill Búnaðarþing að þegar
ábúðarhæf jörð losnar úr ábúð sé
hún jafnan auglýst til leigu áður en
til sölu kemur. Lagt er til að ríkið
hagi viðhaldi jarða sinna, sem ekki
eru í ábúð, þannig að það samræm-
ist verkefninu „Fegurri sveitir“ og
að sölu á þessum jörðum verði jafn-
framt hraðað.
Þá kemur fram í ályktun Bún-
aðarþings um sölu ríkisjarða að
sveitarstjórnum verði gefinn kostur
á að fylgjast með frá upphafi þegar
slík eignaráðstöfun fer fram. Loks
beinir þingið því til landbúnaðar-
ráðherra að leiguliðum á ríkisjörð-
um verði gert kleift að eignast jarð-
irnar á kaupleigukjörum.
Auðveldar nýliðun
Í stuttri greinargerð með álykt-
uninni segir að reynsla síðustu ára-
tuga sýni ótvírætt að jarðnæði í
eigu ríkisins hafi til muna auðveld-
að nýliðun í íslenskum landbúnaði
og stuðlað þannig að því að við-
halda lifandi byggð í sveitum lands-
ins.
Sala ríkisjarða rædd á Búnaðarþingi
Jarðir verði aug-
lýstar til leigu áður
en sala fer fram
BÚNAÐARÞING 2001 vekur at-
hylgi á og fagnar þeim árangri sem
náðst hefur í kynbótum og ræktun
korns og leggur áherslu á að stór-
auka hana. Jafnframt er skorað á
RALA, Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, að efla rannsóknir og
fræðslu um áburðargjöf, yrkjaval,
tækni við þreskingu, verkun og
tækni við gjafir.
Kornrækt á Íslandi hefur tekið
miklum framförum á síðasta áratug,
að því er segir í greinargerð með
ályktuninni. Með markvissu kyn-
bótastarfi RALA hefur tekist að fá
yrki sem taka erlendum yrkjum
fram í ræktunaröryggi.
Kornrækt breiðist út
„Nú er svo komið að uppskera
korns á Íslandi er síst lakari en víða í
okkar nágrannalöndum. Korn er
hægt að rækta á miklu stærri hluta
landsins nú en áður. Í allri fram-
leiðslu búvöru skiptir máli að notað
sé fyrsta flokks fóður og korn af ís-
lenskri jörð er vafalítið liður í að við-
halda hreinleikaímynd okkar fram-
leiðslu,“ segir í greinargerðinni.
Undanfarin ár hefur verið skorið
korn af um 1.600 til 1.900 hekturum
lands og framleiðslan um 5 til 7 þús-
und tonn. Búnaðarþing telur að
þessa framleiðslu sé hægt að auka
verulega og framleiða miklu stærri
hluta þessa fóðurs en nú er gert.
Kornrækt
verði efld
ÁRSSKÝRSLA Framleiðnisjóðs
landbúnaðarins fyrir árið 2000 var
lögð fram á nýafstöðnu Búnaðarþingi.
Þar kemur m.a. fram að í fyrra námu
tekjur sjóðsins um 257 milljónum, þar
af nam framlag ríkisins 170 milljónum
og 45 milljónir komu vegna sérstaks
framlags til loðdýraræktar.
Framlög úr sjóðnum og samnings-
bundnar greiðslur námu um 230 millj-
ónum. Tekjur sjóðsins af fóðurtollum
námu 42 milljónum. Rekstrarkostn-
aður sjóðsins nam tæpum 16 milljón-
um og sjóðurinn skilaði afgangi upp á
2,6 milljónir, samanborið við 30 millj-
óna hagnað árið 1999.
Framleiðnisjóði bárust alls 269 er-
indi á síðasta ári. Af þeim voru 65 um-
sóknir vegna atvinnueflingar og ný-
sköpunar á bújörðum, 204 töldust til
almennra umsókna um nýbreytni á
sviði landbúnaðar og erinda sem ekki
voru umsóknir um fjárstuðning. Á
árinu 2000 afgreiddi sjóðurinn 188 er-
indi með fyrirheitum um fjárstuðn-
ing, nokkru fleiri en árið áður þegar
168 erindi voru afgreidd. Af þessum
188 erindum voru 40 vegna atvinnu-
eflingar og nýsköpunar á bújörðum
en 148 almenn verkefni. Alls var 45
erindum hafnað og 13 erindi fólu ekki
í sér beiðni um fjárstuðning.
Í ársskýrslunni kemur einnig fram
að könnun var gerð á árangri verk-
efna sem hlutu stuðning á árunum
1989–1999. Úrtakið náði til þriggja
sýslna; Borgarfjarðarsýslu, S-Þing-
eyjarsýslu og V-Skaftafellssýslu. Í
ljós kom að 80% verkefnanna komust
á legg en 20% ekki.
Framleiðnisjóður
landbúnaðarins
230 milljónir
í framlög
árið 2000
♦ ♦ ♦
BÚNAÐARÞING samþykkti um
helgina að tilraunainnflutningi á
fósturvísum úr norskum kúm yrði
frestað eftir að töku fósturvísanna í
Noregi lýkur, en þá verða þeir settir
í frysti þar til annað verður ákveðið.
Lagt var til að nefnd sú er kúabænd-
ur og landbúnaðarráðherra höfðu
skipað legði fram áætlun um fram-
kvæmd tilraunarinnar sem yrði
tilbúin í síðasta lagi fyrir 20. júní
næstkomandi.
Lagt var til að stjórnir Bænda-
samtakanna og Landssambands
kúabænda leituðu samráðs um und-
irbúning að almennri atkvæða-
greiðslu meðal kúabænda. Svari
meirihluti í þeirri atkvæðagreiðslu
neitandi um innflutninginn verði
hætt alfarið við verkefnið. Búnaðar-
þing ályktaði að við kynningu fyrir
atkvæðagreiðsluna yrði leitast við að
sem flest sjónarmið í málinu kæmu
fram.
Búnaðarþing
samþykkir
að fresta inn-
flutningi
fósturvísa