Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SVÍNALYKT veldur Kjal-
nesingum miklum óþægind-
um og eru dæmi um að börn
hafi ælt vegna hennar, bæði í
leikskólanum og grunnskól-
anum. Alls 67% íbúa á svæð-
inu telja lyktina valda mikl-
um eða frekar miklum
óþægindum og 69,5% telja
hana draga úr möguleikum á
útivist. Þetta kemur fram í
niðurstöðum rannsóknar
Heilbrigðiseftirlits Reykja-
víkur á umfangi svínalyktar
á Kjalarnesi, sem gerð var í
lok síðasta árs. Þá gengu
starfsmenn Heilbrigðiseftir-
litsins í hús þar og könnuðu
hug íbúanna til svínabúanna
að Brautarholti og Vallá. Af-
markaðist könnunarsvæðið
af Dalsmynni í aðra áttina og
Enni í hina. Ein manneskja
var spurð í hverju húsi, oft-
ast sú sem kom til dyra. Alls
fengust svör í 56 húsum, og
voru 33 í hverfinu sjálfu, 12 í
nágrenni Brautarholts og 11
í sveitinni í kring.
Lyktarmengunin virðist
stöðugust við Brautarholt en
50% nágranna svínabúsins
þar kváðust verða varir við
svínalykt við hús sitt einu
sinni í viku eða oftar og 66%
þeirra töldu lyktina aukin-
heldur hafa aukist í síðustu
tveimur árum. Lyktarmeng-
un frá svínabúinu Vallá virð-
ist þó hafa meiri áhrif á
svæðinu í heild.
Á meðal athugasemda sem
fram komu var t.d. að þvo
þyrfti föt og hár gestabarna
áður en þeim væri skilað í
bæinn og að á verstu dögum
geti börnin ekki komið upp
til að anda í sundinu og fólk
svíði í háls, nef og augu.
Eins var nefnt, að erfitt væri
að hengja út nýþveginn
þvott, því skyndilega gysi
lyktin upp og þá væri ekkert
annað að gera en taka allt
hið nýþvegna inn í hús og
þvo aftur. Og ein athuga-
semdin var á þá leið, að
meira að segja hundurinn
hefði veigrað sér við að
ganga með eiganda sínum
eftir ströndinni einn ólykt-
ardaginn.
Flestir viðmælenda sögðu
þó, að þeir hefðu ekkert á
móti því að hafa svínabúin á
Kjalarnesi, ef hægt væri að
draga úr lyktarmenguninni.
Þess má geta, að alls eru
40 svínabú starfandi á Ís-
landi; fimm þau stærstu eru
í Brautarholti á Kjalarnesi, á
Minni-Vatnsleysu, Hraukbæ
í Eyjafirði, Vallá á Kjalar-
nesi og Hýrumel í Borgar-
firði. Þessi bú eru með helm-
ing af öllum gyltum á
landinu.
Tæp 70% íbúa Kjalarness telja svínalykt til óþæginda og draga úr möguleikum á útivist
Dæmi eru um
að börn hafi
ælt vegna
ólyktarinnar
!"
##$%
&$" '
()
(
*+
#
# (#
# , #
-,.
-,
/
0
#
0
1,2
3,42
5,42
6,42
72
132
152
32
42
3,42
6,42
5,42
3,42
82
42
12
12
5,42
()
(
*+
#
# (#
# , #
9 "
:
"
:
# "
#
"
2
682
62
7,42
132
152
72
1,42
4,2
,2
63,42
112
72
()
(
*+
#
# (#
# , #
- 0
342
362
82
882
42
152
152
2
11 ;
##"
. # &#
##
'
7 <
#&
# " #
##
4,2 7,42
132
=
. <)
#
#>
#
)
?
Kjalarnes
INGIBJÖRG Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri tók á
fimmtudaginn fyrstu skóflu-
stungur að nýjum viðbygg-
ingum tveggja grunnskóla,
annars vegar Foldaskóla og
hins vegar Selásskóla. Fyrir
skömmu var tekin skóflu-
stunga að nýrri viðbygg-
ingu Álftamýrarskóla og 7.
mars að nýrri viðbyggingu
Hólabrekkuskóla. Er þetta
allt liður í átaki til að ljúka
einsetningu grunnskóla í
borginni, eins og áður hef-
ur komið fram.
Foldaskóli
Viðbygging við Folda-
skóla verður 1.200 m2 að
flatarmáli og mun tengjast
kjallara eldri bygginga að
suðvestanverðu og fellur
inn í landið að hálfu. Einnig
verða leiksvæði þar stækk-
uð og gert ráð fyrir að
þeim verði komið fyrir á
þaki viðbyggingarinnar og
framan við hana. Í viðbygg-
ingunni verður mynd-
menntastofa, sérdeild, fjöl-
notastofa, tvær raungreina-
stofur og leikfimisalur
ásamt tilheyrandi búnings-
klefum og baðaðstöðu.
Áætlað er að útboð vegna
byggingarinnar fari fram
vorið 2001 og að kennsla
þar hefjist haustið 2002.
Auk framkvæmda við við-
bygginguna er einnig
áformað að vinna við breyt-
ingar í eldri hluta skólans.
Áætlaður kostnaður við
hina nýju viðbyggingu er
220 milljónir króna og við
breytingar á eldra húsnæði
20 milljónir króna. Arki-
tektar að þessum fram-
kvæmdum eru ARKÍS ehf
og Hallur Kristvinsson ehf,
Klapparstíg 16 í Reykjavík,
og Landslag ehf, Þingholts-
stræti 27 í Reykjavík.
Selásskóli
Viðbygging Selásskóla
verður 1.519m2 að flat-
armáli, steinsteypt og á
tveimur hæðum. Húsið
verður byggt við norðurhlið
1. áfanga núverandi skóla-
húss. Fyrirkomulag innan-
húss tekur mið af meiri
opnun rýma en algengt er.
Í viðbyggingunni verða
fimm stórar heimastofur
opnar fram á gang og þrjár
hefðbundnar heimastofur,
tölvuver, bókasafn, stór
sameiginleg vinnuaðstaða
kennara og fjögur minni
herbergi þar sem aðstaða
verður fyrir tvo til þrjá
kennara, ásamt salernum,
geymslum og lyftu. Gert er
ráð fyrir að framkvæmdir
hefjist nú í vor og verði
lokið í lok sumars árið 2002
og verður Selásskóli þar
með einsetinn. Einnig er
fyrirhugað að breyta nokk-
uð innra skipulagi núver-
andi skólahúss í tengslum
við einsetningu skólans.
Áætlaður kostnaður við við-
bygginguna er 250 milljónir
króna og við breytingar á
eldra húsnæði 40 milljónir
króna. Arkitektar eru
Teiknistofan ehf, Ármúla 6
í Reykjavík.
Skóflustunga
tekin við
Foldaskóla og
Selásskóla
Morgunblaðið/Þorkell
Og ekki var gleðin minni
við Selásskóla. Borgar-
stjóri með börnunum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Það var hálfgerð þjóðhátíðarstemmning hjá börnum og
starfsfólki við Foldaskóla á fimmtudag, þegar fyrsta
skóflustungan að nýrri viðbyggingu var tekin.
Grafarvogur/Selás
FLOSI Eiríksson, bæjar-
fulltrúi Samfylkingarinnar í
Kópavogi, segir hugmynd um
bryggjuhverfi við Kársnes
alla athygli verða. Margrét
Björnsdóttir, nefndarmaður í
skipulagsnefnd og frumkvöð-
ull hugmyndarinnar um
bryggjuhverfi á Kársnesi,
segir að með landfyllingunni
verði bætt úr tilfinnanlegu
aðstöðuleysi um 300 félags-
manna í Siglingaklúbbnum
Ými í Kópavogi.
Flosi Eiríksson sagðist
ekki hafa skoðað hugmyndina
nákvæmlega en við fyrstu
sýn þætti sér gert ráð fyrir
mikilli byggð en miðað er við
350-400 íbúðir, sem Flosi seg-
ir að þýði 1.000-1.500 manna
byggð. Menn eigi eftir að
leysa hvernig eigi að þjónusta
þá byggð hvað varðar um-
ferð, skóla og leikskóla.
Hann sagði að Kópavogur
væri varla búinn að ná því
stigi að þjónusta skóla og
leikskóla í bænum gæti talist
viðunandi fyrir þá byggð sem
fyrir er. Hins vegar væri
hann sammála því að þetta
svæði yrði tekið og skipulagt
og byggt upp sem íbúða-
byggð.
Aðstaða stendur starfi
klúbbsins fyrir þrifum
Margrét Björnsdóttir á
sæti í skipulagsnefnd bæjar-
ins og er einn af stofnfélögum
siglingaklúbbsins Ýmis og
hefur verið virk í starfi
klúbbsins. Hún sagðist hafa
fundið tilfinnanlega fyrir að-
stöðuleysi félagsmanna, ekki
síst barna og unglinga. Að-
staðan á hafnarsvæðinu
standi starfinu fyrir þrifum,
ekki síst börnum og ungling-
um sem vilji stunda æfingar
og keppni.
„Mér fannst þurfa að gera
eitthvað hratt og örugglega,“
Flosi Eiríksson segir bryggjuhverfi við Kársnes allrar athygli vert
Bætt úr tilfinnanlegu að-
stöðuleysi siglingamanna
Kópavogur
sagði Margrét. Hún setti sig í
samband við BYGG sl. haust
– sama fyrirtæki og stóð að
bryggjuhverfinu við Grafar-
vog og sækja nú um bryggju-
hverfi við Arnarnesvog – og
vakti athygli á mögu-
leikanum. Afleiðingarnar
voru þær að tillagan er nú
komin til umfjöllunar í bæj-
arkerfinu.
„Þessi hugmynd losar bæj-
arfélagið undan miklum fjár-
útlátum. Aðstaða fyrir sigl-
ingaklúbbinn myndi kosta að
minnsta kosti 60 m.kr. og
þetta var vænlegasta leiðin.
Bærinn lætur lóðina en verk-
takarnir byggja höfn og að-
stöðu til starfsins í staðinn.
Þannig gengur þetta fljótar
fyrir sig og er hagstæðara
fyrir bæjarfélagið,“ sagði
Margrét.
Hún sagði að áhugi á sigl-
ingum væri vaxandi og nú
væru um 300 manns sem
stunduðu þeta sport innan
Ýmis á ári. Nokkuð er um að
fjölskyldur sameinist um sigl-
ingarnar, að sögn Margrétar,
og eru þær hentug fjöl-
skylduíþrótt.
ÞESSA dagana stendur yfir í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykja-
víkur kynningarvika í
tengslum við atkvæðagreiðslu
um framtíð Vatnsmýrarsvæð-
isins og flugvallarins. Er
kynningarvikan liður í því að
greiða aðgang borgarbúa að
upplýsingum áður en gengið
verður til atkvæða um framtíð
svæðisins og vallarins. Settir
hafa verið upp sýningarbásar
þar sem hagsmunasamtök og
áhugaaðilar kynna áherslur
sínar og framtíðarsýn, auk
þess sem fjórir opnir fundir
eru haldnir í Tjarnarsalnum.
Yfirlitssýning
Af þessu tilefni hefur
Reykjavíkurborg einnig sett
upp yfirlitssýningu þar sem
með kortum og öðru myndefni
er gefin innsýn í þau mál sem
kjósa á um. M.a. er varpað
ljósi á sögu skipulags á Vatns-
mýrarsvæðinu og í borginni í
heild. Auk þess eru kynntar
hugmyndir og tillögur um
svæðisskipulag fyrir allt höf-
uðborgarsvæðið og endur-
skoðun á aðalskipulagi borg-
arinnar.
Þau hagsmunasamtök og
áhugahópar sem þátt taka í
kynningarvikunni eru, auk
Reykjavíkurborgar, alls sjö
talsins: Betri byggð, Hollvinir
flugvallarins, Flugfélag Ís-
lands, 102 Reykjavík, Áhuga-
hópur stúdenta um flugvallar-
málið, Umhverfis- og bygg-
ingaverkfræðiskor Háskóla
Íslands og Flugmálastjórn.
Tveimur opnu kynningar-
fundanna er lokið en hinir
verða í dag og á morgun.
Rafræn kosning
Atkvæðagreiðsla utan kjör-
fundar stendur til 17. mars.
Annars er nú í fyrsta sinn kos-
ið með rafrænum hætti, á
tölvu, og er kjörskráin mið-
læg, þannig að kjósandi getur
kosið á hvaða kjörstað sem er.
Kosningin krefst ekki sér-
stakrar tölvukunnáttu hjá
kjósendum. Sérstakur búnað-
ur verður fyrir fatlaða og verð-
ur sérbúin kosningatölva fyrir
blinda og sjónskerta í Ráðhús-
inu. Þeir sem ekki velja að
kjósa á tölvu geta nýtt sér at-
kvæðagreiðslu utan kjörfund-
ar. Einnig er þeim sem ekki
komast á kjörstað 17. mars
bent á að nýta sér kosninga-
réttinn með þessum hætti.
Kynningarvikunni lýkur á
morgun.
Reykjavík
Sjón er
sögu
ríkari
Flugvallar-
málið kynnt