Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 20
NEYTENDUR
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TILKYNNT nálastunguóhöpp eru í
kringum 200 á ári hjá Landspítala –
háskólasjúkrahúsi að sögn Ásu St.
Atladóttur sýkingavarnahjúkrunar-
fræðings. Tíðnin er svipuð frá ári til
árs. Stundum segir hún hafa verið
um alvarleg óhöpp að ræða og því er
mikilvægt að leita hjálpar á spítölum
en viðbrögðin felast þá í blóðprufum
og hugsanlegum lyfjagjöfum. Flestir
þeirra sem verða fyrir nálastungu-
óhöppum eru starfsfólk á spítölum
og þá aðallega hjúkrunarfræðingar.
Nálastunguóhöpp barna eru fátíð og
því til staðfestingar segir Ása að ein-
ungis eitt slíkt hafi verið tilkynnt á
síðasta ári.
Fíkniefnaneytendur sem sprauta
sig í æð fleygja stundum nálum og
sprautum frá sér á víðavangi. Af og
til, sérstaklega á þessum árstíma,
koma upp tilfelli þar sem börn finna
slíkar nálar. Þrátt fyrir að hættan á
að barn smitist af alnæmisveiru eða
öðrum blóðsmitandi veirum þegar
það stingur sig á slíkri nál sé ákaf-
lega lítil eru til margar fyrirbyggj-
andi aðferðir sem foreldrar og for-
ráðamenn ættu að hafa í huga.
Árvekni og Landlæknisembættið
standa fyrir sérstöku þemaverkefni
barna í ár og yfirskrift marsmánaðar
er m.a. nálastunguóhöpp.
„Landlæknisembættið sendi
dreifibréf til heilsugæslustöðva og
skólaskrifstofa árið 1999 til varnar
gegnnálastunguóhöppum en dreifi-
bréfið getur fólk nú skoðað á heima-
síðu Heilsugæslunnar í Reykjavík,
www.hr.is.,“ segir Herdís Storgaard,
framkvæmdastjóri Árvekni, átaks-
verkefnis um slysavarnir barna og
unglinga. „Í dreifibréfinu sem Har-
aldur Briem sóttvarnalæknir gerði
er meðal annars að finna fyrirbyggj-
andi aðgerðir nálastunguóhappa,
bestu aðferðina við að farga nála-
sprautum og svar við því hvað skuli
gera ef stunguóhapp verður.“
Herdís segir að börn eigi aldrei að
leika sér berfætt úti og að brýna eigi
fyrir þeim að taka aldrei upp nál eða
sprautu sem þau finna á víðavangi.
Hvað varðar bestu aðferðina við að
farga nálasprautum, segir hún að
mikilvægt sé að verða sér úti um
plastílát sem er hart þannig að
sprautunálar geti ekki rofið það.
Mikilvægt er einnig að hafa sam-
band við Sorpu um endanlega förgun
efnisins.
„Ef stunguóhapp á sér stað segir í
dreifibréfi Landlæknisembættisins
að mikilvægt sé að fjarlæga nálina úr
húð barnsins og þrýsta hæfilega á
sárið til að fá það til að blæða. Þvo
skal svæðið með volgu sápuvatni og
setja sótthreinsandi efni og plástur á
það. Þá skal fara með barnið til
læknis eða á bráðavakt spítala til að
fá ráðgjöf,“ segir Herdís.
Nálastunguóhöpp
barna fátíð
Morgunblaðið/ Helgi Jónsson
Af og til, sérstaklega á þessum árstíma, koma upp tilfelli þar sem börn
finna sprautur á víðavangi.
Í SÍÐUSTU viku var fjallað um á
neytendasíðu að til stæði að flytja
frumvarp í Danmörku um bann við
notkun efnisins amalgams í tannfyll-
ingar barna og þungaðra kvenna.
Þar í landi og í Svíþjóð hefur bar-
áttan gegn notkun amalgams aukist
jafnt og þétt.
Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og
lektor við tannlæknadeild Háskólans
segist ekki vita til þess að til standi
að setja fram frumvarp um bann við
notkun amalgams hér á landi enda
segir hún hættuna fyrst og síðast fel-
ast í því hve efnið sé skaðlegt um-
hverfinu þegar það er brennt.
„Amalgam er besta fyllingarefnið í
jaxla í dag miðað við kostnað og á
meðan ekkert annað efni kemur á
markað sem jafnast á við það að
gæðum höldum við áfram að nota
það. Ef amalgam væri eins hættu-
legt og ýmsir í Svíþjóð og Danmörku
vilja meina þá ættu margir Íslend-
ingar að vera misþroska vegna þessa
og skaddaðir því að tannskemmdar-
tíðni var mjög mikil hjá okkur fyrir
tuttugu til þrjátíu árum. Svo er hins
vegar ekki. Amalgam var einmitt að-
alfyllingarefnið þá.
Einu hömlurnar á þessu efni er lit-
ur þess, en hann er svartur og ljótur,
og margir kjósa því frekar tannlit-
aðar fyllingar sem eru hvítar en þær
eru bara ekki nógu sterkar fyrir
jaxla og í þeim finnast einnig skaðleg
efnasambönd.“
Amalgam skaðlegt umhverfinu
„Amalgam er silfrið sem notað er í
tannfyllingar en það samanstendur
af málmi og kvikasilfri. Viss hætta er
þegar kvikasilfrið er blautt vegna
uppgufunar þess, en um leið og það
er harðnað, sem tekur einungis
stutta stund á tannlæknastofu, verð-
ur nánast engin uppgufun,“ segir
Inga og bætir við að vegna þessa
ætti starfsfólk tannlæknastofa að
vera í mestri hættu. Að sögn hennar
hefur heilsufarssaga tannlækna-
stéttarinnar verið mæld í erlendum
rannsóknum og borin saman við aðr-
ar stéttir sem umgangast ekki kvika-
silfur og tannlæknastéttin hefur síð-
ur en svo komið verr út.
Það sem Danir og Svíar eru eink-
um hræddir við að sögn Ingu er að
þar eru öll lík brennd og ef munnur
fullur af silfurfyllingum er brenndur
myndast kvikasilfursgufa og af því
stafar ákveðin umhverfishætta. „Ég
er sammála því að við eigum að
reyna að vernda umhverfið eins og
við getum, en hér á Íslandi eru lík al-
mennt ekki brennd heldur jörðuð og
ég hef hvergi heyrt að amalgam leys-
ist upp í jarðvegi.“
Stendur ekki til að
banna amalgam
Í DAG mun Hagkaup.is bjóða
allri landsbyggðinni að gera inn-
kaupin í matvöruverslun Hag-
kaups á Netinu. Að sögn Þórs
Curtis framkvæmdastjóra
hjá Hagkaup.is stóð ekki til að
fara strax af stað með þessa þjón-
ustu. Hins vegar segir hann að
margar fyrirspurnir hafi borist
frá fólki um allt land og í kjölfar-
ið hafi verið tekin ákvörðun um
að flýta þessari þjónustu. „Í
fyrstu munum við bjóða upp á
sendingar á vissum dögum á
hvern stað fyrir sig, t.d. miðviku-
daga- og fimmtudaga á Austur-
land o.s.frv. Við erum í samstarfi
við flutningafyrirtæki sem er með
kælibíla til að koma líka kældum
og frystum vörum á leiðarenda.“
Hagkaup á Netinu
Fólk á lands-
byggðinni get-
ur nú keypt
matvöru
BARNAFATNAÐUR
Inni/útigallar, kápur.
Þumalína, s. 551 2136
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is
Professionails
naglaskólinn
• Alþjóðlegur naglaskóli sem útskrifar nagla-
fræðinga með diplóma sem gildir í 20 löndum.
• Nýir nemendur teknir inn á hverjum
laugardegi. Sveigjanlegur kennslutími —
einstaklingskennsla.
Upplýsingar í síma 588 8300.
Sigrún Helga Guðmundsdóttir
Tísku- og ljósmyndaförðun.
Naglafræðingur frá Professionails
naglaskólanum
Umsögn: Hef notið frábærrar leið-
sagnar í naglaskóla Professionails.
Kennararnir eru tiltækir hvenær sem
er til að leysa úr hverju sem upp kem-
ur þegar maður er byrjaður að vinna.
Rek núna eigið fyrirtæki, Garðasól í Garðabæ, og hef
nóg að gera við naglaásetningar og förðun.
Mæli eindregið með Professionails naglaskólanum fyrir
þær sem vilja fá alvöru diplóma sem gildir í 20 löndum.
FörðunarskóliNO NAME
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Ég lauk 12 vikna námi í Förðunar-
skóla No Name í apríl 2000. Mér
finnst þetta nám vera mjög skemmti-
legt og gagnlegt og það hefur nýst
mér mjög vel. Auk þess buðust mér
mörg skemmtileg verkefni eftir að ég
lauk námi, t.d. Ford, Ungfrú Ísland.is,
tískusýningar og myndatökur. Í dag
er ég í háskólanámi og vinn við farðanir í hlutastarfi,
bæði á snyrtistofu og sjálfstætt. Það er mjög hentugt þar
sem vinnutíminn er sveigjanlegur, ég er að vinna við
það sem mér finnst skemmtilegt og það tók mig aðeins
örfáa mánuði að vinna fyrir skólagjöldunum. Ég mæli al-
veg hiklaust með námi í Förðunarskóla No Name.
* Útskrifar förðunarfræðinga.
* Tísku- og ljósmyndaförðun 6-12 vikur.
* Kvikmynda- og leikhúsförðun 13 vikur.
* Sumarskóli byrjar 21. maí.
Haustskóli 10. sept.
Upplýsingar í síma 588 6525.
Til sölu er jörðin Skálmholt, Villingaholtshreppi. Um ræðir
230 ha jörð, skammt vestan við Þjórsárbrúar, þjóðveg nr. 1.
Leigutekjur eru af sumarhúsalóðum sem leigðar eru frá
jörðinni og möguleiki á að fjölga þeim. Ræktað land er um 60
ha. Hús þarfnast viðgerðar. Frábær staðsetning, um 45 mín.
akstur frá Rvík. Jörð með margskonar möguleika, t.d til
hrossaræktar og ferðaþjónustu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu, sími 482 2988.
Útivistar og
ferðaþjónustujörð til sölu