Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 23
Þegar vefverslun er annars vegar
skiptir hver sekúnda máli, þú
hefur ekki efni á að bíða !
Hringiðan í samvinnu við mbl.is og Cacheflow.com kynna lausn
fyrir þig. Cacheflow kynning á Grand Hótel
miðvikudaginn 14. mars næstkomandi.
Skráning er hafin á heimasíðu Hringiðunnar, www.vortex.is
Cacheflow eru flýtiþjónar sem flýta vefþjónustu fyrirtækja og
minnka álagið á vefþjónum þeirra. Með Cacheflow er hægt að
40 falda hraðann á öruggu vefum banka og vefverslanna.
Nánari upplýsingar er að finna:
http://www.cacheflow.com eða http://www.vortex.is
Þegar vefverslun er annars vegar skiptir hver sekúnda máli !
SÓSÍALISTAR virðast líklegir til
að vinna París úr höndum hægri-
manna eftir fyrri umferð sveitar-
stjórnarkosninganna í Frakklandi
sem fram fóru á sunnudag. Hægri-
menn héldu þó forystunni á lands-
vísu og eru það vonbrigði fyrir Sós-
íalistaflokk Lionels Jospins
forsætisráðherra og samstarfs-
flokka hans en þeim hafði verið spáð
sigri í kosningunum. Seinni umferð
sveitarstjórnarkosninganna fer
fram nk. sunnudag en í henni mega
þeir listar taka þátt sem hlutu yfir
10% fylgi í fyrri umferðinni.
Samkvæmt könnun fyrirtækisins
CSA höfðu hægriflokkar forystuna í
48% sveitarstjórnarumdæma eftir
fyrri umferð en vinstriflokkar í 42%
umdæma.
Sósíalistar og græningjar í
bandalag í París
Allra augu beinast að úrslitunum í
París en þar hefur sósíalistinn
Bertrand Delanoe forystuna í bar-
áttunni um embætti borgarstjóra,
með um 32% atkvæða eftir fyrri um-
ferð.
Hægrimenn gengu klofnir til
kosninganna í höfuðborginni en
RPR-flokkur Jacques Chiracs
Frakklandsforseta gekk fram hjá
núverandi borgarstjóra, Jean Ti-
beri, og útnefndi Philippe Seguine
sem frambjóðanda sinn. Seguine
hlaut 25% atkvæða í fyrri umferð en
Tiberi naut aðeins stuðnings um
13% kjósenda enda hefur hann verið
í miðpunkti endurtekinna pólitískra
hneykslismála í borginni á undan-
förnum árum.
Mjótt gæti orðið á munum í seinni
umferðinni ef Tiberi og Seguine
mynduðu bandalag, eins og sá fyrr-
nefndi hvatti til í gær. Seguine vísaði
því hins vegar alfarið á bug og hvatti
borgarstjórann til að draga sig í hlé.
Það styrkir stöðu Sósíalista að
frambjóðandi græningja, Yves
Contassot sem hlaut 12,5% atkvæða,
hefur heitið Delanoe stuðningi sín-
um í seinni umferðinni. Gengu
græningjar til liðs við sósíalista
gegn því að fá embætti eins af hverf-
isstjórunum í borginni.
RPR hefur farið með völdin í Par-
ís síðan embætti borgarstjóra var
aftur komið á fót árið 1977. Það væri
talið áfall fyrir Jacques Chirac ef
Delanoe færi nú með sigur af hólmi í
borginni, þar sem hann var sjálfur
borgarstjóri í átján ár áður en hann
var kjörinn forseti árið 1995.
Óvíst um úrslit í Lyon
Vinstriflokkar gætu einnig unnið
Lyon, þriðju stærstu borg Frakk-
lands, úr höndum hægrimanna, en
eftir fyrri umferð voru þeir með 8%
forskot. Raymond Barre, fyrrver-
andi forsætisráðherra, var að láta
þar af embætti borgarstjóra.
Hægrimenn héldu hins vegar meiri-
hluta sínum í Marseille, næst-
stærstu borg landsins, þar sem
Jean-Claude Gaudin úr Frjálslynda
demókrataflokknum er borgarstjóri.
Búist er við að mjótt verði á munum
í Toulouse í seinni umferðinni.
Nokkrir helstu ráðherrarnir úr
ríkisstjórn Jospins, sem sóttust eftir
embættum borgar- eða bæjarstjóra
víðs vegar um landið, höfðu ekki er-
indi sem erfiði.
„Það er engin rósrauð sveifla,“
höfðu frönsku fjölmiðlarnir hver eft-
ir öðrum í gær og vísuðu þar til rós-
arinnar í merki Sósíalistaflokksins.
Niðurstaðan mikilvæg í ljósi
forsetakosninga á næsta ári
Sveitarstjórnarkosningar fara
fram á sex ára fresti í Frakklandi en
niðurstöður kosninganna nú þykja
sérlega mikilvægar í ljósi þess að
kosið verður til þingsins og embætt-
is forseta á næsta ári.
Búist er við að Lionel Jospin bjóði
sig fram gegn Jacques Chirac en
hvorugur þeirra hefur þó opinber-
lega lýst yfir framboði sínu.
Fyrri umferð sveitarstjórnarkosninga í Frakklandi lokið
Sósíalistar gætu
unnið París
AP
Bertrand Delanoe fagnar á kaffihúsi í París í gær, ásamt Aurelie
Filipetti og Lyne Cohen-Solal, frambjóðendum græningja og sósíalista.
París. AFP, AP.
SERBI sem var eftirlýstur fyrir
stríðsglæpi í Bosníustríðinu gaf sig
fram við stríðsglæpadómstól Samein-
uðu þjóðanna í Haag í gær. Er hann
fyrsti júgóslavneski borgarinn til að
gefa sig fram við dómstólinn.
Blagoje Simic var bæjarstjóri í
Bosanski Samac í Bosníu meðan á
stríðinu stóð og er hann sakaður um
að hafa lagt blessun sína yfir þjóðern-
ishreinsanir múslima og króata úr
bænum. Í ákærunni á hendur Simic,
sem lögð var fram árið 1995, er hann
gerður ábyrgur fyrir gerðum lög-
reglustjóra bæjarins, Stevans Tod-
orovic, sem er
ákærður fyrir
morð og pynding-
ar.
Simic fór af fús-
um og frjálsum
vilja með flugi til
Hollands, þar sem
hann var handtek-
inn við komuna í
gær. Áður en
hann lagði af stað
frá Júgóslavíu lýsti Simic yfir sakleysi
sínu og kvaðst hafa í hyggju að
hreinsa nafn sitt. Búist er við að hann
komi fyrir dómstólinn síðar í vikunni.
Um 17 þúsund króatar og múslim-
ar bjuggu í Bosanski Samac áður en
Bosníustríðið braust út og voru um
helmingur bæjarbúa. Þegar stríðinu
lauk voru einungis um 300 þeirra eft-
ir. Múslimum og króötum var safnað
saman í búðir undir stjórn serbnesku
lögreglunnar, þar sem margir voru
myrtir, pyndaðir og beittir kynferð-
islegu ofbeldi. Aðrir íbúar bæjarins,
sem ekki voru af serbnesku bergi
brotnir, flúðu eða voru fluttir til ann-
arra bæja, þar sem þeir voru látnir
stunda nauðungarvinnu.
Eftirlýstur serbneskur stríðsglæpamaður
Haag. AFP, AP.
Blagoje
Simic
Gaf sig fram við dómstól SÞ
TVEIR bandarískir geimfarar úr
geimferjunni Discovery fóru í
lengstu geimgöngu í sögu Geim-
vísindastofnunar Bandaríkjanna,
NASA, í gærmorgun. Meginverk-
efni þeirra var að færa til ten-
gikví alþjóðlegu geimstöðvar-
innar Alfa og rýma fyrir ítalskri
farmeiningu, Leonardo. Tölvu-
stýrður hreyfiarmur geimferj-
unnar var síðan notaður til að
lyfta einingunni úr Discovery og
koma henni fyrir á geimstöðinni.
Í einingunni eru fimm tonn af
ýmsum tækjum sem verða sett í
geimstöðina áður en Discovery
heldur aftur til jarðar á laug-
ardaginn kemur.
Geimfararnir tveir, Jim Voss
og Susan Helms, verða í geim-
stöðinni næstu fjóra mánuði
ásamt Rússanum Júrí Usatsjov,
sem hefur verið í Alfa frá því á
laugardag. Þeir eiga að taka við
af fyrstu áhöfn geimstöðvarinnar,
Bandaríkjamanni og tveimur
Rússum, sem eiga að koma til
jarðar með Discovery á þriðju-
daginn kemur eftir 140 daga dvöl
í geimnum.
Geimgangan stóð í átta klukku-
stundir og 56 mínútur, en fyrra
metið var sett árið 1992 þegar
þrír geimfarar björguðu gervi-
hnetti. Sú geimganga stóð í átta
klukkustundir og 29 mínútur.
James Voss sést hér að störfum
við hreyfiarm Discovery og rann-
sóknastofu geimstöðvarinnar,
Destiny.
AP
Stóð í nær níu
klukkustundir
Lengsta geimganga í sögu NASA