Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 23 Þegar vefverslun er annars vegar skiptir hver sekúnda máli, þú hefur ekki efni á að bíða ! Hringiðan í samvinnu við mbl.is og Cacheflow.com kynna lausn fyrir þig. Cacheflow kynning á Grand Hótel miðvikudaginn 14. mars næstkomandi. Skráning er hafin á heimasíðu Hringiðunnar, www.vortex.is Cacheflow eru flýtiþjónar sem flýta vefþjónustu fyrirtækja og minnka álagið á vefþjónum þeirra. Með Cacheflow er hægt að 40 falda hraðann á öruggu vefum banka og vefverslanna. Nánari upplýsingar er að finna: http://www.cacheflow.com eða http://www.vortex.is Þegar vefverslun er annars vegar skiptir hver sekúnda máli ! SÓSÍALISTAR virðast líklegir til að vinna París úr höndum hægri- manna eftir fyrri umferð sveitar- stjórnarkosninganna í Frakklandi sem fram fóru á sunnudag. Hægri- menn héldu þó forystunni á lands- vísu og eru það vonbrigði fyrir Sós- íalistaflokk Lionels Jospins forsætisráðherra og samstarfs- flokka hans en þeim hafði verið spáð sigri í kosningunum. Seinni umferð sveitarstjórnarkosninganna fer fram nk. sunnudag en í henni mega þeir listar taka þátt sem hlutu yfir 10% fylgi í fyrri umferðinni. Samkvæmt könnun fyrirtækisins CSA höfðu hægriflokkar forystuna í 48% sveitarstjórnarumdæma eftir fyrri umferð en vinstriflokkar í 42% umdæma. Sósíalistar og græningjar í bandalag í París Allra augu beinast að úrslitunum í París en þar hefur sósíalistinn Bertrand Delanoe forystuna í bar- áttunni um embætti borgarstjóra, með um 32% atkvæða eftir fyrri um- ferð. Hægrimenn gengu klofnir til kosninganna í höfuðborginni en RPR-flokkur Jacques Chiracs Frakklandsforseta gekk fram hjá núverandi borgarstjóra, Jean Ti- beri, og útnefndi Philippe Seguine sem frambjóðanda sinn. Seguine hlaut 25% atkvæða í fyrri umferð en Tiberi naut aðeins stuðnings um 13% kjósenda enda hefur hann verið í miðpunkti endurtekinna pólitískra hneykslismála í borginni á undan- förnum árum. Mjótt gæti orðið á munum í seinni umferðinni ef Tiberi og Seguine mynduðu bandalag, eins og sá fyrr- nefndi hvatti til í gær. Seguine vísaði því hins vegar alfarið á bug og hvatti borgarstjórann til að draga sig í hlé. Það styrkir stöðu Sósíalista að frambjóðandi græningja, Yves Contassot sem hlaut 12,5% atkvæða, hefur heitið Delanoe stuðningi sín- um í seinni umferðinni. Gengu græningjar til liðs við sósíalista gegn því að fá embætti eins af hverf- isstjórunum í borginni. RPR hefur farið með völdin í Par- ís síðan embætti borgarstjóra var aftur komið á fót árið 1977. Það væri talið áfall fyrir Jacques Chirac ef Delanoe færi nú með sigur af hólmi í borginni, þar sem hann var sjálfur borgarstjóri í átján ár áður en hann var kjörinn forseti árið 1995. Óvíst um úrslit í Lyon Vinstriflokkar gætu einnig unnið Lyon, þriðju stærstu borg Frakk- lands, úr höndum hægrimanna, en eftir fyrri umferð voru þeir með 8% forskot. Raymond Barre, fyrrver- andi forsætisráðherra, var að láta þar af embætti borgarstjóra. Hægrimenn héldu hins vegar meiri- hluta sínum í Marseille, næst- stærstu borg landsins, þar sem Jean-Claude Gaudin úr Frjálslynda demókrataflokknum er borgarstjóri. Búist er við að mjótt verði á munum í Toulouse í seinni umferðinni. Nokkrir helstu ráðherrarnir úr ríkisstjórn Jospins, sem sóttust eftir embættum borgar- eða bæjarstjóra víðs vegar um landið, höfðu ekki er- indi sem erfiði. „Það er engin rósrauð sveifla,“ höfðu frönsku fjölmiðlarnir hver eft- ir öðrum í gær og vísuðu þar til rós- arinnar í merki Sósíalistaflokksins. Niðurstaðan mikilvæg í ljósi forsetakosninga á næsta ári Sveitarstjórnarkosningar fara fram á sex ára fresti í Frakklandi en niðurstöður kosninganna nú þykja sérlega mikilvægar í ljósi þess að kosið verður til þingsins og embætt- is forseta á næsta ári. Búist er við að Lionel Jospin bjóði sig fram gegn Jacques Chirac en hvorugur þeirra hefur þó opinber- lega lýst yfir framboði sínu. Fyrri umferð sveitarstjórnarkosninga í Frakklandi lokið Sósíalistar gætu unnið París AP Bertrand Delanoe fagnar á kaffihúsi í París í gær, ásamt Aurelie Filipetti og Lyne Cohen-Solal, frambjóðendum græningja og sósíalista. París. AFP, AP. SERBI sem var eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu gaf sig fram við stríðsglæpadómstól Samein- uðu þjóðanna í Haag í gær. Er hann fyrsti júgóslavneski borgarinn til að gefa sig fram við dómstólinn. Blagoje Simic var bæjarstjóri í Bosanski Samac í Bosníu meðan á stríðinu stóð og er hann sakaður um að hafa lagt blessun sína yfir þjóðern- ishreinsanir múslima og króata úr bænum. Í ákærunni á hendur Simic, sem lögð var fram árið 1995, er hann gerður ábyrgur fyrir gerðum lög- reglustjóra bæjarins, Stevans Tod- orovic, sem er ákærður fyrir morð og pynding- ar. Simic fór af fús- um og frjálsum vilja með flugi til Hollands, þar sem hann var handtek- inn við komuna í gær. Áður en hann lagði af stað frá Júgóslavíu lýsti Simic yfir sakleysi sínu og kvaðst hafa í hyggju að hreinsa nafn sitt. Búist er við að hann komi fyrir dómstólinn síðar í vikunni. Um 17 þúsund króatar og múslim- ar bjuggu í Bosanski Samac áður en Bosníustríðið braust út og voru um helmingur bæjarbúa. Þegar stríðinu lauk voru einungis um 300 þeirra eft- ir. Múslimum og króötum var safnað saman í búðir undir stjórn serbnesku lögreglunnar, þar sem margir voru myrtir, pyndaðir og beittir kynferð- islegu ofbeldi. Aðrir íbúar bæjarins, sem ekki voru af serbnesku bergi brotnir, flúðu eða voru fluttir til ann- arra bæja, þar sem þeir voru látnir stunda nauðungarvinnu. Eftirlýstur serbneskur stríðsglæpamaður Haag. AFP, AP. Blagoje Simic Gaf sig fram við dómstól SÞ TVEIR bandarískir geimfarar úr geimferjunni Discovery fóru í lengstu geimgöngu í sögu Geim- vísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, í gærmorgun. Meginverk- efni þeirra var að færa til ten- gikví alþjóðlegu geimstöðvar- innar Alfa og rýma fyrir ítalskri farmeiningu, Leonardo. Tölvu- stýrður hreyfiarmur geimferj- unnar var síðan notaður til að lyfta einingunni úr Discovery og koma henni fyrir á geimstöðinni. Í einingunni eru fimm tonn af ýmsum tækjum sem verða sett í geimstöðina áður en Discovery heldur aftur til jarðar á laug- ardaginn kemur. Geimfararnir tveir, Jim Voss og Susan Helms, verða í geim- stöðinni næstu fjóra mánuði ásamt Rússanum Júrí Usatsjov, sem hefur verið í Alfa frá því á laugardag. Þeir eiga að taka við af fyrstu áhöfn geimstöðvarinnar, Bandaríkjamanni og tveimur Rússum, sem eiga að koma til jarðar með Discovery á þriðju- daginn kemur eftir 140 daga dvöl í geimnum. Geimgangan stóð í átta klukku- stundir og 56 mínútur, en fyrra metið var sett árið 1992 þegar þrír geimfarar björguðu gervi- hnetti. Sú geimganga stóð í átta klukkustundir og 29 mínútur. James Voss sést hér að störfum við hreyfiarm Discovery og rann- sóknastofu geimstöðvarinnar, Destiny. AP Stóð í nær níu klukkustundir Lengsta geimganga í sögu NASA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.