Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 24

Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er búið og gert og ég hef ekkert frekar um þetta að segja,“ sagði Tony Blair forsætisráðherra í viðtali við BBC, er spurt var af hverju hann hefði samþykkt afsögn Peters Mandelsons, þáverandi N-Írlands- ráðherra, í lok janúar. Spurningin er á allra vörum eftir að skýrsla Sir Anthony Hammonds lögfræðings um aðstæður varðandi ríkisfangsumsókn indverskra auðkýfinga var birt í síð- ustu viku. Í skýrslunni er ályktað að Mandelson hafi ekki haft óeðlileg af- skipti af umsókninni, né hafi hann gefið rangar upplýsingar um afskipti sín. Fréttir um að skýrslan hreinsaði Peter Mandelson höfðu þegar birst í breskum fjölmiðlum og menn þá velt fyrir sér aðdraganda að afsögn hans. Nú þegar hún hefur verið birt magnast vangavelturnar aftur upp. Ekki öllum spurn- ingum svarað Rannsóknin beindist annars vegar að því hvort Mandelson og Keith Vaz Evrópuráðherra hefðu aðstoðað þrjá indverska bræður og auðkýfinga við að fá enskan ríkisborgararétt og hins vegar að því hvort Mandelson hefði sagt rangt til um afskipti sín af um- sókn bræðranna eftir að málið komst í hámæli í lok janúar. Hammond kemst að þeirri niðurstöðu að hvorki Mandelson né Vaz hafi haft óeðlileg af- skipti af umsókn bræðr- anna. Ekkert samhengi sé heldur sjáanlegt á milli þess að bræðurnir gáfu eina milljón punda í Þúsaldarhvelfinguna, sem Mandelson hafði þá umsjón með. Hammond segir að fyrir hafi legið athuga- semdir frá bresku leyni- þjónustunni um Hinduja-bræðurna og tengsl þeirra við Bofors-málið, er snýst um mútur vegna vopnasölu og hefur verið tengt morðinu á Olof Palme í febrúar 1986. Einmitt nú sæta bræðurnir rannsókn á Indlandi vegna tengsla sinna við það. Hammond álítur ekki ljóst hvort Mandelson hafi vitað af þessum upp- lýsingum er hann tók við framlagi bræðranna til hvelfingarinnar. Í for- síðufrétt Guardian var haft eftir ónefndum starfsmanni í forsætis- ráðuneytinu breska að þar kviðu menn því að fram kæmi að viðvörun bresku leyniþjónustunnar um bræðurna hefði verið hundsuð. Ráðið frá brottrekstri Nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá afsögninni og skýrslan um málið þegar komin fram eru margir sem velta því fyrir sér af hverju Blair hafi brugð- ist svona harkalega við. Ýmsir benda á að þar sem búið hafi verið að gefa Mandelson annað tækifæri hafi Blair ekki getað annað en tekið snar- lega á málinu. Þar við hafi bæst að Blair kom til valda í kjölfar endalausra spillingar- mála Íhaldsflokksins, hafði lofað stjórn sem yrði hvítari en hvítt, en sem hefur síðan fengið sinn skerf af spillingarmálum. Í Financial Times hefur verið ýjað að því oftar en einu sinni undanfarið að Blair hafi misst tökin á málum, rekið Mandelson í óða- goti og að ástæðulausu. Í forsíðufrétt í blaðinu var bent á að ráðuneytisstjóri Blairs hefði ekki lagt til að Mandelson yrði látinn segja af sér, andstætt því sem margir hefðu haldið. „Blair rak Mandelson gagnstætt ráðlegging- um,“ var fyrirsögnin. Hver sem skýr- ingin er á því að Blair lét Mandelson fara, þá er málið óþægilegt fyrir Blair. Óljóst hvað Mandelson ætlar sér Ef Mandelson var að vonast til þess að Blair, sem hann hefur verið í nán- ast daglegu sambandi við í meira en fimm ár, kvæði skýrt upp úr um sak- leysi hans þá rættist það ekki. Blair lét sér nægja að segja að hann hefði alltaf verið viss um að Mandelson væri með hreinan skjöld í vegabréfa- málinu og hefði ekki reynt að villa um fyrir neinum. Mandelson hefur æ ofan í æ látið í ljós að hann hyggist nú leggja rækt við þingmennskuna og kjördæmi sitt. Því trúa fáir, því metnaðurinn virðist til meiri verka, þótt hann fái varla þriðja tækifærið í ráðherrastól. Hann hefur víðtæk sambönd í fjölmiðlum og gæti því endað þar, eða sem ráðgjafi, til dæmis hjá fjármálafyrirtækjum eða öðrum í leit að pólitískum sam- böndum. Skýrsla hreinsar Mandelson af grun um óeðlilega fyrirgreiðslu London. Morgunblaðið. Peter Mandelson Af hverju rak Blair Mandelson? TUGIR þúsunda manna voru saman komnir á Aðaltorginu í Mexíkóborg á sunnudag þar sem Marcos, leið- togi Zapatistaskæruliða, og 23 und- irmenn hans efndu til útifundar. Lauk þar með hálfs mánaðar ferð þeirra um 13 sambandsríki í Mexíkó þar sem þeir hafa leitað stuðnings við baráttu sína fyrir réttindum frumbyggja í landinu. Í gærkvöldi áttu Zapatistarnir að hefja formlegar viðræður við frið- arnefnd mexíkóskra stjórnvalda. Ferð Zapatistanna naut stuðnings forseta landsins, Vicentes Fox. Marcos og menn hans fullvissuðu borgarbúa um að þeir hefðu alls ekki í hyggju að reyna að taka völd- in í landinu. „Við erum ekki hingað komnir til að segja Mexíkó fyrir verkum. Við erum komnir til þess eins að biðja um aðstoð, að ekki verði látinn nýr dagur rísa yfir þennan (mexíkóska) fána án þess að við séum með,“ sagði Marcos. Zap- atistarnir fara fram á umfangs- miklar stjórnarskrárbreytingar sem myndu tryggja indíánum aukið pólitískt sjálfræði og aukin réttindi fyrir menningu sína. Segjast Zapat- istarnir ekki yfirgefa Mexíkóborg fyrr en þessar breytingar hafi verið samþykktar. Þetta er í fyrsta sinn sem hópur uppreisnarmanna kemur opinber- lega til borgarinnar síðan bylting- arleiðtogarnir Pancho Villa og Emiliano Zapata komu þangað 1914. Fréttaskýrendur segja að Fox forseti hafi gengið lengra en nokkur forvera hans í að koma til móts við kröfur Zapatistanna. Einn manna Marcosar gagnrýndi á sunnudaginn loforð forsetans um að nota markaðsöflin til að bæta lífsskilyrði Mexíkóa. „Við sækjumst ekki eftir litlum fyrirtækjum, smá- bíl og sjónvarpi,“ sagði maðurinn. „Við krefjumst viðurkenningar á réttindum okkar.“Reuters Krefjast réttinda fyrir indíána Mexíkó. AP, Reuters. EINN af forystumönnum íslömsku hreyfingarinnar Taliban í Afganistan sagði í gær að liðsmenn hennar væru að ljúka við að eyðileggja tvær af þekktustu styttum heims, risastór Búdda-líkneski í héraðinu Bamiyan. Sendinefnd á vegum samtaka múslímaríkja (OIC) fór í gær til af- gönsku borgarinnar Kandahar til að reyna að fá leiðtoga talibana til að falla frá þeirri ákvörðun að eyðileggja allar styttur í Afganistan. Qudratul- lah Jamal, upplýsingamálaráðherra Taliban-stjórnarinnar, sagði hins veg- ar að beiðni sendinefndarinnar yrði hafnað. „Við áréttum það sem við höf- um sagt við aðrar sendinefndir að við ætlum ekki að falla frá tilskipuninni og að engum styttum í Afganistan verður hlíft,“ sagði ráðherrann. Jamal sagði að talibanar væru að ljúka við að eyðileggja Búdda-lík- neskin tvö í Bamiyan, sem eru 53 og 38 m há og voru höggvin í klett fyrir tæpum 2.000 árum. „Eyðileggingin er ekki eins auðveld og fólk heldur. Það er ekki hægt að eyðileggja líkneskin með sprengiefni eða sprengikúlum þar sem þau eru föst við fjallið,“ sagði hann og bætti við að ekki væri vitað með vissu hvenær verkinu lyki. Annan telur of seint að bjarga styttunum Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á sunnu- dag eftir fund með utanríkisráðherra Taliban-stjórnarinnar að líklega væri of seint að bjarga styttunum, sem eru flestar um 2.000 ára gamlar. „Utan- ríkisráðherrann staðfesti að allar fær- anlegar styttur hefðu verið eyðilagð- ar og að eyðilegging líkneskjanna tveggja í Bamiyan væri hafin,“ sagði Annan. „Ég vonaðist eftir miklu betri fréttum.“ Talsmaður Taliban í Kandahar sagði að 80% Búdda-líkneskjanna hefðu verið eyðilögð á laugardag og aðgerðunum hefði verið haldið áfram á sunnudag. Afgönsk fréttastofa hafði eftir sendiherra Taliban-stjórnarinnar í Pakistan á sunnudag að talibanar kynnu að hætta aðgerðunum ef ísl- amskir fræðimenn kæmust að þeirri niðurstöðu að þær væru ekki í sam- ræmi við kenningar íslam. Upplýs- ingamálaráðherra Taliban-stjórnar- innar sagði hins vegar í gær að sendinefnd OIC gæti ekki sannað að aðgerðirnar væru í andstöðu við kenningar íslam. Sendinefndin er undir forystu ut- anríkisráðherra Katars, Ahmed bin Abdullah Zaid al-Mahmoud. Í henni eru einnig virtir íslamskir fræðimenn, þeirra á meðal æðsti klerkur Egypta- lands, Nasr Farid Wassel. Eyðileggingu líkneskjanna hefur verið mótmælt harðlega á alþjóða- vettvangi. Vestræn ríki líta á aðgerð- irnar sem árás á menningararf allrar heimsbyggðarinnar og ráðamenn í grannríkjum Afganistans hafa sakað talibana um trúarlegt ofstæki. Annan sagði að aðgerðir talibana myndu torvelda Sameinuðu þjóðun- um að tryggja næg framlög til hjálp- arstarfsins í Afganistan. Hundruð þúsunda Afgana hafa orðið að flýja heimili sín síðustu mánuði vegna borgarastyrjaldar og þurrka í land- inu. Talibanar höfðu áður sætt gagn- rýni fyrir að kúga konur, styðja hermdarverkamenn og halda stríðs- rekstrinum áfram þrátt fyrir hung- ursneyð í landinu. Talibanar hafna beiðni íslamskrar sendinefndar um að hlífa styttum í Afganistan Segjast vera að ljúka við að mölva líkneskin Kabúl. Reuters. AP 53 m hátt Búddha-líkneski sem talibanar í Afganistan eru sagðir hafa eyðilagt. Ekki eru til nýjar myndir af líkneskinu þar sem blaðamönnum hefur ekki verið hleypt á staðinn. LÆKNAR á vegum 16 stórra flug- félaga og alþjóðlegir sérfræðingar komu saman til fundar í Genf í Sviss í gær til að kanna meint tengsl á milli blóðtappamyndunar og flugferða. Hafa þessi meintu tengsl stundum verið nefnd „almenna farrýmis heil- kennin“. Munu sérfræðingarnir fara yfir vísindaleg gögn og ef til vill hvetja til þess að frekari rannsóknir verði gerðar á þessum sjúkdómi, að sögn Greg Hartl, talsmanns Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO). Fundurinn í Genf er haldinn í kjölfar nokkurra dauðsfalla á undanförnum mánuðum, er hafa vakið áhyggjur af því að aukin hætta sé á myndun blóð- tappa í fótum af völdum hreyfing- arleysis og hefts blóðstreymis þegar setið er í þröngum flugsætum. Ef slíkur blóðtappi berst til lungnanna, hjartans eða heilans get- ur hann stíflað æðar og reynst ban- vænn. Hefur mikill málarekstur haf- ist vegna þessa í Bretlandi og Ástralíu og hótað er málssóknum gegn flugfélögum. Ræða tengsl flug- ferða og blóðtappa Genf. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.