Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.03.2001, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 25 RÉTTARHÖLDIN í spilling- armáli Rolands Dumas, fyrr- verandi utanríkisráðherra Frakklands, hófust að nýju í gær og búist var við að Alfred Sirven, einn sakborninganna, myndi veita nýjar upplýsingar um málið. Vitnisburði Sirvens var frestað um klukkustund eftir að lögfræðingar hans héldu því fram að hann hefði verið leidd- ur fyrir rétt með ólöglegum hætti. Þeir sögðu að franski dómstóllinn gæti ekki dæmt Sirven þar sem hann hefði búið í Sviss þegar hann er sagður hafa skipulagt ólöglegar greiðslur úr leynilegum sjóði risaolíufyrirtækisins Elf. Sirv- en, sem var handtekinn á Fil- ippseyjum 2. febrúar, hefur einnig haldið því fram að hann hafi ekki fengið nægan tíma til að búa sig undir réttarhöldin. Sirven á að bera vitni um hvers vegna hann réð hjákonu Dumas, Christine Deviers- Joncour, þegar hann var að- stoðarforstjóri olíufyrirtækis- ins. Talið er að vitnisburður hans geti reynst mjög skaðleg- ur fyrir Dumas, Deviers-Jonc- our og fjóra aðra sakborninga sem eru sakaðir um að hafa misnotað sjóði Elf. Fékk nóg af reynslu- leysi Pútíns FYRRVERANDI njósnari sovésku leyniþjónustunnar KGB hefur skýrt frá því í fyrsta sinn hvernig það var að starfa undir stjórn Vladímírs Pútíns þegar hann skipulagði njósnir KGB í Austur-Þýskalandi um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Njósnarinn fyrrverandi kveðst hafa orðið svo reiður vegna reynsluleysis Pútíns að hann hefði næstum sagt skilið við leyniþjónustuna. „Njósnari M“, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Austur-Þýskalandi, kvaðst hafa verið á mála hjá KGB í tíu ár þegar hann hefði hitt Pútín í fyrsta sinn í íbúð í Dresden. „Pútín var nýliði og verið var að setja hann í starfið. Hann hafði augljóslega litla reynslu. Þetta var fyrsta verkefni hans er- lendis,“ sagði „M“, sem nýtur nafnleyndar. „M“ kvaðst hafa orðið bálreiður skömmu síðar þegar Pútín hefði ekki mætt á fund sem hafði verið undirbúinn með mikilli fyrirhöfn. „Það að gleyma slíkum fundi er mjög al- varlegt glappaskot og getur kostað njósnarann lífið. Ég sagði Pútín að ég myndi hætta störfum fyrir KGB strax ef hann bætti ekki ráð sitt.“ Stjórnarand- stæðingar handteknir ÍRÖNSK öryggissveit handtók um 40 stjórnarandstæðinga á sunnudagskvöld, nokkrum klukkustundum eftir að Mohammad Khatami Íransfor- seti hvatti til aukins lýðræðis og málfrelsis í landinu. Stjórn- arandstæðingarnir voru á fundi á heimili Mohammads Bast- ehnegars, er tengist Írönsku frelsishreyfingunni, þegar ör- yggissveitin réðst inn í húsið til að handtaka þá. STUTT Sirven ber vitni YOSHIRO Mori, forsætisráðherra Japans, neitaði því í gær að hann hefði tilkynnt á fundi með fimm öldruðum frammámönnum í flokki sínum á laugardag að hann hefði í hyggju að segja af sér. Mori skýrði fundarmönnun- um frá því að hann hygðist flýta leiðtogakjöri Frjálslynda lýðræðisflokksins sem átti að fara fram í september. Jap- anskir fjölmiðlar töldu að með þess- ari ákvörðun hefði hann í reynd lýst því yfir að hann hygðist segja af sér. „Hvorki ég né frammámennirnir fimm skildu þessa yfirlýsingu sem svo að ég hygðist segja af mér. Ég hef alls ekki í hyggju að lýsa slíkum áformum yfir,“ sagði Mori á fundi með fjárlaganefnd efri deildar þingsins í gær. „Fjölmiðlarnir hafa alltaf sagt að leynilegt samkomulag hafi náðst um afsögn mína og þeir gátu ekki breytt því. Þeir urðu því að segja að þetta væri í raun afsagn- aryfirlýsing.“ Mori er einn óvinsælasti forsætis- ráðherrann í sögu Japans og nýtur aðeins stuðnings tæpra 10% kjós- enda. Margir flokksbræðra hans vilja að hann láti af embætti þar sem þeir óttast að flokkurinn bíði annars ósigur í kosningum til efri deildar þingsins í júlí. Margir fjölmiðlanna sögðu að frammámennirnir í flokknum hefðu náð málamiðlunarsamkomulagi á bak við tjöldin um að Mori héldi embættinu í nokkrar vikur og segði af sér í apríl. Takeshi Noda, fram- kvæmdastjóri minnsta stjórnar- flokksins, Nýja íhaldsflokksins, ýj- aði að því á sunnudag að Mori yrði ekki í embætti í lok júlí. Talið er að Mori vilji halda emb- ættinu að minnsta kosti til 5. apríl þegar ár verður liðið frá því að hann tók við því. Málamiðlunarsamkomu- lagið gerir honum kleift að fara til Washington á mánudaginn kemur til að ræða við George W. Bush Banda- ríkjaforseta og síðan á fund Vladím- írs Pútíns Rússlandsforseta í borg- inni Irkutsk í Síberíu 25. mars. Getur ekki sagt af sér strax Hiroshi Kawahara, prófessor í stjórnmálafræði við Waseda-há- skóla, sagði að Mori gæti ekki sagt af sér fyrr en þingið afgreiddi frum- varp stjórnarinnar til fjárlaga þessa árs en búist er við að það verði sam- þykkt síðar í mánuðinum. „Enn- fremur er ráðgert að forsætisráð- herrann ræði við Bush og Pútín og segi hann af sér nú getur ekki orðið af fundunum með þessum mikil- vægu leiðtogum,“ bætti Kawahara við. Susumu Takahashi, prófessor í stjórnmálafræði við Tókýó-háskóla, sagði að Mori gæti ekki sagt af sér strax þar sem ekki hefði náðst sam- komulag um hver tæki við af honum. Leiðtogar hinna stjórnarflokk- anna tveggja, Nýja Kemeito-flokks- ins og Nýja íhaldsflokksins, vilja að Hiromu Nonaka, 75 ára fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda lýð- ræðisflokksins, verði næsti forsætis- ráðherra. Nonaka sagði hins vegar í gær að hann hygðist „alls ekki“ gefa kost á sér í leiðtogakjörinu. Junichiro Koizumi, helsti banda- maður Moris og fyrrverandi heil- brigðisráðherra, hefur verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður hans. Ryutaro Hashimoto, fyrrverandi forsætisráðherra, Takeo Hiranuma viðskiptaráðherra og Taro Aso efna- hagsmálaráðherra eru einnig taldir koma til greina í embættið. Tillaga boðuð um vítur Leiðtogar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu baktjaldamakk forystu- manna Frjálslynda lýðræðisflokks- ins og sögðust ætla að bera fram til- lögu um vítur á forsætisráðherrann á þinginu. Mori þarf ekki að segja af sér verði slík tillaga samþykkt. „Ef þú tilkynntir afsögn þína eins og maður væri þessari pólitísku ringulreið lokið,“ sagði Giichi Tsun- oda, einn þingmanna Lýðræðis- flokks Japans. Mori neitar því að hann hyggist segja af sér Tókýó. Reuters, AFP, AP. Yoshiro Mori
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.